Morgunblaðið - 27.06.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.06.1997, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Reynir í annað sinn að sigla að Norðurpól GERONIMO B. Saint Martin, franskur læknir búsettur í Arg- entínu, hyggst sigla í dag á skútu sinni úr Reykjavíkurhöfn í þeim tilgangi að vera fyrsti maður sem fer einn á sex metra langri skútu eins nærri Norðurpói og hægt er að komast. Fyrri tilraun hans fyrir ári fór út um þúfur. Saint Martin hugðist reyna hið sama fyrir réttu ári, en varð að fresta áformum sínum um eins árs skeiðs vegna tafa sem hann varð fyrir þegar tæki í skútu hans biluðu. Hann kom hingað til lands um miðjan júlí í fyrra og hafði þá siglt í sextán daga samfellt og lagt 1.600 sjómilur að baki, en á sigiingunni til ís- lands lenti hann í óveðri sem stóð yfir í um sólarhring. Þá bilaði meðal annars sjálfstýring skút- unnar, rafgeymir og fleira, auk þess sem segl rifnuðu. Hann þurfti í kjölfarið að bíða viðgerðar og varahluta, og að því loknu var orðið of seint að halda af stað vegna hættu á slæmum veðrum og rekis við Svalbarða. Saint Martin dvaldi því í skútu sinni í Reylq'avíkur- höfn síðastliðið haust og vetur og starfaði hérlendis til að fram- fleyta sér, meðal annars við físk- vinnslu og kennslu í frönsku og spænsku. í apríl siðastliðnum hélt hann síðan til Argentínu en sneri aftur í lok maímánaðar til að ljúka undirbúningi fyrir ferðina, sem hófst árið 1991 þegar hann hélt frá Brasilíu. í samtali við Morgunblaðið kvaðst Saint Martin sigla fyrst til Vestmannaeyja en þaðan haldi hann til Svalbarða til að setja fyrrgreint met. Takist honum það, siglir hann til Frakklands þar sem helstu styrktaraðilar leiðangursins hafa aðsetur, auk þess sem Saint Martin hyggst skrifa bók um leiðangurinn. FRÉTTIR Ný lög um vinnumarkað og atvinnuleysistryggingar Vinnumiðlanir færðar frá s veitarfélögum til ríkisins BREYTING verður á starfi vinnu- málaskrifstofu félagsmálaráðu- neytisins með nýjum lögum sem ganga í gildi 1. júlí næstkomandi en frá þeim degi nefnist skrifstofan Vinnumálastofnun. Starfsmenn verða hinir sömu og hún verður áfram með aðsetur í húsnæði ráðu- neytisins í Hafnarhúsinu í Reykja- vík. Jafnframt er verið að flytja starfsemi vinnumiðlana frá sveitar- félögum til ríkisins. Með breytingunum verður vinnu- málaskrifstofan ekki lengur deild í ráðuneytinu heldur ein af undir- stofnunum þess. Starfsmenn eru 20 og skipar félagsmálaráðherra forstjóra hennar til fimm ára í senn að fenginni umsögn stjómar stofn- unarinnar. Gissur Pétursson er for- stöðumaður vinnumálaskrifstof- unnar. Ráðherra skipar stjórn Vinnumálastofnunar til fjögurra Stuðlað að jafn- vægi milli fram- boðs og eftir- spurnar eftir vinnuafli ára í senn; tvo menn án tilnefning- ar, þ.e. formann og varaformann og varamenn þeirra og ASÍ, BSRB, VSÍ, Vinnumálasambandið, Sam- band ísl. sveitarfélaga og stjórn atvinnuleysistryggingasjóðs til- nefna einn aðalmann og einn vara- mann hvert í stjómina. Verkefni Vinnumálastofnunar- innar verða m.a. að hafa eftirlit með svæðisvinnumiðlunum, afla upplýsinga frá þeim um atvinnu- leysi, ástand og horfur, að vinna úr upplýsingum og koma ábending- um um vinnumarkaðsaðgerðir á framfæri við stjóm stofnunarinnar. Markmið laganna er að stuðla að jafnvægi milli framboðs og eftir- spumar eftir vinnuafli í landinu. Frá sveitarfélögum til ríkis Nýju lögin gera ráð fyrir að land- ið verði eitt vinnusvæði og að svæð- isvinnumiðlanir starfi á ákveðnum svæðum en verið er að flytja starf- semi vinnumiðlana frá sveitarfélög- unum til ríkisins. Ráðherra ákveður umdæmi svæðisvinnumiðlana að fengnum tillögum stjórnar Vinnu- málastofnunar. Þá er gert ráð fyrir að Vinnu- málastofnun annist vörslu, reikn- ingshald og daglega afgreiðslu fyr- ir Atvinnuleysistryggingasjóð en ný lög um hann voru einnig samþykkt á síðasta þingi. * Morgunblaðið/J6n Svavarsson LEITAÐ var úr lofti, á láði og legi að bátnum á Skorradalsvatni. Hydro-AIuminium íhugar stóriðju hér Rætt um 200 þús. tonna álver KÖNNUNARVIÐRÆÐUR fara fram um þessar mundir á milli full- trúa iðnaðarráðuneytis og Lands- virkjunar annars vegar og Hydro- Aluminium í Noregi hins vegar um áhuga fyrirtækisins á hugsanlegri byggingu álvers hér á landi, sem yrði fyrst í stað að lágmarki með 200 þúsund tonna afkastagetu á ári og möguleika á að hægt verði að stækka það síðar. Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að fulltrúar Hydro-Aluminium hafi lýst áhuga á að reisa álver á íslandi af svipaðri stærðargráðu og álverið sem Atlant- sálfyrirtækin hafa verið með áætlanir um að reisa á Keilisnesi. Í viðræðunum að undanförnu hefur verið rætt um möguleika á orkuöflun og um verðhugmyndir og eru uppi ráðagerðir um að halda þessum könn- unarviðræðum áfram fram á haustið eða lengur ef þessi möguleiki þykir álitlegur, að sögn Halldórs. „Það er stefnt að því að ganga úr skugga um hvort þetta sé fýsilegur kostur fyrir haustið eða áramótin og hvort grund- völlur er fyrir frekara samstarfí," sagði hann. Viðræðum hefur ekki verið slitið við Atlantsál „Þrátt fyrir þessar viðræður okkar við Hydro-Aluminium hefur ekki enn slitnað upp úr viðræðum við Atlants- sál. Þar getur dregið til úrslita fyrr en seinna um hvort viðræður verða teknar upp af alvöru á næstunni eða hvort sá möguleiki verði afskrifað- ur,“ sagði Halldór ennfremur. FJÖLDI björgunarsveitar- manna tók þátt i leitinni. Leitað án árangurs LEIT stóð yfir á Skorradalsvatni frá hádegi i gær og til klukkan 18 að bát sem talið var að hefði sokkið. Sjónarvottar í sumarbú- stað i Skorradal töldu sig hafa séð mann á báti úti á vatninu um klukkan 9.30 í gær og að báturinn hefði sokkið skyndilega. Hjálparsveitum var gert aðvart skömmu fyrir hádegi og tóku tug- ir manna úr fjórum björgunar- sveitum í Borgarfirði þátt í leit að bátnum. Þrir bátar voru á vatninu frá björgunarsveitum að grennslast fyrir þar sem talið var að báturinn hefði sést síðast. Sú leit bar engan árangur og ekki komu fram nein- ar upplýsingar um að manns eða báts væri saknað. Því var leitinni aflýst um klukkan 18 í gær þang- að til eitthvað kemur í Ijós sem rennt gæti stoðum undir frásögn sjónarvotta. Héraðsdómur dæmir banamann Hlöðvers Aðalsteinssonar í 10 ára fangelsi Verk framið óyfirvegað og í geðshræringu TUTTUGU og fjögurra ára gam- all maður, Sveinn Ingi Andrésson, var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness til að sæta tíu ára fangelsisvist fyrir að hafa orðið Hlöðveri S. Aðalsteinssyni að bana aðfaranótt 29. desember 1996 við Krýsuvíkurveg. Frá refsivist dregst gæsluvarðhald frá 4. febr- úar sl. Auk þess var hann dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, þar á meðal saksóknaralaun og málsvamarlaun veijanda sem nema samtals 500 þúsund krónum. Ákærði var einn til frásagnar um hvað gerðist umrædda nótt, en lögfull sönnun þótti fyrir því að hann hefði einhvem tímann á milli klukkan 4.31 að nóttu og 8.48 að morgni þessa dags svipt Hlöð- ver lífi með því að skjóta að honum úr haglabyssu. Hæfði skotið Hlöð- ver þannig að í aftanverðan hægri upphandlegg hans, rétt ofan við olnboga, gekk fjöldi blýhagla sem ollu því m.a. að æðar fóru í sundur og mikið blæddi úr handleggnum. Þetta leiddi til lostástands og dauða og fannst Hlöðver látinn skammt frá vettvangi þessa at- burðar laust fyrir klukkan ellefu sama dag. Hlóð haglabyssu heima Samkvæmt frásögn ákærða hringdi hann í Hlöðver úr sam- kvæmi heima hjá sér kvöldið áður, en þá höfðu þeir ekki talað saman í mörg ár, og ræddu einnig aðrir gestir við Hlöðver. Hann fór síðan á skemmtistað í hópi vina og þeg- ar heim var komið um klukkan 3.30 hringdi hann að nýju í Hlöð- ver sein sótti hinn ákærða í kjöl- farið. Ákærði hlóð haglabyssu heima hjá sér og hafði meðferðis, í því skyni, að eigin sögn, að tryggja að Hlöðver ræddi fyrri samskipti þeirra. Við sviðsetningu atburðarins 4. júní sl., að viðstöddum dómur- um, saksóknara, veijanda og ákærða, kom í ljós að ákærði gat ekki miðað byssunni að ökumanni í bifreiðinni vegna þrengsla. Þeir óku út á Krýsuvíkurveg og ræddu fortíðina án nokkurs æsings til að byija með, en upplýst var í málinu að ákærði sætti um tíma á unglingsárum sínum grófri kyn- ferðislegri misnotkun af hálfu Hlöðvers. I dómnum kemur fram í frásögn ákærða að Hlöðver hafí viljað gera sem minnst úr misnotkuninni og hann telji líklegt að Hlöðver hafi hugsanlega gert sér væntingar um kynferðisleg samskipti við hann í þetta sinn. Hann hafi orðið fyrir vonbrigðum þegar ljóst var að það stæði ekki til af ákærða hálfu. Hlöðver hafi orðið æstur og reiður og ákærða sámað að Hlöðver vildi gera lítið úr misnotkuninni sem legið hefði á honum eins og mara alla tíð. „Samtal þeirra varð eins og um uppgjör væri að ræða og magnað- ist stig af stigi,“ segir í niðurstöðu dómsins. Ákærði fór síðan út úr bifreiðinni með byssuna og Hlöð- ver kom á eftir og sagði ákærði hann hafa verið ógnandi og sjálfur hafi hann hörfað undan. í kjölfar- ið hleypti hann af byssunni og kvaðst hafa miðað hægra megin við hann og aðeins ætlað að hræða hann. í sömu andrá og skotið hljóp af hafi Hlöðver snúið sér við og horfið út í náttmyrkrið. Misnotkun réð hugarástandi Að mati dómsins þykir varhuga- vert að slá því föstu að með ákærða hafi búið einbeittur ásetningur til að svipta Hlöðver lífi, en honum hafi ekki getað dulist að bani hlyt- ist af því að skjóta með haglabyss- unni að honum af um 5 metra færi. Varðandi kynferðislega mis- notkun af hálfu Hlöðvers, taldi dómurinn að þrátt fyrir að langur tími væri liðinn frá því misgjörðun- um lauk og þær afsaki ekki gerðir ákærða, sé þó ljóst að þær hafi ráðið miklu um hugarástand hans hina örlagaríku nótt. „Verður við það miðað að hann hafi unnið verk- ið óyfirvegað og í geðshræringu, sem rakin verður til fyrri sam- skipta þeirra,“ segir í dómnum. Dóminn kváðu upp Gunnar Aðalsteinsson, Þorgeir Ingi Njáls- son og Pétur Guðgeirsson héraðs- dómarar, en sá síðastnefndi skilaði séráliti þar sem segir að hann telji frásögn ákærða hafi á sér nokkum ósennileikablæ. Telji hann að ákærði hafi skotið vísvitandi að Hlöðveri og vera sannur að því að hafa svipt mann- inn lífi af ráðnum hug. Hæfileg refsing að hans mati sé því 12 ára fangelsisvist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.