Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						t
2     B     SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Gunnlaugur Arnason
Þeir hæfustu lifa af
AHUGI Selmu á söng og
dansi kviknaði á unga aldri,
að hennar sögn. „Eg man
fyrst eftir mér syngjandi
og dansandi eftir lögunum á plötunni
úr Grease ásamt systrum mínum
þegar ég var fjögurra ára", segir
Selma, „en í framhaldi af því fórum
við svo í danstíma til Heiðars Ast-
valdssonar en ég hætti þar fljótlega
af því að ég þurfti að dansa við
stráka. Það gat ég ekki hugsað mér",
heldur hún áfram, brosandi. „Það
var alltaf mikið sungið heima. Pabbi
spilaði á gítar og yið stelpurnar
sungum lög eins og Á Spáni er gott
að djamma og djúsa, ásamt sóngvum
úr sunnudagaskólanum".
Selma fór snemma að læra á hljóð-
færi og fylgdi þar með þeirri braut
er eldri systur hennar höfðu rutt
stuttu á undan henni. „Þegar ég var
fimm eða sex ára buðu mamma pg
pabbi mér að læra á hljóðfæri. Ég
byrjaði að læra á selló en Hrafnhild-
ur hafði þegar byrjað að læra á fiðlu
og Birna á þverflautu", segir Selma
og á við tvær eldri systur sínar sem
báðar hafa gert söng og dans að lífs-
viðurværi sínu, en Hrafnhildur er
óperusöngkona og Birna starfar sem
dansari og danskennari. En þá er
ekki allt upptalið af því að Selma á
eina yngri systur, Guðfinnu, sem
tekur einnig þátt í uppsetningu
Borgarleikhússins á Grease. „Eg
hætti að læra á sellóið eftir þrjú ár
og það er leiðinlegt að segja frá því
að ég kann ekkert á hljóðfærið í dag.
Eg Iærði aldrei almennilega að Iesa
nótur því ég var svo löt við að læra
heima, nennti ekki að æfa mig og
læra tónfræðina. Vegna þess hve ég
er með gott tóneyra komst ég upp
með þetta sem er ekki nógu sniðugt
af því að í dag þyrfti ég helst að
kunna að lesa nótur", segir Selma.
Sleit barnsskónum á
leikhúsfjölunum
Frumraun Selmu á fjölunum var
þegar hún var aðeins sjö ára. „Ég
söng álfadísina í Öskubusku á Hótel
Sögu, ef mig minnir rétt, í uppfærslu
barhakórsins í Garðabæ. Tveimur ár-
um seinna vorum við allar systurnar í
Nóaflóðinu, en Guðfinna var þá að-
eins fimm ára. Seinna tókum við
Birna og Hrafnhildur þátt í Carmen
og ég var svo í Kardemommubænum
þegar ég var tíu ára. Það má því segja
að ég hafi slitið barnsskónum á leik-
húsfjölunum en mér datt það aldrei í
hug þá að ég ætti eftir að starfa við
þetta í framtíðinni." Aðspurð hvort
hún eigi sér einhverjar fyrirmyndir í
leiklistinni svarar Selma því neitandi.
„Ég á engar fyrirmyndir, nema þá
kannski afa minn. I honum sameinast
allir þeir mannkostir sem mér finnast
Þrátt fyrir ungan aldur hefur Selma
Björnsdóttír verið áberandi í íslensku
þjóðlífí undanfarin ár en hún fer með eitt
af aðalhlutverkunum í söngleiknum
Grease sem var frumsýndur í Borgarleik-
húsinu föstudaginn 3. júlí síðastliðinn.
Gunnlaugur Arnason tók Selmu tali
skömmu fyrir frumsýningu.
vera eftirsóknarverðir. Hann er mín
fyrirmynd, sama hvað ég tek mér fyr-
ir hendur. Afi er algjörlega laus við
alla öfund, afbrýðisemi og hroka en er
uppfullur af sannri manngæsku.
Hann kann að meta allt sem gert er
fyrir hann en er jafnframt fyrstur á
staðinn ef manni líður illa eða er las-
inn. Ef ég fæ kvef þá er hann mættur
með meðólin. Ég vÚdi bara að ég væri
svona, ég vildi að ég væri svona góð
manneskja.
Ótrúlega heppin
Selma útkrifaðist með stúdentspróf
frá Verzlunarskóla íslands árið 1994
en er ekki menntuð sem söng- og leik-
kona. „Ég hef verið alveg ótrúlega
heppin," segir Selma. „Það er svo til
ómögulegt að komast að í leikhúsun-
um, nema sem dansari eða söngvari,
ef maður er ekki lærður leikari. Þegar
ég tók þátt í West Side Story í Þjóð-
leikhúsinu fór ég í prufur og fékk
hlutverk sem dansari. Eftir það fóru
hjólin að snúast og eitt leiddi af öðru,"
bætir hún við. „Eg fengi aldrei hlut-
verk í Shakespereuppfærslu sem er
alveg skujanlegt, mig vantar allan
grunn til þess, og ég hef aðeins tekið
þátt í söngleikjum. Hins vegar eru
sumir af okkar bestu leikurum í dag,
svo sem Egill Ólafsson, Eggert Þor-
leifsson og Magnús Ólafsson, ekki
lærðir í leiklistinni. Þeir komust inn í
leikhúsin án þess að vera menntaðir í
greininni. Þetta er aftur á móti mun
erfiðara nú til dags og það er gífur-
lega erfitt að komast að á öðrum for-
sendum heldur en að vera með próf
frá Leiklistarskólanum af því að kröf-
urnar til þess að komast inn í Félag ís-
lenskra leikara eru miklu meiri en áð-
ur fyrr. Þetta er alveg skiljanlegt af
því að framboð af leikurum er miklu
meira en eftirspurn vegna þess hve
mörgum finnst þetta vera eftirsóknar-
vert starf. Leiklistarskólinn tekur að-
eins inn átta manns og, að ég held,
þriðja eða fjórða hvert ár kemst eng-
inn að. Fyrir þá sem langar að verða
leikarar er þetta því auðvitað mjög
erfitt," segir Selma. „Mér finnst það
mjög súrt hve erfitt er að komast inn í
skólann og það fólk sem klárar standi
eitt að þeim hlutverkum sem í boði
eru. Að mínu mati á það fólk sem hef-
ur alla burði til þess að geta staðið sig
í atvinnuleikhúsunum alveg eins að fá
möguleika á því að reyna við þessi
hlutverk. Þeir hæfustu lifa af, hvort
sem þeir eru menntaðir eða ekM.
Fékk smjörþefínn í
Verzlunarskólanum
Selma fékk smjörþefinn af leikhús-
lífinu þegar hún tók að sér að semja
og stjórna dansatriðunum fyrir Jesus
Christ Superstar sem Nemendafélag
Verzlunarskóla íslánds setti Upp. Þar
hófst náið samstarf með Þorvaldi
Bjarna, fyrrverandi Todmobilemanni,
sem hefur haldist alla tíð síðan og
hafa þau, ásamt Jóni Ólafssyni, tekið
að sér alla vinnu við nemendasýning-
ar Verzlunarskólans síðan 1994. „Það
hafði alltaf blundað í mér að vilja
syngja og dansa en ég vissi ekki að ég
kynni að syngja. Ég hafði bara raulað
í sturtu áður en ég tók þátt í Versló-
væli, sem er söngvakeppni Verzlunar-
skólans", segir Selma. „í raun veit ég
ekki hvar ég væri í dag ef ég hefði
ekki tekið þátt í Verslóvæli, kannski í
stjónmálafræði í Háskólanum," bætir
hún við hlæjandi. „Það var svo eftir
að ég söng í Verslóvælinu að hlutirnir
fóru að gerast. Mér var boðið að
syngja í hljómsveit sem hét Fantasía
og tók ég því. Þegar því lauk var það
bara annað sem tók við."
Selma hefur tekið þátt í mörgum
leiksýningum, þrátt fyrir ungan ald-
ur, þar á meðal West Side Story,
Rocky Horror, Sirkusi Skara skrípó,
Latabæ, Hinu ljúfa lífi, Augunum
þínum bláu og Meiri gauragangi, en
einnig var hún annar af stjórnendum
sjónvarpsþáttanna „Ó-ið" sem sýnd-
ir voru í Ríkissjónvarpinu. „Sú
reynsla sem ég fékk hjá sjónvarpinu
hefur nýst mér alveg gífurlega vel í
því sem ég er að gera núna. Ég var
alltaf að umgangst fólk svo að ég
lærði meira um mannleg samskipti.
Einnig kynntist ég mörgu skemmti-
legu fólki, allskonar týpum, og get
ég notað þann lærdóm í leiklistinni
og söngnum," segir Selma. „Að
vinna við fjölmiða er algjör andstæða
þess sem ég er að gera núna. Það
hefur því auðveldað mér að líta á
vinnu mína í leikhúsinu öðrum aug-
um, vera uppbyggjandi en samt
gagnrýnin. Eg er afskaplega dóm-
hörð á sjálfa mig og klappa mér
sjaldan á bakið, sem er kannski
slæmt, en það verður til þess að ég
legg enn harðar að mér og reyni
alltaf að gera betur næst", segir hún.
„Það sem ég sakna mest við að vinna
í sjónvarpinu er það að vera spyrj-
andinn, af því að ég er svo forvitin,
og mér finnst erfitt að svara spurn-
ingum um sjálfa mig," bætir hún við
hlæjandi.
Kenn Oldfield er
snillingur
Það er breski danshöfundurinn og
leikstjórinn Kenn Oldfield sem leik-
stýrir Grease og það er ekki í fyrsta
skipti sem Selma vinnur með honum.
„Ég hef unnið með honum tvisvar
sinnum áður, í West Side Story og
Hinu Ijúfa lífi. Hann er algjör snill-
ingur, þessi maður. Hann er fjörutíu
og sjö ára en hefur samanlagt meiri
orku en við öll hin sem tökum þátt í
sýningunni, semur dansa á staðnum
og þegar hann mætti fyrsta daginn
gat hann leikið öll hlutverkin í sýn-
ingunni og brotið þau til mergjar.
Kenn á mjög auðvelt með það að
setja sig inn í hvaða hlutverk sem er
og skilja það til fullnustu. Hann get-
ur í raun gert allt; sungið, leikið,
samið dansa og dansað, spilað á
hljóðfæri og leikstýrt. Ég lít mikið
upp til hans og svona mundi ég vilja
vera sjálf, geta tekist á við leiklistina
frá öllum sjónarhornum," segir
Selma. „Svo er Kenn líka svo
skemmtilegur og það er því rosalega
gaman að vinna með honum."
Voru skólafélagar í
Verzlunarskólanum
Selma og Rúnar Freyr Gíslason,
sem leikur hitt aðalhlutverkið á móti
henni í Grease, voru skólafélagar í
Verzlunarskólanum en þekktust
ekkert fyrr en leiðir þeirra lágu sam-
an aftur á leikhúsfjölunum. „Ég er
árinu yngri en hann og hélt að ég
væri einhver rokkpía en hann var í
ræðuliðinu. Við kynntumst því ekk-
ert og mér finnst það svolítið fyndið
að við séum að leika í sama stykkinu
í dag. Ég átti svo sannarlega ekki
von á því að við ættum einhvern tíma
eftir að standa saman og syngja á
stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu,"
segir Selma.
Selma  sótti  fyrst  um   hlutverk
9
,1!
Rizzo í Grease en fékk ekki. Seinna
var henni svo boðið hlutverk Sandy
og tók hún því. „Ástæðan fyrir því að
ég sótti frekar um það hlutverk var
það að mér fannst ég eiga meira
sameiginlegt með henni en Sandy.
Við erum báðar ákveðnar og eigum
það til að vera svolítið frekar," segir
Selma. „Hins vegar var Olivia
Newton John lengi vel uppáhalds-
söngkonan mín og alltaf þegar ég fór
í fýlu, lokaði ég mig inni í herbergi
og söng lögin úr myndinni. Það má
því segja að ég sé komin í ákveðinn
hring frá því ég var hoppandi um á
nærbuxunum inni í stofu, fjögurra
ára, syngjandi, að þykjast vera
Sandy. Ætli ég hafi ekki bara alltaf
fundið það á mér að ég ætti eftir að
leika þessa konu".
Unglingar verða alltaf
unglingar
Að sögn Selmu, er þó nokkur mis-
munur á upprunalegu myndinni og
söngleiknum. „Það er meiri broddur
í Sandy í okkar uppfærslu en karakt-
erinn er þó í grundvallaratriðum
eins, barnalegur og einlægur. Hún
er ekki eins mikið að fiýta sér að
verða fullorðin eins og hinir krakk-
arnir í leikritinu, hvorki byrjuð að
drekka né reykja. Sagan er sú sama
og í myndinni og fjallar um tvo unga
krakka sem koma hvort úr sinni átt-
inni og verða ástfangin. Þetta er auð-
vitað ekkert nýtt. Þessi saga endur-
tekur sig í sífellu í gegnum aldirnar,
hvort sem er í öðrum leikritum og
söngleikjum eins og West Side Story
eða Rómeó og Júlíu eða í lifanda lífi,"
segir Selma og bætir við að ungling-
ar verði alltaf unglingar. „Það breyt-
ist aldrei."
Á erfítt með að vinna níu
til fimm vinnu
En hvað er svo framundan hjá
Selmu? „Ég á svo erfitt með að
hjakka alltaf í sama farinu ogvinna
týpíska níu til fimm vinnu. Eg vil
halda öllum dyrum opnum, það kem-
ur bara í ljós hvað framtíðin ber í
skauti sér," segir Selma. „Mig lang-
ar að læra leiklist en það er ekkert
ákveðið enn í þeim efnum. Eg hef
nógan tíma og meðan ég hef nóg að
gera afla ég mér reynslu og þekking-
ar. Ég er alltaf að læra meira og
meira með hverri uppfærslunni. Það
eina sem ég er með á takteinunum,
svona í nánustu framtíð, er það að
við Þorvaldur Bjarni erum að vinna
að tónlistinni fyrir næstu mynd
Hilmars Oddssonar er nefnist Spor-
laust," segir Selma. „En það er svo
margt sem mig langar að gera og
vona ég bara að mér endist lífið til að
gera það allt."
i
í
t
t
•
i
					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4
B 5
B 5
B 6
B 6
B 7
B 7
B 8
B 8
B 9
B 9
B 10
B 10
B 11
B 11
B 12
B 12
B 13
B 13
B 14
B 14
B 15
B 15
B 16
B 16