Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 37
ítuj / jttT/TTr>ao»/ MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR xctíL H/.MHHH'-i .71: JiT!,')A(i;n>.(V-i cMi •FOSTUÐAGUR-27-: FEBRUAR 1998 37 rf i 4 i i Í i J Í i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i BALDVIN PÁLMASON + Baldvin Pálma- son fæddist í Samkomugerði í Eyjafírði 19. júlí 1900. Hann lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri aðfara- nótt 18. febrúar síð- astliðins. Foreldrar hans voru Sigríður Vigfúsdóttir hús- freyja, f. 23. aprfl 1860, d. 30. júlí 1934, og Pálmi Jósefsson smiður og bóndi í Samkomugerði, f. 30. des. 1868, d. 1. aprfl 1930. Baldvin átti einn bróður, Vigfús, f. 1897, d. 1992. Baldvin ólst upp hjá foreldrum sínum í Samkomugerði og lærði smíðar af föður sínum. Hann lærði einnig og vann að smíðum með Stefáni Jóhannessyni smið í Stóradal í Eyjafirði. Hinn 13. janúar 1928 kvæntist Baldvin Þórdísi Benjamínsdóttur ljósmóður frá Hrísum í Eyjafirði, f. 25. sept. 1892, d. 29. sept. 1957, sem þá var starfandi ljósmóðir í Hrafnagilshreppi. Þau áttu fyrst heimili á Grund í Eyjafirði, en árið 1930 fluttu þau til Akureyr- ar þar sem þau bjuggu æ síðan. Baldvin og Þórdís eignuðust tvo syni: 1) Valgarð, bæjarritara á Akureyri, f. 28. okt. 1928, kvænt- an Sigrúnu Björgvinsdóttur kennara, f. 21. janúar 1937. Þeirra börn eru Eydís og Bald- vin. Maður Eydísar er Clark McCormick og eiga þau dóttur- ina Sigrúnu Mary. Unnusta Baldvins er Kristín Anna Þórar- insdóttir. 2) Gunnar Ingva, bygginga- verkfræðing í Reykjavík, f. 20. apr- fl 1932, kvæntan Jóninu Guðmunds- dóttur sjúkraþjálf- ara og forstöðukonu á æfingastöð Styrkt- arfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjavík, f. 19. aprfl 1932. Þeirra börn eru Þórdís og Þór. Maður Þórdísar er Atli Stefán Aðalsteinsson. Þeirra börn eru Heiðrún Matt- hildur, Snædís Ebba og Iiallur Aðalsteinn. Áður eignaðist Þór- dís soninn Gunnar Ingva með Þóri Sigursteinssyni. Þór er kvæntur Kristjönu Katrínu Þor- grímsdóttur og eiga þau tvo syni, Bergsvein og Eyþór Jón. Baldvin starfaði í fjölda ára hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, lengst af hjá Mjólkursamlagi KEA við smíðar og viðhald húsa. Um tíma vann hann að húsasmíð- um hjá Ágústi Jónssyni bygg- ingameistara og síðustu starfsár síh á Húsgagnaverkstæði Ólafs Ágústssonar. Útför Baldvins fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. í dag er kvaddur hinstu kveðju elskulegur afi okkar, Baldvin Pálmason. Afi á Akureyri eins og við systkinin kölluðum hann alltaf varð 97 ára gamall. Okkur langar að minnast hans með nokkrum orðum. Afi var lærður húsasmiður og vann við það meðan þrek og heilsa leyfði. Hann var einstaklega vinnu- samur og vandvirkur. Hann var ró- legur og þægilegur og þó að mikið hafi stundum gengið á hjá okkur systkinunum munutn við aldrei eftir því að hann hafi hastað á okkur heldur sagði hann alltaf Þórdís mín eða Þór minn og gat þannig talað okkur til á sinn rólega hátt. Minningar okkar um afa eru frá mismunandi tímum en þó flestar tengdar bernsku okkar. Afi bjó alla tíð á Akureyri en við í Reykjavík. Þær voru ófáar ferðirn- ar sem hann kom suður og dvaldi hjá okkur. Síðustu ferðina kom hann um páskana árið 1993 þá 92 ára gamall. Hann var oft hjá okkur um jólin og það einhvem veginn til- heyrði undirbúningi jólanna eða áramótanna að sækja afa út á flug- völl. Hann kom líka oft að sumri til og vildi þá gjaman hafa eitthvað fyrir stafni eins og t.d. pússa og lakka útihurðirnar. Allt sem hann kom nálægt varð eins og nýtt. Þegar við fórum norður og dvöld- um hjá honum og Valgarði í Munka- þverárstrætinu tók hann alltaf mjög vel á móti okkur og snerist í kring- um okkur. Alltaf var eitthvað skemmtilegt um að vera og stund- um farið á skíði eða ferðast um ná- grennið. Þetta em dýrmætar minn- ingar sem við varðveitum og mun- um aldrei gleyma. Eftir að við urðum fullorðin og eignuðumst eigin fjölskyldur urðu ferðirnar norður færri en þó er okk- ur sérstaklega minnisstætt þegar afí varð níræður. Þá sameinaðist öll fjölskyldan fyrir norðan og hélt upp á daginn saman. Elsku afi, með þessum fátæklegu kveðjuorðum minnumst við þín með hlýhug og þakklæti fyrir allt. Blessuð sé minning þín. Þórdís og Þór. Baldvin afi minn er látinn. Strax um morguninn er hann lést barst mér fréttin suður yfir heiðar. Til- finningar bratust fram, tilfinningar, sem ég hefi ekki upplifað áður eins sterkt. Ég grét. Minningar um liðn- ar stundir streymdu um huga minn, minningar, sem mjög gott er að eiga um „nafna“ sinn. Afi kallaði mig alltaf „nafna“. Það er svo vinalegt að eiga „nafna“. Það má teljast til forréttinda iyrir börn og unglinga að alast upp með afa eða ömmu á heimili. Þannig öðl- ast maður aðra lífssýn. Afi vai- hlýr og góður vinur. Hann hafði trausta og þykka hönd sem leitt hefir mig fram til þessa dags og mun ætíð gera. Með þessum fáu orðum vil ég þakka þér, afi minn, fyrir þær stundir, sem við áttum saman. Ég veit þú skilur meiningu orða minna því þú ert svo einstakur. Guð blessi þig- Baldvin Valgarðsson. Elsku afi er dáinn. Langri ævi á meðal okkar er lokið og langþráð hvíld er nú fengin. Minningar um einstaklega góðan afa streyma fram og ylja mér um hjartarætur. Afí var rólegur og hljóður maður, sem bar ekki tilfinningar sínar á torg. Hann var nægjusamur, iðinn og vandvirkur og einstaklega hjálp- samur. Það var ekkert það til sem hann ekki vildi gera fyrir fjölskyld- una sína, ekki hvað síst okkur barnabörnin. Afi var alltaf einn af fjölskyld- unni. Frá því ég fyrst man eftir bjó hann hjá okkur í Álfabyggðinni, húsinu sem hánn og pabbi byggðu. Þar í afaherbergi eyddi hann mörg- um stundum innan um muni og myndir sem honum voru kærar. A skrifborðinu stóð alltaf mynd af Þórdísi ömmu sem hann missti of snemma. í herberginu var líka ein- staklega falleg kommóða sem afi hafði smíðað og gefið ömmu. Á veggnum fyrir ofan kommóðuna hékk fallega útskorin klukka sem hann hugsaði vel um og trekkti alltaf reglulega. Kiukkan var brúð- argjöfin þeirra. Hún hafði fallegan og háan hljóm og sló á heilum og hálfum tímum. Hljómurinn frá klukkunni og raddir ríkisútvarps- ins, sem afi hlustaði mikið á, munu alltaf minna mig á afa og afaher- bergi. Sem barn átti ég góðar stundir með afa í afaherbergi. Við hlustuð- um saman á morgunsöguna um níu- leytið virka daga og einstaka sinn- um spiluðum við olsen olsen. Við áttum líka saman leyndarmálið um „únnugrautinn" sem okkur báðum þótti svo góður. Eftir að afi lauk sinni starfsævi einangraði hann sig of mikið að því er okkur fannst. Það olli vissum áhyggjum. Afi virtist hins vegar ánægður með að eyða tímanum í eða við húsið með fjölskyldunni sinni og sjá um hin ýmsu heimilis- störf eins og uppvask og snjómokst- ur. Hann hafði líka aðstöðu til að smíða í kjallaranum og þar smíðaði hann fínustu húsgögn handa okkur. Sérstaklega er mér kært dúkkuhús- ið sem afi smíðaði og pabbi málaði síðan og innréttaði. Fæðing Baldvins bróður og nafna var afa mikið gleðiefni. Hann var sannur sólargeisli og gaf afa nýjan tilgang. Við systkinin nutum þess að eiga afa, sem alltaf var heima til að taka á móti okkur þeg- ar mamma og pabbi voru að vinna eða að heiman. Það var ekki svo lít- ils virði. Afi átti því láni að fagna að heils- an var góð lengst af. Níutíu og þriggja ára flutti hann á Dvalar- heimilið Hlíð þar sem hann eyddi síðustu æviárunum. Við komuna þangað vakti það undran hjúkrun- arfólksins að afi notaði engin lyf. Það þótti einstakt með svo aldraðan mann. Fyrsta árið á Hlíð var afi enn nógu_ hress til að ganga yfir til okk- ar í Álfabyggðina en upp frá því fór að halla undan fæti og heilsunni að hraka. Ég vil þakka þér, afi minn, fyrir allt sem þú gerðir íyrir mig á lífs- leiðinni. Mér er það ofarlega í huga nú hvað þú óskaðir mér innilega og af öllu hjarta til hamingju þegar ég sagði þér frá því að ég ætti von á barni. Óskir þínar rættust. Ég er glöð að þú fékkst tækifæri til að hitta litlu Sigi'únu Mary. Hún á eft- ir að heyra um þig og áður en varir verður hún farin að leika sér með dúkkuhúsið sem þú smíðaðir handa mér á sínum tíma. Guð blessi þig og varðveiti. Þín Eydís. Hugheilar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samhug og vináttu við andlát og útför ástkærs sonar okkar, bróður og dóttur- sonar, BRAGA PÁLSSONAR, Hæðarbyggð 14, Garðabæ. Sérstakar þakkir færum við öllu því ágæta fólki, sem sá um erfisdrykkju og lagði fram dýrmætan tíma sinn og góðgerðir, sem og öllum öðrum, er heiðrað hafa minningu Braga með ýmsum hætti. Guð blessi ykkur öll. Guðbjörg Hjörleifsdóttir, Páll Bragason, Hinrik Pálsson, Hjörleifur Pálsson, Viðar Pálsson, Sigríður Kristjánsdóttir, Hjörleifur Guðmundsson. ROLVR YSSDAL + Rolv Ryssdal, forseti Mannrétt- indadómstóls Evr- ópu, sem lést 18. febrúar, var fæddur 1914. Hann lauk lagaprófi 1939 og gegndi á langri ævi mörgum trúnaðar- störfum. Hann var lögmaður, saksókn- ari og ráðuneyt- issljóri í dómsmála- ráðuneytinu 1956- 1964. Það ár varð hann hæstaréttar- dómari. Forseti hæstaréttar var hann 1969-1984. Ryssdal var kosinn dómari í Mannréttindastól Evrópu 1973 og forseti hans 1985. Þegar Rolv Ryssdal varð sjötugur lét hann af embætti í Noregi svo sem lög mæla, en settist í staðinn í for- sæti Mannréttindadómstóls Evrópu að ósk samstarfsmanna sinna þar. Til þess vandaverks var hann síðan endurkosinn á þriggja ára fresti, síð- ast eftir fortölur, er hann ætlaði að hætta störfum áttræður. Hann var um sumt víkingur, ekki vegna óbil- girni eins og tíðkaðist á miðöldum, heldur vegna dirfsku, glöggskyggni, stjórnsemi og hreysti. Aðrir þættir í myndinni sem vinir hans geyma af honum var ótrúlegt vinnuþrek, reglu- semi og lagni. Mannréttindadóm- stóllinn starfar samkvæmt sáttmála frá 1950. Fyrsti dómurinn var kveð- inn upp 1960, en málin voru um árabil mjög fá. Þegar Ryssdal varð dómari í Strasbourg, 1973 voru dómarniÁ orðnir 17. Nú, við frá- fall hans, eru þeir 733 og af þeim gengu 632 eftir að hann varð for- seti. Þessar tölur gefa til kynna hve stór hans hlutur er í Þróun mann- réttindamála í álfunni. Að auki er þess að gæta að aðildarríkjun- um og þar með dómur- um í Strasbourg íjölg- aði um nálega helming á þessum tíma. Nú eru ríkin 40 og viðhor?’ nýrra dómara frá Austur-Evrópu kölluðu á festu og skilning í senn, þegar dómsforsetinn kynnti þeim reglur og venjur. Rolv Ryssdal hóf lögmannsstörf 1940. Hann sat í fangabúðum frá 1943 til stríðsloka, en vakti eftir það athygli fyrir skelegga saksókn í málum gegn samstarfsmönnum nas- ista. Hann sótti m.a. málið gegn Marie Hamsun, konu stórskáldsins. Verjandi hennar var þekktur lögmað- ur í Arendal, Stray að nafni. Hann bauð mótheija sínum í hádegisverð á Bristol-hótelinu og þar kynntist Ryssdal dóttur hans, Signe Marie, sem síðar varð eiginkona hans. Sjálf er hún lögfræðingur og hefur verícf' málflytjandi, borgarstjóri félagsmála í Ósló og fylkismaður í Arendal. Þau hjónin dvöldust oft á býlinu Siofien- lund skammt frá bænum og þar lést hinn aldni höfðingi. Kona hans og þijú börn þeirra lifa hann. Þór Vilhjálmsson. + Kærieikur og samúð í okkar garð vegna veik- inda og fráfalls ÁSBJÖRNS DAGBJARTSSONAR, Heiðarlundi 1D, Akureyri, mun varða veg okkar mót framtíðinni. Hjartans þakkirfyrir stuðninginn. Guð blessi ykkur öll. Þóra Björg Magnúsdóttir, Magnús Dagur Ásbjörnsson, Kristjana Hrönn Ásbjörnsdóttir, Auður Ásbjörnsdóttir, tengdaforeldrar, systkini og fjölskyldur þeirra. Lokað Lokað verður frá kl. 12.00 í dag, föstudaginn 27. febrúar, vegna jarðarfarar UNNAR HILMARSDÓTTUR, skrifstofustjóra. H.G. Guðjónsson ehf. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kr- inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið grein- ina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.