Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um Morgunblašiš C - Ķžróttir 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						2      C    LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
IÞROTTIR
UM HELGINA
Handknattleikur
LAUGARDAGUR:
Úrslitakeppni 1. deildar karla
4. leikur:
KA-heimili: KA - UMFA...........................16
Knattspyrna
Deildarbikarkeppni KSÍ
Leiknisv.:ÞrótturN.-KR........................11
Ásvellir: Völsungur - ÍBV.........................13
Sandgras Kóp.: Dalvík - Valur.................13
Ásvellir: FH - Sindri.................................15
Sandgras Kóp.: Þór A. -Skallagr.............15
Leiknisv.: Fram - Selfoss..........................15
Ásvellir: ÍA-VíkingurÓ..........................17
SUNNUDAGUR:
Ásvellir: ÍBV - Breiðablik.........................11
Sandgras Kóp.: Njarðvík- Sindri..............11
Leiknisv.: Dalvík - Léttir..........................11
ÁsvellinÞrótturN. -FH...........................13
Víkingsv.: Víkingur R. - Völsungur..........13
Leiknisv.: Fjölnir-Þór A..........................13
Ásvellir: Leiftur-Haukar.........................15
Grindavíkurv.: Grindavík-ÍA..................15
Leiknisv.: ÍR - Víkingur Ó........................15
Ásvellir: Fylkir - Afturelding....................17
Suðurnesjamót
SUNNUDAGUR:
KGG-Víðir..............................................18
Skvass
íslandsmeistaramótið
íslandsmótið í skvassi hófst í Veggsporti í
gær. Keppni heldur áfram í dag frá kl. 10
en 2. umferð í karlaflokki hefst kl. 13.30 og
í kvennaflokki kl. 14.30. Á morgun byrjar
keppni kl. 10 en úrslitaleikir hefjast kl. 13,
síðast í kvenna- og karlaflokki. Verðlaunaf-
hending verður kl. 17.
íþróttir fatlaðra
Norðurlandamót í bogfimi
Norðurlandameistaramót fatlaðra í bogfimi
verður í Laugardalshöll um helgina og hefst
með mótssetningu kl. 12.30 í dagen keppni
verður síðan fram eftir degi. Á morgun
hefst keppni kl. 10 og lýkur væntanlega
um kl. 14.
Borðtennis
Adidasmótið í borðtennis fer fram í TBR-
húsinu á morgun og verður keppt í sex
flokkum frá kl. 10.30.
Pílukast
Reykjavfkurmeistaramót
Reykjavíkurmeistaramótið í pílukasti verður
haldið að Smiðsbúð 9, Garðabæ, um helg-
ina. Kl. 11 í dag byrjar einmenningur karla
og kvenna en kl. 11 á morgun hefst tví-
menningur og úrslitakeppni allra flokka.
Skíði
Unglingameistaramót íslands
Mótið hófst í Skálafelli í gær og verður
framhaldið í Bláfjöllum í dag þar sem keppt
verður í svigi kl. 09.00 og göngu kl. 11.00.
Mótinu lýkur með keppni í risasvigi og boð-
göngu í Skálafelli á morgun kl. 10.00.
KNATTSPYRNA
URSLIT
Knattspyrna
Reykjavíkurmótið
Fylkir - f R..............................................2:0
Kristinn Tómasson, Ólafur Sigurjónsson.
Þróttur - Fjölnir....................................4:2
Pál Einarsson, Vilhjálmur Vilhjálmsson,
Gestur Pálsson, Andri Sveinsson - Sveinn
Ögmundsson, Olafur Páll Snorrason.
Körfuknattleíkur
NBA-deildin
Toronto - Orlando..............................69:105
Miami - Detroit....................................93:83
New Jersey - Milwaukee......................93:88
New York - Chicago........................103:105
Dallas - Seattle....................................82:90
Houston - Vancouver.........................102:94
San Antonio - Portland........................81:98
Golden State - Denver.....................109:107
¦ Eftir framlengingu.
LA Clippers - Minnesota....................96:108
Scaramento - Phoenix.......................99:101
íshokkí
NHL-deildin
Boston - Buffalo......................................1:5
Philadelphia - NY Rangers......................3:6
Tampa Bay - Pittsburgh..........................4:3
Washington - Montreal............................3:2
St. Louis - Toronto...................................5:1
FELAGSLIF
Aðdáendur Formula
1 hittast
Formula 1 kappaksturinn er í fullum gangi
og á morgun verður keppt í Argentínu. Af
því tilefni ætla aðdáendur kappakstursins
að hittast á Glaumbar kl. 16 á morgun og
fylgjast með keppninni beint í sjónvarpi.
Aðalfundur knatt-
spyrnudeildar ÍR
Aðalfundur knattspyrnudeildar ÍR verður
haldinn þriðjudaginn 22. april nk. og hefst
hann kl. 20.30 í ÍR-heimilinu við Skógars-
el. Venjuleg aðalfundarstörf.
Æfingabúðir í sól og
sumaryl í Algarve
Fimm íslensk knattspyrnulið voru í æfinga-
búðum í Algarve í Portúgal fyrir skömmu
og er þetta í fyrsta sinn sem íslenskir knatt-
spyrnumenn búa sig undir keppnistímabilið
á þessum slóðum auk þess sem svo mörg
íslensk meistaraflokkslið hafa ekki áður ver-
ið í æfíngabúðum saman. Steinþór Guð-
bjartsson var með í för, kynnti sér aðstæð-
ur og ræddi við þjálfarana en fjórír þeirra
eru fyrrum landsliðsmenn og atvinnumenn
og hafa aldrei kynnst betri aðstæðum.
UPPbygging knattspyrnuvalla
og æfingasvæða á íslandi
hefur verið mikil á undanförnum
árum og hafa flest félög yfir ágæt-
is aðstöðu að ráða. Hins vegar
nýtist hún þeim ekki nema lítinn
hluta ársins og meðan ekki er til
yfirbyggður knattspyrnuvöllur
standa félögin frammi fyrir tveim-
ur kostum: annaðhvort að sætta
sig við það sem í boði er og láta
slag standa þegar í keppni er kom-
ið eða fara í æfinga- og keppnis-
ferðir til útlanda á undirbúnings-
tímanum. Framsækin félög hafa í
æ auknari mæli valið síðari kostinn
og hefur hann yfirleitt reynst þeim
drjúgt veganesti.
Besta svæöið
f íþróttadeild ferðaskrifstofunnar
Úrvals-Útsýnar hefur skipulagt
ótal æfingaferðir fyrir íslensk lið
og sagði Þórir Jónsson, starfsmað-
ur deildarinnar, að ásókn í slíkar
ferðir hefði aukist gífurlega á
undanfömum árum. Helstu
áfangastaðir hafa verið í Hollandi,
Þýskalandi, Belgíu, á Kýpur, Bret-
landi og Norðurlöndum en fyrir
páska bauð ferðaskrifstofan í
fyrsta sinn upp á átta daga ferð
til Algarve syðst í Portúgal. „Ég
hef séð æfingasvæði víða um heim
og skipulagt ferðir fyrir meira en
100 lið en þegar ég kynntist þessu
svæði sá ég að þetta hentaði ís-
lenskum liðum sérstaklega vel á
veturna," sagði Þórir sem var fé-
lögunum innan handar í ferðinni
ásamt fararstjóranum Þorgrími
Þráinssyni, fyrrum landsliðsmanni.
Reyndar var Þórir svo ánægður
með fyrstu viðbrögð liðanna að
hann gekk frá pöntun að ári og
hefur þegar skipulagt tvær viku-
ferðir, aðra í lok mars og hina í
byrjun apríl 1998. Gert er ráð fyr-
ir sex liðum karla og kvenna í
hvora ferð og bárust fyrstu pant-
anirnar á staðnum.
Eusebio átti hugmyndina
Hótel Montechoro í Algarve sem
er skammt frá gamla fiskibænum
Albufeira var byggt fyrir 18 árum,
stórt og glæsilegt hótel með full-
kominni aðstöðu fyrir ferðamenn.
Eusebio, frægasti knattspyrnu-
maður Portúgals, og Torres, annar
þekktur landsliðsmaður og síðar
þjálfari, eru tíðir gestir á hótelinu
og að sögn Vitors Fernandes,
framkvæmdastjóra þess, lögðu þeir
til að sköpuð yrði aðstaða fyrir
knattspyrnulið. Stjórn hótelsins
tók þá á orðinu og fyrir tveimur
árum voru tilbúnir tveir grasvellir
í göngufæri (tæplega tvo km í
burtu). Auk liðlega 300 herbergja
í aðalbyggingu hótelsins hefur það
yfir að ráða fjölda mismunandi
stórra íbúða í raðhúsum allt í kring
og undanfarin tvö ár hafa portúg-
ölsk lið heimsótt Montechoro reglu-
lega. Þýsk lið fréttu fljótlega af
aðstöðunni og í fyrra æfðu ma.
Stuttgart, Diisseldorf og Watten-
scheid á svæðinu, en Stuttgart
hefur pantað aftur að ári.
Félög geta valið hvort þau vilja
fá fæði með gistingunni og er boð-
ið upp á hvað sem hver vill. í þess-
ari fyrstu æfingaferð til Algarve
voru karlalið Vals í Reykjavík,
Fylkis, FH og Þróttar í Neskaup-
stað og kvennalið ÍBV. Leikmenn
íslensku félaganna sáu sjálfir um
morgunmat, fengu næringarríkan
hádegismat á hótelinu og fóru út
að borða á kvöldin. Þeim stóð til
boða að fara í rútu á æfingar og
í leiki og til baka og var sá háttur
yfirleitt hafður á en sumir leigðu
sér vespur, aðrir gengu og dómar-
arnir Eyjólfur Ólafsson og Jón Sig-
urjónsson skokkuðu til baka eftir
dómarastörfin.
Aldrei kynnst því betra
Sigurður Grétarsson tók við
Valsliðinu í fyrra eftir 13 ára at-
vinnumennsku erlendis og varð lið-
ið í 5. sæti 1. deildar undir hans
stjórn. Fyrir liðið tímabil fóru Vals-
menn í æfingaferð til Þýskalands
en í janúar, þegar bauðst að fara
til Portúgals, var stefna sett á
Algarve.
„Við vorum óheppnir með veður
í Þýskalandi en hitastigið var við
frostmark á morgnana," sagði Sig-
urður, sem leikur líka með liðinu.
„Aðstaðan var ágæt í Griinberg
eins og víða en þar var ekkert
annað hægt að gera en æfa. Ef
félag borgar allan pakkann er ekk-
ert við því að segja en þegar strák-
arnir borga meirihluta eða allt eins
og í okkar tilfelli verður að fara
bil beggja. í þessu tilfelli fá menn
örlítið frí í leiðinni og það er af
hinu góða. Valsliðið er mikið breytt
frá því í fyrra og því lagði ég mik-
ið upp úr æfingaferð á þessum
tíma. Svona ferðir eru góðar til
að efla samkenndina en tilgangur-
inn er líka að breyta um um-
hverfi, komast á gras og æfa á
góðum völlum. Það hefur verið
þreytandi að æfa heima í vetur
eins og veðrið hefur verið og því
er uppörvandi að fá tækifæri til
að æfa á svona stað við svona
aðstæður."
Sigurður fór í æfingaferðir víða
FH-INGAR léku tvo leiki, annan við 2. deildar liö frá Portúg-
al, og hafði Pétur Ormslev nóg að segja sínum mönnum.
VALS
gr
um heim með erlendu félagsliðum
sínum og sagðist hafa kynnst góð-
um aðstæðum en þegar á heildina
væri litið væri Algarve það besta
sem hann hefði kynnst.
„Þegar ég fór fyrst í æfingaferð
til Spánar var allt með ágætum
nema vellirnir. Stjórnendur hótela
hafa í auknum mæli áttað sig á
því að þeir geta drýgt tekjurnar á
„dauða" tímanum með því að bjóða
góða aðstöðu fyrir knattspyrnulið.
Kýpurbúar voru fyrstir til að átta
sig á þessu og þangað fór ég tvisv-
ar með svissneska liðinu Luzern
en ég hef sjaldan komið í svona
„allt með öllu" umhverfi. Við vor-
um sérstaklega heppnir með veð-
ur, íbúðirnar voru frábærar og
Þorgrímur og Þórir sáu til þess að
allt gekk upp. Þetta er kjörinn
æfingastaður fyrir íslensk lið og
þegar á heildina er litið hef ég
ekki kynnst því betra."
Áttum að velja fullt fæði
Guðjón Guðmundsson var með
3. deildar lið Þróttar í Neskaupstað
á staðnum og sagði kærkomið
tækifæri að komast úr snjónum
fyrir austan.
„Við höfum farið í æfingaferðir
til útlanda og kynnst góðum að-
stæðum," sagði hann en bætti við
að þar sem hann hefði verið með
unga stráka hefði verið heppilegra
að hafa eftirlit með mataræðinu.
„Við höfum reynslu af því að vera
í fullu fæði og það hentar betur
þessum ungu strákum. Ég vil að
þeir borði næringarríkan mat og
það gera þeir þegar við borðum
saman en nú voru þeir frjálsir á
kvöldin og því var meiri hætta á
að pizzur og hamborgarar yrðu
fyrir valinu. Eftir á að hyggja hefði
verið betra að vera í fullu fæði en
(&&$

-M.
ATLI  Eðvaldsson  lagði  línurnar hjá
Fylkismönnum í Portúgalsferðinni.
					
Fela smįmyndir
C 1
C 1
C 2
C 2
C 3
C 3
C 4
C 4