Morgunblaðið - 14.08.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.08.1998, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Svart leður ímyndin og mótorhjólið Mótorhjólafólk klæðist ekki leðurfatnaði til þess eins að vera smart og svalt. Astu Lilju Magnúsdóttur mótorhjóla- konu fínnst þó ekki saka að líta vel út og fékk listaskraddarann Hans Wi- um til að sauma á sig svartan leð- ursamfesting eftir níðþröngu máli. Valgerður Þ. Jónsdóttir fylgdist með mælingum og pælingum. MARLON Brando klæddist svörtum leður- jakka í kvikmyndinni The Wild One árið 1953. Svarta leðrið þótti undirstrika vel ímynd uppreisnargjarnrar æsku, enda lék Brando afar svalan for- sprakka mótorhjólaklíku. Pótt Brando hafi ef til vill skapað leður- tísku fyrir kynslóðimar sem á eftir komu, á leðurfatnaður sér langa sögu. Rómverskir hermenn frá þvi fyrir daga Krists eru sagðir hafa klæðst leðurbrynjum og víking- arnir áttu líka sína leðurgalla. Á áttunda áratugnum þótti enginn vera almennilegur pönk ari nema vera andfélagslegur á svipinn og klæðast svörtum leðurjakka með tilheyrandi sylgjum, nælum, lásum og ólum. Og þótt margir pönk- arar frá þeim tima séu komnir með borgaraleg- an umburðarlyndissvip og klæðist dúnúlpum, jakkafötum og drögtum eru dagar svarta leðursins fjam því að vera taldir. Olivia rm Morgunblaðið/Kristinn I gamla galianum á Suzuki GSXR 750 cc mótorhjólinu. SAMFEST- INGURINN er stunginn og stagaður. ÁSTA Lilja kom oft á dag til að máta. Newton-John og John Travolta túlkuðu fremur sæta en uppreisnar- gjarna unglinga í Grease árið 1977 en þóttu engu að síður bæði smart og svöl í svörtu leðurgöllunum sín- um. Við endursýningu myndarinnar núna, rúmum tuttugu árum síðar, tekur unga kynslóðin enn andköf af hrifningu yfir múnderingunni. Hvorki pönkari né uppreisnar- gjarnt ungmenni Ásta Lilja Magnúsdóttir er þó hvorki undir áhrifum frá þeim skötuhjúum í Grease né Marlon Brando og mótorhjólaklíku hans í The Wild One. Hún hefur heldur aldrei verið pönkari eða tiltakan- lega uppreisnargjörn og myndi frekar fara í tjullkjól á ball en leður- flík. Samt er langt síðan hún byrjaði að safna fyrir sérsaumuðum svört- um leðursamfestingi og huga að ýmsum smáatriðum varðandi hönn- unina og saumaskapinn ásamt skraddaranum sínum, Hans Wium í Höfuðleðri. Ásta Lilja er tuttugu og tveggja ára Reykjavíkurmær. Hún stefnir á stúdentspróf frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti næsta vor og vinnur hjá föður sínum á Nikkabar í Breiðholti á kvöldin og um helgar. Líf hennar og yndi er að þeysast út um borg og bí á mótorhjólinu sínu, Suzuki GSXR 750 ec, árgerð 1989, sem hún keypti á 440 þúsund krónur fyrir tveimur árum. Og þá er komin skýringin á svarta leðursamfestingnum. Hún segir tóm- stundagamanið útheimta fleira en hjól og hjálm því fatnaðurinn skipti miklu máli og klæðnaður eins og til dæmis gallabuxur geti reynst mótor- hjólafólki stórhættulegur. „Gagnstætt því sem margir halda klæðist mótorhjólafólk ekki þröng- um leðurfatnaði til þess eins að vera smart og töffaralegt. Slíkar flíkur eru fyrst og fremst öryggisatriði og geta bjargað mannslífinn. Þær ein- faldlega halda líkamshlutum og bein- um saman ef alvarleg slys verða. Sá sem dettur af mótorhjóli í sterkum leðurgalla fleytir kerlingar á götunni og slasast síður en þeir sem eru illa útbúnir. Auk þess er mun betra að hjóla í galla, sem er sérsaumaður fyrir íþróttina með tilliti til þess hvar álagið á líkamann er mest, hvar nauðsynlegt er að hafa sveigjanleika í eftúnu, hvar það þarf að vera stíft, stoppað og þess háttar," upplýsir Ásta Lilja og bætir sposk við að ekki sé verra að líta vel út í skrúðanum. 120 þúsund krónur Úrvalið af leðurfatnaði fyrir mót- orhjólafólk er að sögn Ástu Lilju fremur fábrotið hérlendis auk þess sem flíkumar eru yfirleitt hannaðar á karla. Líkt og gallinn, sem hún keypti sér um leið og mótorhjóhð, og hefur aldrei verið ánægð með. Fyrir ári hóf hún því að safna fyrir draumagallanum og viðra hugmynd- ir sínar við Hans. Hann féllst óðar á að taka verkið að sér og saman hafa þau legið tímunum saman yfir teikn- ingum og velt fýrir sér ýmsum út- færslum og útúrdúrum til gagns og prýði áður en hafist var handa við snið og saumaskap. „Ég var með ýmsar hugmyndir í kollinum, en tók flestar tillögur Hans til greina, enda er hann mildll hagleiksmaður og auk þess gamalreyndur mótorhjóla- kappi. Okkur kom saman um að nota skinn af vatnabuffala, sem er Tók fyrstu sporin þrettán ára Morgunblaðið/Ami Sæberg EKKI verra að líta vel út í skrúðanum. HANS Wium var þrettán ára þegar hann tók fyrstu spor sín á saumavél. Síðan eru liðin sautján ár og enn saumar Hans og saum- ar. Ekki þó eingöngu föt á sjálf- an sig eins og forðum, heldur samkvæmt pöntunum auk þess sem hann breytir og gerir við leðurfatnað, töskur, veski og sitt- hvað fleira. Hann er ekki með próf í saumaskap upp á vasann, en hefur sérhæft sig í að sauma úr leðri, selskinni og fiskroði. Fyrirtæki sitt, Höfuðleður, stofn- aði hann 1988 en sótti sjóinn framan af samhliða rekstrinum til að fjármagna tækjakaup. Fyrir þremur árum festi Hans kaup á 60 fermetra kjallarahús- næði við Hverfísgötu þar sem hann rekur verslun og verkstæði. „Ég ætlaði að verða sjómaður eða lögregluþjónn þegar ég yrði stór, en gerðist ungur að aldri pönkari og þá fór lífið smám saman að taka aðra stefnu. Mér fannst ekki nægilegt úrval af fötum sem hæfðu pönkara eins og mér, enda hafði ég mjög ákveðnar hug- myndir um hvernig alvöru pönk- ari ætti að líta út. Ég spurði frænkur mínar svolítið útúr um saumaskap, reif í sundur gömul fót til að skoða hvernig þau væru samansett og fann strax að saumaskapur lá vel fyrir mér.“ Feilsporin ekki aftur tekin Leðursaumaskapur er mikil nákvæmnisvinna. Feilspor verða ekki aftur tekin því nálarförin sjást áfram þótt flíkinni sé sprett upp og byrjað upp á nýtt. Engu að síður og ef til vill einmitt þess vegna segist Hans hafa gaman af að hanna og sauma úr efninu. Mótorhjólaáhugi hans kemur þar líka við sögu, en sjálfúr segist hann þó vera eins og rafvirkinn með rússnesku ljósaperumar heima hjá sér því mótor- hjólamúndering sín sé óttalega ómerkileg kóreönsk framleiðsla. „Mér finnst mjög gaman að sauma leðurfatnað samkvæmt pöntunum eins og samfestinginn fyrir Ástu Lilju. Yfirleitt em við- skiptavinirnir með óljósar hug- myndir, sem ég hjálpa þeim við að útfæra eða betrumbæta. Skemmtilegast finnst mér þó að sauma flíkur fyrir tískusýningar, eins og ég hef nokkrum sinnum staðið fyrir. Þá gef ég hug- myndafluginu lausan tauminn og kem fram með eins nýstárlegan fatnað og mér sýnist." Hans segist hafa fengið nokkur tækifæri til að spreyta sig á fmm- legum leðurflíkum. Til dæmis þegar MSC, norræn hommasam- tök, héldu ráðstefnu á Veitinga-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.