Morgunblaðið - 16.03.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.03.1999, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Kennarinn Af doktorsritgerð Auðar Hauksdóttur má draga þá ályktun að fagþekking kennarans og kennslu- aðferðir ásamt áhuga hans og metnaði ráði mestu um árangur nemenda á prófum. Gunnar Hersveinn skoðaði rannsóknir Auðar á dönskukennslu í 10. bekk. Hvert er samband kennarans og einkunna nemenda? S Arangurinn veltur á kennaranum # 64% dönskukennara hafa enga fagmenntun í kennslugreininni # Dönskukennarar láta nemendur sína lesa 60-550 síður yfír veturinn Niðurstöður úr könnun meðal dönskukennara 10. bekkjar Mat kennaranna á því hvað mikilvægast sé að íslendingar læri og kunni í dönsku: 0 20 40 60 80 100 Að geta lesið og skiiið máiið ,5>5 Mikilvægt I I i i Að skilja talaða dönsku Að geta talað dönsku Að geta skrifað dönsku Að hafa vald á málfræðinni Mjög mikilvægt Hvað lásu nemendur í dönsku mikið ? Færri en 129 blaðs. 129 til 195 blaðs. 196 til 275 blaðs. 276 til 433 blaðs. Fleiri en 433 blaðs. -4,8%svöruðuekki AUÐUR Hauksdóttir til hægri og Anne Iiolmen lektor við Hafnar- háskóla og leiðbeinendi Auðar með doktorsverkefnið. SKIPTIR kennarinn máli? Skiptir áhugi kennarans, metnaður, fagþekking og kennsluaðferðir máli fyrir nemendur eða ráðast einkunnir þeirra af ytri þáttum eins og stöðu foreldra, menntun og ættemi? Nið- urstöður doktorsverkefnis (sjá Morgunblaðið 2.2. 1999) sem Auður Hauksdóttir lektor í dönsku við Há- skóia Islands lauk nýiega við Kaup- mannahafnarháskóla, sýna að áhugi, metnaður, fagþekking og kennsluaðferðir dönskukennara hafa áhrif á gengi nemenda á sam- ræmdu prófí. Auður gerði ítarlega könnun á menntun, reynslu og kennsluaðferðum dönskukennara og kannaði viðhorf þeirra til kennsl- unnar. Henni lék forvitni á að vita, hvað lægi að baki tölunum á sam- ræmdu prófunum. Er munur á dönskukennslunni frá einum kenn- ara til annars og í hverju er hann fólginn? Rannsóknin sýnir að munurinn er mikill. Einungis 19,3% kennaranna eru með fagmenntun úr Kennara- háskólanum í dönsku, en 64,3% hafa enga fagmenntun í greininni. Mikill munur er á því magni sem nemend- ur lesa á dönsku, eða frá 60 síðum til 550 blaðsíðna. Einungis fjórð- ungur dönskukennaranna svöruðu, að þeir hafi sótt endunnenntunar- námskeið í dönsku á sl. fjórum ár- um. Norræna ráðherranefndin styrkti rannsókn Auðar og nú er verið að undirbúa útgáfu á doktors- ritgerðinni. Auður byrjar á því að rekja sögu dönskunnar á íslandi, bæði í skóiakerfínu og meðal al- mennings. Hún segir að upp úr 1970 hafi verið mikil umræða hér um tungumáiakennslu og gildi dönsk- unnar fyrir Islendinga. Tíminn með ungum nemendum Akveðið hafí verið að leggja meiri áherslu á hana og hefja kennsluna mun fyrr en áður hafði tíðkast, eða í 10 ára bekk. Síðar var efast um árangurinn af þessari breytingu og sumir hafa sagt að hún hafi ekki skilað því sem að var stefnt. „En hver var vandinn?" spyr Auður, „það var ekki hugað nægilega að því, að kennarar væru með mennt- un i dönsku og í kennsiufræði er- lendra mála. Það er mikill munur á því að kenna ungum börnum er- iend mál eða t.d. unglingum í 10. bekk eða í menntaskóla. Hugmynd- in með að kenna tíu ára börnum dönsku var m.a. að nýta það, að þau hefðu næmt eyra fyrir fram- burði og væru ófeimin við að tjá sig. Með breytingunni jókst þörfín fyrir dönskukennara til mikilla muna og margir, sem ekki höfðu menntað sig til þess, tóku að sér dönskukennslu. I upphafí var tíma- fjöldinn 3 stundir á viku í 10 ára bekk. Síðar var ákveðið, að dönsku- kennslan skyldi hefjast ári síðar, eða í 6. bekk og fjölda vikulegra kennslustunda var fækkað úr 3 í 2.“ Þetta eru fáar stundir og það er erfítt að koma fagkennslu við, þegar kennslustundir eru svo fáar. Það á ekki síst við í fámennum skólum. Ef kennari á að uppfylla kennsluskyldu sína með dönskukennslu, þarf hann að kenna mörgum bekkjum, senni- lega á bilinu 8-12 eftir kennslu- stundafjölda í unglingadeildum. Ekki er óalgengt, að nemendaíjöldi í bekk sé 20-25 og þannig verður fjöldi nemenda oft 200. Það er erfítt að hafa yfirsýn yfir námsframvindu svo margra nemenda og að veita þeim þá handleiðslu sem nauðsyn- leg er. Tungumál lærist fyrst og fremst með því að það sé notað og þess vegna þurfa nemendur stöðugt að fá tækifæri til þess að tjá sig og kljást við málið. Það getur reynst erfitt í stórum hópum og þegar tím- arnir eru svo fáir sem raun ber vitni. Við slíkar aðstæður veltur allt á fagmennsku málakennarans og að hann kunni til verka í kennslustof- unni. Dönsku- og enskukennsla í Kennaraháskólanum velur hver kennaranemi sér tvær valgreinar og er bóklega námið 1214 eining í hvorri grein. Itrekað hefur verið bent á, að ekki sé hægt að mennta kennara til tungumálakennslu í 10 ára grunn- skóla á tæplega hálfu ári. Þá vantaði tilfinnanlega námsgögn, sem hent- uðu nýjum nemendahópi og nýjum námsmarkmiðum. „Það hefði þurft mun fleiri fagmenntaða dönskukenn- ara og meira framboð af námsefni. Það þarf að huga að svona málum,“ segir Auður, „og einnig að vanda dreifbýlisins í þessu ljósi“. Ný aðalnámskrá fvrir grunnskóla gerir ráð fyrir því að enskan verði kennd yngri nemendum en áður. Auður segist vona að menn reyni að læra af reynslunni með dönsku- kennsluna, og að hugað verði sér- staklega að menntun enskukennar- anna. Islensk ungmenni kunna al- mennt töluvert fyrir sér í ensku, þegar þau hefja enskunám og kenn- arar verða að taka mið af því. Nem- endur eru gagnrýnir og þeir missa trúna á kennaranum, ef þeir skynja að hann hefur ekki vald á að kenna það sem honum er ætlað. A sama hátt öðlast þeir traust á kennara sínum, þegar þeir njóta fag- mennsku hans og fínna fyrir eigin framíorum. „Að vita (geta) meira í dag en í gær“ Það er besta hvatn- ingin í málanáminu eins og í öðru námi, að mati Auðar. Hvernig er fagmenntunin? Rannsókn Auðar er meðal annars byggð á 14 blaðsíðna spurninga- listakönnun á dönskukennslu á Is- landi. Hún var send öllum kennur- um 10. bekkjar árið 1993 og var svörunin framúrskarandi, eða 90,21%. Spurningalistakönnunin gefur mjög ítarlegar upplýsingar um menntun og viðhorf dönsku- kennaranna og hvernig þeir vinna með dönskuna í kennslu sinni. Auður fékk leyfí menntamála- ráðuneytisins og Rannsóknastofn- unar uppeldis- og menntamála til þess að skoða saman ákveðnar breytur úr spurningalistarannsókn- inni og einkunnir nemenda í dönsku á samræmdu prófí. Tilgangurinn var að kanna, hvort finna mætti samband á milli kennslunnar og ár- angurs nemenda. Spurningalistarannsóknin sýnir, að dönskukennarar í 10. bekk eru afar fjölbreytilegur hópur og í raun hafa mjög fáir menntað sig til dönskukennslu. 64,3% kennaranna hafa ekki fagmenntun í dönsku, 19,3% hafa dönsku sem valgrein úr Kennaraháskólanum, 6,2% hafa nám í dönsku á BA-stigi og 8,5% hafa aðra menntun t.d. nám við Kennaraháskólann í Danmörku. Litið virðist til þess við ráðningar hvort kennarar hafi búið í Dan- mörku því það á við um 58 kennara af 129. Aðeins 26,4% kennaranna svör- uðu að þeir hefðu sótt endurmennt- unarnámskeið í dönsku sl. 4 ár, en nemendur þessara kennara náðu marktækt betri árangri en nemend- ur þeirra kennara, sem ekki höfðu sótt endurmenntunarnámskeið í greininni. Auður telur að skýringin á því, hve fáir kennarar sæki endur- menntunamámskeið í dönsku sé m.a. sú, að stór hópur þeirra sem fáist við dönskukennslu líti ekki á sig sem dönskukennara. „Þetta er mjög alvarlegt, því mikilvægt er fyrir málakennara að viðhalda þekkingu sinni og færni í málinu og fylgjast með á fagsviði sínu. Kenn- arinn þarf að fylgjast með nýjung- um í kennslufræði greinarinnar t.d. hvernig nýta megi nýja tækni og miðla í þágu málakennslunnar," segir hún. Spurningalistarannsóknin sýnir að notkun tölva kemur nánast ekki fyrir og myndbandsefni er lítið not- að. Þó eru hér á ferðinni miðlar sem ættu að geta gert málanámið betra og markvissara. Hins vegar svöraðu 69% dönskukennaranna, að þeir notuðu mjög mikið eða mikið þær aðferðir í kennslu sinni, sem þeim fannst þeir læra mest af í eigin tungumálanámi og 61,2% svöruðu, að þeir notuðu málfræði- og þýðing- araðferðina, en sú aðferð á rætur að rekja til kennslu klassísku málanna, einkum latínu, og þykir ekki henta vel til að kenna lifandi mál. Skömm kennslureynsla Annar þáttur sem Auður kannaði var hve langa reynslu kennararnir hefðu af dönskukennslu. Rannsókn- in sýnir, að margir kennaranna hafa skamma starfsreynslu og að kennaraskipti eru tíð við marga skóla. En hvernig kemur þetta við nemendur? Meðaltalseinkunnir nemenda, sem skipt höfðu um dönskukennara á sl. 3 árum vegna tíðra kennaraskipta eru marktækt lakari en þeirra sem ekki höfðu skipt um kennara af þessari ástæðu. Þá er árangur þeirra nem- enda, sem höfðu kennara með 1-2 ára reynslu af dönskukennslu, marktækt lakari en þeirra sem höfðu kennara, sem kennt höfðu dönsku lengur. Af þeim kennurum sem höfðu 1-2 ára reynslu af dönskukennslu voru aðeins 2 með fagmenntun í dönsku. Auður kannaði hvaða ástæður kennarar teldu vera fyrir góðum ár- angri nemenda í dönsku. Lang flestir svöruðu að áhugi nemandans skipti mestu máli, þá kom áhugi kennarans og greind nemandans. Mjög fáir kennarar svöruðu að kennsluaðferðir kennarans skiptu miklu máli fyrir árangur nemenda. Samanburðarrannsóknin sýnir, að árangur nemenda þeirra kennara sem svöruðu, að þeir telji áhuga kennarans og kennsluaðferðir hans skipta miklu máli fyrir góðan ár- angur nemenda, er marktækt betri en þeirra sem töldu að þessir þættir skipti minna máli. Samband er á milli svara kennaranna og mennt- unar þeirra, því allir kennararnir nema tveir sem svöruðu að kennslu- aðferðir kennaranna skipti miklu máli fyrir árangur nemendanna eru kennaramenntaðir og 14 af 23 hafa fagmenntun í dönsku. Mismunandi kröfur og „léttvægt talmál" Rannsóknin sýnir, að það er mjög misjafnt hvaða kröfur dönskukenn- arar gera um heimanám nemenda. Þá er mikill munur á því magni sem nemendur lesa á dönsku, en fjöldi síðna er frá 60 og upp í 550 eftir bekkjum. Þessi mikli munur á les- efni er til staðar, þó einungis sé litið til blandaðra bekkja. Þeir nemend- ur sem lásu fleiri síður ná marktækt betri árangri á samræmda prófínu en þeir sem lásu færri síður. En hvers vegna telja kennarar dönskunámið mikilvægt fyrir nem- endur sína? „Langflestir svöruðu að danskan skipti miklu vegna tengsla íslands við Norðurlönd og að danskan sé lykill að öðrum Norður- landamálum. Margir telja dönsku- kunnáttu mikilvæga í framhalds- námi, en söguleg tengsl íslands við Danmörku og mikilvægi dönsku- kunnáttu í atvinnulífi telja kennarar ekki vega eins þungt. Lítil áhersla er á talmálsþjálfun og frjálsa ritun, en kennarar telja lesskilning og skilning á töluðu máli skipta meira máli fyrir Islend- inga en talmál og ritun. Ekki er prófað í talmáli á samræmdu prófi en ritunin er sá prófþáttur sem kemur lang verst út. 18,6% kennar- anna svöruðu að þeir tali mjög oft dönsku við nemendur og 21,7% kennaranna svöruðu að nemendur tali mjög oft eða oft dönsku við kennarann. I stað þess að nemend- ur séu þjálfaðir í að tala felst tal- málskennslan frekar í því að lesa upphátt. Niðurstöður Auðar sýna að nemendur þeirra kennara sem svöruðu að nemendur tali mjög oft eða oft dönsku við kennarann náðu marktækt betri árangri í dönsku en þeir sem sjaldan eða aldrei láta nemendur tala dönsku. Þetta er eftirtektarvert, því talmál er ekki meðal prófþátta á samræmdu prófí. Ofuráhersla á þýðingar Rannsóknin sýnir að mikil áhersla er á þýðingar í dönsku- kennslunni, en þar verður íslenskan ósjálfrátt í brennidepli, einkum þeg- ar þýtt er úr dönsku yfir á íslensku. Auður telur að það hafí meira gildi í dönskunáminu að nemendur lesi til að átta sig á innihaldi en að leggja einhliða áherslu á að þýða texta orð fyrir orð. Þýðing er seinleg aðferð og takmarkar mjög það námsmagn sem nemendur komast yfir. Ekki er síður mikilvægt, segir Auður, að nota aðrar kennsluaðferðir sem gefa nemendum tækifæri til þess að tjá sig á málinu t.d. að nemendur tali saman á dönsku, taki viðtöl hver við annan, fari í hlutverkaleiki og skili verkefnum á hljóm- og mynd- böndum. Þannig má sjá af rannsókn Auðar á dönskukennslu að það er æði mis- jafnt, hvað liggur á bak við tölurnar í samræmdu prófunum. Þar vegur a.m.k. þungt fagþekking kennarans, kennsluaðferðir hans og áhugi hans og metnaður fyrir hönd nemenda sinna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.