Morgunblaðið - 20.02.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.02.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ RONALD Reagan á brúðkaupsdaginn ásamt eiginkonu og foreldrum. „IRON EYES“, indíánaleikari sein lést nýlega, tók eftirnafn Bills Cody. MYND af syni Bills Cody sem birtist í Fálkanum árið 1930. LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 37 Launfaðir Ronalds Reagan? En þar með er ekki öll sagan sögð. Sögusagnir hafa lengi verið á kreiki, ekki síst meðal Vestur-Islendinga, að Ronald Reagan fyrrverandi Bandaríkjaforseti sé launsonur Bills Cody. „Þær hafa aldrei fengist stað- festar en ljóst er að miklar vinsemd- ir voru með þeim tveimur," segir Kolbeinn. Sagan segir að þegar Reagan var að brjóta sér leið í Hollywood hafi Bill Cody komið honum á framfæri. Ronald Reagan starfaði þar sem íþróttafréttaritari og fyrstu árin á leikferlinum lék hann í kúrekamynd- um. „Fregnir um að Ronald Reagan sé sonur Bilis Cody hafa komið úr mörgum áttum,“ segir Bergsteinn. „Þegar ég kom til Berkley árið 1964 fullyrti Andrés Oddstad nuddlæknir og síðar konsúll sem ættaður er úr Lundarreykjadalnum í Borgarfirði að þeir væru feðgar en þær upplýs- ingar hafði hann frá foreldrum sín- um. Fleiri mæth' menn sem ég kynntist þarna úti voru einnig þess- arar skoðunar." Þegar Ronald Reagan fór í for- setaframboð var frétt í útvarpi í Bandaríkjunum um að hann ætti ís- lenskan fóður en sú frétt var fljót- lega dregin til baka. Bergsteinn kveðst hafa farið þess á leit við prófessorsfrú með mikinn ættfræðiáhuga að kanna ætt Ron- alds Reagan á stóra ættfræðisafni mormóna í Salt Lake City. „Þar kom hún að lokuðum dyrum, var tjáð að ættfræðiupplýsingar um Ronald Reagan yrðu ekki til sýnis næstu ár- in. Morgunblaðið/Golli BERGSTEINN Gizurarson og séra Kolbeinn Þorleifsson liafa grúskað í ævi Bills Cody og segja hana um margt athyglisverða. LISTMÁLARINN Emile Walters. skrifstofu jafnaðarmanna í Alþingis- húsinu eru fjögur málverka hans, Arstíðirnar; vetur sumar vor og haust. Málverkin eru í eigu Lista- safns íslands. Fjölskyldan í Kanada tók upp ætt- arnafnið Walters en það er ensk þýð- ing á nafninu Valtýr sem var milli- nafn Páls fóður þeirra bræðra. „Líkt og leikarinn náði Emile langt á sínu sviði, hann braust úr mikilli fátækt til mennta og gerðist listmálari," segir Bergsteinn. Emile og eiginkona hans Þorstína Jackson komu til Islands til þess að kynna ferðalag Vestur-íslendinga á Alþingishátíðina árið 1930. „Fálkinn skrifaði um heimsókn þeirra og hafði þá fyrst spurnir af tilveru Bills Cody og birti í framhaldinu nokkrar fréttir um hann,“ segir séra Kolbeinn. Góður vinur Theodors Roosevelt dauða hans því nýlega lést Oskie „Iron Eyes“ Cody, frægur indíana- leikari sem Bill Cody tók undir sinn verndarvæng. „Iron Eyes“ var með þekktari leikurum af indíanaættum vestanhafs og á að baki 80 ára feril í kvikmyndaleik. Séra Kolbeinn Þorleifsson og Bergsteinn Gizurarson brunamála- stjóri eru gamlir skólabræður úr Melaskóla sem eiga það sameigin- legt að hafa lengi grúskað í æviferli Bills Cody og segja hann um margt athyglisverðan. „Það er dálítið gaman að þessu,“ segir Bergsteinn. „Páll okkar Páls- son er frægur maður í sögu kvik- myndanna í Hollywood, mai’gir könnuðust við hann, hann var svona sparikúreki með hvítan hatt, fínlegur og grannur. Eg held að tími hans hafi liðið þegar talmyndimar komu til sögunnar.“ Séra Kolbeinn bætir við að Bill Cody hafi um tíma verið talinn einn af aðalkúrekaleikurunum, að vísu ekki í efsta flokki en mjög vinsæil samt sem áður. Það var séra Kolbeinn sem sá and- látsfrétt um indíanaleikarann „Iron Eyes“ í Morgunblaðinu í janúar sl. og benti blaðamanni á að indíáninn bæri eftirnafn íslendingsins Bills Cody. „Venjan var í Hollywood að indíanastrákar fylgdu kúrekunum,“ segir séra Kolbeinn. „Líklegt er að indíáninn hafi sem drengur leikið í mynd Codys og upp frá því hafi hann tekið hann að sér.“ Bróðir listmálarans Emile Walters Bergsteinn var við nám í Berkley- háskólanum í Kaliforníu á sjöunda áratugnum og komst þá á snoðir um Bill Cody en séra Kolbeinn sem er grúskari af lífi og sál var fenginn til að grafast fjTÍr um Bill Cody fyrir Tímann fyiir tólf árum. Bill Cody átti bróður, Emile Walt- ers að nafni, sem var þekktur lista- maður en málverk hans er að finna á söfnum víða í Bandaríkjunum, m.a. Guggenheim-safninu. Á þingflokks- En hvers vegna skyldi Páll litli Pálsson hafa tekið upp nafnið Bill Cody? Bergstein grunar ástæðuna. „Þannig var að Emile var góðvinúr Theodors Roosevelt Bandaríkjafor- seta en sá var mikill kúreka- og indíánaáhugamaður. Emile dvaldi gjarnan á búgarði forsetans og mál- aði. í sjónvarpsmynd um Roosevelt sem tekin var á búgarðinum, tók ég eftir stærðar styttu af Buffalo Bill, vísundaveiðimanni sem upprunalega hét William Cody. Buffalo Bill var greinilega mikil hetja hjá forsetanum og mig gimnar að Páll okkar hafi tek- ið nafnið þaðan. Buffalo Bill lést á svipuðum tíma og okkar maður var að hasla sér völl sem kvikmyndaleikari." Þegai- Ronald Reagan kom hingað til lands á leiðtogafund árið 1986 var ekki minnst á hugsanleg tengsl hans við Islendinga enda hefur ferili hans sem forseti mikið byggst á að vera af írskum ættum.“ Mai’gt er skýjum hulið um ævi Bills Cody og lítið er vitað um af- komendur hans. Séra Kolbeinn segir að hann hafi eignast í það minnsta einn son, alnafna sem fetaði í fótspor hans í kvikmyndaheiminum. Aldrei er að vita nema upplýsing- ar um íslenska kúrekaleikai-ann komi fram á sjónarsviðið síðar meir. Mynd af honum gæti jafnvel lifnað við á hvíta tjaldinu. Best er því að hafa augun opin. Hún gaf honum eplið. Hvað ætlar þú ab gefa henni á THE BODY SIIOP KRINGLUNNf • LAUGAVEGI . AKUREYRI UNDIRFATNAÐUR OPIÐ Á KONUDAGINN KRINGMN Þar sem þú vilt vera Opib mán.- fim. 10.00 - 18.30 fös. 10.00-19.00 lau. 10.00- 18.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.