Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1998   27
LISTIR
Gísli Halldórsson
Eftir Hávar Sigurjónsson
Einn merkasti leikhúsmaður
íslenskur á seinni hluta
þessarar aldar, Gísli Hall-
dórsson leikari og leikstjóri, er all-
ur.
Leiklistin í sínu upprunalegasta
og tærasta formi er list augna-
bliksins; þar reynir á getu og hæfi-
leika leikarans til að nýta sér nær-
veruna við áhorfendur, nýta
augnablikið, rafmagna andrúms-
loftið svo neistar af, gefa sjálfan
sig augnablikinu á vald en hafa þó
alltaf stjórn; geta slakað á taumn-
um ekki síður en hert taumhaldið,
svo gripið sé til líkingar úr annarri
átt. Á sama hátt og tengslin við
áhorfendur eru aðalsmerki góðs
leikara er ekki síður mikilvægt að
honum sé gefin sú gáfa að standa
sjálfstæður í sköpun sinni, verða
aldrei háður áhorfendum, heldur
taka þá með sér í ferð um ókann-
aðar lendur, dýpka skilning þeirra
á listinni, opna augu þeiiTa fyrir
aðstæðum leikpersónunnar, og
kveikja samkennd, samúð eða að
minnsta kosti skilning með gjörð-
um hennar. Kunnátta leikarans,
virðing fyrir list sinni og skilning-
ur á þeirri ábyrgð sem fólgin er í
hlutverki hans sem listamanns eru
þeir hornsteinar sem hann byggir
listsköpun sína á. Allt má þetta til
sanns vegar færa þegar litið er yf-
ir listamannsferil Gísla Halldórs-
sonar. Að leikslokum er spurt
hvað eftir standi, hversu traust
stendur minning um list leikarans,
um augnablik sem aldrei verða
sótt aftur, hvar fól hann horn-
steina sinnar persónulegu sköpun-
ar og einnig má spyrja hvort aðrir
geti byggt á þeim, hvort yngri
kynslóðir geti nýtt sér viðhorfin og
afstöðuna til listarinnar sem mót-
uðu ferilinn og skópu listamann-
inn.
Hér er kannski spurt stórra
spurninga sem aldrei verður end-
anlega svarað, en þegar horft er til
ferils leikarans og leikstjórans
Gísla Halldórssonar, verður strax
ljóst að hann markaði djúp spor í
sögu og framþróun íslenskrar leik-
listar á hennar mesta mótunar-
skeiði, árunum frá 1950 og framá
áttunda áratuginn. Ahrif Gísla
Halldórssonar á heila kynslóð leik-
húsfólks sem naut handleiðslu
hans í Iðnó á sjötta og sjöunda
áratugnum eru óumdeilanleg, vin-
sældir hans sem leikara í nær
hálfa öld eru ekki síður óumdeilan-
legar, né heldur áhrif hans í þá
veru að þroska skynjun íslenskra
leikhúsgesta á vandaðri og. heil-
steyptri leiklist.
Gísli Halldórsson tilheyrði
þeirri kynslóð leikhúsfólks sem
mótaði umgjörð íslensks atvinnu-
leikhúss, skapaði því viðfang og yf-
irbragð, gerði það að gildum þætti
í menningarlífi þjóðarinnar. Þáttur
Gísla Halldórssonar í því ferli er
stór, jafnvel stærri en fólk gerir
sér almennt grein fyrir í dag. Gísli
var ekki einasta yfirburðaleikari
og framúrskarandi leikstjóri,
vandvirkur með afbrigðum og
vandur að virðingu sinni sem lista-
maður, heldur var hann um árabil
einn helsti kennari og leiðbeinandi
leikaraefna og ungra leikara hjá
Leikfélagi Reykjavíkur. Hann var
fyrsti skólastjóri Leiklistarskóla
Leikfélags Reykjavíkur og stjórn-
aði honum frá 1959-1961 og var
áfram eftir það einn af aðalkenn-
urunum við skólann, þar til hann
var aflagður árið 1969.
Ferill Gísla Halldórssonar sem
leikara spannar 46 ár, frá 1951 -
1997 en í desember sl. lék hann í
þriðja sinn eitt sitt þekktasta hlut-
verk, séra Jón Prímus, í útvarps-
upptöku á Kristnihaldi undir Jökli í
leikstjórn Sveins Einarssonar. Það
hlutverk lék Gísli 178 sinnum í Iðnó
á árunum 1970-72 og "síðar einnig
hjá Leikfélagi Akureyrar. Af merk-
um hlutverkum hans frá sjötta ára-
tugnum má nefha Tsæ Long í róm-
aðri sýningu á Pi-Pa-Ki eða Söng
lútunnar (1951), Loft í Galdra-Lofti
(1955) og Tom í Glerdýrunum
(1958). Gísli festi sig fljótt í sessi
sem einn helsti skapgerðarleikari
Leikfélagsins en árið 1965 sló hann
eftirminnilega í gegn sem gaman-
leikari í sýningunni Þjófar, lík og
falar konur eftir Dario Fo. Fyrir
hlutverk sín tvö í þeirri sýningu var
honum veittur Silfurlampinn. Gísli
varð einn vinsælasti gamanleikari
þjóðarinnar og lék fjölmörg óborg-
anlega fyndin gamanhlutverk,
þeirra þekktast líklega Victor
Emmanuel/Poche í Fló á skinni
sem sýnt var 252 sinnum árin 1972-
75. Hann lék á móti Sigríði Hagalín
í Rommí, hann var Búi Árland í
Atómstöðinni, Gvendó í Dúfnaveisl-
unni, Lester í Tobacco Road,
Fluther Good í Plógi og stjörnum,
Grasa-Gudda í Skugga-Sveini,
Vanja í Vanja frænda, Pat í Gísl og
Spóli í Draumi á Jónsmessunótt,
svo fáein séu nefnd af þeim 69 hlutr
Shakespeare, F.G. Lorca, A.
Tsékov og G.B. Shaw.
Gísli átti merkan leikferil í sjón-
varpi og kvikmyndum og undan-
farin ár lék hann eingöngu á þeim
vettvangi. Nefna má kvikmyndirn-
ar Jón Odd og Jón Bjarna, Á köld-
um klaka, Djöflaeyjuna, Börn
náttúrunnar og nú síðast Dansinn
sem frumsýnd verður í haust. í
sjónvarpi lék hann í Nakinn maður
og annar í kjólfötum (1966), Veiði-
túr í óbyggðum (1975), Matreiðslu-
námskeiðinu, (1984), Sjóarinn,
spákonan, blómasalinn, skóarinn
(1991) og Sigla himinfley (1994).
Leikstjórnarferill Gísla nær yfir
tímabihð 1956 - 1987. Fyrsta verk-
efni hans var Systir María eftir
Charlotte Hastings hjá Leikfélagi
Reykjavíkur og síðasta leikstjórn-
arverkefnið var Rómúlus mikli í
Þjóðleikhúsinu 1987. Gísli var einn
af helstu leikstjórum   Leikfélags
)) Hann ávann sér þann sess í hjarta
þjóðarinnar að leikur hans var löngu
orðinngoðsögn.U
verkum sem hann lék hjá Leikfé-
lagi Reykjavíkur. Síðasta hlutverk
sitt hjá Leikfélagi Reykjavíkur,
Flosa í Hótel Þingvöllum eftir Sig-
urð Pálsson, lék G£sh í Borgarleik-
húsinu vorið 1990.
Gísli stofhaði Sumarleikhúsið og
rak það nokkur sumur í lok sjötta
og byrjun sjöunda áratugarins.
Sýningar á vegum þess voru m.a.
Spretthlauparinn eftir Agnar
Þórðarson og Allra meina bót eftir
Patrek og Pál. Var sýnt í Austur-
bæjarbíói og var það undanfari
þess að Leikfélag ReykjavQcur
stóð fyrir miðnætursýningum í
Austurbæjarbíói í mörg ár við
miklar vinsældir.
I Þjóðleikhúsinu lék Gísli gesta-
hlutverk nokkrum sinnum, þeirra á
meðal Lúkas í Náttbólinu og Wulf
landfógeta í Haustbrúði. Hlutverk
hans í útvarpi eru rífiega eitt hund-
rað talsins en þar skilur hann einnig
eftir sig óbrotgjarnan minnisvarða
sem leikstjóri um 120 útvarpsleik-
rita. Um árabil var hann einn helsti
leikstjóri útvarpsleikhússins og hér
skal fullyrt að tök hans á þeim miðli
taka flestu öðru fram sem gert hef-
ur verið á þeim vettvangi. Var hann
þar jafnvígur á leik, upplestur og
leikstjórn. Leikstýrði hann upptök-
um á verkum flestra helstu höfunda
leikbókmenntanna,    s.s.    W.
Reykjavíkur frá 1956 og fram undir
1970 og meðal merkustu uppsetn-
inga hans eru Browning þýðingin
(1957), Allir synir mínir (1958),
Hart í bak (1962), Fangarnir í
Altona (1963), Vanja frændi (1964),
Fjalla-Eyvindur (1967) og Tobacco
Road (1969). Gísli leikstýrði fjórum
sýningum í Þjóðleikhúsinu, Blóð-
brullaupi (1959), Gjaldinu (1970),
Sólnes byggingameistara (1971) og
Rómúlusi mikla (1987). Þá leik-
stýrði hann áhugaleiksýningum
víða um land. Hann leikstýrði sjón-
varpsleikritinu Romm handa Rósa-
lind (1968) eftir Jökul Jakobsson.
Telst það fyrsta íslenska frum-
samda sjónvarpsleikritið en áður
hafði verið sýndur í sjónvarpinu
einþáttungurinn Jón gamli eftir
Matthías Johannessen sem leikinn
var í Þjóðleikhúsinu skömmu áður.
Gísli Halldórsson ávann sér
þann sess í hjarta þjóðarinnar að
leikur hans var löngu orðinn goð-
sögn. Fær fólk blik í auga og
mjúkan hljóm í rödd er það minn-
ist upplifunar sinnar í leikhúsinu
þegar Gísli Halldórsson fór á kost-
um, hvort heldur var í skapgerðar-
eða gamanhlutverkum. Á þann
eina hátt lifir hið hverfula augna-
blik leikhússins, list mikils leikara
lifir í minningu þeirra sem sáu og
upplifðu.
Þu'.
qeft?gæt,r
utanlandsherð
tenqdamömmu
í hverjum mánuði!

¦iiMÍftlÍÍ  Mf&É
í kvöld er dregið í Víkingalottóinu
um tugi milljóna króna!
Fáðu þér miða fyrir kl. 16 í dag.
(   ATH! AðeinsBrJkr. röðin   )
TIL MIKl
LS AÐ V
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
32-33
32-33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64