Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1996 39 AÐSENDAR GREIIMAR Heimur á leið til hagsældar ÞAÐ ER viðtekin staðreynd að fólk fer betur með eigið fé en annarra. Af þeim sök- um er skynsamlegra að atvinnufyrirtæki séu í einkaeign en í eigu ríkisins. Við slíka skipan hafa stjórnend- ur fyrirtækja hag af því að rekstur sé hag- kvæmur og gangi vel. Sagan sýnir að í opin- berum rekstri skortir starfsmenn oft nægi- legt aðhald til að rekst- urinn sé á réttum kili enda ráðast örlög ríkisfyrirtækja ekki af því eins og tilvist annarra fyrirtækja. Ríkisstjórnir víða um heim hafa á undanförnum árum linað takið á ýmsum atvinnugrein- um sem áður bjuggu við ríkisrekst- ur, jafnvel ríkiseinokun. Þetta á jafnt við um iðnveldi í Vestur-Evr- ópu sem og lönd á borð við Kína, þar sem fulltrúar slíkra skoðana voru til skamms tíma álitnir land- ráðamenn og meðhöndlaðir eftir því. Einkavæðing er frambúðarlausn Einkavæðing er nú álitin besta svarið við áralöngum hallarekstri hins opinbera, í það minnsta betra en hitt úrræði stjórnvalda - aukin skattheimta - sem flestir skelfast. Fijálst hagskipulag er einnig nauð- synleg forsenda aukinnar sam- keppni og ákvæða um jafna sam- keppnisstöðu fyrirtækja í alþjóðleg- um samningum. í fyrstu hafa áform um einkavæðingu oft mætt and- stöðu enda greinir fólk einatt á um bestu leiðirnar að hverju marki. Margir, ekki síst stjómlyndir stjóm- málamenn, telja sér skylt að standa á móti sérhverri nýrri hug- mynd, hveiju fmm- kvæði og skiptir þá litlu innihald eða árangur. Reynslan hef- ur aftur á móti sýnt að yfirleitt hefur einka- væðing opinberra fyrirtækja leitt til þjóð- hagslegrar hagsældar. Þegar rætt er um einkavæðingu er mikil- vægt að geta þess að í flestum tilvikum hefur raunveruleg gagnrýni á slík áform beinst að framkvæmd einkavæðingar en ekki markmiðinu með henni. Hið sama hefur verið uppi á teningnum hér á landi. Hér hefur fremur verið deilt um hvernig, en ekki hvort, koma eigi ríkisfyrirtækjum í hendur ein- staklinga. Verklagsreglur I þeim tilgangi að samræma vinnubrögð og tryggja faglegan und- irbúning einkavæðingar hefur ríkis- stjórnin samþykkt verklagsreglur um framkvæmd slíkra áforma. Reglun- um er ætlað að tryggja jafnan að- gang - og um leið tækifæri sem flestra landsmanna - til að eignast hlut í fyrirtækjum og taka þátt í útboðum á vegum ríksins á jafnrétt- isgrundvelli. Jafnframt er leitast við að eyða þeirri óvissu sem hingað til hefur fylgt mismundandi aðferðum við sölu á eignarhlutum ríkis í fýrir- tækjum og útboðum. Verklagsreglur þessar hafa nú verið gefnar út í litl- um bæklingi. Þær koma vafalítið til Einkavæðing er nú álitin, segir Jónmundur Guðmarsson, besta svarið við áralöngum hallarekstri hins opinbera. með að draga úr gagnrýni á fram- kvæmd einkavæðingar því nú liggja fyrir reglur áður en gengið er til leiks. Þetta er mjög til bóta og ætti að auðvelda stjómvöldum frekari aðgerðir á þessu sviði. Skattadagurinn 1996 Einakvæðing og útboð hafa reynst ríkisstjórnum víða um heim vel í baráttunni við hallarekstur og skuldasöfnun. Einkavæðing hefur það markmið að minnka ríkisumsvif og lækka skattbyrði almennings. í ár tekur það hvern landsmann tím- ann frá áramótum og fram til 7. júní að vinna fyrir skyldugreiðslum til hins opinbera og lífeyrissjóða. Þessi tími er þremur dögum skemmri en í fyrra. Ef til vill stafar þetta af því að einkavæðing og út- boð á liðnum árum eru farin að skila sér í lægri opinberum álögum. Um leið er umhugsunarvert hvenær Skattadagurinn væri í ár ef engin einkavæðing hefði átt sér stað og ríki og sveitarfélög rækju enn þau fyrirtæki sem nú eru í höndum borg- aranna. Höfundur er sijórnmálafræðingur. Jónmundur Guðmarsson Frídagur verkalýðsins Fyrsta dag maímánað- ar er „frídagur" verka- lýðsins. Þó að verka- lýðurinn þrammi um götur, hrópi slagorð og beri kröfuspjöld, íjarri hefðbundnum vinnu- stöðum, er dagurinn langt því frá raunveru- legur frídagur. Það er ekki fyrr en 7. júní sem verkamenn fá frí, frí til að vinna fyrir sjálfa sig en ekki fyrir ríkið. Útgjöld op- inberra aðila og skyldu- greiðslur í Iífeyrissjóði námu á síðasta ári 43% af landsframleiðslu. Skattgreiðendur eru því fyrstu fimm mánuði ársins og sex daga þess sjötta að vinna fyrir ríkið. Þann 1. maí s.l. stóðu verkalýðs- leiðtogar vígreifir í pontu og töluðu um aðför ríkisins að réttindum og kjörum launamanna. Þeir töluðu í hneykslunartóni um til- raunir til að auka völd einstakra Iaunamanna á kostnað forystunnar. En þeir létu hjá líða að tala um hina raunveru- legu aðför ríkisins að kjörum verkafólks - gríðarlega skattbyrði. Það er ekki nóg með að verkalýðsleiðtogar láti háar álögur á launamenn átölu- lausar. Þeir hafa iðu- lega uppi háværar kröfur um aukin út- gjöld ríkisins. En þeir gleyma því að fé verður ekki til í vösum fjár- málaráðherra, féð kemur úr vösum almennra launamanna, sem hafa mátt strita til að afla fjárins. Ég legg til að landsmenn berji niður þá tilhneigingu hagsmunahópa að heimta sífellt meira fé frá ríkinu. Þeim þarf að skiljast að ríkið á ekki Ég legg til, segir Þorsteinn Arnalds, að landsmenn berji niður þá tilhneigingu hagsmunahópa að ‘ heimta sífellt meira fé frá ríkinu. fé, það eiga skattgreiðendur og sér- hagsmunahópar eru að ganga á fé skattgreiðenda. Væri ekki tilvalið að ríkisstjórnin stefndi að því að við lok kjörtíma- bils verði 1. maí fyrsti skattlausi dagur ársins, þannig að launamenn geti haldið upp á hinn raunverulega frídag verkalýðsins. Höfundur er verkfræðinemi. Þorsteinn Arnalds FORSETAKJÖR 1996 J/I ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Akureyringar! Kosningaskrifstofa opnuð í kvöld kl. 20:00 að Skipagötu 18, 2. hæð. Ólalur Kagnar og Guðrún Katrín verða viðslödd og ræða við gesti. Vviii p. lónlislaiah iði. umidiislaisMiíng. Boðið verður upp á veitingar. Allir velkomnir! Skrifstofan verður opin kl. 14 til 19 alla daga. Símar 462 2033 og 462 2870. Stuðnlngslólk Ólafs Ragnars Grímssonar Akurcyrl. STÖÐ 3 SPYR: HÁDÚJÚI ILÆK ÆSLAND? David Bowie segir áhorfendum Stöðvar 3 skoðun sína á öllu mögulegu og ómögulegu í viðtali við Hall Helgason fyrir Stöð 3. Bowie heldur síðan tónleika í Laugardalshöllinni 20. júní. Fáöu loftnet aö láni Áskriftarsimi 533 5633 S T C=> Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.