Morgunblaðið - 31.03.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.03.1998, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ KÖRFUKNATTLEIKUR Keflvíkingar bestir Anna María Sveinsdóttir, þjálfari og ieikmaður Tileinkum Gunnhildi sigurínn „ÞAÐ er erfítt að spila hér en við höfðum sigur, þannig að ég er himinlifandi," sagði Anna María Sveinsdóttir, þjálfari og leikmaður Kefla- víkurliðsins, sigri hrósandi eftir að íslandsmeistaratitill- inn var í höfn. „Við vissum að KR-stelp- umar kæmu brjálaðar í þennan leik, þær eru með góðan hóp - landsliðsmann í nánast hverri stöðu, og það er auðvitað hrikalega svekkj- andi að missa erlenda leik- manninn sinn vegna meiðsla í úrslitakeppninni eins og þær urðu fyrir. En mér fannst þær spila vel.“ Keflvíkingar sigruðu einnig í bikarkeppninni í vet- ur þannig að uppskeran er glæsileg á íyrsta vetri Önnu Maríu sem þjálfara. „Ég er með mjög góðan hóp - og við vitum allar hvað þarf til að vinna. Við leggjum okkur alltaf allar fram, bæði á æfingum og í leikj- um. En það hefur mikið gengið á í vetur og þetta hefur ekki verið auðvelt; ein úr hópnum, Gunnhild- ur Líndal, lést í bílslysi fyrir mánuði; það var auðvitað gíf- urlegt áfall og við tileinkum henni sigurinn í dag. Við fór- um rólega eftir slysið en vor- um mjög samstilltar. Vorum mikið saman, þær sem voru tilbúnar að æfa áfram á fullu gerðu það og hinar komu svo hægt og rólega. Við erum all- ar úr Keflavík, þekkjumst því allar mjög vel og samstaðan var mikil. Við vissum að þrátt fyrir þetta áfall yrðum við að halda áfram, og gerðum það.“ ■ Árangur Önnu / B2 Boucek ánægð með dvölina í Keflavík „Frábært lið“ „ÞAÐ er líklega besta lífsreynsla sem ég hef orðið fyrir að koma til Keflavíkur og leika með þessum stelpum. Liðið er frábært og stelp- umar mjög skemmtilegar,“ sagði bandaríska stúlkan Jennifer Boucek, leikmaður Keflavíkurliðs- ins, við Morgunblaðið eftir að hún var orðin íslandsmeistari. Boucek, sem lék í bandarísku atvinnumannadeildinni, WNBA, á síðasta keppnistímabili heldur áfram þar sem frá var horfíð þeg- ar keppni hefst á þeim vettvangi á ný í sumar. „Ég á að vera mætt á æfíngu aftur í byrjun maí.“ Hún heldur af landi brott í dag, þriðju- dag, og kvað allsendis óvíst hvort hún léki hér á landi næsta vetur. „Ég get ekki skipulagt svo langt fram í tímann, ég á meira að segja í erfiðleikjum með hverja viku í senn!“ sagði hún. Bandaríska stúlkan, sem leikið hefur geysi- lega vel í vetur, sagðist jafnvel hafa verið tilbúin að tapa leiknum á laugardag - til að geta spilað einu sinni enn með Keflavíkurlið- inu, sér fyndist það svo skemmti- legt. Hefði KR sigrað um helgina hefðu liðin mæst aftur í Keflavík í gærkvöldi, í fímmta og síðasta leik. „En KR-liðið er of gott til að við gætum tekið einhverja áhættu," sagði Boucek. Hún kvað Keflvíkingum þykja erfítt að leika í íþróttahúsi Hagaskóla; „líklega vegna þess að við viljum leika mjög hratt, beita hraðaupphlaup- um, en húsið hér er þröngt og við þær aðstæður reynist það erfíð- ara. Við vissum fyrirfram að til að sigra yrðum við að komast yfir ákveðinn andlegan þröskuld, og gerðum það“. ÍSLANDSMEISTARAR Keflvíkinga í körfuknattleik kvenna eftir sigurinn á KR ásamt nokkrum fylgifiskum. Aftari röð frá vinstri: Björg Hafsteinsdóttir liðsstjóri, Anna María Sveinsdóttir, leikmaður og þjálfari, Harpa Magnúsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Erla Þorsteinsdótt- ir, Birna Guðmundsdóttir, Lóa Björg Gestsdóttir og Guðrún Guðmundsdóttir, systir Maríönnu vatnsbera. Fremri röð frá vinstri: Ingi- mundur Guðjónsson, Hafliði Már Brynjarsson, sonur Önnu Maríu þjálfara, Anna Pála Magnúsdóttir, Marín Rós Karlsdóttir, Erla Reynis- dóttir fyrirliði, Jennifer Boucek, Kristín Blöndal og Maríanna Guðmundsdóttir, vatnsberi liðsins. Skapti Hallgrímsson skrífar Keflvíkingar eiga besta kvennalið landsins í körfuknattleik. Þeir fógnuðu sigri í bikarkeppninni fyrr í vetur og á laugardag hömpuðu Keflvíkingar einnig íslandsbikamum, eftir þriðja sigurinn á KR í fjórum úrslitaleikj- um. Sigur Keflvíkinga, 61:50, var sanngjam en KR-ingar gáfust þó ekki upp fyrr en í fulla hnefana; börðust eins og Ijón til síðustu mínútu, stað- ráðnir í að tryggja sér fimmta leikinn, en án erlends leikmanns mættu KR- ingaj- einfaldlega ofjarli sínum þar sem hið sterka lið KeflvQdnga er. Heimamenn í KR byrjuðu betur og komust í 6:2 eftir fimm mínútur en þá fór Keflavíkurvélin í gang, gerði 17 stig í röð og breytti stöðunni í 19:6. Þá voru um tólf mínútur liðnar þannig að KR hafði ekki skorað í um sjö mínút- ur og þegar þarna var komið sögu var vitað mál að gífui-lega erfitt yrði fyrir heimamenn að snúa leiknum sér í hag. Staðan í leikhléi var 24:33. Keflvíkingar bættu við forskotið í upphafi seinni hálfleiksins og voru komnir 15 stig yfír um hálfleikinn miðjan. Því má segja að sigurinn hafi verið í höfn en með mikilli baráttu tókst heimamönnum að minnka muninn í átta stig á tímabili. En þeir ógnuðu aldrei sigri meistaranna. Keflvíkingarnir eru með valinn mann í hverju rúmi og liðsheildin var mjög sterk. KR-ingar urðu fyrir þeirri blóð- töku í næstsíðasta leiknum gegn Keflvíkingum að bandaríska stúlkan Tara Williams, sem verið hefur lið- inu mjög mikilvæg, meiddist illa og var því fjarri góðu gamni á laugar- daginn. Þar er snjall leikmaður á ferðinni, sem er samningsbundinn liði í kvennadeild NBA, eins og Boucek hjá Keflvíkingum, en þrátt fyrir fjarveru hennar gáfu KR-ingar ekkert eftir. Tvíefldust við mótlætið, lögðu sig fram af fremsta megni en það dugði ekki til. Jennifer Boucek er liði Keflvíkinga gríðarlega mikilvæg. Hún gerði níu af fyrstu 12 stigum liðsins í leiknum og alls 13 stig í fyiri hálfleik, en aðeins eitt í þeim síðari. „Ég gerði ekki mikið í dag, þetta var fyrst og fremst sigur liðsheildarinnar,“ sagði hún og var hógvær að leikslokum, en bandaríska stúlkan var geysigóð í vöminni og stjómaði sóknarleik liðs síns einnig af röggsemi. Hún leggur aðaláherslu á að leika fyrir liðið en ekki að stela sen- unni. Erla Þorsteinsdóttir var einnig mjög góð, bæði í vöm og sókn, og sömu sögu er að segja af Önnu Maríu Sveinsdóttur. Þegar þessar þijár stúlkur em saman komnar ásamt Erlu fyrirliða Reynisdóttur og Krist- ínu Blöndal em þær illviðráðanlegar. Hanna Kjartansdóttir var besti leikmaður KR. Hanna - sem sleit einmitt fyrstu körfuboltaskónum í Keflavík - lék frábærlega; gerði ríf- lega helming stiga vesturbæjarliðs- ins og var síógnandi. Linda Stefánsdóttir var drjúg í KR-liðinu eins og svo oft áður en Guðbjörg Norðfjörð, sem er liðinu mjög mikilvæg, var mjög óheppin með skotin að þessu sinni; braut ekki ísinn fyrr en með þriggja stiga körfu þegar rúm ein mínúta var eftir og gerði alls fjögur stig. Morgunblaðið/Árni Sæberg Bestar! ERLA Reynisdóttir fyrirliði Keflavíkurliðsins hefur ís- landsbikarinn á loft eftir sig- urinn á KR-ingum á laugar- dag. Erla og stöllur hennar frá Keflavík skipa óumdeil- anlega besta lið landsins. Afhent þríðja áríð í röð í Haga- skólanum ÍSLANDSBIKARINN var af- hentur í íþi'óttahúsi Hagaskóla þriðja árið í röð á laugardag. Erla Reynisdóttir, fyrii-liði Keflvíkinga, tók þá við bikam- um úr höndum Ólafs Rafnsson- ar, formanns KKÍ. í fyrra fengu Grindvíkingar bikarinn afhentan á sama stað eftir sigur á KR-ingum og í hitteðfyrra tryggðu Keflavíkurstúlkui' sér meistaratign í Hagaskólanum, einnig eftir sigur á KR. Stúlk- urnar í Vesturbæjarliðinu hafa því verið í úrslitum þrjú ár í röð og alltaf þui-ft að horfa á eftir bikarnum á heimavelli. 200 þúsund ELLERT Eh-íksson, bæjar- stjóri í Reykjanesbæ, tilkynnti eftir verðlaunaafhendinguna að íþróttai'áð bæjarins hefði sam- þykkt að veita Keflavíkurliðinu 200 þúsund króna styrk í tilefni íslandsmeistaratitilsins. Guðbjörg er með þeim skemmtilegri ELLERT bæjarstjóri sagði einnig eftir leikinn að Guðbjörg Norðfjörð, leikmaður KR, væri einn „skemmtilegasti leikmaður sem ég sé í körfubolta". Leik- menn og stuðningsmenn Kefla- víkm' klöppuðu fyrir þessum orðum bæjarsfjórans. KR-stúlk- ur voru hins vegar farnar inn í búningsklefa þegar Ellert lét þau falla en hann kvaðst vona að Guðbjörg heyrði af þeim. Guð- björg gefur aldrei þumlung eftir og barðist að vanda eins og ljón í leiknum á laugardag, var reyndar óheppin með skot og gerði aðeins fjögur stig í leikn- um, en var eitilhörð og barðist fram á síðustu sekúndu. Úrslitakeppnin í körfuknattleik 1998 Fjórði leikur kvennaliðarma i úrslitum, leikinn í iþr.húsi Hagaskóla 28. mars KR KEFLAVÍK 50 Skoruð stig 61 7/16 Vítahittni 5/7 1/7 3ja stiga skot 4/9 20/60 2ja stiga skot 22/46 21 Varnarfráköst 29 10 Sóknarfráköst 12 22 Bolta náð 7 14 Bolta tapað 12 4 Stoðsendingar 10 15 Villur 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.