Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1997 17 LAIVIDIÐ Rætt um breyttan lífsstíl Þórshöfn - Guðrún Eggertsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir á Kópaskeri, var fyrir skömmu með athyglisverðan fyrirlestur undir fyr- irsögninni „Breyttur lífsstíll". Fyrir- lesturinn var öllum opinn og var haldinn í Svalbarðsskóla í Þistilfirði. Guðrún kynnti rannsóknarverk- efni sem hún hefur unnið að í Öxar- fjarðarhéraði ásamt Sigurði Hall- dórssyni héraðslækni. Verkefnið fólst í könnun á því hve algengir áhættuþættir slagæðasjúkdóma hjá íbúum Öxarfjarðarhéraðs eru og hvort breyttur lífsstíll geti dregið úr þeirri áhættu. Með faglegri ráð- gjöf og einföldum mælingum heima í héraði var stefnt að minnkun áhættuþátta. Guðrún og Sigurður hófu könnun sína í mars ’96 og voru boðaðir til þátttöku allir á aldrinum 35-65 ára í héraðinu. Þátttaka var mjög góð eða 97% og hópurinn var tekinn í kólesterol- og blóðþrýstingsmæl- ingu, vigtun og viðtal með heilsu- kúrvu. Einnig var boðið upp á ráð- gjöf um breytingu á lífsstíl; fæðis- breytingum, hreyfingu og reykinga- varnir. Eftir 6 mánuði var hluti hópsins aftur kallaður í viðtal og voru þá endurteknar fyrri mælingar og spurt um breytingar á hreyfingu og mataræði. Að sögn Guðrúnar Ieiddi þessi rannsókn til mikillar umræðu heima í héraði og breytinga á lífsstíl hjá mörgum. Nokkrir greindust með áhættu- þætti og fengu viðeig- andi meðferð. Skoðun nauðsynleg Fyrirlestur Guðrún- ar vakti mikinn áhuga hjá áheyrendum og einnig sló hún á létta strengi og minnti fólk á það að heilsugæslu ætti að nota eins og bifreiðaeftirlit; það er að láta tékka á málun- um áður en illa er kom- ið. Það þykir sjálfsagt að fara með bíla í skoð- un og eftirlit reglulega og það sama ætti að gilda um mannslíkamann. Slagæðasjúkdómar eru algengir á íslandi og draga árlega flölda manns til dauða. Þeir eru um 50% dánaror- saka karla á aldrinum 34-74 ára og um 26% kvenna á sama aldri. Hátt kolesterol í blóði, háþrýstingur, reykingar og sykursýki eru á meðal stærstu áhættuþátta. Sýnt hefur verið fram á að meðhöndlun þessara þátta er árangursrík leið til að minnka líkur á slagæðasjúkdómum. Kostnaður við eftirlit og sérhæfðar rannsóknir vegna áhættuþátta æða- sjúkdóma er oft mikill, ferðalög fólks í dreif- býli dýr, svo ekki sé minnst á þau íjárútlát sem fylgja hveijum ein- staklingi sem fær sla- gæðasjúkdóm. Með markvissu eftirliti, ein- földum rannsóknum og fræðslu frá fagfólki, sem miðar að breyttum lífsstíl og því að gera einstaklinginn sjálfan ábyrgan fyrir heilsu sinni, gæti verið hægt að minnka þann kostn- að. Guðrún Eggertsdótt- ir hefur ekki kvartað yfir faglegri einangrun í fámenninu á Kópa- skeri, heldur hefur hún nýtt sér þá kosti sem finnast í litlu læknishér- aði, meðal annars með því að fram- kvæma þessa rannsókn ásamt Sig- urði Halldórssyni, lækni. í júnímán- uði fer Guðrún til Finnlands á nor- rænt hjartaþing hjúkrunarfræðinga og hjartalækna og kynnir þar niður- stöður úr rannsókninni og með því er þessu verkefni Guðrúnar lokið. Guðrún hefur um árabil starfað farsællega á Kópaskeri en skiptir nú um starfsvettvang og tekur bráðlega við stöðu yfirljósmóður á Landsspítalanum. Guðrún Eggerts- dóttir, hjúkrunar- fræðingur og ljós- móðir. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal GUÐMUNDUR „í Dagsbrún" Stefánsson festir skilti á hús sitt. Gömul hús merkt Neskaupstað - Víða hér í bær eru komin upp skilti á gömul hús með nafni þeirra og bygg- ingarári. Hér eins og víða ann- ars staðar á Iandinu var húsun- um gefið nafn áður en götu- heiti og húsnúmer komu til sögunnar. Þetta er skemmtilegt fram- tak og kemur í veg fyrir að nöfn þessara gömlu húsa gleymist. En þann dag í dag er dálítið um að fólk hér í bæ sé frekar kennt við húsin sem það á heima í eða átti heima í heldur en föðurnöfn sín. Aðalhvatamaður að þessari merkingu húsanna er Gísli Sighvatsson, skólastjóri Nes- skóla. Sjúkrahús Þingeyinga Deildum ekki lokað Húsavík - Bæjarstjórn Húsavíkur samþykkti á síðasta fundi sínum eftirgreinda tillögu bæjarráðs: „Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að Sjúkrahúsi Þingeyinga verði veittur styrkur á árinu 1997 að upphæð 2.300.000 kr. í því skyni að koma í veg fyrir lokun fæðingardeildar, skurðstofu og neyðarþjónustu sjúkrahússins á komandi sumri ef nauðsyn krefur. Fj'árveitingunni verður mætt með lækkun á liðnum „Sérstök lækkun skulda" á fjármagnsyfirliti bæjarsjóðs í gildandi fjárhagsáætl- un.“ Hestadagar í Stykkishólmi Stykkishólmi - Hestaeigendafélag Stykkishólms hélt opið mót fyrir hestamenn laugardaginn 19. apríl á félagssvæði sínu í Stykkishólmi. Þetta er annað árið sem félagið stend- ur fyrir svona móti. Mótið var mjög vel sótt og komu hestamenn með hesta sína af öllu Vesturlandi. Mótið hófst kl. 10 og lauk ekki fyrr en seinni part dags. Veðrið var mjög gott eins og það hefur verið síðustu daga, sannkallað vorveður. Skráningar voru 68. Keppt var í 4 flokkum og fóru 5 efstu hest- ar í hveijum flokki í uppröðun. Úrslit urðu þau að í barnaflokki sigraði Sigríður Sigurðardóttir á hestinum Þætti. í unglingaflokki hestinum Torfa. í B-flokki sigraði Kveikur og eigandi hans er Ólöf Guðmunsdóttir og í A-flokki Gjafar eigandi Siguijón Helgason og knapi Halldór Sigurðsson. Gjafar sigraði einnig í töltkeppninni og var svo kos- inn glæsilegasti hestur mótsins. Hestamenn í Stykkishólmi voru ánægðir með hve vel tókst til með mótshaldið og ekki síður hve margir þátttakendur voru í barnaflokki en þeir voru 13. Ritun sögu Akraness Á FUNDI bæjarstjórnar Akraness þann 22. apríl sl. var m.a. samþykkt- ur samningur við Gunnlaug Haralds- son, þjóðháttafræðing, um ritun sögu Ákraness. Á sama fundi var samþykkt samkomulag Akranes- kaupstaðar og Jóns Böðvarssonar um að fella niður samning við hann um sama efni, sem gerður var í ágúst 1987. Jón Böðvarsson ritaði bókina Akranes sem kom út árið 1992 og íjallaði um sögu Akraness frá landnámi til ársins 1885 og var kominn áleiðis með 2. bindi verksins en af ýmsum ástæðum m.a. persónu- legum aðstæðum höfundar, varð að samkomulagi að ekki yrði um frek- ari útgáfu að ræða á því verki. Gunnlaugur Haraldsson mun rita þijú bindi af sögu Akraness og fjalla um tímabilið frá 1700 til ársins 2000. Gert er ráð fyrir að ritverkið verði gefíð út í heild árið 2001 og er áætl- að að blaðsíðufjöldi verði um 1350- 1500 síður. Gunnlaugur Haraldsson er Akurnesingur að góðu kunnur fyrir farsæl störf um árabil við Byggðasafn Akraness og nærsveita og fyrir vandað verk við ritun sögu Akraneskirkju, svo nokkuð sé nefnt. Tótanef í Mýrdal Fagradal - Við gamla þjóðveg- inn inn Höfðabrekkuheiðar rétt innan við Konnahamar í svokölluðum Lambaskörðum er að finna ýmsar kynjamynd- ir í landslaginu og þar má sjá þennan karl sem er á mynd- inni. Þetta er móbergsklettur sem er sorfinn af vatni og vindum. Kletturinn hefur ver- ið kallaður Tótanef í höfuð á Þórarni Einarssyni sem lengi bjó í Vík. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Morgunblaðið/Sig. Fannar. NÝJA verslunar- og þjónustumiðstöðin sem stendur við Austurveg á Selfossi. Ný verslunar- og þj ónustumiðstöð Selfossi - Ný verslunar- og þjón- ustumiðstöð er nú risin í miðbæ Selfoss. Framkvæmdir hafa staðið yfir í tæpt ár og eru það JÁ Verk- takar á Selfossi sem hafa unnið að verkinu. Húsið er 1.600 fm að flat- armáli og er á 4 hæðum, 400 fm hver hæð. Hérðasdómur Suðurlands hefur fest kaup á annarri hæð hússins og verður þar með starfsemi sína ásamt Fasteignamati ríkisins. Oðr- um hæðum hefur ekki verið ráðstaf- að að öllu leyti en fyrsta hæðin er fyrirhuguð undir verslanir. Mikil eftirspurn hefur verið eftir plássi í húsinu enda er húsnæðið í hjarta Selfossbæjar, þar sem mikil umferð fer í gegn á degi hveijum. Iðnaðarmenn hafa verið önnum kafnir við að leggja síðustu hönd á verkið. Ekki hefur verið gefinn út formlegur tími á opnun húsnæðis- ins, en fyrirhugað er að hluti þess verði tekinn í gagnið um mánaða- mótin. Gæludýra- grafreit- ur í Hvera- gerði Hveragerði - Lionsklúbbur Hveragerðis hefur sent bæjar- yfirvöldum í Hveragerðisbæ erindi þar sem óskað er eftir landi undir gældudýragraf- reit. Að sögn Ævars Axels- sonar, sem er félagi í Lions- klúbbnum, hefur þessi hug- mynd verið rædd af alvöru innan félagsins um nokkurt skeið. „Við hugsum okkur þetta sem fallegt svæði með stígum og gróðri, þar sem fólk getur greftrað gæludýr sín gegn ákveðnu gjaldi er renna myndi í sérstakan líknarsjóð Lionsfé- laga. Ég held að það sé mikil þörf fyrir grafreit af þessu tagi. Margir bindast gæludýr- um sínum miklum tilfinninga- böndum og við efumst ekki um að þessi þjónusta yrði mikið notuð ef hún væri fyrir hendi.“ Bæjarstjóm Hveragerðis- bæjar tók erindið fyrir nýlega og var málinu vísað til um- fjöllunar í umhverfís- og skipulagsmálanefnd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.