Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						12  FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Urskurður Héraðsdóms um gæsluvarðhaldskröfu vegna árásar á skemmtistaðnum Vegas
HERAÐSDOMUR Reykjavíkur
hafnaði á miðvikudag kröfu Rann-
sóknarlögreglu ríkisins um að fram-
lengja gæsluvarðhald yfir tveimur
mönnum sem setið hafa í gæslu-
varðhaldi vegna árásar á ungan
mann á skemmtistaðnum Vegas en
maðurinn lést eftir ryskingarnar.
Hér á eftir fer krafa Rannsókn-
arlögreglunnar og úrskurður Hér-
aðsdóms í máli Sverris Þórs Einars-
sonar. Samskonar úrskurður var
kveðinn upp í máli Sigurþórs Arnar-
sonar en RLR hefur kært úrskurð-
ina til Hæstaréttar.
Krafa Rannsóknarlögreglu
Hér með er þess krafizt að Sverri
Þór Einarssyni verði með skírskot-
un til a-liðar 1. mgr. og 2. mgr.
103. gr. laga um meðferð opinberra
mála, nr. 19/1991, gert að sæta
áfram gæzluvarðhaldi frá lokum
fyrra gæzluvarðhalds þann 4. júní
1997 í 44 daga eða allt til föstu-
dagsins 18. júlí 1997 kl. 16.00.
Greinargerð
Rannsóknarlögregla ríkisins hef-
ur undanfarnar vikur unnið að
rannsókn líkamsárásar á Sigurð
Sigurmundsson, en hann lézt af
áverkum árásarinnar þann 15. maí
sl. Upphaf málsins er að lögregla
var kölluð að veitingastaðnum laust
eftir kl. 1.00 þriðjudaginn 13. maí
sl. Þar var lögreglu vísað á mann,
Sigurð Sigurmundsson, kt. 100371-
3169, sem lá hreyfingarlaus á gólf-
inu. Sigurður var þá meðvitundar-
laus og með veikan púls. Sjúkrabif-
reið kom á vettvang um tíu mínút-
um síðar og hófust lífgunartilraunir
þegar í stað. Var hinum slasaða
m.a. gefið raflost áður en hann var
fluttur á Sjúkrahús Reykjavíkur.
Samkvæmt læknum Slysadeildar
var ástand Sigurðar mjög alvarlegt
við komu á sjúkrahúsið. Hann
komst aldrei til meðvitundar og var
úrskurðaður látinn þann 15. maí sl.
Samkvæmt framburði tveggja
félaga hins látna, þeirra Eggerts
Péturssonar og Bjarna Guðmanns
Emilssonar, kom hann á umræddan
skemmtistað ásamt þeim fyrr um
kvöldið, m.a. til að fylgjast með
dansi og sátu þeir saman við borð
nálægt danssviðinu. Sigurður varð
fljótt ölvaður og sofnaði. Bera vitni
að vekja hafi þurft Sigurð til þess
Læknisvottorð og
framburður gefa
ekki skýra mynd
að flytja hann á milli sæta á staðn-
um. Einhver orðaskipti virðast hafa
átt sér stað milli þremenninganna
annars vegar og Sverris Þórs Ein-
arssonar, Sigurþórs Arnarssonar,
Birkis Herbertssonar og Stig
Lauridsen hins vegar, en þeir höfðu
skömmu áður komið saman inn á
skemmtistaðinn.
Auk félaga Sigurðar urðu nokkr-
ir starfsmenn vitni að atburðinum.
Ber öllum saman um að líkamsárás-
ina hafi borið skjótt að og staðið
stutt yfir, þannig að Sigurður hafí
verið barinn nokkrum höggum áður
en hann datt máttvana harkalega
í gólfið. Þar hafi verið sparkað
nokkrum spörkum m.a. í höfuð hans.
Ber vitnum saman um að kærðu
Sverrir og Sigurþór hafi ráðist að
Sigurði og barið hann þungum högg-
um m.a. í andlit. Þá hafi Sigurþór
sparkað í höfuð Sigurðar þar sem
hann lá rænulaus í gólfinu.
Þáttur Stig í árásinni er óljós en
hann sást í kringum þá Sverri og
Sigurþór þar sem þeir börðu á Sig-
urði. Stig og Birkir snérust hins
vegar gegn þeim Eggert og Bjarna
þegar þeir stóðu upp úr sætum sín-
um til þess að koma Sigurði til hjálp-
ar. Kom til átaka sem lauk með þvi
að starfsmenn veitingahússins
blönduðu sér í átökin og stöðvuðu
þau. Þá - lá Sigurður rænulaus á
gólfinu. Áverkar Eggerts og Bjarna
voru ekki taldir umtalsverðir.
Þegar dyraverðir staðarins komu
að til þess að stöðva slagsmálin
hurfu þeir Sverrir Þór, Sigurþór,
Birkir, Stig og eiginkona Sverris
Þórs, Björg Birgisdóttir, af staðnum.
Vitni gátu gefið upplýsingar um
árásarmennina sem leiddu til hand-
töku Sverris og Birkis en Sigurþór
Upplýsingar um vinningsnúmer í
Happdrætti heyrnarlausra 1997
Dregið var 30. maí 1997
1.-2. vinningur: Utanlandsferð m/Flugleiöum, hver
vinningur að verðmæti kr. 230.000.
5604  11038
3.-7. vinningur: Vöruúttekt frá Einari J. Skúlasyni, hver
vinningur að verðmæti kr. 125.000.
46  1938  3516  6452  12215
8.-9. vinningur: Utanlandsferð m/Flugleiðum, hver vinningur
að verðmæti kr. 80.000.
2619  14221
10.-24. vinningur: Vöruúttekt frá Bónus Radíó,
hver vinningur að verðmæti kr. 40.000.
343  865  1892  2107  3020  3089  4458  5612  5752
6491 10338  11530  11731  13474 13716
25.-44. vinningur: Vöruúttekt frá Bónus Radíó,
hver vinningur að verðmæti kr. 20.000.
125  127  569  1531 2267  2326  4763  5014  5861
6094  6354  6379  11277  11790  12494  12697  13822
13924 14509  14764
45.-75. vinningur: Vöruúttekt frá IKEA, hver vinningur
aðverðmætikr. 10.000.
740  1451  1139  1595  1945  2250  3059  3166  3183
4332  4438  4924  5708  6031 6184  7431  7437  7743
8709  8720  8765  10185  10951  11763  12173  12726
12965  13159  13161  13211  14431
Hægt er að vitja vinnings á Laugavegi 26, (4. hæð), 101 Reykjavík.
Vinninga ber að vitja innan árs frá drætti.
Upplag miða 15.000 sk. Þökkum veittan stuðning.
og Stig gáfu sig fram við lögreglu.
Kærði ber að hafa lent í átökum
á staðnum. Frásögn hans um atvik
og hlut í átökunum er afar óljós og
í grundvallaratriðum í ósamræmi
við frásögn vitna.
Rannsókn þessa máls er á loka-
stigi. Enda þótt fyrir liggi að blæð-
ing inn á heila hafi verið banamein
Sigurðar er ólokið endanlegri
skýrslu réttarkrufningarlæknis.
Kærðu eru undir rökstuddum
grun um brot gegn 2. mgr. 218 gr.
almennra hegningarlaga með því
að hafa án tilefnis ráðist með
fólskulegum hætti að Sigurði Sigur-
mundssyni, barið hann m.a. í andlit
þannig að hann féll máttvana í
gólfið og þá sparkað í höfuð hans
þar sem hann lá bjargarlaus, allt
með þeim afleiðingum að bani
hlauzt af. Brot kærðu getur varðað
allt að 16 ára fangelsi.
Með vísan til þess sem að framan
er rakið, rannsóknargagna og a-lið-
ar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
um meðferð opinberra mála í þágj
rannsóknar og meðferðar málsins,
og með vísan til 2. mgr. 103 gr.
sömu laga er þess krafizt að kærða
verði með úrskurði gert að sæta
gæzluvarðhaldi svo sem að framan
er krafízt enda þykir brot kærðu
svo alvarlegt og varðhald nauðsyn-
legt með tilliti til almannahags-
muna.
Einar Baldvin
Stefánsson, lögfr.
Málið tekið fyrir í Héraðsdómi
Ár 1997, þriðjudaginn 3. júní,
er dómþing Héraðsdóms Reykjavík-
ur sett og haldið í dómshúsinu við
Lækjartorg af Áslaugu Björgvins-
dóttur dómarafulltrúa.
Fyrir er tekið: Mál nr. R-
144/1997: Krafa Rannsóknarlög-
reglu ríkisins um að Sverri Þór Ein-
arssyni verði gert að sæta áfram
gæsluvarðhaldi.
Kl. 14.10 kemur í dóminn Einar
Baldvin Stefánsson lögfræðingur,
og leggur fram kröfu um að Sverri
Þór Einarssyni, kt. 020562-4639,
Rauðagerði 54, Reykjavík verði gert
að sæta áfram gæsíuvarðhaldi allt
til föstudagsins 18. júlí nk. kl. 16.00
vegna gruns um brot gegn 211.
og/eða 2. mgr. 218. gr. almennra
hegningarlaga nr. 19/1940.
Krafan er þingmerkt nr. 1. Rann-
sóknargögn málsins liggja frammi.
Upplesið, staðfest.
Kl. 15.26 er færður í dóminn
kærði, Sverrir Þór Einarsson, kt.
020562-4639, Rauðagerði 54,
Reykjavík. Á sama tíma kemur í
dóminn Páll Arnór Pálsson hrl., verj-
andi kærða.
Kærða er bent á að honum sé
óskylt að svara spurningum sem
varða brot það sem honum er gefið
að sök, sbr. 3. mgr. 32. gr. laga
nr. 19/1991 og er kærði ennfremur
áminntur um sannsögli, sbr. 1.
mgr. 33. gr. sömu laga. Honum er
jafnframt bent á að honum sé heim-
ilt að ráðfæra sig við skipaðan verj-
anda meðan á þinghaldi stendur,
sbr. 3. mgr. 33. gr. laga nr.
19/1991.
Kærða er kynnt krafan á dskj.
nr. 1. Hann mótmælir kröfunni.
Sakarefnið er borið undir kærða.
Um sakarefnið segir kærði að
það sé alrangt að hann hafi valdið
dauða Sigurðar. Kærði fullyrðir að
hann hafi ekki lent í átökum við
Sigurð heldur hafi það verið aðrir
menn sem hann hafi beitt harðræði
til að stöðva átök þeirra. Kærði
segist furða sig á því að það liggi
ekki enn fyrir krufningarskýrsla í
málinu en hún myndi sanna hans
mál. Kærði segir að hinn látni hafi
einungis hlotið einn áverka, það
hafi verið spark aftan í höfuðið frá
Sigurþóri.
Kærða eru sýndar lögreglu-
skýrslur sem hann gaf 13. maí sl.
og 29. maí sl. Kveður hann rétt
eftir sér haft í skýrslunum og kann-
ast við nafnritun sína undir þær.
Fulltrúi RLR ítrekar gerða kröfu
um gæsluvarðhald og vísar til
greinargerðar og gagna málsins um
rök fyrir henni. Hann segir að
krufningarskýrsla liggi ekki fyrir
sökum þess að læknirinn sem ann-
ast hafi krufninguna biði eftir að-
stoð heilasérfræðings til að ljúka
henni. Það sé alveg ljóst að það séu
almannahagsmunir að kærði sæti
áfram gæsluvarðhaldi. Aðspurður
segir fulltrúi RLR að kærði liggi
ekki aðeins undir grun um brot
gegn 2. mgr. 218. gr. almennra
hegningarlaga heldur sé einnig
hugsanlegt að um sé að ræða brot
gegn 211 gr. almennra hegningar-
laga. Aðspurður hvort vitni hafí
borið um að kærði hafi sparkað í
höfuð hins látna þá segir fulltrúi
RLR að vitni hafí einungis borið um
högg kærða í höfuð hins látna.
Verjandi kærða áréttar mótmæli
hans gegn gæsluvarðhaldskröfunni
og til vara krefst hann þess að
gæsluvarðhaldinu verði markaður
skemmri tími. Hann leggur áherslu
á að samkvæmt læknisvottorði, sem
liggi frammi í málinu, seu engir
áverkar sjáanlegir framan á höfði
hins látna, þannig að framburður
um höfuðhögg frá kærða fái ekki
staðist. Því sé ljóst að kærði hafi
ekki veitt hinum látna höfuðhögg
sem hafí leitt til dauða hans. Verj-
andi telur að það sé ekkert í málinu
sem tengi kærða við lát Sigurðar.
Það sé einfaldlega ekki uppi rök-
studdur grunur um brot kærða gegn
211. gr. eða 2. mgr. 218. gr. al-
mennra hegningarlaga. Loks segir
verjandinn að engir rannsóknar-
hagsmunir séu í málinu lengur.
Upplesið, staðfest.
Málið er tekið úrskurðar. Úr-
skurður verður kveðinn upp kl. 10.20
í fyrramálið.
Kærði víkur frá til gæslu kl.
15.46.
Aðrir víkja frá á sama tíma.
Dómþingi slitið.
Áslaug Björgvinsdóttir.
Vottur:
Kristbjörg Steingrímsdóttir.
Ár 1997, miðvikudaginn 4. júní
er dómþing Héraðsdóms Reykjavík-
ur sett og haldið í Dómhúsinu við
Lækjartorg af Áslaugu Björgvins-
dóttur dómarafulltrúa.
Fyrir er tekið: Mál nr. R-
144/1997: Krafa Rannsóknarlög-
reglu ríksins um að Sverri Þór Ein-
arssyni verði gert að sæta áfram
gæsluvarðhaldi.
í dóminum er kveðinn upp svo-
hljóðandi
Úrskurður:
Ár 1997, miðvikudaginn 4. júní,
er á dómþingi Héraðsdóms Reykja-
víkur sem háð er í Dómhúsinu við
Lækjartorg af Áslaugu Björgvins-
dóttur dómarafulltrúa, kveðinn upp
úrskurður þessi:
Rannsóknarlögregla ríkisins hef-
ur krafist þess með vísan til a-liðar
1. mgr og 2. mgr. 103 gr. laga nr.
19/1991 að Sverri Þór Einarssyni,
kt. 020562-4639, Rauðagerði 54,
Reykjavík verði gert að sæta áfram
gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins
18. júlí nk. kl. 16.00 vegna gruns
um brot gegn 211. „og eða" 2.
mgr. 218. gr. almennra hegningar-
laga nr. 19/1940. Með úrskurðum
kveðnum upp í Héraðsdómi Reykja-
víkur 14. maí sl. var kærða og þrem-
ur öðrum mönnum gert að sæta
gæsluvarðhaldi til 4. júní 1997 með
visan til a-liðar 1. mgr. 103. gr. laga
nr. 19/1991.
Kærði er grunaður um að hafa
valdið dauða Sigurðar Sigurmunds-
sonar með fólskulegri líkamsárás á
skemmtistaðnum Vegas aðfaranótt
þriðjudagsins 13. maí sl. Átök urðu
á veitingastaðnum þessa nótt milli
kærða og félaga hans annars vegar
og Sigurðar heitins og félaga hans
hins vegar. í átökunum féll Sigurður
í gólfíð meðvitundarlaus og andaðist
hann 15. maí sl. án þess að hann
kæmist til meðvitundar að nýju.
Kærði hefur neitað sakargiftum,
en vitni hafa borið að kærði hafí
slegið Sigurð í höfuðið og önnur vitni
hafa borið að Sigurþór Arnarson,
sem lögreglan grunar einnig um
að hafa valdið dauða Sigurðar, hafi
sparkað í höfuð Sigurðar. Enn eitt
vitnið kveðst hafa séð mann berja
höfði Sigurðar í hillu, en hefur bor-
ið að það muni ekki hver það var.
Kærði og Sigurþór hafa borið hvor
annan sökum. Nokkur vitni voru
að átökunum á skemmtistaðnum,
en þau sáu ekki aðdraganda þessa
að Sigurður féll í gólfið.
Samkvæmt greinargerð Rann-
sóknarlögreglunnar er rannsókn
málsins á lokastigi og hefur ekki
verið sýnt fram á að rannsóknar-
hagsmunir krefjist þess að kærði
sæti gæsluvarðhaldi, sbr. a-Iið 1.
mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991.
Skýrslu um niðurstöður krufn-
ingar hins látna er ekki lokið, en í
læknisvottorði frá 14. maí sl. segir
að Sigurður hafi fengið stóra
heilablæðingu. í vottorðinu kemur
fram að við líkamsskoðun hafi ekki
komið í ljós „nein áverkamerki fyr-
ir utan smá blóðkýli á hnakka með
léttri húðblæðingu". í áverkavott-
orði læknis frá 26. maí sl. kemur
fram að við komu á slysadeild 13.
maí sl. hafi Sigurður ekki verið
„með nein sjáanleg áverkamerki á
andliti, hvorki með skrámu, mar eða
bólgu neins staðar á andliti eða
höfði fyrir utan smáskrámu aftan
á hnakka" og að engin önnur
áverkamerki hafi verið „sjáanleg á
útlimum eða bol fyrir utan minni
háttar mar yfir vinstra viðbeini".
Enn fremur kemur fram að ekki
finnist „nein bein eða örugg merki
um áverka á höfuð eða heila".
Með hliðsjón af þessum læknis-
vottorðum og því að framburður
vitna og grunaðra gefur ekki skýra
mynd af atburðarás umræddra
átaka og þætti hvers og eins í þeim
þykir skilyrðum 2. mgr. 103. gr.
laga nr. 19/1991 ekki fullnægt.
Kröfu Rannsóknarlögreglu ríkisins
er því hafnað.
Úrskurðarorð
Kröfu Rannsóknarlögreglu ríkis-
ins um að kærða, Sverri Þór Einars-
syni, verði gert að sæta áfram
gæsluvarðhaldi er hafnað.
Áslaug Björgvinsdóttir.
Urskurðarorðið er lesið í heyr-
anda hljóði kl. 10.35 að viðstöddum
kærða, verjanda hans og fulltrúa
RLR.
Fulltrúi RLR lýsir yfir kæru úr-
skurðarins til Hæstaréttar þar sem
þess verði krafist að fallist verði á
kröfu RLR eins og hún kemur fram
í greinargerð.
Gögn málsins verða send Hæsta-
rétti í dag.
Verjandi kærða segir að hann
muni senda Hæstarétti greinargerð
þar sem þess verði krafist að niður-
staða Héraðsdóms verði staðfest.
Dómþingi slitið.
Áslaug Björgvinsdóttir.
Vottur:   Kristbjörg   Stein-
grímsdóttir.
i
l
i
E
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60