Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 27 bæði konum og körlum. Enda er það algeng sjón erlendis að sjá konur á öllum aldri á léttum bifhjólum. Þau henta okkur konum vel vegna þess hve þau eru létt og síðast en ekki síst þá getum við verið í pilsi á hjólinu. Eg verð að játa að mig hefur lengi langað í svona hjól. Eiginlega alveg frá því ég var smástelpa og sá karl sem bjó í nágrenni við mig aka á Vespu. Það var nú eitthvað annað að sitja í mjúku sæti og geta hvílt fæt- urnar á palli en hanga á grjóthörðum hnakki reiðhjólsins og þurfa að stíga fótstigið þangað til maður gekk upp og niður af mæði og svo var vindhlíf- in á Vespunni svo asskoti flott. Eiginmaðurinn gaf henni bifhjól í jólagjöf Það eru ekki margar konur hér á landi sem aka á léttum bifhjólum að staðaldri en þeim fer fjölgandi. Eg frétti af bóndakonu norður í landi sem á skutlu. Fer hún á hjólinu milli heimilis og útihúsa, milli bæja og í kaupstaðinn. Svo er það hún Jórunn Kjartans- dóttir, margra barna móðh- og amma í Grafarvoginum. Hún hefur notað hjólið þegar hún fer út í búð að kaupa í matinn eða þegar hún skreppur niður í bæ. Stundum heimsækir hún manninn sinn í vinn- una í Kópavoginum eða fer í heim- sókn á Kleppsveginn til barnabarn- anna. Það var einmitt eiginmaðurinn sem gaf Jórunni skutluna í jólagjöf og kom henni gjöfin mjög á óvart. „Hann fór með mig á aðfangadags- kvöldi niður á verkstæði þar sem hann gerir upp gamla bíla í tóm- stundum. Þar stóð hjólið pakkað inn í jólapappír. Hann spilaði meira að segja jólalög meðan ég tók pappírinn utan af hjólinu. Mín fyrstu viðbrögð þegar ég sá hjólið voru þau að ég sagðist aldrei fara á þetta hjól. Enda var ég fyrst svolítið smeyk en svo hef ég haft ofsalega gaman af þessu,“ segir Jórunn. Hún segir barnabörnin líka hafa gaman af að fá að sitja aftan á og fara nokkra hringi með ömmu. „A sumrin, í góðu veðri ek ég stundum bara eitthvert út í bláinn. Það er svo yndislegt að fínna loftið leika um sig og svo er maður eitthvað svo frjáls.“ Jórunn segist yfírleitt mæta tillits- semi í umferðinni. „Menn taka jafn- vel smásveig þegar þeir sjá mig. Það Ljósmynd/Hildur Einarsdóttir ITOLSK stúlka að renna hjóli sínu út úr „vespustæði“í Florence. hefur aðeins einu sinni gerst að bíll nánast straukst við mig, það var mjög óþægilegt. Annars held ég mig alltaf yst á vegar- kantinum." Þegar Jórunn er á vespunni er hún venjulega í gömlum leð- urjakka af syni sínum og leður- buxum af dótturinni. „Maður verður að vera í leðri ef maður dettur. Eg hef sem betur fer sloppið við það hingað til.“ Jórunn segist vekja athygli þar sem hún fer á hjólinu. „Fólk kemur til mín til þess að spyrj- ast fyrir um gripinn. Einn dag- inn hitti ég tvær konur á sjö- tugsaldri sem voru svo áhuga- samar um hjólið mitt að þær voru að velta því íyrir sér hvort þær ættu ekki bara að selja bíl- inn og fá sér svona hjól.“ Eins og fleiri sem eiga skutlur þá tekur Jórunn hjólið af númerum á veturna og setur inn í bflskúr en þá tekur frúarbfllinn við. Valda sjaldnast slysum í umferðinni Það kemm' fram hjá viðmælend- um mínum að skutlan er afar auð- veld í akstri. I öllum nýrri gerðum af léttum bifhjólum er startarinn raf- knúinn eins og í bfll og það er sjálf- skipt. Eina sem ökumaðurinn þarf að gera er að setjast á faratækið, ræsa og aka af stað - og svo bremsa auðvitað. Hjólið er með öryggisbún- aði eins og stefnuljósum og hemla- ljósum. Og það er meira að segja rúmgott hólf undir sætinu fyrir hjálminn eða annað dót. Þeir sem eiga vespur segja að þær þurfi lítið viðhald ef farið er vel með þær og þær séu stöðugar í akstri. Vespm-nar eiu líka öruggt tæki í umferðinni ef tekið er mið af því að þessi ökutæki valda sjaldn- ast slysum. Ef menn detta og fá hjólið yfir sig þá er það svo létt að það veldur litlum skaða. Há- markshraði vespa hér á landi er 45 km/klst. Þetta er samkvæmt Evrópskum staðli. Skutlueig- endur kvarta gjarnan undan því að þeim fmnist þessi hámarks- hraði of lágur því það skapi vissa hættu þegar bflar eru sí- fellt að taka fram úr. Eigi þetta sérstaklega við fjölfarnar um- ferðargötur. Segja þeir að æski- legt væri að geta farið upp í 60 km/klst. á þessum götum. Fór í brúðkaupsferð á Vespu Piaggio Hannes Sigurðsson listfræð- ingur hefur átt ekta Vespu Pi- aggio síðan hann vai' í París árið 1986. A Vespunni fór hann meðal annars í brúðkaupsferð um Frakk- land með eiginkonuna Sesselju Guð- mundsdóttur aftan á. Kvaðst hann einnig hafa notað hjólið mikið er hann var tvö ár við nám í London. Þá sagðist hann hafa flutt heilu búslóð- irnar á hjólinu. „Ég fór alltaf varlega í umferðinni," segir hann en stund- um gátu ökumenn kraftmeiri farar- tækja ekki stillt sig um að gefa mér tóninn og æptu þá gjarnan: „Get out of the way you bloody worm! Hannes sagði að erlendis séu starf- ræktir Vespuklúbbar en Vespumenn- ingin sé heill heimur út af fyrii' sig. Sagðist hann einnig hafa orðið var við hve mótorhjólaeigendur héldu vel saman. Máli sínu til sönnunar sagði hann sögu af því þegar hann var að aka á hraðbraut erlendis og hjólið bilaði. „Ég var í stökustu vandræðum því ég kunni ekki að gera við hjólið. Sé ég þá hvar kemur heilt mótor- hjólagengi brunandi í áttina til okkar. Þeir voru ekki árennilegir að sjá með stálhjálma og keðjur hangandi utan á sér. Attum við Sesselja helst von á því að þeir færu að abbast upp á okk- ur eða eitthvað þaðan af veira. Þess í stað sögðu þeir blíðum rómi: „Hvað er að, vinur?“ Fjórir úr hópnum hófust þegar handa við að gera við Vespuna. Kortéri seinna gátum við haldið ferðinni áfí-am.“ Hannes sagðist hafa sett Vespuna í geymslu þegar hann fór til náms í Bandaríkjunum. Tók hann hana ekki í gagnið aftur fyrr en sjö árum seinna. „Ég dró hana undan drasli þar sem hún var geymd, dældi lofti í dekkin, fyllti hana af bensíni og kom henni í gang, í öðru eða þriðja starti. Þetta segir mikið til um hvflíkur listagripur hér er á ferðinni," segir Hannes stoltur. Næstu tvö sumur á efth notaði Hannes hjólið fimm til sex mánuði á ári nema síðastliðið sumar. Ástæðan er einföld. Það er allt of dýrt að tryggja hjól eins og þetta hér á landi eða jafn dýrt og að tryggja bfl. „Mér finnst þetta fárán- legt,“ segir hann með áherslu. „Vespan er góður kostur vegna vegna þess hve hún eyðir litlu. Ef það væri hægt að tryggja vespuna aðeins í þá mánuði sem maður er með hana í notkun þá væri það skömminni skárra, en maður verður að gi-eiða tryggingar fyrir heilt ár. Þetta finnst mér mikil skammsýni.“ Fyrir þá sem langar til að prófa að aka léttum bifhjólum má segja frá því að opnuð hefur verið vélhjóla- leiga þar sem Mótorsendlar eru til húsa á Ránargötu í Reykjavík og á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Að sögn Jóns Hlíðar Runólfssonar sem stýrir Mótorsendlum þá hafa útlend- ingar verið að koma með létt bifhjól til landsins til að ferðast á þeim hér en nú geta þeh og svo landinn fengið hjólin leigð hér á Fróni. TILBRIGÐI TÍSKUNNAR ÞÆR sóma sér vel í zebratiskunni stórstjörnurnar Sharon Stone, Lisa Canning og Lisa Rinna. Svart-hvít zebratíska VEGIR tískunnar liggja til allra átta og jafnvel zebrahestar í Af- ríku geta orðið tískuhönnuðum uppspretta hugmynda, eins og sést á meðfylgjandi myndum. Víst er að svart-hvítar rendur hafa löngum þótt fallegar, og leiðir það óneitanlega hugann að áferðarfallegum búningum knattspyrnuliða á borð við Ju- ventus á Italíu, Newcastle á Englandi, Knattspyrnufélags Reykjavíkur og Magna frá Grenivík, svo að nokkur séu nefnd. En í Ameríku eru það þekktar fyrirsætur og sjón- varpsstjörnur sem tekið hafa upp merki svart-hvítu zebratísk- unnar og það fer þeim óneitan- lega vel eins og sjá má. UNDIRBUNINGSFUNDUR AÐ STOFNUN HAGSMUNASAMTAKA FYRIRTÆKJA í FERÐAÞJÓNUSTU Undirbúningsstofnfundur hagsmunasamtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu verður haldinn fimmtudaginn 4. júní kl. 14.00 á Grand Hótel Reykjavík (Gullteig). Dagskrá verður sem hér segir: Fundarmenn boðnir velkomnir Aslaug Alferðsdóttir, formaður Sambands veitinga- og gistihúsa. Kynning Undirbúningsnefnd kynnir drög að lögum og fjallar um aðdraganda og framtíðarsýn. Stutt ávörp: Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða Helgi Jóhannsson, forstjóri Samvinnuferða/Landsýn Yilhelm Ágústsson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar Oskar Finnsson, veitingamaður, Argentínu Kaffihlé Umræður Forskráning stofnfélaga / x Fundarstjóri veður Omar Benediktsson, framkvæmdastjóri Islandsflugs. Undirbúningsnefndin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.