Morgunblaðið - 03.09.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.09.1998, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Nokkrar hræringar hafa átt sér stað á fornbókamarkaði undanfarið Bókavarðan og Bókin sameinast REKSTUR tveggja stærstu fornbóka- verslana borgarinnar verður sameinaður á næstunni í kjölfar kaupa Bókavörðunnar ehf. á Bókinni hf. Kjartan Magnússon kynnti sér breyttar áherslur og ræddi við eigendurna Braga Kristjónsson og Ara Gísla Bragason. FEÐGARNIR Bragi Kristjónsson og Ari Gísli Bragason eru umsvifa- miklir á íslenskum fornbókamarkaði. UM ER að ræða tvær gamalgrónar fornbókaverslanir sem starfræktar hafa verið í hjarta Reykjavíkur um áratugaskeið. Aðdragandi kaupa Bókavörðunnár á Bókinni var frem- ur stuttur og er tilgangurinn með sameiningunni sá að ná fram bætt- um og hagkvæmari rekstri fyrir- tækjanna. Fornbókaverslunin Bókin hf. hefur verið starfrækt frá árinu 1962. Að undanförnu hefur hún ver- ið rekin af Gunnari Valdimarssyni verslunarstjóra og Snæ Jóhann- essyni, en Stefán Oddur Magnús- son hefur verið stjórnarformaður verslunarinnar frá upphafi. Versl- unin var lengi til húsa að Laugavegi 1 en var síðast við Grundarstíg 2. Bókavarðan ehf. var stofnuð 1977 af Braga Kristjónssyni bóka- kaupmanni. Verslunin var fyrst til húsa við Skólavörðustíg, síðan við Hverfisgötu, þá við Vatnsstíg, flutt- ist síðan í Hafnarstræti en hefur síðastliðin þrjú ár verið við Vestur- götu 17. Bragi rekur verslunina nú í samstarfi við son sinn, Ara Gísla Bragason. Að sögn Ara Gísla var aðdrag- andinn að kaupunum fremur stuttur. Forráða- menn fyrirtækjanna hitt- ust í júlí og náðist brátt samkomulag um kaupin og sameiningu fyrirtækj- anna. Kaupverð Bókar- innar fæst ekki gefið upp. Ari Gísli segir að tilgangurinn með sameiningunni sé að ná fram bættum og hagkvæmari rekstri fyrirtækjanna í breyttu umhverfi. „Þróunin á hinum íslenska forn- bókamarkaði hefur verið svipuð hérlendis og í öðrum löndum. Með myndvæðingu frétta og mikilli aukningu í afþreyingu í myndrænu fonni, hefur bókin látið verulega undan síga sem afþreyingarmiðill fyrir myndböndum, sjónvarpsrás- um, sólarlandaferðum og ótal annarri nútímalegri aðréttu í svokölluðu upplýsingasamfélagi. En þróunin á hinum íslenska bóka- markaði er líka afkvæmi breyttrar bóksölustefnu íslenskra forlaga, sem gefa út bækur fyrir jólin og lækka síðan verðið strax eftir ára- mót á alls konar mörkuðum og upp- ákomum. Þannig hefur verð ný- legra bóka lækkað all verulega á liðnum árum, einkum þar sem framboð á bókum helst svipað frá ári til árs, þrátt fyrir minni sölu margra nýrra bóka.“ Engin venjuleg verslun Þegar komið er inn í Bókavörð- una við Vesturgötu verður maður þess fljótt áskynja að það er engin venjuleg verslun því þar inni er samræðulistin einnig óspart stund- uð ásamt kaffidrykkju. Margir virð- ast ekki síður koma við í þeim til- gangi að ræða um menningu og listir eða bara daginn og veginn. Eftir heimsókn þangað finnst manni Bókavarðan vera menningarsetur ekki síður en verslun. Bókavarðan hefur um árabil gefið út bóksölu- skrár, sem sendar eru til tvö þúsund áskrifenda hérlendis og erlendis nokkrum sinnum á ári. Að sögn þeirra feðga hefur sala til út- landa verið mjög vaxandi þáttur í starfseminni á síðustu árum og er ætlunin að auka hana enn frekar. „Til að auka þjónustuna við við- skiptavini hefur Bókavarðan nú opnað heimasíðu á alnetinu og þar er hægt að nálgast upplýsingar úr bókaskrám og beina til okkar fyrir- spurnum um einstakar bækur. Ekki hefur enn verið ráðist í að skrá hvern einasta bókatitil á Net- ið enda skipta þeir tugum þúsunda. Grúskarar verða því enn um sinn að heimsækja verslunina og leita í sjálfum bókaskápunum.“ Bókin við góða heilsu Bragi segir að gamla bókin lifi enn nokkuð góðu lífi þrátt fyrir rask í þjóðfélaginu og breyttar áherslur í menningarneyslu. „Fjöldi einstak- linga og stofnana leita til fornbóka- verslana vegna áhuga á tilteknum bókum í fræðum og skáldskap. Ýmsir safnarar bóka af yngri kyn- slóðum hafa komið sér upp falleg- um söfnum fágætra bóka á seinni árum. Markvisst grúsk þúsunda einstaklinga fer fram í fornbóka- verslunum eins og þessari, sem selja gamlar og nýlegar bækur.“ Fornbókaverslanir eru alþjóð- legt fyrirbrigði og hafa áunnið sér fastan sess erlendis, ekki síður en í Reykjavík. Víða um heim teljast fombókaverslanir til menningar- setra og eru margar þeirra heims- þekktar. T.d. má nefna Foyle’s og Maggs Brothers í Lundúnum, The Raven Bookshop í New York, Lynges Antikvari- at í Kaupmannahöfn, Thulin og Ohlsson í Stokkhólmi og eru sumar þeirra nokkurra alda gamlar. Hérlendis hóf Sigfús Eymundsson bóksali og ljós- myndari að selja gamlar bækur á síðari hluta nítjándu aldar og síðan hafa fornbókaverslanir verið starf- ræktar í Reykjavík og nú einnig á Akureyri og Egilsstöðum. Bragi rifjar upp hvernig bóka- söfnun hefur fylgt Islendingum gegnum aldirnar. Gömlu biskup- arnir voru helstu safnarar fyrri alda en einna þekktastur er Árni Magnússon, sem safnaði bókum og handritum og flutti til Kaupmanna- hafnar. „Á þessari öld hafa margir þekktir menn komið upp merkileg- um einkabókasöfnum. Benedikt Þórarinsson kaupmaður var mikill safnari en hann gaf Háskólanum safn sitt árið 1936 og myndar það nú sérstakt safn í núverandi Þjóð- arbókhlöðu.. Þorsteinn Þorsteins- son, sýslumaður og alþingismaður, eignaðist mikið og fágætt bókasafn, einkum eldri bækur frá gömlu ís- lensku prentstöðunum, en nú er það í eigu íslensku þjóðkirkjunnar og hýst í Skálholti. Þorsteinn M. Jónsson, alþingismaður og bókaút- gefandi, átti eitt merkasta safn ald- arinnar en það er nú í Stofnun Árna Magnússonar á Islandi, Handrita- stofnun. Þorsteinn Jósepsson, blaðamaður og rithöfundur, aflaði ótrúlegs fágæts safns ferðabóka og bóka um Island, sem við fráfall hans dreifðist til safna og einstak- linga. Páll bókavörður Jónsson átti eitt fegursta og vandaðasta bóka- safn samtímans, einkum í skáld- skap og fögrurn listum, og var það gefið til Bókasafnsins í Borgarnesi. Torfi Hjartarson, fyrrverandi toll- stjóri, eignaðist mikið safn og fá- gætt, einkum undirstöðurit í ís- lenskum fræðum, textaútgáfur og skyld rit. Séra Ragnar Fjalar Lár- usson, prestur í Hallgrímssókn, hefur á síðari árum eignast ótrálegt safn bóka frá hinum gömlu, ís- lensku prentstöðum." Mörg önnur íslensk bókasöfn hafa orðið þekkt, m.a. safn Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi, Þórð- ar Bjömssonar ríkissaksóknara, Haralds Sigurðssonar bókavarðar, Friðjóns Skarphéðinssonar ráð- herra, Sigurðar Líndals lagapró- fessors og ótal aðrir hafa eignast minnileg bókasöfn að sögn Braga. Bókaverð afstætt Hluti af starfsemi fyrirtækisins er mat á bókum og bókasöfnum fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir. Hefur sá þáttur farið vaxandi í starfseminni á undan- förnum árum. Verð bóka getur ver- ið afstætt og segja þeir feðgar að oft viti fólk ekki hvaða verðmæti það hafi í höndunum þegar það finni gamlar bækur. Á sama hátt telji fólk sig stundum hafa mikil verðmæti í höndunum er það finnur gamlar bæk- ur og tímarit sem fari síðan ekki fyrir háar upphæðh- á almennum markaði. „Umsýsla gam- alla og nýlegi-a bóka er ótrúlega fjölbreytt og þarfir við- skiptavinarins eru margbreytileg- ar. Með sameiningu Bókarinnar hf. og Bókavörðunnar ehf. munum við auka úrvalið og vonumst þannig til að geta þjónað viðskiptavinum enn betur en áður,“ segja feðgarnir og bókakaupmennirnir Bragi Krist- jónsson og Ari Gísli Bragason að lokum. Tilgangurinn að ná fram hagkvæmari rekstri Hafa nýiega opnað heimasíðu á Netinu Taktu flugið sameina alla þessa kosti og gott betur Fljúgðu hærra mað IBM ThinkPad. Skaftahlíö 24 • Simi 569 77DD http://www.nyherji.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.