Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.03.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1997 47 MÚSIKTILRAUNIR Lokakvöld undanúrslita Undanúrslitum Músíktilrauna Tónabæjar lýk- ur í kvöld. Árni Matthíasson segir að þá sé jafnan mikið um landsbyggðarsveitir sem freisti þess að komast í úrslit annað kvöld. UNDANÚRSLITUM Músíktilrauna Tónabæjar lýkur í kvöld en þá keppa níu hljómsveitir hvaðanæva að um þau sæti sem eftir eru í úrslitum sem fram fara annað kvöld. Líkt og jafnan áður er mikið um landsbyggðarsveitir í kvöld, en þær grípa gjarnan til þess að fá að leika síðasta undanúrslitakvöldið til að vera við öllu búin ef sveitin kemst í úrslit daginn eftir. Þannig leika í kvöld tvær Húsavíkursveitir, ein ísf- irsk, ein kemur austan af Héraði, ein frá Selfossi, ein frá Blönduósi og ein úr Stykkishólmi. Þrjár eru svo af höfuðborgarsvæðinu. Gestir í kvöld eru hljómsveitin Stjömukisi, sem sigraði í síðustu Músíktilraunum og leikur áður en tilraunimar hefjast, og Páll Óskar Hjálmtýsson sem treður upp í lok kvöldsins á meðan atkvæði eru talin. Úrslit Músíktilrauna eru svo annað kvöld, en þá leikur Botnleðja áður en sveitirnar hefja leik sinn og síðan á meðan atkvæði eru talin. Aðstand- endur tilraunanna leggja áherslu á að enginn fær inngöngu úrslitakvöld- ið sem neytt hefur áfengis. Frá upphafi hafa verðlaun Músíkt- ilrauna verið hljóðverstímar. í fýrstu verðlaun em 25 tímar í Sýrlandi, fullkomnasta hljóðveri landsins, sem Skífan gefur. Önnur verðlaun era 25 tímar í Gijótnámunni frá Spori hf. og þriðju verðlaun era 20 tímar í Stúdíói Hljóðhamri, sem hljóðverið gefur. Til viðbótar eru svo 20 hljóðvers- tímar í Stúdíói Hellinum, sem hljóð- verið gefur, en þeir era ætlaðir at- hyglisverðustu hljómsveitinni að mati dómnefndar. Aukaverðlaun era svo gítar frá Hljóðfærabúð Steina sem besti gítarleikarinn hlýtur, besti söngvarinn fær hljóðnema frá Tóna- búðinni, besti bassaleikarinn úttekt frá Hljóðfærahúsi Reykjavíkur og besti tiymbillinn úttekt frá Samspili. Aðrir styrktaraðilar tilraunanna eru Hard Rock Café, Flugleiðir, Japís og Domino’s Pizza. Mamma hestur MAMMA HESTUR heitir hljómsveit frá ísafirði. Sveitina skipa Valdimar Jó- hannsson gítarleikari og söngvari, Ásgeir Sigurðsson, sem leikur á Welson- skemmtara, G. Örn Gunnarsson tromuleikari, Guðmundur B. Halldórsson gítar- leikari, Háldán B. Hálfdánsson bassaleikari og Stefán Önundarson sem blæs í lúður og dansar. Meðalaldur liðsmanna er rétt rúm 20 ár. Innvortis ÖNNUR Húsavíkursveit verður með þetta loka undanúrslitakvöld, sú heitir Innvortis og leikur pönkað rokk. Liðs- menn hennar eru Snæbjörn Ragnars- son gítarleikari og söngvari, Brynjólf- ur Sigurðsson bassaleikari, Arngrímur Arnarson trommuleikari og Björgvin Sigurðsson gítarleikari og öskrari. Þeir eru allir á nítjánda árinu. Roð HUÓMSVEITIN Roð er langt að komin, frá Húsavík, norðan rokk- baugs. Roðmenn eru Guðmundur Sva- varsson bassaleikari, Gunnar Sigurðs- son trommuleikari, Júlía Sigurðardótt- ir söngkona, Ragnar Hermansson og Óskar Valgarðsson gítarleikarar. Með- alaldur liðsmanna er óræður, en sveit- in ku leika sláturhúsarokk. Þórgunnur nakin ÞÓRGUNNUR nakin heitir hljómsveit frá Selfossi og reyndar Hólmavík líka. Sveitina skipa Gunnlaugur Pétursson og Sigurgrímur Jónsson gítarleikarar, Rúnar Már Geirsson trommuleikari, Arnar Snæberg Jónsson söngvari og Magnús Halldór Pálsson bassaleikari. Þeir segjast leika hart rokk, en meðal- aldur liðsmanna er rúm tuttugu ár. Pistada baba ALDURSFORSETAR Músíktilrauna að þessu sinni skipa Reykjavíkursveit- ina Pistada baba. Þeir eru Baldvin Snæland trommuleikari, Lúðvík Þóris- son söngvari, Ómar Sævar Gíslason og Björgvin Sævarsson gítarleikarar og Þröstur Hafdísarson bassaleikari. Meðalaldur þeirra félaga er rúm 27 ár en þeir segjast leika gítarpopp. Köngurlóarbandið KÖNGURLÓARBANDIÐ er hljómsveit frá Egilsstöðum sem leikur allrahanda gleðitónlist. Sveitina skipa Logi Helguson sem leikur á bassa og syngur, Ágúst Magnússon sem leikur á gítar, Sigurður Þorbergsson sem leikur á trommur og Bjöm Ingi Vilhjálmsson sem syngur og leikur á gítar. Lagleysa LAGLEYSA er úr Reykjavík og leikur melódískt rokk. Liðsmenn eru Friðrik R. Garðarsson bassaleikari, Markús Máni Mikaelsson söngvari, Arnar Hallgrímsson trommu- leikari og Einar Þór Egilsson gítarleikari. Meðalaldur þeirra félaga er rétt rúm sextán ár. Vatn ÚR STYKKISHÓLMI kemur hljóm- sveitin Vatn. Hana skipa Þorsteinn Eyþórsson bassaleikari, Eiríkur Páls- son trommuleikari, Kári Bergsson gít- arleikari og söngvari og Svanur Már Grétarsson gítarleikari. Sveitin leikur kröftugt rokk, en meðalaldur sveitar- manna er rúm átján ár. 0101 PÖNKROKKSVEITIN 0101 kemur frá Blönduósi og er skipuð Steindóri Sighvatssyni bassaleikara, Ólafi Tóm- asi Guðbjartssyni trommuleikara, Regvi Snorrasen gítarleikara og Ás- geiri Erni Jóhannssyni söngvara. Með- alaldur þeirra félaga er hálft átjánda ár. Soðin fiðla SOÐIN FIÐLA heitir hljómsveit úr Reykjavík sem skipuð er Arnari Snæ Davíðssyni og Agli Tómassyni gítarleikurum, en Egill syngur að auki, Gunnari Erni Svavarssyni bassaleikara og Ara Þorgeiri Steinarssyni trommu- leikara. Þeir segjast leika nýrokk en meðalaldur þeirra er tæpt 21 ár. Utivistardaaar hjá 66’N Afslátturinn gildir í verslunum 66°IT í Reykjavík og á Ákureyri, einnig í Utilíf í G-lœsibæ og versluninni Tákn á Húsavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.