Morgunblaðið - 16.10.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 16.10.1998, Blaðsíða 56
-.56 FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1998 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn VINSÆLDIR Hornafjarðarmanna fara vaxandi. Heimsmeistaramót hefur verið haidið tvívegis á Höfn í Hornafirði og nú verður íslands- mótið haldið f Iteykjavík. Höfundur þessa afbrigðis er séra Eiríkur Helgason, en hér eru barnabarn hans og alnafni, Eirfkur Helgason, verndari fyrsta heimsmeistaramótsins, og Albert Eymundsson, skipu- leggjandi mótanna, með verðlaunagripina á íslandsmótinu. „Meira leikur en keppniu * Fyrsta Islandsmótið í Hornafjarðar- manna haldið í Reykjavík „ÞETTA er meira leikur en keppni, en þá með háalvarlegu ívafi. Þegar komið er í úrslitin er spennan svo orðin svo mikil að svitinn sprettur út á keppendum en á endanum stendur aðeins einn uppi sem sigur- C. vegari.“ Svona lýsa þeir Aibert Ey- mundsson og Eiríkur Helgason spilinu Hornafjarðarmanna sem Al- bert hefur hafið til „vegs og virð- ingar“ með því að halda árlegt heimsmeistaramót á Höfn í Horna- firði. Nú gengst hann fyrir Islands- móti og verður það haldið í Reykja- vík næsta sunnudag. Hornafjarðarmanni er sérhorn- firzkt afbrigði af hinu vinsæla spili manna og eignað séra Eiríki Helgasyni, presti í Bjarnanesi. Ei- ríkur var ástríðuspilari og þegar hann fór á annexíuna gætti hann þess vandlega að gista aðeins á þeim bæjum sem spilað var á. Hornafjarðarmanninn hefur lengi verið spilaður eystra og breiðzt þaðan út um landið, meðal annars með sjómönnum og því hefur nafn- ið fezt við spilið. Eiríkur Helgason, barnabarn séra Eiríks, segir að þetta afbrigði hafi lítið verið spilað í uppvexti sín- um, en hann þekkir það auðvitað vel. Hann var reyndar vemdari fyrsta heimsmeistarmótins og komst að auki í úrslit keppninnar. Það var hins vegar Albert Ey- mundsson, skólastjóri á Höfn, sem hóf Hornafjarðarmanna til „vegs og virðingar" á ný með því að halda heimsmeistarmót í spilinu. „Það var auglýst eftir hugmynd- um um skemmtanir, þegar haldið var upp á 100 ára afmæli Hafnar í Homafirði. Mér fannst það þá til- valið að halda heimsmeistaramót í þessu skemmtilega spili og halda jafnframt nafni Hornafjarðar á lofti. Það kom hins vegar á óvart hve þátttakan var mikil en á þeim tveimur mótum, sem haldin hafa verið, eru keppendur á sjötta hundraðið. Þetta hefur einnig aukið almennan spilaáhuga á Hornafirði og sem dæmi um það má nefna að í hverjum kaffitíma koma menn sam- an á veitingastaðnum Osnum til að spila Hornafjarðarmanna. Núver- andi heimsmeistari er Örn Þor- björnsson, skipstjóri á Höfn, en hann hefur borið hróður Horna- fjarðarmannans víða og hefur með- al annars gefíð eiginhandaráritanir í Póllandi og á Mallorca," segir Al- bert. Islandsmótið verður haldið í AKOGES-húsinu við Sóltún 3 í Reykjavík og hefst klukkan 14. Um er að ræða einstaklingskeppni með útsláttarfyrirkomulagi. Fyrst eru spiluð 18 spil og flytjast keppendur milli borða eins og í félagsvist. Að því loknu fara 27 efstu áfram í und- anúrslit og fer síðan efsti maður af hverju borði áfram þar til í þriggja manna úrslit er komið. Vegna skipulagningar er æskilegt að keppendur skrái sig til leiks hjá Jöklaferðum á Höfn. Þátttökugjald er 1.000 krónur og eru kaffíveiting- ar innifaldar í því. Vegleg verðlaun eru í boði, sérhannaðir listmunir eftir Kristbjörgu Guðmundsdóttur. Björgunarráðstefna haldin um helgina BJORGUNARRAÐSTEFNAN Björgun ‘98 verður haldin dagana 17. og 18. öktóber nk. á Grand Hóteli í Reykjavík, Sigtúni 38, en að henni standa Landsbjörg, lands- samband björgunarsveita og Slysa- vamafélag Islands. Þetta er í _ fimmta sinn sem ráðstefnan er haldin en hún hefur verið haldin annað hvert ár frá árinu 1990. A ráðstefnunni verður fluttur á fjórða tug fyrirlestra um hvaðeina er viðkemur björgunarmálum og á mælendaskrá eru jafnt innlendir sem erlendir sérfræðingar. A ann- an tug fyrirtækja mun jafnframt ■ kynna vörur sínar og þjónustu fyrir ráðstefnugestum sem koma einkum frá björgunarsveitum, lögreglu og slökkviliðinu. Að jafnaði hafa um tvö til þrjú hundruð manns sótt ráðstefnuna. I opnunarfyrirlestri ráðstefnunn- ar, sem hefst kl. 9, laugardaginn 17. október nk„ segir frá björgunar- störfum vegna sprengingarinnar í bandaríska sendiráðinu í Kenýa nú fyrir skemmstu þar sem tugir manna létu lífið og hundruð slösuð- ust. Fyrirlesari er Michael Regan frá Bandaríkjunum en í Kenýa var hann við störf með alþjóðlegu rústabjörgunarsveitinni frá Fairfax County í Virginíu. í DAG VELVAKAJVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Fyrirspurn til Stöðvar 2 og Sýnar MIG langar að vita hvort það hafi ekki verið þannig á sínum tíma að Stöð 2 hafi fengið réttinn á Enska boltanum eftir að Ríkissjónvarpið missti hann frá sér. Hvers vegna er hann þá á Sýn? Einnig vil ég koma á framfæri óánægju með Bíórásina, bæði finnst mér myndirnar fremur gamlar og lélegar, og svo eru alltof margar endursýningar á hverri mynd. Kristín Bragðlaus svið LESANDI hringdi og kvartaði undan því að fá hvergi svið með sviðabragði. Einhver ný vinnsluaðferð veldur því að svið, sem fást í verslunum núna, eru algjörlega bragðlaus. Hann sagði að þeir sem selja svið, sem hreinsuð eru með gamla laginu, ættu að auglýsa það sérstaklega, því margir væru hættir að kaupa svið vegna þessa. Dýrahald Sólgleraugu fundust FALLEG sólgleraugn fundust á göngustíg niður undir sjó í Reykjavík í september. Upplýsingar í síma 552 0484. Seðlaveski týndist LÍTIÐ svart seðlaveski með skilríkjum og kortum, sem verða engum að gangi nema eigenda þeirra, tapaðist um síðustu helgi. Sennilega tapaðist það við bílastæði Hagkaups í Skeifunni. Skilvís finnandi vinsamlega hafi samband í síma 586 1461. Kvengullúr tapaðist í SEPTEMBER tap- aðist kvengullúr, teg- und Lassalle. Skilvís finnandi vinsamlega hafi samband í síma 899 2838. Fundarlaun. Tapað/fundið Kettlingur fannst NOKKRAR telpur fundu hálfstálpaðan kolsvartan fresskött, u.þ.b. sex mánaða gamlan, í Birtingakvísl í Artúnsholti, en hann er víst búinn að sjást þar á þvælingi í nokkra daga. Kannist einhver við að eiga þessa kisu er hann beðinn að hringja í Jóhönnu í síma 587 7847, Telmu í síma 567 2847 eða Guðrúnu í síma 567 1273. SKAK llinsjón Margcir I’élursson STAÐAN kom upp í harðri viðureign þeirra Helga Ólafssonar (2.505) og Hannesar Hlífars Stefáns- sonar (2.535) á svæðamóti Norðurlandanna í Munke- bo í Danmörku um daginn. Þeir gerðu fyrst jafntefli í tveimur kappskákum og var þá gripið til atskáka til að knýja fram úrslit. Þessi staða kom upp í fyrri at- skák þeirra, Helgi hafði hvítt og átti leik: 53. Df3! (Ótrúleg- ur björgunarleik- ur. Að öðrum kosti er hvíta staðan vonlaus) 53. - Hxf3+ 54. Kxf3 - Dd3+ 55. Kf2 - Dxd4+ 56. Kf3?? (Eftir 56. Kfl! á svartur ekkert betra en að þráskáka, því 56. - Df6+ má auðvitað svara með 57. Hf2) 56. - Df6+ og hvítur gaf, því frípeð hans á f7 fellur. Hannes vann seinni atskákina líka og komst því áfram og sigraði að lokum á mótinu. HVÍTUR leikur og heldur jafntefli. HOGNI HREKKVISI Með morgunkaffinu Víkverji skrifar... VÍKVERJI var í hópi þeirra fjöl- mörgu sem klæddu sig í vetrar- fatnað og drifu sig á landsleikinn gegn Rússum. Það var vissulega mikil upplifun að verða vitni að þess- um glæsta sigri. Okkar menn voru nokkuð lengi að komast inn í leikinn en þegar á hann leið voru þeir komnir með örugg tök á Rússunum. Aldrei virtist nein hætta á því að við töpuðum leiknum og sigurmarkið í lokin var auðvitað hápunkturinn. Island hefur aldrei byrjað jafn vel á stórmóti og ef vel verður haldið á málum ættum við að eiga raunhæfa möguieika á því að ná öðru sæti í riðlinum. Reikna verður með því að heimsmeistarar Frakka verði í efsta sætinu en Ukraína verður okkar helzti keppinautur um annað sætið. XXX AÐ var vissulega kalt á vellinum og þörf á hlýjum fatnaði. Heið- ursgesturinn Sepp Blatter, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, var enda vel dúðaður í teppi og lopa- húfu. Blatter er mjög heillandi mað- ur, skemmtilegur og eldklár. Þar er mikilvægt fyrir íslenzka knatt- spyrnu að fá jafn áhrifamikinn mann hingað í heimsókn. XXX EFTIR leikinn hitti Víkverji nokkra landsliðsmenn að máli og voru allir sem einn sammála um að óvenju mikil samheldni ríki í landsliðshópnum um þessar mundir. Enda leynir það sér ekki úti á vellin- um. Guðjón Þórðarson hefur greini- lega fundið réttu blönduna af reynd- um og og óreyndum leikmönnum og honum hefur tekizt að hrista hópinn saman svo úr verður sterk blanda. I samtali sem Morgunblaðið átti í gær við Birki Kristinsson kom þetta vel fram. „Við höfum spilað mjög sterkan og agaðan varnarleik í allt sumar undir stjórn Guðjóns Þórðar- sonar. Hann hefur barið trú, taktík og sjálfstraust inn í leikmenn og með ólíkindum er hvernig hann byggði markvisst upp stemmningu í hópnum fyrir þennan leik.“ Víkverji hefur áður sagt það og vill ítreka enn að hann hefur trölla- trú á Guðjóni Þórðarsyni. Ferill hans segir allt sem segja þarf. Og Víkverji hefur trú á því að Guðjón og lands- liðsmenn hans eigi eftir að gleðja landann með fleiri sætum sigrum. XXX ASTÆÐA er til að fagna þeirri ákvörðun ríkisstjómarinnar að nýtt varðskip verði smíðað hér á landi. Um árabil var íslenzkur skipa- smíðaiðnaður í mikilli lægð, ekki síst vegna fækkunar nýsmíðaverkefna. Skipasmíðastöðvarnar hafa nú unnið sig upp úr lægðinni og eru fullfærar um að glíma í sameiningu við þetta verkefni. Því kemur ákvörðun ríkis- stjórnarinnar á bezta tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.