Morgunblaðið - 13.07.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.07.1997, Blaðsíða 10
f f ygg/ ,p. r 5JrJöj60iJWH7,:? nja/i Ttn/'inwof* 10 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERÓTÍSK afþreying gegn greiðslu hefur breiðst út með miklum hraði á ís- landi á síðustu árum. Samdóma álit þeirra sem standa fyrir nýjum skemmtunum af þessu tagi er að þær séu búnar að festa sig í sessi og að ekki verði hægt að banna þær úr þessu. Velt- an í greininni er án efa nokkur hundruð milljónir króna á ári, ef talin er velta nektardansstaðanna og laun dansmeyja, velta símaþjón- ustunnar, útleiga klámspóla á myndbandaleigum og sala á tíma- ritum, spólum og öðrum hjálpar- tækjum kynlífsins. Erótískar frásagnir og myndir í blöðum og tímaritum sem eitt sinn voru uppistaða þessa markaðar virðast vera á undanhaldi. íslensk sjopputímarit með slíkum frásögn- um eru til dæmis mun minna áber- andi en var fyrir nokkrum árum. Erlend klámblöð eru enn flutt inn í töluverðum mæli, bæði í gegnum blaðadreifíngarfyrirtæki og í pósti. Langvinsælast virðist vera tímaritið Hustler en titlarnir sem fluttir eru í inn í gegnum Blaðadreifingu hf., sem dreifír til verslana, eru nokkrir tugir talsins. Samtals er þó inn- flutningurinn ekki nema fáein hundruð blaða á mánuði. Blöð eru einnig flutt inn beint með póstinum, en ekki er ljóst hversu mikið magn það er. Klámblöðin eru lesin af fleirum heldur en þeim sem kaupa þau ný. í samtölum við starfsfólk í bóka- verslunum kemur fram að þau eru mikið lesin í búðunum, nær ein- göngu af karlmönnum. Ekki er óal- gengt að yngri karlmennirnir setji annað tímarit utan um til að dylja fyrir öðrum hvað þeir séu raunveru- lega að lesa. Gömul klámblöð eru seld í nokkr- um mæli í fombókaverslunum. Oft koma menn með poka með blöðum sem þeir hafa lesið og skipta þeim út fyrir önnur. Að sögn eiganda fombókaverslunar sem rætt var við stoppa blöðin yfírleitt stutt við. Ekki er ólíklegt að fjöldi manns lesi hvert blað áður en yfír lýkur. Tímaritið Bleikt og blátt virðist að nokkm leyti hafa tekið við hlut- verki klámblaðanna, en því er nú dreift í um ellefu þúsund eintökum. Stærri hlut af markaðnum hafa þó myndbandsspólurnar tekið. Mynd- bandsspólur með kynlífsefni vom mikið til umræðu fyrir nokkmm ámm og var meðal annars töluvert magn af þeim gert upptækt á myndabandaleigum. Klámmyndir fáanlegar á mörgum leigum Síðastliðin ár hefur verið hljótt um þessi mál, en samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins er slíkt efni fáanlegt á að minnsta kosti helm- ingi myndbandaleiga. í nokkmm litlum leigum er það jafnvel uppi- staðan í útleigunni. Algengara er þó að það sé um 15-20% af velt- unni eða minna. Ekki er ólöglegt að flytja inn klámefni á myndbandi til einkanota, nema barnaklám, dýraklám og efni tengt ofbeldi. Hins vegar er ólöglegt að dreifa efninu gegn greiðslu og í flestum tilfellum em reyndar lög um höf- undarrét einnig brotin varðandi klámefnið. Ekkert átak hefur verið gert í eftirliti með þessum málum í nokk- ur ár og aðeins hefur verið bmgð- ist við þegar kvartanir hafa borist frá almenningi vegna útleigu á slíku efni á ákveðnum myndbandaleig- um. „Við höfum lagt hald á spólur af og til undanfarin ár, en það er ljóst að viðhorfin gagnvart þessu efni taka breytingum frá einum tíma til annars. Það er ljóst að sam- kvæmt lögunum er óheimilt að flytja inn, selja og eiga klámefni og eins ofbeldisspólur sem eru á lista yfír slíkt efni,“ segir Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfírlög- regluþjónn. í viðtölum við aðra lög- reglumenn kom fram að störf lög- reglunnar hafí að nokkru mótast af auknu umburðarlyndi samfélags- ins gagnvart ljósbláu efni. Hins vegar sé tekið hart á bamaklámi og klámi sem tengt er ofbeldi. Við- mælendur Morgunblaðsins hjá lög- ERÓTÍSK AFÞREYING í HRÖDUM VEXTI ágætt eins og það er núna. Efnið er haft á bak við og truflar engan.“ Hann segir viðskiptavinina vera orðna opnari og ófeimnari að biðja um klámefni. „Það eru allir aldurs- hópar í þessu, allt frá tvítugu upp í nírætt. Fólkið er úr öllum starfs- stéttum, meðal annars lögreglu- menn og lögfræðingar. Konur em famar að sækja æ meir í þetta og sérstaklega er áberandi hvað pör leigja oft erótískar myndir. Ég leigi líka fötluðum einstaklingum spólur sem oft eiga erfitt með að stunda kynlíf á venjulegan hátt. Þeir fá afslátt og fá að hafa spólurnar leng- ur. Þetta er ólíkt því sem áður var þegar sagt var að aðeins pervertar leigðu svona efni.“ Klámefnið á myndbandaleigun- um er yfírleitt geymt í möppu und- ir afgreiðsluborði eða annars staðar þar sem það er ekki auðsjáanlegt. Kunnugir sem vilja nálgast slíkt efni spyija þá hvort til sé efni í möppu, eða hvort þeir megi fara á bak við. Einnig em dæmi um að sérstök bakherbergi séu undirlögð af þessu efni. Myndirnar berast til landsins með ýmsum hætti. Heimildarmaður Morgunblaðsins sagði algengast að eigendur myndbandaleiganna keyptu spólumar sjálfir erlendis. Séu þeir spurðir í tolli segja þeir efnið vera til einkanota. Fáeinir menn stunda það einnig að fjölfalda spólur hérlendis og dreifa. Dæmi eru um að stofnuð séu ólögleg póst- sendingarfyrirtæki sem dreifí klám- spólum til fastra viðskiptavina, jafnvel í áskrift og einnig að slík fyrirtæki séu orðin allumsvifamikil. Reyndar er einnig til löglega skráð íslenskt fyrirtæki sem auglýsir póstdreifíngu á klámblöðum og spólum á alnetinu. Klámspólur eru einnig seldar í safnarabúðum. Fyrir nokkm gerði lögreglan upptækar dýraklámsspólur í slíkri verslun eft- ir ábendingu viðskiptavinar. Sex milljóna mánaðarvelta í símaþjónustunni Simatorgsþjónusta Pósts og síma kom til sögunnar árið 1990. Þremur árum síðar var fyrst boðið upp á svokallaðar stefnumótalínur og í ágúst í fyrra komu til sögunnar símalínur með erótískum frásögn- um. Nú bjóða fjögur fyrirtæki upp á þjónustu af þessu tagi. Urðarfell hf. rekur símaþjónustuna Rauða torgið og er ásamt Veitunni lang- stærst á markaðnum. Rauða torgið býður bæði upp á stefnumótalínu og erótískar frásagnir en síðar- nefndu línumar em langmikilvæg- astar. Að sögn Jens Kristjánssonar, markaðsstjóra fyrirtækisins, tífald- aðist velta þess eftir tilkomu þeirra. Hringt er 200-1000 sinnum á hverj- um degi í sagnalínur Rauða torgs- sem þessar nýjungar séu smám saman tekn- ar í sátt í þjóðfélaginu eins og aðrar tegund- ir erótískrar afþreyingar. Helgi Þorsteins- son kynnti sér viðskiptagrein sem veltir nokkur hundruð milljónum króna á ári og fer sístækkandi. reglunni sögðu þörf á sértæku eftir- liti með klámefni, af mönnum sem hefðu þekkingu á þeim lögum og reglum sem gilda um þessi efni. Eigandi myndabandaleigu sem rætt var við sagði þegjandi sam- komulag vera um það að leyfa klámspólurnar. „Það er fylgst með því að ekkert óeðlilegt sé á ferð- inni, til dæmis dýraklám eða annað slíkt efni. Til dæmis komu hingað fyrir nokkrum árum lögreglumenn í einkennisbúningi. Þeir litu yfír spólumar sem eru hér á bak við, en gerðu engar athugasemdir og gerðu ekkert upptækt. Ástandið hefur gjörbreyst frá því sem áður var og í raun og veru er kerfíð Nektardansstaðir og erótískar frásagnir í síma ern íslendingum nýlunda en svo virðist NEKTARDANSMEYJAR á Óðali. Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.