Morgunblaðið - 30.12.1997, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.12.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1997 45 Lausnir á jóla- skákþrautum SKAK Þrautir LAUSNIR Jólaskákþrautírnar í ár, sex að tölu, voru allar eftír Bandaríkja- manninn Sam Loyd. ÞEIR skákáhugamenn sem ekki þekktu verk þrautakóngsins mikla, hafa örugglega haft gaman af þeim. Við skulum nú líta á lausnimar: 1. Saturday Press 1857 Hvítur mátar í öðrum leik. Sam Loyd hafði í æsku dálæti á löngum lausnarleikjum: 1. Da8! og svartur er í leikþröng og verð- ur mát í næsta leik. 2. Baltimore Dispatch 1860 Hvítur mátar í öðrum leik. Hér hagnýtir höfundurinn sér að bæði svarti hrókurinn á g5 og biskupinn á g4 eru leppar. Bráðfyndinn lausnarleikurinn er ekki sérlega erfiður: 1. Hhf3! og ekki dugir 1. - Bxf3 2. Dxf3 mát og ef svarti biskupinn á e5 víkur sér undan kemur 2. De8 mát. 3. American Chess Journal 1878 Fjórar þrautir í einni: Bæði hvítur og svartur geta þvingað fram mát í öðrum leik og báðir geta líka þvingað fram sjálfs- mát í öðrum leik. Við sjáum að mennirnir á borð- inu mynda þar að auki tvo hringi! Lausnirnar eru þannig: Mát hvíts: 1. Dxh3+ - Kxh3 2. Kg5 mát Sjálfsmát hvíts: 1. Dg3+ - Dxg3 2. Rg6+ - Dxg6 mát (eða 2. - Bxg6 mát) Mát svarts: 1. - Re7+ 2. Ke4 - Hxf4 mát. Sjálfsmát svarts: 1. - Re7+ 2. Ke4 - Rg5+ 3. Dxg5 mát (eða 3. Bxg5 mát) 4. Saturday Courier 1855 Hvítur mátar í þriðja leik. Þetta dæmi er öllu erfiðara við- fangs en þau fyrstu og hefur lík- lega staðið í mörgum. Sam Loyd samdi það kornungur, en lagaði það svo til hálfri öld síðar! Lausn- in er þannig: 1. Db8! (Eftir 1. Dh2 - Ha2! Og 1. Dd5 - He8 nær svartur að tefja mátið fram í fjórða leik.) 1. - Ba2 (Eða 1. - Hxb8 2. Re5 - Ba2 3. Rxh4 mát.) 2. Dh2! (Nú er biskupinn búinn að taka a2 reitinn af hróknum og nú getur svartur ekki tafíð mátið.) 2. - g3 3. Kxg3 mát. Upphaflega var Loyd með ridd- ara á bl, en ekki biskup. Aðalaf- brigðið er mun tilkomumeira þeg- ar svarti biskupinn tekur varnar- leik af hróknum og flækist fyrir honum. 5. Checkmate Novelty 1903, 1. verðlaun Hvítur mátar í þriðja leik. Til að ráða þetta dæmi þarf ekki bara skáksnilld heldur svo- iitla kímnigáfu. Hvað var Sam Loyd að meina með því að gefa hvíti færi á öllum þessum fráskák- um? Með lausnarleiknum gefur hann andstæðingnum færi á að vekja upp drottningu með tvískák! 1. Ke2!! - fl=D++ 2. Ke3! - Del+ 3. Be2 mát! Gapi menn yfir þessari lausn, er síðasta dæmið ekki síður magn- að í einfaldleika sínum: 6. American Chess Nuts 1868 Hvítur mátar í fimmta leik. 1. Hh6!! - Kxh6 2. Kxf6 - Kh7 3. g5 - Kh8 4. g6 - fxg6 5. Kxg6+ mát! Hver var svo að segja að mislitir biskupar tryggðu alltaf jafntefli? Sam Loyd, bar ekki aðeins heitið þrautakóngur með réttu, heldur var hann líka stórkostlegur listamaður. Margeir Pétursson MIIMNINGAR GUNNARRAGNAR JÓNSSON + Gunnar Ragnar Jónsson fæddist á Þingeyri 16. ág- úst 1930. Hann lést á Landspítalanum 23. desember síð- astliðinn. Foreldrar hans voru þau Jó- hanna Bjamadóttir og Jón Sigurðsson frá Þingeyri. Gunnar giftist Júlíönu Pálsdóttur frá Bolungarvík 29. maí 1965. Böm þeirra era: 1) Jón, f. 28.2. 1966, býr á Reyðarfirði, giftur Þórstínu Hlín Siguijónsdóttur. Þau eiga fjóra drengi. 2) Borgar, f. 9.12. 1968, býr í Hafnarfirði. 3) Sól- ey, f. 19.5. 1970, býr í Haífnar- firði. Fóstursonur Gunnars var Páll Brynjólfsson, f. 8.6. 1960, býr í London, giftur Margaret Brynj- ólfsson. Þau eiga tvö böm. Gunnar lærði málmsteypuiðn hjá Guðmundi J. Sig- urðssyni og co. á Þingeyri. Vann hann síðan í eitt ár i Landsmiðjunni í Reykjavík við sína iðn. Fór hann síðan aftur til Þingeyrar þar sem hann vann almenn störf uns hann hóf aftur störf l\já Guðmundi J. Sigurðssyni og co. í Hafnarfirði vann hann lengst af hjá Hvammsfelli, fisk- vinnslu, þar til sl. haust. Útför Gunnars Ragnars fór fram frá Víðistaðakirkju 29. desember. „Gunnar á Þingeyri", „Gunnsi Ragg“, eða bara „Gunnar hennar Júllu“ eins og hann var oftast kallaður innan fjölskyldunnar var hluti af okkar lífi í tæp 30 ár. Þær eru ófáar ferðirnar sem farnar voru frá ísafirði til Þingeyrar að heimsækja þau Gunnar og Júllu og fjölskyldu á þessu tímabili. Alltaf voru móttökurnar höfðing- legar og ekkert til sparað þegar svo bar undir. Gunnar lék yfirleitt á als oddi, sagði sögur af miklum móð og hló oft og tíðum mikið. í minningunni man maður eftir Gunnari þegar hann tók djúpan höfuðhnykk til að leggja áherslu á eitthvað sem honum líkaði ekki. Það var alltaf auðvelt að lesa sér til um skoðun hans á svipbrigðum og öllu látbragði enda lifði hann sig inn í umræðuna og var ekkert að tvínóna við hlutina. Gunnar var í orðsins fyllstu merkingu sómamaður. Hann trúði aðeins á það besta í fólki enda var hugarfar hans einstaklega ják- vætt. Gunnar var í eðli sínu mik- ill Dýrfirðingur og það kom okkur því á óvart er þau hjónin ákváðu að flytja suður til Hafnarfjarðar fyrir átta árum. Hafnarfjörðurinn tók vel á móti Gunnari og fjöl- skyldu og virtist þeim líka mjög vel sunnan heiða þrátt fyrir að viðbrigðin hafi án efa verið mikil í fyrstu. Eins og búast mátti við urðu samverustundirnar færri eftir að Gunnar og Júlla fluttu frá Þing- eyri, en Hafnarfjörðurinn var þó heimsóttur hvenær sem færi gafst. Um jólin í fyrra dvöldum við í Reykjavík og mættum í jóla- boð til Gunnars og Júllu á annan í jólum. Aldrei hefðum við trúað því að það yrðu síðustu jólin hans Gunnars á meðal okkar. Síðustu vikurnar hefur hugur okkar verið hjá Gunnari þar sem hann í stuttan tíma háði mjög ójafna baráttu við krabbamein. Tilfinningalega eru jólin og ára- mótin einn erfiðasti tími ársins og sorgin virðist án efa óyfirstíg- anleg um þessar mundir. Hugur okkar er nú hjá Júllu, Borgari, Sóleyju, Nonna og fjölskyldu, Palla og fjölskyldu og Gunnari og fjölskyldu sem eiga um sárt að binda. Við biðjum góðan Guð að taka vel á móti góðum manni og að styrkja fjölskyldu hans á þessum erfiða tíma. Guðný, Björn og fjölskylda, ísafirði. Kveðja frá vini Þegar kveð ég kæran vin hverfur sniðill af mér. í garði undir grænum hlyn hann græðum seinna hjá þér. Þitt ljósið skæra iýsir mér það ljómar um heiðaskörðin. Til fjalla hátt við brúnir ber frá þæ við Dýrafjörðinn. Magnús Hagalíns. Hann afi er farinn frá okkur. Frá því ég var fimm ára hef ég á hverju sumri dvalið hjá Gunnari afa og Júllu ömmu í Hafnarfirði. Við afi áttum margar góðar stund- ir saman sem ég á eftir að sakna mikið. Ég fór oft með afa og ömmu í ferðalög og keyrðum við þá m.a. til Þingeyrar þaðan sem afi var og bjó mest alla sína ævi. Þar sem ég bý á Reyðarfirði hef ég ekki getað heimsótt afa síðustu mánuðina. Ég, mamma og bræður mínir komum suður tveimur dög- um áður en afi dó og mér fannst gott að geta kvatt hann í síðasta skipti. Ég þakka honum allar góðu stundimar. Sofðu vært hinn síðasta blund unz hinn dýri dapr ljómar. Drottins lúður þegar hljómar hina miklu morgunstund. Gunnar Ragnar Jónsson. Afmælis- og minningar- greinar MIKILL fjöldi minningargreina birtist daglega í Morgunblað- inu. Til leiðbeiningar fyrir greinahöfunda skal eftirfarandi tekið fram um lengd greina, frágang og skilatíma: Lengd greina Um hvern einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar minningargreinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínu- bil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksenti- metrar í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Formáli Æskilegt er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem Ijallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka, og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í formá- lanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Frágangur og móttaka Mikil áherzla er lögð á að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textamenferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Þá er ennfremur unnt að senda greinar í símbréfi - 569 1115 - og í tölvupósti (minning@mbl.is). Vinsamleg- ast sendið greinina inni í bréf- inu, ekki sem viðhengi. Skilafrestur Eigi minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. t Hr. JÓN MAGNÚSSON frá Hafnarfirði, andaðist á Sólvangi, Hafnarfirði, föstudaginn 26. desember. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd ættingja, Valgerður Eyjólfsdóttir, Jón E. Guðmundsson. Á gömlum plum blöðum ég geyrni ár og tíð. Sem flugu fótum hröðum í fjarlægð. minning blíð. t Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, LAUFEY TRYGGVADÓTTIR frá Meyjarhóli, andaðist á dvalarheimilinu Hlíð sunnudaginn 28. desember. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Brynjar Skarphéðinsson, Guðlaug Hermannsdóttir, Birkir Skarphéðinsson, María Einarsdóttir, Kristján Skarphéðinsson, Marta Þórðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.