Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						144 SIÐUR B/C/D/E/F
tfgnnlifafeifr
STOFNAÐ 1913
114. TBL. 86. ARG.
LAUGARDAGUR 23. MAI1998
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Talið víst að samkomulag um framtíð N-Irlands hafí verið samþykkt í gær
Einungis óvissa um
afstöðu sambandssinna
Belfast. Morgunblaðið.
ÚTGÖNGUSPÁR í gærkvöldi bentu til þess að 70-75% kjósenda í sögu-
legri þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð N-írlands í gær hefðu samþykkt
tillöguna sem kosið var um. Metþátttaka var í kosningunum, á milli 80
og 90% kjósenda neyttu kosningaréttar síns. Einnig var kosið sunnan
landamæranna og er þetta í fyrsta skipti síðan 1918 sem íbúar eyjunnar
írlands greiða atkvæði um sama efni, en eyjunni var skipt upp í tvö ríki
árið 1920. Á kjörskrá á Norður-írlandi voru 1,2 milljónir manna. Kjör-
stöðum var lokað kl. tíu í gærkvöld og í nótt voru kjörkassar fluttir úr
kjördæmunum til Belfast þar sem þeim hefur verið safnað saman á einn
stað. Hefst talning atkvæða klukkan níu í dag og er stefnt að því að úrslit
verði kunn upp úr þrjú að íslenskum tíma. Mikils léttis gætti er ljóst var
hve mikið fylgi er við samninginn og lýsti Paul Bew, prófessor við
Queens-háskólann, að andrúmsloftið gæfi til kynna að stríðið væri búið.
Á kjörstað í suðurhluta Belfast, í
hverfi sem nánast eingöngu er
byggt sambandssinnum, var verið
að fjarlægja auglýsingu til stuðnings
samningnum þegar Morgunblaðið
bar þar að garði og hópur ungra
barna hrópaði ókvæðisorð að flutn-
ingamönnum.
„Segjum nei!" voru skilaboð
þeirra, en stjórnmálaskýrendur áttu
hins vegar í gærkvöld von á því að
meirihluti íbúa myndi í raun segja já
og að samningurinn yrði samþykkt-
ur með 65-75% fylgi. Ró hafði ann-
ars færst yfir Belfast í gær eftir
harðvítuga kosningabaráttu undan-
farinna daga.
Tækifæri til að kjósa
í ró og næði
Kosningaþátttaka var einnig góð
sunnan landamæranna, en á írlandi
kýs almenningur um það hvort rétt
sé að fella úr gildi stjórnar-
skrárákvæði, sem gerir kröfu til alls
landsvæðis eyjunnar írlands, og við-
urkenna um leið bresk yfirráð á N-
írlandi. Mary McAleese, forseti fr-
lands, sem fædd er og uppalin á
Norður-írlandi, var á meðal þeirra
fyrstu sunnan landamæranna sem
greiddu atkvæði og norður-írskir
stjórnmálamenn voru einnig
snemma á ferðinni.
John Hume, leiðtogi stærsta
flokks kaþólikka (SDLP), sagði við
blaðamenn í heimaborg sinni,
Derry, að atkvæðagreiðslan mark-
aði söguleg tímamót fyrir íbúa eyj-
unnar írlands, því að í fyrsta skipti
myndu þeir lýsa einni röddu stuðn-
ingi sínum við nýtt stjórnskipulag.
Ian Paisley, sem stýrt hefur and-
stöðu gegn samningnum, kaus í aust-
urhluta Belfast og sagðist við það
tækifæri ánægður með að venjulegt
fólk á N-írlandi fengi loksins
tækifæri til að kjósa í ró og næði
samkvæmt bestu samvisku. „Ég er
sannfærður um að miMll meirihluti
sambandssinna mun segja nei."
Vonast eftir 70% fylgi
við samninginn
Atkvæðagreiðslan í dag snýst í
rauninni ekki um það hvort samning-
urinn verður samþykktur því sú nið-
urstaða liggur fyrir eftir öllum sólar-
merkjum að dæma. Hitt skiptir
miklu máli hversu mikið fylgi samn-
ingurinn fær meðal sambandssinna
sem hafa verið á báðum áttum.
David Trimble hefur reynt að
sannfæra þá um að kostir samkomu-
lagsins séu fleiri en gallarnir. Hann
hefur tekið pólitíska áhættu með
málflutningi sínum og það er mat
stjórnmálaskýrenda að hljóti samn-
ingurinn ekki um 70% fylgi sé staða
Trimbles afar erfið, enda er þá
augljóst að minna en helmingur
sambandssinna hefur veitt samn-
ingnum stuðning sinn. Afleiðing
þess yrði sú að erfitt gæti reynst að
hrinda ákvæðum samningsins í
framkvæmd, því andstæðingar
samningsins myndu án nokkurs vafa
beita sér gegn því.
Kosið um/47
33 farast í jarð-
skjálfta í Bólivíu
La Paz. Reuters.
AÐ MINNSTA kosti 33 fórust og
um 100 er saknað eftir að öfiugur
jarðskjálfti reið yfir Mið-Bólivíu í
gær. Ottast er að tugir manna séu
grafnir í rústum heimila sinna eft-
ir skjálftann, sem varð fyrir dögun
og mældist 6,8 stig á Richter.
Flestir hinna látnu bjuggu í
bænum Aiquile en einnig hafa
fundist lík í Totora, skammt frá.
Bæirnir eru um 250 km austur af
höfuðborginni La Paz. Svæðið er
fremur strjálbýlt og vegir þangað
lokuðust í skjálftanum. Flest hús-
in í Totora og Aiquile eru hlaðin
og hrundu til grunna. Hefur inn-
anríkisráðherra Bólivíu lýst yfir
neyðarástandi.
Skjálftinn í gær var einn sá
öflugasti sem mælst hefur í Bólivíu
um langt skeið en hann varð í yfir-
borði jarðskorpunnar og því olli
hann miklu tjóni. Árið 1994 reið
hins vegar yfir í Bólivíu einn öflug-
asti jarðskjálfti sem mælst hefur,
en hann var djúpt í iðrum jarðar og
olli því minna tjóni, þótt hans yrði
vart allt norður til Kanada.
Reuters
ÞESSAR glaðbeittu kaþólsku stúlkur í Belfast hvöttu landa sína til
að samþykkja friðarsamkomulagið 1 þjóðaratkvæðagreiðslu í gær.
Getuleysislyfíð
Viagra
Sex dauðs-
föll í at-
hugun
Washington. Reuters.
SEX menn hafa látist eftir að
hafa tekið inn getuleysislyfið
Viagra en ekki er þó enn ljóst
hvort það olli dauða þeirra.
Talsmaður bandaríska lyfja-
eftirlitsins sagði í gær, að það
og framleiðandinn, Pfizer, væru
að kanna hvað hefði orðið
mönnunum að aldurtila. Tals-
maður Pfizer benti hins vegar á,
að nokkuð á aðra miUjón manna
hefði notað lyfið og flestir væru
þeir á miðjum aldri og eldri.
Á umbúðum um lyfið er tekið
skýrt fram, að karlmenn, sem
taka inn nítróglyserín eða skyld
efni vegna hjartasjúkdóma,
megi ekki nota Viagra og Pfizer
hefur nú ítrekað þessa
viðvörun. Rannsóknin á dauða
mannanna sex beinist ekki síst
að því hvort um hafi verið að
ræða eihhverja óæskilega lyfja-
samverkun.
Lítið breytt ríkisstjórn tekur við völdum í Indónesíu
Reuters
NÁMSMENN sýndu friðarmerki er indónesíski herinn rak þá út úr þinghúsinu í Jakarta í nótt.
Habibie heitir umbótum
Jakarta. Reuters.
JUSUF Habibie, nýr forseti Indó-
nesíu, kynnti nýja „umbóta"-ríkis-
stjórn í gær, en uppskar með því
lítil viðbrögð með þjóðinni, sem er
búin að fá sig fullsadda á hinni efna-
hagslegu og þjóðfélagslegu óreiðu
sem ríkir í landinu. Indónesíski her-
inn rak fjölda námsmanna á brott
úr þinghúsinu í nótt, þar sem þeir
höfðu verið í á sjötta sólarhring.
Ekki kom til átaka en hópar náms-
manna héldu setuverkfallinu áfram
fyrir framan þinghúsið.
Amien Rais, helzti leiðtogi lýð-
byltingarhreyfingar gegn Suharto-
stjórninni, sem hafði hótað að siga
milljónum manna út á göturnar fyrr
í þessari viku til að flæma Suharto
frá völdum, sagðist vera hlutlaus í
garð nýju stjórnarinnar. Yfirmenn
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sögðu í
gær að einn aðalráðgjafi hans í
málefnum Indónesíu yrði sendur
þangað innan viku.
Svo virtist sem baráttuandinn
hefði heldur betur sljákkað í náms-
mönnunum við tilkynninguna um
stjórnarskiptin. Það voru fjöldamót-
mæli námsmanna sem hrintu þeirri
atburðarás af stað, sem í fyrradag
endaði með afsögn Suhartos, eftir
32 ár á valdastóli.
Mótmælum haldið áfram
Talsmenn námsmannanna sögðu í
gær að þeir myndu ekki hætta mót-
mælaaðgerðum sínum í þinginu fyrr
en Habibie færi frá og „raunveru-
legar" umbætur ættu sér stað, en
Habibie var varaforseti Suhartos og
er gamall samherji hans.
Gagnmótmæli stuðningsmanna
Habibies við þingið stefndu í að
valda slagsmálum í gær, en her-
menn skildu hópana að og menn
héldu ró sinni.
Dóttir Suhartos, sem hann hafði
skipað í ríkisstjórnina fyrr á árinu
eftir að hann hafði gengið frá end-
urkjöri sínu til setu á forsetastóln-
um fimm ár til viðbótar, var svipt
ráðherraembætti sínu og tveir aðrir
fjölskylduvinir einnig, en ekki var
hróflað við flestum lykilmönnum
stjórnar Suhartos. En Habibie lýsti
því yfir að hin nýja 36 manna ríkis-
stjórn sín helgaði krafta sína „um-
bótum og þróun".
¦ Spjótin standa/26
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88
Blašsķša 89
Blašsķša 89
Blašsķša 90
Blašsķša 90
Blašsķša 91
Blašsķša 91
Blašsķša 92
Blašsķša 92