Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						2 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Dómur í máli sakborninga í Vegas-máli
Annar dæmdur
í fangelsi í 2 ár,
hinn sýknaður
HÉRAÐSDÓMUR     Reykjavíkur
dæmdi í gær 35 ára mann, Sverri
Þór Einarsson, í tveggja ára fang-
elsi fyrir líkamsárás á veitingastaðn-
um Vegas við Frakkastíg. Árásin
leiddi til dauða 26 ára gamals
manns, Sigurðar Sigurmundssonar.
Annar maður, sem ákærður var í
málinu, var sýknaður.
Slagsmál brutust út á veitinga-
staðnum aðfaranótt 13. maí sl. Þeg-
ar lögreglan kom á vettvang lá Sig-
urður heitinn meðvitundarlaus á
sófa. Hann var fluttur á sjúkrahús,
þar sem þegar var gerð heilaaðgerð
á honum, en ekki tókst að bjarga
lífí hans og lést hann sólarhring eft-
ir atburðinn. Banamein hans var
blæðing undir mjúku heilahimnuna
og ályktaði prófessor í réttarlæknis-
fræði að mar á hársverði og blóð-
gúll undir höfuðleðri gæti hafa staf-
að af sparki, höggi eða falli.
Fjöldi vitna bar um átökin sem
urðu á veitingastaðnum og margir
tóku þátt í. I niðurstöðum héraðs-
dóms, sem skipaður var dómurunum
Pétri Guðgeirssyni, Arngrími ísberg
og Sigríði Ólafsdóttur, er bent á að
áverki á höfði Sigurðar heitins hafi
getað hlotist af tiltölulega vægu
höggi.
Sverrir Þór hélt þvi fram að 26
ára félagi hans hefði sparkað í Sig-
urð þegar hann var að reyna að rísa
á fætur, en því neitaði félaginn stað-
fastlega. Héraðsdómur segir að frá-
sögn Sverris Þórs um þetta atriði
sé ekki í samræmi við neitt annað
í málinu. Þá er vísað til vitnisburðar
BLAÐAUKINN Tölvur og
tækni fylgir Morgunblaðinu um
helgina. Blaðaukinn er 32 síður
og borinn út með blaðinu í dag,
laugardag.
Meðal efnis eru kynningar á
íslenskum hugbúnaðarfyrir-
tækjum, sagt frá hlutþundnum
venslagrunnum, starfi Náms-
gagnastofnunar að íslenskri
margmiðlun, samskiptum við
hugbúnaðarþjófa, svæðisnet-
fangaraunum, nýjungum í
leikjaheiminum og upplýsinga-
kerfínu Hafdísi. Einnig er fjall-
að um hugsanleg vandamál
vegna lokaárs aldarinnar, sagt
frá þýska hugbúnaðarrisanum
SAP, ókeypis stýrikerfínu Lin-
ux, sem er að leggja undir sig
heiminn og nettölvunni.
Blaðaukinn um tölvur og
tækni verður einnig gefínn út
á Netinu á slóðinni http://
www.mbl.is/tolvublad/. Þar
verður að finna ofangreint efni,
sumt í töluvert lengri gerð, en
einnig verður fjallað um nýj-
ungar í framköllun, bresti í
samkomulagi um DVD-staðla
og stafræna myndvinnslu.
manns um að 26 ára maðurinn hafi
sparkað með tánni aftan í höfuð
Sigurðar þar sem hann lá á hlið-
inni, en héraðsdómur bendir á að
aðrir hafí ekki borið þetta á manninn
og við rannsókn á skóm hans hafi
ekkert fundist sem styðji þessa frá-
sögn. Að þessu athuguðu og gegn
staðfastri neitun mannsins verði að
telja ðsannað að hann hafi sparkað
í höfuð Sigurðar heitins.
Meirí afleiðingar en
búastmátti við
Héraðsdómur segir að Sverrir Þór
hafi einnig staðfastlega neitað því
að hafa slegið Sigurð heitinn, en
vísar til framburðar fjögurra vitna.
Þótt skýrslur vitnanna séu ekki sam-
hljóða í öllum atriðum beri þeim
saman um að sá sem sleginn var
hafi ekki staðið upp aftur.
„Telur dómurinn sannað að þessir
fjórir menn séu að bera um sama
atvikið og að ákærði Sverrir Þór
hafi slegið Sigurð heitinn eitt högg
í höfuðið í þessum átökum svo hann
skall í gólfið og lá eftir meðvitundar-
laus. Engu er hægt að slá föstu um
það hvort heilablæðingin hlaust af
hnefahögginu eða skellinum eða þá
hvoru tveggja, en þessar hörmulegu
afleiðingar verður þó að telja ákærða
til sakar," segir dómurinn.
Niðurstaðan, með hliðsjón af því
að afleiðingar árásarinnar urðu aðr-
ar og meiri en búast mátti við, er
sú að Sverrir Þór var dæmdur í 2
ára fangelsi. Frá refsingunni dregst
123 daga gæsluvarðhald.
Fyrsta síldin
til Hafnar
HSfn. Morgunblaðið.
FYRSTU síldinni á vertíðinni var
landað á Höfn á Hornafirði í gær
þegar Jóna Eðvalds SF 20 kom til
hafnar með um 170 tonn. Síldin
fékkst á Breiðdalsgrunni og sagði
Ingólfur Ásgrímsson að hún væri
falleg og ekkert smátt í aflanum.
Aflinn fékkst í þremur köstum og
þegar búið var að ná einu kastinu
var næsta torfa komin undir. Síldin
fór til frystingar hjá Borgey.
Morgunblaðið/Kristinn
INGIMAR Kjartansson vann við að leggja síðustu hönd á vatnslögn í skiðaskálana í Bláfjöllum.
Unnið fyrir
15 milljónir
í Bláfjöllum
VERIÐ er að Ijúka lagningu
vatnsleiðslu í skíðaskálana í Blá-
fjöllum en til þessa hefur þurft
að aka vatni í geyma skálanna.
Þá er nýlokið lagningu bundins
slitlags á 5 km kafla og eru þá
einungis 2,5 km eftir af 12 km
Iöngum veginum frá þjóðvegi að
skíðasvæðinu.
Þorsteinn Hjaltason, sem hefur
umsjón með starfseminni á Blá-
fjallasvæðinu, sagði mikla bót að
þessum malbikaða vegi og vatns-
lögninni i alla skálana. Næsta
vetur yrði hreinsun vegarins auð-
veldari og allar samgöngur í skal-
ana greiðari.
Kalt vatn er sótt í 250 m djúpa
holu um 2 km frá skalunum og
er nú langt komið að leggja allar
leiðslur í skálana. „Þetta er veru-
legur afangi í bættri aðstöðu hér
og það er ekki sist þægilegt að
losna við að sækja vatn og aka
því í alla skálana," sagði Þor-
steinn.
Unnið verður í ár fyrir um 15
milljónir króna en fyrir það fjár-
magn er vatnsleiðslan kostuð að
miklu leyti og bygging nýrrar
tækjageymslu. Þá hefur í sumar
verið unnið nokkuð við lagfæring-
ar í skíðabrekkunum.
Nýkjörinn formaður
Skólasljórafélags íslands
Uppsagnir standa
ef ekki nást veru-
legar kjarabætur
„ÞAÐ er verulega þungt í mönnum
vegna stöðunnar sem komin er upp
í kjaramálum. Það eru engar við-
ræður í gangi og yfir okkur vofir
verkfall," segir Þorsteinn Sæberg,
sem kjörinn_ var formaður Skóla-
stjórafélags íslands, á aðalfundi fé-
lagsins í gær. Hann bendir einnig
á að fjöldi kennara hafí sagt upp
störfum á undanförnum dögum og
fjölmargir séu að íhuga uppsagnir.
Á aðalfundinum í gær var staðan
í kjaramálum skólastjóra og kenn-
arastéttarinnar meginumræðuefnið
og samþykkt var ályktun þar sem
fullri ábyrgð er lýst á hendur sveit-
arstjórna vegna þess óvissuástands
sem sé að skapast í skólum lands-
ins.
Þorsteinn segir að kennarar séu
mjög víða að hugsa sér til hreyfings
þessa dagana og blikur á lofti í flest-
um landshlutum. „Staðan er slík að
nái menn ekki fram verulegum
kjarabótum er alveg ljóst að þær
uppsagnir  sem  fyrir  liggja  eru
komnar til að vera," segir Þorsteinn.
Aldrei verið samið um breytt
störf skólastjóra
Skólastjórar grunnskólanna eru
félagsmenn í Kennarasambandi ís-
lands en eru með sérstaka viðræðu-
nefnd sem annast kjaraviðræðurnar
við launanefnd sveitarfélaga. „Menn
eru uggandi í kjaraviðræðum kenn-
arastéttarinnar almennt en við erum
um leið að tala um okkar eigin stöðu
í kjaramálunum. Þær lagabreyting-
ar sem gerðar hafa verið á undan-
gengnum árum hafa lagt æ meiri
kröfur á skólastjóra en um það hef-
ur aldrei verið samið. Það hefur aldr-
ei verið samið um breytt starf skóla-
stjóra," segir Þorsteinn.
Á fundi skólastjóra í gær var
samþykkt ályktun þar sem lýst var
ábyrgð á hendur sveitarstjórnum á
því óvissuástandi sem skapast hefði
í skólum landsins.
Sakborningur í Hollendingsmálinu vildi verja sig sjálfur til að fá gögn málsins afhent
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur neit-
aði í gær að fallast á að Sveinn
Andri Sveinsson héraðsdómslög-
maður fengi að segja af sér sem
verjandi í máli og að skjólstæðingur
hans, sem er sakborningur í Hollend-
ingsmálinu svokallaða, stóru fíkni-
efnamáli, fengi að verja sig sjálfur.
Sveinn Andri og skjólstæðingur
hans, kærðu synjun dómarans til
Hæstaréttar.
Hæstiréttur hefur tvívegis neitað
að fallast á úrskurði Héraðsdóms
um að sakborningar í málinu fái að
kynna sér gögn málsins fyrr en eft-
ir að þeir hafa gefíð skýrslu fyrir
dómi. Umbjóðandi Sveins Andra, er
hollenskur karlmaður og ákærður
fyrir þyngri sakir en áður hafa verið
bornar á mann í fíkniefnamáli hér
á landi.
Mannréttindi fara ekki
í manngreinarálit,
í greinargerð sem Sveinn Andri
Sveinsson lagði fyrir héraðsdóm í
gær með afsögn sinni sagði hann
að það sé fortakslaus krafa Hollend-
ingsins að fá að kynna sér öll fram-
lögð skjöl í málinu áður en hann
gefí skýrslu fyrir dómara. „Vera
má að skjólstæðingur minn hafi
gerst sekur um glæp sem þung refs-
Verjandi fékk
ekkiað
segja af sér
ing liggur við og fordæmdur er af
samfélaginu. Það réttlætir hins veg-
ar ekki að hann sé sviptur grundvall-
armannréttindum. Mannréttindum
er ekki unnt að víkja til hliðar fyrir
hagsmunum ákæruvalds eða rann-
sóknarhagsmunum og mannréttindi
fara ekki í manngreinarálit."
Þá segir lögmaðurinn að sam-
kvæmt ákvæði Mannréttindasátt-
mála Evrópu eigi maður rétt á að
fá án tafar á máli sem hann skilji
vitneskju í smáatriðum um eðli og
orsök þeirrar ákæru sem hann sæti
og í gögnum máls komi fram í smá-
atriðum upplýsingar um eðli og or-
sök ákæru.
Sveinn  Andri  rekur  síðan  af-
greiðslu_ Hæstaréttar á málinu og
segir: „Ég hef [... ] þeim skyldum
að gegna sem verjandi að vinna sem
best að hagsmunum skjólstæðings
míns. Mín sannfæring er hins vegar
sú að með málsmeðferð þessari sé
ekki hafður í heiðri réttur skjólstæð-
ings mins til réttlátrar málsmeðferð-
ar. Við slíkar kringumstæður treysti
ég mér ekki til að vinna mín störf.
Ljóst virðist einnig af dómum
Hæstaréttar að hagsmunum skjól-
stæðings míns væri betur borgið
með því að hann fái að verja sig
sjálfur. Hlýtur hann sem sinn verj-
andi að eiga sama aðgang að skjöl-
um og aðrir verjendur, ekki bara svo
hann geti flutt vörn sína heldur einn-
ig til þess að hann geti beint spurn-
ingum að öðrum vitnum og ákærðum
en samkvæmt mannréttindasátt-
mála eiga sakborningar rétt á að
halda uppi vörnum sjálfir og ljóst
er að verjendur eiga ávallt rétt á
að kynna sér gögn málsins."
Verjendur ekki leystir frá
nema fyrir vanrækslu
Hollendingurinn var samþykkur
afsögn lögmannsins og tjáði sig um
hana í réttinum í gær. Ákæruvaldið
mótmælti því að orðið yrði við ósk
Sveins Andra um að víkja og þá
afstöðu tók einnig Guðjón St. Mar-
teinsson héraðsdómari.
í rökstuðningi fyrir ákvörðun
sinni vísaði dómarinn m.a. til þess
að lög geri ekki ráð fyrir því að
verjandi sem tekið hefur að sér mál
manns verði leystur frá störfum
nema hann vanræki starfsskyldur
sínar og að hagsmunum Hollend-
ingsins sé betur borgið með því að
verjandinn starfi áfram að málinu.
Þá sé það að hann skilji ekki málið
sem réttarhaldið fer fram á ann-
marki sem torveldi skynjun hans á
því sem fram fer og breyti þar engu
að það sem fram fer í réttarsalnum
er túlkað jafnóðum á hollensku fyrir
manninn.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56