Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						KNATTSPYRNA
Sanngjarnt en strembið hjá
KR-ingum og Skagamönnum
BIKARMEISTARAR KR og Is-
landsmeistarar ÍA komust í
hann krappann í 32-liða úrslit-
um bikarkeppninnar ígær-
kvöldi. KR vann Magna 3:0 og
Skagamenn unnu Hött á Egils-
stöðum 3:1, en jaf nt var í báð-
um leikjunum í hálfleik. Annars
voru úrslit í bikarkeppninni
nánast eftir bókinni þar sem
efri deildarliðin höfðu betur
gegn liðum úr neðri deildunum.
Magnamenn voru ákveðnir í
byrjun gegn KR og fljótlega
átti Brynjar Ottarsson þrumuskot
¦¦Bli u'an vítateigs som
Skapti       Kristján  Finnboga-
Hallgrímsson son varði mjög vel í
skrifar       horn. KR-ingar voru
síðan mun meira
með boltann og fengu nokkur góð
færi, Ríkharður Daðason það besta
en Jón Helgi Pétursson varði meist-
aralega frá honum í dauðafæri.
Skömmu fyrir leikhlé átti Jóhann
Tryggvi Arnarson, Magnamaður,
svo fallegt skot í þverslána en
KR-ingar ógnuðu nokkrum sinnum
hinum megin áður en flautað var
til leikhlés.
Einar Þór Daníelsson og Ólafur
Kristjánsson komu inn á er seinni
hálfleikurinn hófst í stað Guðmund-
ar Benediktssonar og Sigurðar Arn-
ar Jónssonar og það var Einar sem
braut ísinn er 67 mín. voru liðnar.
Skoraði þá með fallegu skoti neðst
í hægra hornið beint úr aukaspyrnu
rétt utan vítateigs. Segja má að það
hafi verið afbragðs gott hjá 4. deild-
arliðinu að halda hreinu svo lengi.
Tíu mín. síðar skoraði Þorsteinn
URSLIT
Knattspyrna
Bikarkeppni KSÍ, 32-liða úrslit:
KeflavíkU23-Keflavík........................0:3
- Eysteinn Hauksson, Óli Þór Magnússon
og Sverrir Þór Sverrisson.
Fram U23 - Breiðablik..........................0:2
- Kristófer Sigurgeirsson, Kjartan Einars-
son.                   ,
Leiknir R. - Þór Ak......................,.........1:3
Þorvaldur Guðmundsson - Bjarni Svein-
björnsson, Hreinn Hringsson og Zoran
Zilcic.
Dalvík - Leiftur.....................................0:7
- Sverrir Sverrisson 2, Páll Guðmundsson
2, Ratislav Lazorik, Jón Þ6r Andrésson,
Sindri Bjarnason.
Víkingur Ól. - Fylkir.............................1:5
Árni Hermannsson - Kristinn Tómasson 3,
Þórhallur Dan Jóhannsson og Erlendur Þór
Gunnarsson.
Sindri - Stjarnan....................................2:5
Purecevic 2 - Goran Micic, Rúnar Sigtryggs-
son, Ingólfur Ingólfsson, Valdimar Kristó-
fersson 2
Magni - KR.............................................0:3
-Einar Þór Daníelsson, Þorsteinn Jónsson,
Hilmar Björnsson.
Víkingur R. - Skallagr..........................1:3
Hörður Theódórsson - Sindri Grétarsson 2,
Björn Axelsson.
Höttur-ÍA.............................................1:3
Siguður Magnússon - Haraldur Ingólfsson,
Jóhannes Harðarson, Bjarni Guðjónsson.
Ægir - Grindavík...................................0:5
Ólafur Ingólfsson 2, Grétar Einarsson, Zor-
an Ljubecic, Kekic Siusa.
Valur U23 - Valur..................................0:7
-  Sigþór Júlíusson 3, J6n S. Helgason,
ívar Ingimarsson, Jón Þórðarson, Sigur-
björn Hreiðarsson.
Jónsson með skalla eftir hornspyrnu
og þótti mörgum það vel við hæfi
því hann er frá Grenivík og hóf
ferilinn með Magna. Hilmar Björns-
son innsiglaði svo sigurinn með
marki af stuttu færi tveimur mín.
fyrir leikslok.
Sigur KR var mjög sanngjarn en
heimamenn komu þeim greinilega
í opna skjöldu með mikilli baráttu.
Vörn þeirra var mjög góð með
Bjarna Áskelsson og Jón Helga
markvörð sem bestu menn, og þeir
ógnuðu marki meistaranna nokkr-
um sinnum. Skömmu áður en Einar
Þór gerði fyrsta mark leiksins hafði
Kristján markvörður t.a.m. varið
glæsilega skot eins heimamannsins
af stuttu færi.
Höttur ícomst yfir
Sigurður Magnússon kom heima-
mönnum í Hetti á Egilsstöðum á
bragðið er hann gerði fyrsta mark
leiksins gegn Islandsmeisturum
Skagamanna snemma leiks. Har-
aldur Ingólfsson náði síðan að jafna
fyrir ÍA fyrir leikhlé. í síðari hálf-
leik var jafnræði framan af og
heimamenn báru enga virðingu fyr-
ir Skagamönnum en urðu að gefa
eftir í lokin og þá komu tvö mörk
á síðustu 15 mínútunum, fyrst Jó-
hannes Harðarson og síðan Bjarni
Guðjónsson.
Metaðsókn var á leikinn og komu
á sjöunda hundrað áhorfendur til
að fylgjast með leiknum. Veður var
einnig með besta móti. Leikurinn
þótti mikil skemmtun fyrir Aust-
firðinga.
Framlengt í Víkinni
Einn leik varð að framlengja í
gær, en það var viðureign Víkings
og Skallagríms í Víkinni. Staðan
eftir venjulegan leiktíma var 1:1.
Sindri Grétarsson tryggði síðan
sæti Skallagríms í 16-liða úrslitum
með tveimur mörkum í framleng-
ingunni.
Tveir fengu rautt
Tveimur leikmönnum var vísað
af leikvelli hjá Breiðabliki í fyrri
hálfleik á móti unglingaliði Fram á
Valbjarnarvelli. Það voru þeir Arnar
Grétarsson og Þórhallur Hinriksson
sem fengu rautt spjald og verða
því báðir í leikbanni í næsta deild-
arleik gegn ÍA á mánudagskvöld.
Þrátt fyrri að Blikar væru tveimur
færri sigruðu þeir 2:0 og eru komn-
ir áfram.
Kristínn með þrennu
Kristinn Tómasson úr Fylki var
annar tveggja leikmanna sem náði
að gera þrennu í bikarleikjunum í
gærkvöldi. Það gerði hann í 5:1
sigri á Víkingi í Olafsvík.
Sjö mörk
Leifturs og Vals
Leiftur burstaði granna sína í
Dalvík með sjö mörkum gegn engu
eftir að staðan í hálfleik hafði verið
4:0. Sverrir Sverrisson og Páll Guð-
mundsson gerðu tvö mörk hvor.
Sömu úrslit urðu í Ieik Vals og
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ÍVAR Ingimundarson stekkur hér hærra en „unglingarnir"
hjá Val í leik 1. deildarliðs og ungmennaliðs Vals á Hlíðar-
enda í gærkvöldi. Fyrstu deildarliðið vann örugglega 7:0.
ungmennaliðs Vals, 7:0. Sigþór Júl-
íusson gerði þrennu í leiknum.
1. deildarlið Keflvíkinga lagði
ungmennalið félagsins í Keflavík
3:0. Grindavík sigraði Ægi 5:0 og
gerði Ólafur Ingólfsson tvö marka
Grindvíkinga.
Öruggt hjá Þór
Þórsarar gerðu góða ferð í Breið-
holtið og unnu Leikni 3:1 eftir að
hafa komist í 3:0. Halldór Áskels-
son, sem hefur verið meiddur lengi,
lék með Þór í gær — kom inná sem
varamaður.
Stjarnan skein á Höfn
Stjarnan vann Sindra örugglega
á Höfn í Hornafirði, 5:2. Valdimar
Kristófersson gerði tvö marka
Garðbæinga, en Purecevic gerði
bæði mörk heimamanna.
Sættir milli JSI
og Vernharðs
Á stjór nar fund i Júdósambands íslands í gær var komist að sam-
komulagi víð Vernharð Þorleifsson vegna yfirlýsinga hans og
ásakana í garð srjórnar JSÍ og Iandsliðsþjálfara. „Vernharð hefur
beðist velvirðingar og beiðni hans hefur verið tckin til greina,"
segir í tilkynningu frá stjórn JSÍ.
Vernharð verðurþvíþátttakandi fyrir íslands hðnd á Ólympíu-
leikunum og hann og Michal Vachun fara þangað eftir að hafa
unnið saman að undirbúningi.
FOLK
¦ ÞRATT fyrir slakt gengi
Rússa hefur Oleg Romantsev,
landsliðsþjálfari, ekki í hyggju að f I
segja af sér. Hann segir að nú
verði að huga vel að undirbúningi
liðsins fyrir næstu heimsmeistara-
keppni," sagði Romantsev sem
tók við landsliðinu af Pavel Sa-
dyrin eftir HM 1994.
¦ PAVEL Nedved, miðvallar- |
leikmaður Tékka, fékk annað
gula spjaldið sitt í keppninni gegn
Rússum á miðvikudag og tekur
út leikbann í leiknum gegn Portú-
gal í Birmingham á sunnudaginn.
Fyrirliðinn Miroslav Kadlec, sem
tók út leikbann gegn Rússum,
verður með á sunnudag.
¦ GARY McAllister, sem mis-
notaði vítaspyrnuna á móti Eng-
lendingum, gaf ungum skoskum   t
aðdáenda sínum, Luke Myring  ;
sem er 12 ára, skóna sem hann
notaði í leiknum. Annar skoskur
knattspyrnuáhugamaður bauð síð-
an 50 pund í skóna, en Luke sagði
NEI.
¦ TONY Adams, fyrirliði enska
landsliðsins og Darren Anderton
æfðu ekki með enska landsliðinu
í gær vegna meiðsla. Þeir eiga
báðir í hnémeiðslum og eins eru
þeir Jamie Rdnapp og Steve
Howey meiddir og verða ekki
með. Paul Ince tekur út leikbann
á morgun og talið líklegt að David
Platt taki stöðu hans á miðjunni.
¦ BERTI Vogts er ekki ánægður
með að geta ekki stillt upp sterk- !
asta liði sínu á móti Króatíu á
sunnudag. Margir leikmenn liðsins
eiga í meiðslum og Thomas
Strunz verður í leikbanni eftir
þrottreksturinn í leiknum á móti
ítölum. Thomas Helmer og Stef-
an Reuter meiddust á móti
ítölum og Rene Schneider
meiddist á æfingu auk þess sem
fækkaði um tvo í hópnum er
Jiirgen Kohler og Mario Basler
fóru heim meiddir eftir fyrsta leik-
inn.
¦ CHRISTOPH Daum, sem var
rekinn frá tyrkneska liðinu Be-
siktas í vor, verður næsti þjálfari
Bayer Leverkusen. Daum, sem
er 42 ára, sagðist búast við að
gera þriggja ára samning við
þýska félagið. Hann gerði Stutt-
gart að þýskum meistara árið
1992 og lék Eyjólfur Sverrisson
undir stjórn hans þar og eins fór
hann með Daum til Besikts og
varð meistari 1995.
¦ BIXENTE Lizarazu, varnar-
maður franska landsliðsins og
Bordeaux, er á leið til Athletic
Bilbao á Spáni. „Þetta er mjög
góður samningur, en hann er ekki
spurning um peninga," sagði Liz-
arazu, sem er 27 ára.
¦ GIUSEPPE Giannini leikmað-
ur og fyrirliði Roma hefur ákveð-
ið að yfirgefa félagið eftir að hafa
leikið með því í 15 ár. Þessi 31
árs gamli kappi hefur gert tveggja
ára samning við austurríska félag-
ið Sturm Graz.
¦ „ÉG eignaðist aðeins einn vin
hjá Roma - knöttinn, aðrir sem
ég kynntist voru félagar. En eitt
er víst að ég verð áfram stuðnings-
maður Roma. í Austurríki er leik-
ið á laugardögum og ég reikna
með að vera á meðal áhorfenda á
Ólympíuleikvanginum í Róm á
sunnudögum," sagði Giannini er
hann kvaddi stuðningsmenn sína.
Hann lék yfir 500 1. deildaleiki
með Roma og skoraði í þeim 49
mörk.
					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2-B 3
B 2-B 3
B 4
B 4