Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						STOFNAÐ 1913
91. TBL. 87. ARG.
LAUGARDAGUR 24. APRIL 1999
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Eining ríkti um hernaðaraðgerðir í Júgóslaviu á hátíðarfundi NATO í Washington
Bandalagið hyggst ekki
hvika frá skilyrðum sínum
Washington. Morgunblaðið, Reuters, AP.
I GÆR komu leiðtogar aðildarríkja
Atlantshafsbandalagsins (NATO)
saman í Washington í tilefni hátíðar-
fundar bandalagsins þar sem 50 ára
afmæli þess var fagnað. Fundurinn,
sem haldinn er í sama mund og
átökin í Júgóslavíu standa sem
hæst, tók að miklu leyti mið af við-
sjárverðum tímum á Balkanskaga.
Við upphaf fundarins samþykktu
leiðtogar aðOdarríkjanna ályktun
um ástandið í Kosovo. Er Jú-
góslavíustjórn boðið að loftárásum
verði hætt gegn því að gengið verði
að kröfum NATO. Hins vegar er
tekið fram að frá þessum skilyrðum
verði ekki hvikað. Málamiðlanir séu
óhugsandi.
„Astandið í Kosovo stangast á við
gildismat okkar og þau gildi sem
NATO hefur staðið vörð um allt frá
stofnun sinni; lýðræði, mannréttindi
og virðingu fyrir lögunum. NATO er
ákveðið að vinna sigur. Við getum
ekki látið þennan hrylling bera sigur
úr býtum," segir m.a. í ályktun leið-
toganna.
Tekið er fram að aðgerðir banda-
lagsins beinist ekki gegn serbnesku
þjóðinni og ítrekaðar eru fyrri kröf-
ur um brottflutning serbneskra her-
sveita frá Kosovo. Gerð er krafa um
að alþjóðlegt herlið fari inn í héraðið
í eftirlitsskyni og að flóttamönnum
verði leyft að snúa heim.
I ályktuninni er sérstaklega tekið
fram að Rússar hafi mikilvægu hlut-
yerki að gegna og lýsa leiðtogarnir
vilja til að vinna með Rússum. Sam-
dægurs barst yfirlýsing frá stjórn-
völdum í Moskvu þar sem sagt var
að fundur Viktors Tsjérnómýrdíns,
sérlegs sendimanns Rússa í Kosovo-
deilunni, og stjórnarliða í Belgrad,
hefði verið árangursríkur. I yfirlýs-
ingunni sagði að Slobodan Milosevic,
forseti Júgóslavíu, hefði fallist á að
leyfa alþjóðlegu herliði aðgang að
Kosovo-héraði en þessu skilyrði
NATO hefur Milosevic ítrekað hafn-
að undanfarnar vikur. Síðar um dag-
inn vísuðu talsmenn Milosevics yfir-
lýsingum Rússa á bug og sögðu að
aðeins kæmi til greina að leyfa
óvopnuðum hermönnum að fara inn
í Kosovo.
Ákveðið að loka fyrir
olíudreifíngu til Serbíu
Javier Solana, framkvæmdastjóri
NATO, flutti fyrsta ávarpið á fundin-
um og sagði hann að bandalagið hafi
gert öllum ljóst að það láti sér al-
mennar yfirlýsingar um grundvallar-
LEIÐTOGAR 19 aðildarríkja
Atlantshafsbandalagsins við
upphaf hátíðarfundarins, sem
efnt var til vegna 50 ára afmæl-
is bandalagsins, í Mellon Aud-
itorium í Washington í gær. Þar
fluttu Ieiðtogarnir stutt ávörp.
Um 1.700 gestir frá 42 þjóðríkj-
um voru viðstaddir fundinn.
Norður-Atlantshafssáttmálinn
var undirritaður fyrir 50 árum í
sama sal af leiðtogum stofn-
ríkja NATO.
gildi ekki nægja, bandalagið sé
reiðubúið að verja gildin, hvenær og
hvar sem þeim sé ógnað. I ávarpi
sínu lýsti Bill Clinton, Bandaríkja-
forseti, stjórn Slobodans Milosevics
sem síðustu evrópsku alræðisstjórn
20. aldarinnar: „Bandalagið verður
hjóm eitt á næstu öld ef það líður
fjöldamorð á saklausum borgurum
við þröskuld sinn," sagði Clinton.
I viðtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi sagði Davíð Oddsson, forsæt-
isráðherra að á þriggja tíma sérstök-
um vinnufundi í gærmorgun, þar
sem Kosovo-deilan var rædd, hafi
komið fram samhljómur manna um
að halda sínu striki og auka umfang
loftárása og jafnframt að stuðla að
frekari einangrun stjórnvalda í
Belgrad. Þá hafi verið rætt sérstak-
lega um að loka fyrir olíudreifingu til
Milosevics og hans stjórnar og
ákveðið að fylgja málum fast eftir
hvað það varðar. Davíð sagði að ein-
hugur ríkti um aðgerðir því árangur
sé að skila sér dag frá degi og ljóst
sé að NATO muni ekki linna látum
fyrr en stjórn Júgóslavíu láti í minni
pokann.
Vaclav Havel, forseti Tékklands,
sem nýverið gekk í NATO ásamt
Ungverjalandi og Póllandi, sagði í
ávarpi sínu í gær: „Við vonum [...] að
við séum að ganga inn í nýja tíma
þar sem örlög þjóða eru ekki ákveðin
af erlendum kúgurum, heldur af
fólkinu sjálfu."
A fundinum samþykktu og undir-
rituðu leiðtogar aðildarríkja NATO
ennfremur sérstaka yfirlýsingu sem
kölluð er Washington-yfirlýsingin.
Þar segir m.a.: „Veröldin hefur tek-
ið stórkostlegum breytingum á síð-
ustu 50 árum en gildismat okkar og
öryggishagsmunir eru hinir sömu:
Gagnkvæmar skuldbindingar aðild-
arríkjanna til að standa vörð um
þjóðir okkar, landsvæði og frelsi,
sem byggist á lýðræði, mannrétt-
indum og forsendum réttarríkis-
ins." I yfirlýsingunni er síðan vikið
að því að á þessum afmælisfundi séu
leiðtogar aðildarríkja bandalagsins
ákveðnir í að berjast áfram fyrir
þessum markmiðum og að byggt
verði áfram á trausti og samstarfi
ríkjanna, nú sem fyrir 50 árum;
trausti og samstarfi sem styrkst
hafi með inngöngu nýrra aðildar-
ríkja.
¦ Sjá umfjöllun á bls. 30-31
Reuters
ANTONIO Gueterres, forsætis-
ráðherra Portúgals, Poul Nyr-
up Rasmussen, forsætisráð-
herra Danmerkur, Davíð Odds-
son, forsætisráðherra, Bill
Clinton, Bandaríkjaforseti, og
Javier Solana, framkvæmda-
stióri NATO.
Árásirnar færast nær Milosevic
Belgrad, Brussel. AP. Reuters.
LOFTÁRASIR Atlantshafsbandalagsins (NATO)
í Júgóslavíu hafa færst æ nær Slobodan Milosevic,
forseta Júgóslavíu. Forsetabústaður Milosevic
eyðilagðist í loftárásum á Belgrad á miðvikudags-
nótt og í gær hæfðu flugskeytin höfuðstöðvar
serbneska ríkissjónvarpsins (RTS). Jamie Shea,
talsmaður NATO, sagði á blaðamannafundi í
Washington í gær að loftárásum yrði haldið áfram
eins lengi og þörf krefði.
Shea sagði markmið árásanna vera að ráðast
gegn þeim skotmörkum sem „viðhalda og styðja
pólitískan jarðveg ofbeldis" í Júgóslavíu. Þá sagði
Shea að árásir NATO undanfarna daga væru til
marks um hernaðaráætlun bandalagsins. „Með
öðrum orðum, þeir aðilar innan stjórnkerfisins
sem breiða út boðskap haturs, eiga sér ekkert
skjól," sagði Shea.
Loftárásin á stjórnstöð RTS var gerð snemma í
gær og er talið að um 70 manns hafi verið inni í
byggingunni er sprengingin varð. Að sögn
serbneskra yfirvalda fórust a.m.k. tíu manns í
árásinni og 18 slösuðust.
Árás þessi hefur verið harðlega gagnrýnd í
Serbíu, ekki síst vegna þess hve margir voru inni í
byggingunni en einnig vegna efasemda um hern-
aðarlegt gildi hennar. Alþjóðasamtök blaðamanna
(IFJ) fordæmdi árásirnar á sjónvarpsstöðina og í
yfirlýsingu samtakanna var árásunum líkt við
brotið loforð sem ógni lífi allra blaðamanna og
starfsmanna fjölmiðla. „Dráp á fréttamönnum og
fjölmiðlafólki er hvorki leiðin til sigurs í stríði né
uppbyggingar lýðræðis, heldur miðar slíkt að fá-
fræði, ritskoðun og ótta."
Stjórn
Statoil
sagt upp
Ósló. Reuters.
NORSKA ríkisstjórnin sagði
stjórn hins ríkisrekna Statoil-
olíufyrirtækis upp störfum í
heild sinni í gær. „Það fer best
á því að skipa nýja stjórn,"
sagði Anne Enger Lahnstein,
olíu- og orkumálaráðherra Nor-
egs, á blaðamannafundi í Ósló í
gær. Sagði hún ástæðu upp-
sagnanna vera u.þ.b. 30% um-
framkostnaður við Asgard-bor-
pallinn í Norðursjó.
Aætlaður kostnaður við bor-
pallinn, sem hefja á framleiðslu
eftir nokkrar vikur, var um 385
milljarðar ísl. króna. Lahnstein
sagði að nú þegar næmi kostn-
aðurinn um 530 milljörðum og
sæi ekM fyrir endann á honum.
Brottrekstur stjórnar fyrir-
tækisins er talið vera mikið
áfall fyrir stærstu nöfnin í
norsku viðskiptalífi en margir
þeirra sem sátu í stjórn Statoil
hafa staðið framarlega í norska
Verkamannaflokknum, sem nú
er í stjórnarandstöðu.
Harald Norvik, fram-
kvæmdastjóri Statoil, hefur
lýst því yfir að hann muni af-
henda nýrri stjórn fyrirtækis-
ins uppsagnarbréf sitt von
bráðar. Þá vísaði hann því á
bug að um fjármálaóreiðu hefði
verið að ræða. „Verkefnið er
risastórt að umfangi og í
framtíðinni mun verða litið á
borpallinn sem fyrirmynd að
smíði annarra."
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88
Blašsķša 89
Blašsķša 89
Blašsķša 90
Blašsķša 90
Blašsķša 91
Blašsķša 91
Blašsķša 92
Blašsķša 92