Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 6
6 C FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR BÖRN OG UNGLINGAR Hjálm úr sokka- buxunum HJÁLMUR Sigurðs- son tók upp á þeirri nýbreytni að tjá sig opinberlega í Morgun- blaðinu sl. laugardag. Þar kom fram hinn algóði, alltumlykjandi lærifaðir glímumanna og andlegur horn- steinn íþróttarinnar og setti ærlega ofan í við einhvern strákling úr Vesturbænum sem tók upp á þeirri smekk- leysu að segja satt um menn og málefni í glímunni í dag (strákl- ingurinn heitir Ólafur H. Ólafsson og er sigursælasti og besti glímumaður síðustu áratuga, það er óumdeilt). Það fannst Hjálmi í meira lagi undarlegt og þurfti þrjá dálka í Morgunblaðinu til að tjá þá undrun sína. Jafnframt því þurfti hann síðan að segja sög- ur úr uppvexti sínum og daglegu lífi síðustu vikna auk áætlana sinna á komandi vikum. Hann víkur líka að gagnrýni þeirri sem Ólafur setti fram á for- mann GLI Jón M. ívarsson úr Gaulveijabæ, og finnur henni flest til foráttu og biður fólk að horfa á umdeilda viðureign úr síðustu Íslandsglímu og dæma síðan sjálft. Ég horfði á glímu þeirra Péturs Eyþórssonar og Jóns E. Unndórs- sonar og sá ekkert athugavert við glímustíl Jóns, hann tók öflug og góð brögð og fylgdi glímulögum í hvívetna en þrátt fyrir það tókst honum ekki að fella hinn bráðefni- lega Pétur sem sýndi að hann hef- ur margt lært af föður sínum Ey- þóri Péturssyni, fv. glímukappa, og öðrum snillingum íþróttarinnar úr heimabyggð sinni Mývatnssveit. Þetta var glæsileg viðureign tveggja góðra drengja sem hvor um sig nýtti það sem hann best kunni af mikilli íþrótt og dreng- skap. Inntakið í gagnrýni Ólafs á Jón Gaulveija var það að maður sem ekki hefði þekkingu, skilning eða getu í glímu ætti ekki að setjast í dómarasæti og reyna að niður- lægja einn af okkar fremstu glímu- mönnum sem er tvöfaldur glímu- kappi og hefur unnið flest þau mót sem hægt er að vinna í glímunni. Þar er ég hjartanlega sammála Ólafí og fínnst það forkastanlegt af þessum formanni GLÍ að vera með óhróður og illmælgi um mann sem er honum svo miklu fremri á öllum sviðum íþróttarinnar. Því flestir eru því sammála að formað- ur GLI sé með verri glímumönnum sem stigið hafa á glímuvöll, skakk- ur, stífur boginn, kann ekki að stíga o.s.frv. Hans áskoranir um fagra glímu eru því álíka sannfærandi og skír- lífsheit gleðikonu. Karlar í sokkabuxum Niðurstaða mín er því sú að gagnrýni Ólafs á Jón úr Gaul- veijabæ var fyllilega réttmæt og hægt að taka undir hana í öll- um atriðum, grein Hjálms breytti þar engu um og sannfærði mig einungis um að þessir menn telja betra að veifa röngu tré en öngvu þegar fullgild rök þrýtur. í stað árása á glímu- menn ættu Hjálmur og félagar að einbeita sér að því að koma bún- ingamálum glímumanna í lag og taka til greina ábendingar almenn- Ég horfði á glímu þeirra Péturs Eyþórssonar og Jóns E. Unndórssonar, skrifar Orri Bjömsson, og sá ekkert athugavert við glímustíl Jóns. ings um að ekki sé eðlilegt að jötu- nefldir karlmenn klæðist „sokka- buxum“ í glímukeppni. Hjálmur ætti því að forða sjálfum sér frá þeirri hneisu að mæta til leiks í sokkabuxum I sveitaglímunni næsta vor og hefja sem snarast hönnun á nýjum glímubúningi sem tekinn verði í notkun næsta haust. Að lokum vil ég ítreka ham- ingjuóskir mínar til Ingibergs Sig- urðssonar vegna sigursins í Is- landsglímunni um daginn og taka það fram að hann er maður sem ég vildi sjá keppa undir merkjum míns kæra félags KR. Ungmenna- félaginu Víkveija forráðamönnum þess og aðstandendum vil ég einn- ig óska til hamingju með sinn fyrsta glímukappa í tuttugu og tvö ár. Ég veit að gleði þeirra er mik- il því sigurgleði þekkjum við glímu- menn í KR vel af áratuga reynslu og því erum við staðráðnir að gera betur næsta vetur og veita félag- inu, okkur og þjálfaranum þá gleði sem fylgir góðum sigrum. Höfundur er glímumaður og keppir fyrir KR. Orri Björnsson Éjósmynd/Hson íslandsmeistarar KA í 2. flokki karla EFRI röð f.v.: Páll Alfreðsson, formaður handknattleiksdeildar KA, Alfreð Gíslason, þjálfari, Anton Þórarins- son, Atli Þórarinsson, Níels Reynisson, Heiðmar Felixson, Jóhannes Jónsson, Heimir Ámason, Kári Jónsson, Sigmundur Þórisson, formaður KA. Fremri röð f.v.: Árni Torfason, Halldór Sigfússon. Hafþór Ómarsson, Sverrir A. Björnsson, Hörður Flóki Ólafsson, Jónatan Magnússon, Þórir Sigmundsson, Jón Óskar liðsstjóri. Í úrslitaleik íslandsmótsins í 2. flokki karla sigruðu KA-menn lið ÍR-inga 35:28 í íþróttahúsinu Austurbergi. Ijósmynd/Hson íslandsmeistarar KA í 3. flokki karla EFRI röð f.v.: Jóhannes Bjarnason, þjálfari, Anton Þórarinsson, Jónatan Magnússon, Jóhannes Jónsson, Kári Jónsson, Heimir Ámason, Atli Þórarinsson, Tómas Jónsson, Jón Óskar, liðsstjóri. Fremri röð f.v.: ísak Jóns- son, Níels Reynisson, Jóhannes Hermannsson, Þórir Svavar Sigmundsson, Hafþór Einarsson, Hilmar Stefáns- son, Ingvar Stefánsson. KÁ-menn sigmðu Framara í úrslitaleik, 21:13. íþróttaskóli fyrir börn á Laugarvatni í SUMAR verður Litli íþróttaskól- inn fyrir böm á aldrinum 9 til 13 ára starfræktur á Laugarvatni. Um verður að ræða vikunámskeið sem hefjast síðdegis á sunnudög- um og lýkur um miðjan dag á laug- ardögum. Ráðgerð eru þijú nám- skeið í sumar, tvö í júní og eitt í ágúst. Á námskeiðunum fá krakkamir að njóta þeirra fjölmörgu mögu- leika sem íþróttamiðstöð íslands hefur upp á að bjóða. Þar má nefna fijálsíþróttir, körfuknattleik, hand- knattleik, knattspymu, glímu, rat- leiki auk róðra á vatninu. Jafnhliða íþróttunum leggja þátttakendur net í vatnið og veiða silung, baka hverabrauð og fara á hestbak. Skráning er í síma 486 1151. Idag Knattspyrna Deildabikar karla: Undanúrslit: Vallag.völlun Breiðablik - Valur ....19 Grindavík: Grindavik - ÍBV..16 Deildabikar kvenna: Ásvellir: Haukar - Breiðablik.18.30 Ásvellir: Stjaman - Reynir....20.30 Leiknisvöllur; ÍA - KR...20.30 Neshlaupið Neshlaupið verður haldið á laugardaginn og hefst kl. 11 við sundlaug Seltjarnarness. Hlaupa má 3,5 km, 6,5 km og 13 km og verður tími tekinn á öllum vegalengdum. Skráning verður í sundlauginni frá kl. 9. Golf Opna Bláalónsmót GS í Leirunni sunnudaginn 11. maí 18 holu höggleikur með og án fgj. Verðlaun dagsins: 1. sæti án fgj. Ameríkuferð 1. sæti með fgj. Ameríkuferð 2. sæti án fgj. Evrópuferð 2. sæti með fgj. Evrópuferð 3. sæti án fgj. Innanlandsferð 3. sæti með fgj. Innanlandsferð Nándarverðlaun á 3., 8. 13. og 16 braut er kr. 4.000 úttekt í Golfverslun Sigurðar Sigurðarsonar. Mót þetta er sjálfstætt mót + safnmót. Mótsgjald kr. 2.000 Skráning hafin í síma 421 4100. Golfklúbbur Sudurnesja. ^ÍBLÁA LÓNIÐ HitaveitaSS 'I -cevintýri líkctstl Suðurnesja Islenska mótaröðin STOfNAD 14 AG'JST 1942 Fyrsta mót íslensku mótaraðarinnar verður haldið dagana 17. og 18. maí í Vestmannaeyjum. Leikinn verður 54 holu höggleikur án forgjafar í flokki karla og kvenna. Þátttökurétt hafa allir kylfingar með grunnforgjöf 10,4 og lægra í karlaflokki og 20,4 og lægra í kvennaflokki. Verðlaun að verðmæti allt að 35.000 kr. í boði í báðum flokkum. Glæsileg aukaverðlaun, írlandsferð, eru veitt í flokki karla með grunnforgjöf 4,5 og hærra. Þátttökutilkynningar þurfa að hafa borist Golfklúbbi Vestmannaeyja (s. 481 2363, fax 481 2362) eða skrifstofu GSÍ (s. 568 6686, fax 568 6086) í síðasta lagi fyrir kl. 24.00 föstudaginn 9. maí. Golfsamband íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.