Morgunblaðið - 09.04.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.04.1999, Blaðsíða 1
79. TBL. 87. ÁRG. FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Lítið gert úr staðhæfíngum Serba um að þeir hafí hætt öllum hernaði í Kosovo NATO segir árásir á sveitir skila góðum árangri Reuters UM þrjátíu þúsund Kosovo-AIbanar eru nú í Svarffjallalandi eftir að hafa flúið heimili sín í Kosovo síðustu daga og vikur. Þessi kona komst loksins til Svartfjallalands í gær en hún var í hópi fólks sem hafðist við í skógum Kosovo um nokkurra daga skeið eftir að Serbar hófu aðgerðir gegn íbúum héraðsins. Serba Washington, Belgrad. Reuters. ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ (NATO) sagði í gær að árásir á her- sveitir Serba og bækistöðvar þeirra í Kosovo hefðu reynst afar árangurs- ríkar en lét jafnframt í ljós ótta um að stjórnvöld Júgóslavíu myndu grípa til þess bragðs að nota þúsund- ir flóttafólks sem varnarskjöld gegn loftárásum NATO. Fjölmiðlar í Júgóslavíu sögðu hersveitir Serba hafa hætt aðgerðum sínum gegn skæruliðum Kosovo-Albana og að friður ríkti á ný í héraðinu en fulltrú- ar Bandaríkjastjórnar gerðu lítið úr þessum staðhæfingum og sögðu þær lið í tilraunum Slobodans Mflosevies Júgóslavíuforseta til að leiða um- heiminn á villigötur. Fulltrúar NATO sögðu ekkert benda til að Serbar hefðu hætt árásum gegn liðs- mönnum Frelsishers Kosovo (UCK) og að bandalagið myndi halda áfram hernaði sínum í Júgóslavíu. Loftárásir NATO héldu áfram í nótt og var þá m.a. varpað sprengj- um á Belgrad, að sögn íbúa þar. Arásimar fara stöðugt harðnandi og Bandaríkjamenn sögðu í gær að þær hefðu borið umtalsverðan árangur, stjórnvöld í Belgrad ættu nú „afar erfitt" með að koma vistum og elds- neyti til herja sinna í Kosovo. Tals- menn NATO sögðu að á einungis sólarhring hefðu herþotur bandalagsins farið í alls fjögur hundruð árásarferðir til Júgóslavíu og undanfama þrjá daga hefm- NATO varpað sprengjum á mikil- vægar brýr og vegi í Kosovo, sem og á mönnuð farartæki serbneskra her- sveita. Flóttafólk notað sem varnarskjöldur? Stjórn Makedóníu vísaði í gær á bug fréttum um að Makedóníumenn hefðu hrakið tíu þúsund flóttamenn aftur í hendur serbneskra öryggis- sveita og Lionel Jospin, forsætisráð- herra Frakklands, staðfesti að meiri- hluti fólksins hefði einfaldlega verið fluttur í aðrar flóttamannabúðir, m.a. til Albaníu. Jospin kvaðst telja að einhliða vopnahléstilkynning Milosevics í fyrradag væri til marks um að staða hans væri mun veikari en áður. í Washington ítrekaði Bill Clinton Bandan'kjaforseti þá skoðun sína að hann teldi NATO geta unnið sigur á Milosevic með loftárásum einum og sér og að landhernaður þyrfti ekki að koma til. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóð- anna (UNHCR) lýsti miklum áhyggj- um vegna afdrifa fjölda flóttamanna sem Serbar höfðu í fyrradag skyndi- lega meinað að yfirgefa Kosovo. Eftir að hafa hrakið Kosovo-Albana frá heimilum sínum í hrönnum sagði í yf- irlýsingu Júgóslavíustjómar í gær að í samræmi við samkomulag sem Milosevie og Ibrahim Rugova, leið- togi hófsamra Kosovo-Albana, hefðu gert með sér ætti nú að vinna að því að flóttafólkið sneri aftur til síns heima. Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO, sagði tvær mögulegar skýr- ingar á þessu háttemi Milosevics. Annaðhvort vildi Júgóslavíuforseti komast hjá því að myndir af ör- magna flóttafólki bæri fyrir augu milljóna sjónvarpsáhorfenda um heim allan eða þá að hann hefði hugsað sér að nota þetta fólk sem varnarskjöld, fari svo að NATO auki enn árásir sínar á serbneska her- menn og búnað þeirra, en NATO lagði framan af áherslu á að eyði- leggja loftvarnir Serba. Léð máls á sjálfstæði Kosovo? Rudolf Scharping, vamarmálaráð- herra Þýskalands, sagði í gær að Serbar hefðu myrt 35 óvopnaða borgara í þorpunum Sopi og Pastric í Kosovo. Hann vildi ekki greina frá heimildum sínum um þessa atburði en sagði að sannanir yrðu gerðar op- inberar í dag. Clare Short, ráðherra í bresku ríkisstjórninni, sakaði Milosevic um að hafa skipað svo fyrir að flóttafólk, sem vildi yfirgefa átök- in í Kosovo, skyldi þvingað aftur til síns heima með valdi. Hún sagði jafnframt að Milosevic „og leiguþý hans“ yrði kallað til ábyrgðar fyrir þau óhæfuverk sem serbneskar ör- yggisveitir fremdu í Kosovo. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, varaði Milosevic í gær- kvöld við því að hann ætti á hættu að tapa Kosovo algerlega. Vesturveldin hafa beitt sér fyrir lausn Kosovo- deilunnai- þar sem héraðið fengi sjálfsstjórn en yrði áfram innan Júgóslavíu. Sjálfstæðiskröfur Kosovo-Albana hafa í samræmi við það ekki átt upp á pallborðið en orð Blairs í gær gáfu til kynna að sú af- staða væri að breytast. A fundi sínum í Lúxemborg lýstu utanríkisráðherrar Evrópusam- bandsríkjanna yflr fullum stuðningi við aðgerðir NATO og sagði í yfirlýs- ingu þeirra að leiðtogar Serba, sem bæru ábyrgð á óhæfuverkum í Kosovo, skyldu saksóttir. Þótt Grikkir lýstu því yfir að þeir styddu ályktun utanríkisráðherra ESB-ríkj- anna gáfu þeir út sérstaka yfirlýs- ingu þar sem farið var fram á tafar- laust hlé á árásum svo hægt væri að leita friðsamlegrar lausnar. ■ Sjá umfjöllun á bls. 24-26 Ovíst hvort Milosevic sleppir her- mönnunum Beljgrad, Nicosia, Washington. Reuters. SERLEGUR sendimaður Kýpur- stjórnar, Spyros Kyprianou, kom í gær til Belgrad, höfuðborgar Júgóslavíu, í því augnamiði að reyna að fá Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseta til að sleppa þremur bandarískum hennönnum sem Serbar tóku höndum í síðustu viku. Bandaríkjastjórn sagðist ekki gera sér miklar vonir um ár- angur í ferðinni og einn ráðgjafa Milosevics fullyrti að Serbar hefðu ekki í hyggju að láta mennina lausa þótt svo gæti reyndar farið að Milosevie myndi eiga fund með Kyprianou í dag, fóstudag. Milan Komnenic, upplýsingamálaráð- herra Júgóslavíu, lofaði hins vegar „góðri niðurstöðu" í málinu en vildi ekki tilgreina nánar við hvað hann ætti. „Fær ekki að nota her- mennina sem skiptimynt“ Serbar tóku hermennina þrjá höndum nærri landamærum Kosovo í síðustu viku, en þeir voru hluti herdeildar sem staðsett var í Makedóníu. A sjónvarpsmyndum, sem serbneskar sjónvai-psstöðvar sýndu opinberlega, mátti sjá að þeir höfðu orðið fyrir barsmíðum en stjórnvöld í Belgrad sögðu áverkana skýrast af því að her- mennirnir hefðu veitt viðnám við handtöku. Serbar halda því fram að hermennunir hafi verið staddir í Júgóslavíu þegar þeir voru fangað- ir en því neita fulltrúar NATO og segja hermennina hafa verið í Makedóníu. Bandaríkjamenn létu hafa eftir sér í gær að samningaviðræður um lausn mannanna kæmu ekki til greina og sagði William Cohen, varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, að þótt NATO hefði tryggt að vél Kyprianous kæmist heilu og höldnu til Belgrad kæmu engar aðrar tilhliðranir tO greina og Milosevic gæti engin skilyrði sett gegn því að hann sleppti mönnunum. „Við munum ekki gefa Milosevic færi á að nota þessa her- menn, sem ég tel hafa verið rænt og nú haldið í gíslingu, sem skipti- mynt,“ sagði Cohen. Pristina sögð mann- laus og rústir einar SERBNESKUR íbúi Pristina, héraðshöfuðborgar Kosovo, þerrar tár sín í gær eftir að hafa séð skemmdir sem urðu á leiðum í kirkjugarði í Pristina í nýlegri loftárás Atlantshafsbandalagsins (NATO). Vestrænir fréttamenn, sem fengu að heimsækja Prist- ina í gær, sögðu borgina nánast mannlausa og að hún væri rústir einar vegna aðgerða Serba þar og nýrrar hrinu loftárása NATO. Talsmenn NATO þvertóku fyrir það í gær að bandalagið hefði valdið gífur- legri og tilviljunarkenndri eyði- leggingu á borginni með árásum sínum undanfarna daga og sögðu hersveitir Serba bera alla ábyrgð á ásigkomulagi hennar. David Wilby, talsmaður flughers NATO, sagði að NATO hefði einungis varpað sprengjum á loftvarnabyrgi Serba í útjaðri Pristina og höfuðstöðvar serbneskra þryggissveita í mið- borginni. „Öll okkar skotmörk hafa hernaðarlegt mikilvægi og við höfum ávallt efst í huga að valda sem minnstum skaða á borgaralegum mannvirkjum, og að valda ekki dauða óbreyttra borgara," sagði Wilby á frétta- mannafundi í Brussel. Reuters Sinn Féin hafnar samningsdrögnm Belfast. Reuters. SINN Féin, stjórnmálaarmur írska lýðveldishersins (IRA), hafnaði í gær tillögum sem bresk og írsk stjórnvöld lögðu fram í síðustu viku sem grundvöll að lausn afvopnunardeilunnar svokölluðu, sem ógnar friðarum- leitunum á Norður-írlandi. I yfir- lýsingu Sinn Féin sagði að tillög- urnar fælu í sér „tilraun til að endursemja mikilvæga þætti“ friðarsamkomulagsins á N-ír- landi, sem náðist á páskum í fyrra, og að flokkurinn gæti ekki sætt sig við þær. Sambandssinnar á N-írlandi vilja ekki setja á laggirnar heima- stjórn í héraðinu með aðild Sinn Féin nema IRA byrji afvopnun íyrst. Sinn Féin hefur hins vegar ítrekað bent á að í friðarsamkomu- laginu sé ekki kveðið á um að IRA verði að afvopnast áður en Sinn Féin fær aðild að stjórninni. Leið- togar Sinn Féin höfðu áður gefið til kynna að þeir væru ekki harla ánægðir með afrakstur viðræðn- anna í síðustu viku enda var þar áfrarn gengið út frá því að IRA kæmi til móts við kröfur um af- vopnun. Er endanleg afstaða flokksins engu að síður mikið áfall.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.