Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998 27 Vegaljóð BÆKUR Ljóð SJÓNHIMNUR eftir Garðar Baldvinsson. Höfundur gefur bókina út. Reykjavík 1997. 42 blaðsíður. í LJÓÐABÓK Garðars Baldvins- sonar er upplifun ljóðmælandans fremur hlutlæg og á stundum ópersónuleg, líkust myndavélar- auga. En jafnframt því fær lesand- inn að skyggnast á bak við þetta myndavélarauga og skynjar þá vit- und um lifandi veru sem upplifir umhverfi sitt með athygli og af ríkri tilfinningu. Það eru einkum þessi mikilvægu tengsl ytri og innri skynjunar sem mynda stoð- irnar í ljóðum Garðars. Aðferð hans er fólgin í því að lýsa atburð- um og umhverfi sem verða á vegi hans á hlutlægan hátt en um leið kvikna brotakenndar og huglægar minningar um eitthvað sem er fjarlægt og horfið eða jafnvel ókomið. I ljóðinu lakkrís kveikir (dauða) löngunin í ís hugrenningar um endalok föður hans: alveg að deyja í ís með lakkrís og mangó. fóður minn langaði í rettu undir lokin. hélt henni án þess að geta reykt fyrir hósta. einsog hún væri hans síðasta. grunsvipir undir vegg. skrítið hvemig dauðinn líður að líktog svefn. án undanfæris. hálflygnd augu. starandi sjáöldur í litlausri þurrð. Ljóðum sínum skiptir Garðar í þrjá hluta sem hann nefnir: móska, ópersónulegar sagnir og holbakk- ar. I miðhluta bókarinnar, óper- sónulegum sögnum, er dregin upp mynd af ferðalagi og búsetu Ijóð- mælandans í Ameríku. I þeim hluta nær tjáning hans mestu flugi og hraða og minnir á eitthvað sem kallast gæti vegaljóð. Það sem verður á vegi hans kveikir stans- lausai- hugmyndir að ljóðum með margskonar tengslum: tilviljana- kenndum, merkingartengslum ein- stakra orða, tengslum milli fortíð- ar og nútíðar eða lífs og dauða svo nokkuð sé nefnt. I ljóðinu per- úskra er skynjun ljóðmælandans líkust ljósmyndaauga staðsettu í járnbrautarlest sem fer upp hæðir, gegnum skóg og fjöll en tengist í lokin með nokkuð óvæntum hætti fréttum af gíslatöku í japanska sendiráðinu í Perú og ættjarðar- kvæði Stephans G. Stephanssonar: íyrirstaða á leiðinni og fram kallast á þijjum hrekkur úr stað er lestin skekst á leið snoðklipptir broddar á höfði hins nýkomna logi um sígarettu reykur baader ríður þiljum en kannski á skjön við tíma perúskra með japanska gísla saga í síkvikri upplyftingu hugsa ég þegar hann snar vindur sér kveðandi við raust með harðköldu ráði augna eftir kletta- fjallskáldinu bera hugur og hjarta samt þíns heima landsmót skógurinn finnur mig í fjöru sævar logn Þannig eru ljóð Garðars Bald- vinssonar í þessari bók: brotagjörn og sundurlaus en hafa þó eina meginstefnu. Þrátt fyrir að ein hugsun kveiki aðra og einbeiting ljóðmælandans virki í senn flökt- andi og leitandi er óhætt að full- yrða að markmiðin sem sett eni í upphafi glatast ekki. Þau nást því ljóðmælandinn tapar aldrei áttum í þessum flæðistíl. Jón Ozur Snorrason Þrír vinir og Marta KVIKMYIVPIR Háskólabíó „MARTHA MEET FRANK, DANIEL & LAURENCE", MARTA MÁ ÉG KYNNA FRANK, DANÍEL OG LAURENCE ★ ★ Aðalhlutverk: Monica Potter, Jos- eph Fiennes, Rufus Sewell og Tom Hollander. Channel Four Films. SVO SEM kunnugt er njóta breskar bíómyndir myljandi vinsælda um heiminn og hafa íslenskir kvikmyndahúsagestir ekki farið varhluta af því. Bresk kvikmyndagerð er í mik- illi uppsveiflu og höfum við fengið að sjá afurðir hennar á undanförnum misserum, flestar hverjar óvenjulega góðar. Rómantíska gamanmyndin Marta má ég kynna Frank, Daníel og Laurence er gerð af Channel Four, sem hefur átt sinn þátt í uppsveiflunni, og það er auðsætt að hún er gerð til þess að smella í þann hóp mynda sem Bretar hafa verið að senda frá sér. Hún skartar ungum breskum leikurum, er létt og alvörulaus og á að höfða til ungra áhorfenda með gam- ansemi sinni og ungæðishætti. Hún segir af ungri banda- rískri konu sem fer til útlanda í fyrsta skipti og lendir í ástar- ferhyrningi í London. Fyrir undarlega tilviljun kynnist hún þremur æskuvin- um, hverjum í sínu lagi reynd- ar, og það verður til þess að skapa nokkurn glundroða á meðal þeirra og auðvitað ekki síður hjá henni sjálfri. Frásagnarmátinn sem valinn er til að segja söguna býður upp á nokkra endurtekningu, sem dregur kraft úr sögunni, og handritið verður aldrei eins fyndið og létt og skemmtilegt og ráð er fyrir gert miðað við allar forsendur. Monica Potter er of lík Juliu Roberts í róman- tískum gamanmyndum til þess að virka sannfærandi og vinirn- ir þrír eru misvel leiknir, enda hafa þeir úr mismiklu að spila; bestur var lágvaxni plötuútgef- andinn. Marta má ég kynna... sýnir þó að ástin er ósigrandi og ef útlit er fyrir að hún sé það ekki má alltaf kaupa sér flugmiða til Reykjavíkur þar sem er dimmt tuttugu tíma á sólarhring, eins og fram kemur í myndinni. Lík- lega er fátt rómantískara við þessa mynd íyrir okkur Islend- inga en stefnan sem tekin er í lokin. Arnaldur Indriðason Morgunblaðið/Haraldur Jóhannsson GUÐJÓN Halldór stjórnar æfingu hjá Víðistaðakirkjukór undir berum himni. Víðistaðakór í Vín Kirkjukór Víðistaðasóknar í Hafnarfírði dvaldi í Vínarborg dag- ana 9.-16. júní sér og sínum til upplyftingar og í leiðinni til að ---------------------------------------------------7----7-- eiga góðar stundir með organista sínum til fjölda ára, Ulrik Ola- syni. Haraldur Jóhannsson var vitni að endurfundunum. Úlrik hefur gegnt kórstjóra- starfi við St. Erhard Mauer- kirkju í Vín síðan á síðastliðnu hausti, um leið og hann jók við tónlistarþekkingu sína. Hann nam kirkjutónlist í Reg- ensburg í Þýskalandi á árunum 1976-1980. Nokkru eftir heim- komu tók hann að sér skóla- stjórn tónlistarskólans á Húsa- vík og gegndi því í sex ár eða þar til hann tók við organista- starfi Víðistaðakirkju og um leið í Kristskirkju, Landakoti. Það fór ekki á milli rnála að félögum hans þótti til um að hitta hann á ný og augljós var tregi austurrísku kórfélaganna við St. Erhard Mauer-kirkju, sem buðu honum til veislu í safn- aðarheimili sínu að skilnaði en Ulrik heldur nú heiin á ný og tekur upp þráðinn þar sem frá var horfið. Til þessa hófs var einnig boðið Víðistaða- kirkjukórsfélöguin. Víðistaðakirkjukórinn hélt einnig tónleika í St. Erhard Mauer-kirkju, en hún stendur í útjaðri Vínar, fyrstu lögin söng íslenski kórinn einn en síðan bættust kórfélagar St. Erhard Mauer-kirkju í hópinn og sungu kór- arnir saman nokkur íslensk lög og austur- rísk sem Úlrik hafði æft. íslenski kórinn hélt aðra tónleika í St. Agyden-kirkju í ná- grenni Krems í Wachau. Kórsfjóri á hvorum tveggja tónleikunum var Guðjón Halldór Oskarsson sem tók að sér embætti Úlriks í Víðistaðakirkju með- an liann dvelur erlendis. Hvorir tveggja tónleikarnir voru mjög vel sóttir og vöktu ís- lensku lögin óskipta athygli en á söngskránni voru tvö lög eftir hvern þeirra Þorkel Sigur- björnsson, Árna Thorsteinsson og Sigvalda Kaldalóns, eitt eftir Emil Thoroddsen og annað eftir Þórarin Guðmundsson og fjöldi íslenskra þjóðlaga var einnig á söngskrá kórsins. Það er óhætt að fullyrða að fór Hafnfirðing- anna til Vínarborg- ar var í alla staði vel heppnuð enda rækilega undirbúin af Úlrik organista annars vegar og af hendi starfsfólks Samvinnu- ferða/Landsýnar hinsvegar. Hópurinn sigldi eftir Dóná til Búda- pest 16. júní og hafði þar tveggja daga viðdvöl m.a. til að skoða hina veglegu höfuðborg undir leiðsögn Ungverjans Ist- van Rebouits, sem talar ótrúlega vandaða og fallega íslensku. I september nk. tekur hann magisterspróf og í ritgerð sem hann leggur fram til prófsins færir hann rök fyrir að íslenskan sé fjölskrúðugusta og sveigjan- legasta tunga allra germanskra mála. Úr því var utanlandsdag- skrá Víðistaðakirkjukórs lokið og flaug hópurinn heim um Am- sterdam 18. júní. Úlrik Ólason organisti. Sumarkvöld við orgel- ið í Hallgrímskirkju ENGLENDINGURINN David M. Patrick leikur á sunnudaginn 9. ágúst á sjöttu tónleikum tónleikarað- arinnar Sumarkvöld við orgelið sem Hallgrímskirkja stendur fyrir. Hann leikur nær eingöngu franska orgeltónlist eftir Vieme, Grison og Franck, en einn sálmforleikur og Passacaglía eftir Bach fá að fljóta með. Eftir Louis Vi- erne leikur Pat- rick fyrst þrjá spuna sem Maurice Duruflé skinfaði niður. Spunarnir nefnast Biskups- ganga, Hugleiðing og Helgiganga og voru greinilega ætlaðir til notkunar við helgihaldið. Efth- Jules Grison (1842-1896) leikur Patrick Tokkötu í F-dúr og eftir. César Franck „Six Pices“ opus 16-21 sem hann skrifaði á árunum 1860-62. Eftir Johann Sebastian Bach er sálmforleikurinn Herzlich tut mich verlangen sem var skrifaður á Weimar-árum tónskáldsins 1707-18. Passacaglían er jafnvel talin vera skrifuð fyrh' árin í Weimar, en þær kenningar eru uppi, að þetta verk sé samið til minningar um Dietrich Buxtehude, en hann lést 1707 , en einnig að aðalstef Passacaglíunnar sé útlegging á Faðh-vorinu, enda er það skylt upphafl sálmalagsins við Faðh’vorssálm Lúthers. David M. Patrick hlaut tónlistar- menntun sína við Konunglega tón- listarháskólann og hlaut á námsái'- unum sínum bæði Stuai’t-verðlaunin og Walford Davies-verðlaun fyrir orgelleik. Hann hefur sérhæft sig í leik franskrar orgeltónlistar, leikið inn á plötur og komið víða fram á tónleik- um, bæði vestanhafs og austan. Frá 1996 hefur David M. Patrick starfað sem organisti við Fauske kh’kju í Norður-Noregi. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og er aðgangseyrir 800 kr. Myndir frá Japan í GALLERÍ Geysi (gamla Geysishúsinu), Aðalstræti 2, verður á laugardag opnuð sýn- ing á ljósmyndum Jónasar Hallgrímssonar teknum í Jap- an fyrr á þessu ári. „Úm er að ræða ljósmyndir af mörgu því sem fyrir auga ljósmyndarans bar á ferðalagi hans um Tókýó og nágrenni í júní sl. Reynt er að blanda saman stórborgarsýn og sveitamenningu, en þó fyrst og fremst leitast við að sýna Jap- an með auga ferðamannsins," segir í kynningu. Þetta er fjórða einkasýning Jónasar hér á landi. Hann hef- ur einnig tekið þátt í samsýn- ingum erlendis. Jónas hefur nýlokið þriggja ára ljósmynda- námi í Bretlandi. Sýningunni lýkur 23. ágúst og er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 8-19, föstu- daga frá kl. 8-18 og frá kl. 14-18 um helgar. David M. Patrick
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.