Morgunblaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT * Bandaríkjaferð forsætisráðherra Israels Netanyahu kveðst hvergi hafa hvikað Jerúsalem. Reuter. BENJAMIN Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, sneri heim á sunnudagskvöld eftir vikulanga heimsókn til Bandaríkjanna og lét svo um mælt að Bandaríkjastjórn hefði valdið arabískum leiðtogum vonbrigðum með því að reyna ekki að knýja hann til að breyta stefnu sinni í friðarmálum. Netanyahu sagði að stjórn Bills Clintons Bandaríkjaforseta hefði nú „skilning á að ný stjórn hefur verið kjörin, með eigin stefnu sem miðar að því að tryggja varanleg- an frið“. „Það sem ég sagði í Washington endurspeglar það sem ég hef sagt hér í ísrael fyrir og eftir kosningarnar í maí. Eg hvikaði hvergi frá afstöðu minni.“ Netanyahu sagði að arabar hefðu vonað að stjórn Bandaríkj- anna reyndi að knýja hann til að fallast á tilslakanir og hefðu orðið fyrir vonbrigðum með „skilning“ hennar á afstöðu nýju stjórnarinn- ar í ísrael. Sýrlensk stjórnvöld hafa líkt Netanyahu við Adolf Hitler og Palestínumenn hafa lýst afstöðu hans sem „stríðsyfirlýs- ingu“. Netanyahu heimsækir Hosni Mubarak, forseta Egyptalands, á fimmtudag í fyrstu ferð sinni til arabaríkis frá því hann náði kjöri. Yasser Arafat, leiðtogi sjálfstjórn- arsvæða Palestínumanna, sagði eftir fund með Mubarak um helg- ina að þeir hefðu rætt leiðir til að blása lífi í friðarumleitanirnar þrátt fyrir stífni Netanyahus. Indland og Bangladesh Reuter AL GORE, varaforseti Bandaríkjanna (t.h.), var furðu lostinn í gær þegar hann fékk nær fyrirvara- laust um það tilkynningu, að ekkert yrði af fundi hans með Boris Jeltsín Rússlandsforseta, sem fara átti fram í Moskvu í gær. Á myndinni með honum er Viktor Tsjernomyrdín, forsætirsráð- herra Rússlands, sem átti klukkustundar langan fund með Gore. Mannskæð floð 1 monsúnrigningum Kalkútta, Ujjain. Reuter. ÖTTAST var í gær að 135 manns hefðu látist og um 1,9 milljónir manna misst heimili sín vegna mik- illa skriðufalla og flóða í austur- hluta Indlands og Bangladesh í kjöl- far stanslausra monsúnrigninga í fjóra sólarhringa. Talsmenn stjómvalda í sambands- ríkinu Vestur-Bengal segja að mælst hafi sextíu millimetra rigning á svæðinu síðan á fimmtudag. Her- menn hafa verið kallaðir út til að aðstoða við björgunarstarf og hreinsa brak af þjóðvegum. Stjóm- völd í Vestur-Bengal hafa komið á fót rúmlega 500 neyðarbúðum og sent í flýti lækna og miklar birgðir af hrísgrjónum, hveiti og segldúk til nauðstaddra. Um 20 fórust af völd- um flóðanna í Assam í norð-austur- hluta Indlands og þar munu um 1,7 milljón manna hafa orðið heimilis- lausir. Þar rigndi enn ákaft í gær að sögn sjónarvotta. í Bangladesh hfrðust mörg hundrað manns á þök- um húsa sinna og vatnsborð fljóta hélt áfram að hækka. Hindúar fagna nú nýju tungli og er mikið um hátíðarhöld af þessu tilefni í Indlandi. Embættismenn í bænum Ujjain í Madhya Pradesh skýrðu frá því í gær að 39 manns, þar af fimm börn, hefðu troðist undir eða kafnað er hópur heittrú- aðra hindúa flykktist niður mjóan stiga í musteri. Vangaveltur um heilsufar Borisar Jeitsíns glæðast á ný Gat ekki hitt A1 Gore Moskvu. Reuter. BORIS Jeltsín, Rússlandsforseti, frestaði á síðustu stundu fundi sem hann átti að eiga með A1 Gore, varaforseta Bandaríkjanna, í gær. Hin skyndilega frestun fundarins er olía á eld vangaveltna um slæmt heilsufar forsetans. Minna en einni klukkustund áður en bandaríski varaforsetinn og fylgdarlið hans átti að hitta Jeltsín var þeim tikynnt, að forset- inn hefði ákveðið að taka sér tveggja vikna frí sér til heilsubót- ar. Af fundum Gores og Jeltsíns gæti þó orðið á hressingardvalar- stað forsetans í nágrenni Moskvu, einum degi síðar en áætlað var, þ.e.a.s. í dag. Tilkynningunni fylgdu gamalkunnar yfirlýsingar um, að ekkert alvarlegt amaði að forsetanum. Blaðafulltrúi Jeltsíns, Sergei Medvedev, sagði enga ástæðu til fljótfærnislegra yfirlýsinga um að eitthvað alvarlegt hefði gerzt. „Það er rangt. Forsetinn er þreyttur, mjög þreyttur og hann þarfnast einfaldlega góðrar hvíldar." Medvedev sagði Jeltsín hafa verið ráðlagt af læknum að leita sér hvíldar eftir að kosningarnar væru afstaðnar, en hann hefði ekki virt ráðleggingar þessar eftir sigurinn 3. júlí sl., heldur hafi hann haldið áfram vinnu, aðallega við undir- búning nýrrar ríkisstjórnar. Hin skyndilega ákvörðun mun vafalaust hleypa nýjum krafti í vangaveltur um hvort Jeltsín, sem nú er 65 ára að aldri, muni yfir- leitt geta setið út kjörtímabilið. Á blaðamannafundi í Kreml í gær dró Gore enga dul á óánægju sína með hina óvæntu breytingu dag- skrár heimsóknar sinnar. Hin skyndilega frestun fundar hans með Jeltsín vekur minningar um heim- sókn hans til írlands á árinu 1994, þegar honum reyndist ekki mögu- legt að yfirgefa flugvél sína til að hitta írska forsætisráðherrann. Stefnubreytingar í hjúskaparmálum að vænta hjá ensku biskupakirkjunni Karl gæti kvænst aftur en samt orðið kóngur LÍKLEGT þykir að hindrunum, sem að óbreyttu kæmu í veg fyr- ir að Karl Bretaprins yrði vígður í hjónaband í ensku kirkjunni, verði senn rutt úr vegi. Biskupa- nefnd kirkjunnar hefur skipað nefnd sem fengið hefur það hlut- verk- að endurskoða stefnu kirkj- unnar til hjónavígslu fráskilinna. Nefnd biskupanna mun að lík- indum ljúka störfum á næsta ári en verði það niðurstaða hennar að breyta beri samþykktum kirkj- unnar þarf álitið að hljóta sam- þykki kirkjuþings. Stefnubreyting af hálfu kirkj- unnar myndi nær sjálfkrafa leiða til gagngerrar endurskoðunar á breskum stjómlögum, þ.m.t. lög- um frá 1701 sem banna að þjóð- höfðingi sé kaþólskur eða kvænist kaþólikka og lögum frá 1772 sem kveða á um að meðlimir konungs- fjölskyldunnar geti ekki gengið í hjónaband án leyfís þjóðhöfðingj- ans. Sömuleiðis þykir líklegt, að endurskoðun myndi leiða til þess að afnumið yrði það ákvæði sem útilokar fyrsta barn þjóðhöfðingja frá ríkíserfðum, og reyndar öðram titilerfðum, sé það stúlka. Embættismenn stjómarinnar og fulltrúar hirðarinnar hafa um skeið verið þeirrar skoðunar að þessi aldagömlu lög mæti engan vegin þörfum samtímans. Þess vegna gæti lagaframvarp um breytingar á þessum lögum séð dagsins ljós óháð því hvað gerist á vettvangi ensku biskupakirkj- unnar. Samkvæmt lögum kirkjunnar er hjónavígsla til lífstíðar. Þess vegna væri það því nær óhugs- andi að erkibiskupinn af Kantara- borg vígði Karl prins sem konung hefði hann gengið gegn kirkjulög- unum með því að kvænast að nýju. Eigi hins vegar sér stað stefnu- breyting í átt til aukins sveigjan- leika að lokinni vinnu biskupa- nefndarinnar yrði sú hindrun ekki lengur fyrir hendi. Díana prinsessa af Wales íhug- ar þessa dagana hvað hún tekur sér fyrir hendur í framtíðinni. í skilnaðarsáttmálanum er ekkert tekið á því efni. Formlega er litið á hana áfram sem hluta af kon- ungsfjölskyldunni þar sem hún er móðir Vilhjálms prins, sem geng- Reuter KARL prins fylgist með hátíðahöldum í Bandar Weri Begaw- an í Brúnei i tilefni 50 ára afmælis soldánsins af Brúnei í gær. Hann var því víðsfjarri er dómstóll steig fyrsta skrefið í að ógilda að lögum hjónaband þeirra Díönu prinsessu. ur næstur Karli föður sínum að ríkiserfðum. Bráðaþirgðaskilnaður veittur Hermt er, að Díana muni af- sala sér öllum skyldum i þágu breska heraflans, og íhugi form- lega tillögu að hún einbeiti sér að störfum í þágu líknarfélaga. Þessu mun hún velta fyrir sér í sumarleyfi en hún heldur ásamt sonum sínum í leyfi til Frakklands í vikunni. I fríinu mun hún hafa félags- skap af Söra Ferguson, öðru nafni Fergie, fyrrverandi eiginkonu Andrésar Bretaprins, og dætrum hennar tveimur. Dómstóll í London veitti Karli og Díönu bráðabirgðaskilnað að lögum í gær og tók athöfnin þrjár mínútur en 30 skilnaðarmál önnur voru afgreidd við sama tækifæri einnig. Kom það í hlut sama dóm- ara og ógilti hjónaband systkina Karls, Önnu prinsessu og Ándrés- ar prins, og hjónaband hjákonu hans, Camillu Parker-Bowles. Gert er ráð fyrir að hann veiti þeim fullnaðarskilnað 28. ágúst nk. Lýbía Skotbardagi eftir knatt- spyrnuleik Tripoli. Reutcr. AÐ minnsta kosti 20 manns biðu bana í óeirðum sem blossuðu upp á knattspyrnuieik í Tripoli, höfuð- borg Líbýu, í vikunni sem leið, að sögn líbýskra stjómarandstæðinga og stjórnarerindreka á sunnudag. Óeirðirnar blossuðu upp á leik tveggja knattspyrnufélaga frá Tri- poli 9. júlí og annað þeirra naut stuðnings al-Saidis, sonar Muamm- ars Gaddafis, leiðtoga Líbýu. Stuðn- ingsmenn hins liðsins, sem voru óánægðir með dómgæsluna, hróp- uðu vígorð gegn Gaddafi og lífverð- ir al-Saidis hófu skothríð á þá. Áhorfendur skutu á móti og margir féllu í skotbardaganum en aðrir biðu bana í miklum troðningi sem skapaðist. Yfirvöld í borginni leystu bæði félögin upp vegna óeirðanna. Þjóð- arsorg ríkti vegna mannfallsins á sunnudag, öllum veislum í hótelum og veitingahúsum var aflýst og dagskrá ríkissjónvarpsins var að- eins í svart-hvítu. Fjölmiðlar í Líbýu greindu ekki frá tölu látinna og þætti lífvarðanna en viðbrögð yfir- valda bentu til þess að mannfallið hefði verið mikið. Einn stjórnarerindrekanna sagði að allt að 50 manns hefðu fallið í óeirðunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.