Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						*K0tt»HMMfr
STOFNAÐ 1913
95. TBL. 87. ARG.
FIMMTUDAGUR 29. APRIL 1999
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
20 Serbar falla
í árás NATO
Reuters
FRÉTTAMENN og íbúar bæjarins Surdulica í Serbíu skoða það sem eftir er af húsi sem gjöreyðilagðist þeg-
ar sprengja féll á bæinn í árás NATO í fyrradag.
Surdulica. Reuters.
ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ
viðurkenndi í gær að leysistýrð
sprengja hefði misst marks og
sprungið í íbúðahverfi í bænum
Surdulica í suðurhluta Serbíu í
fyrradag. Embættismenn í bænum
sögðu að lík tuttugu óbreyttra borg-
ara, þar af sex barna, hefðu fundist í
rústum húsa, sem eyðilögðust í
sprengjuárásinni, og óttast væri að
fleiri hefðu beðið bana.
Talsmaður NATO, Jamie Shea,
sagði að sprengjan hefði átt að
lenda á þjálfunarstöð Júgóslavíu-
hers í Surdulica en breytt um
stefnu og sprungið um 200-300 m
frá skotmarkinu.
Erlendir fréttamenn sáu sextán
lík eftir árásina. íbúar bæjarins
söfnuðust saman til að mótmæla
sprengjuárásum NATO og for-
dæma leiðtoga bandalagsins, sem
þeir kölluðu „fasista".
Eitt íbúðarhúsa bæjarins gjör-
eyðilagðist í árásinni og bæjarbúar
sögðu að þar hefðu verið sextán
manns, aðallega aldrað fólk og börn,
sem höfðu leitað skjóls í kjallara
hússins. Stór gígur myndaðist þar
sem húsið stóð og þök húsa í ná-
grenninu eyðilögðust og allar rúður
þeirra brotnuðu, að sögn frétta-
manna á staðnum. NATO hafði
tvisvar áður gert árásir á verk-
smiðjur og herbúðir í bænum.
Talsmaður júgóslavneska utanrík-
isráðuneytisins sagði að um 100 íbúar
bæjarins hefðu særst, sex hús eyði-
lagst og 100 skemmst. „Þriðjungur
bæjarins eyðilagðist," sagði bæjar-
stjóri Surdulica, Miroslav Stojilkovic.
Stjórnvöld í Júgóslavíu hafa sagt
að um þúsund óbreyttir borgarar,
þeirra á meðal mörg börn, hafi beð-
ið bana í árásum NATO frá 24.
Ný vísbending um að samstaða ráðamanna í Belgrad sé að bresta
Vuk Draskovic vikið úr
rfkisstjórn Júgóslavíu
Dregur úr líkunum á að Milosevic
fallist á málamiðlun á næstunni
Belgrad, Brussel, Berlín. Reuters.
VUK Draskovic, aðstoðarforsætis-
ráðherra Júgóslavíu, var vikið úr
stjórn sambandsríkisins í gær, dag-
inn eftir að hann hvatti til þess að er-
lent friðargæslulið undir stjórn Sam-
einuðu þjóðanna yrði sent til Kosovo.
Stjórn Júgóslavíu sagði að Draskovic
hefði verið leystur frá störfum vegna
þess að hann hefði látið í ljós skoðanir
sem væru í andstöðu við afstöðu
hennar í Kosovo-deilunni. Þrír flokks-
bræður Draskovic sögðu af sér ráð-
herraembættum sínum eftir að hon-
um var vikið úr stjórninni. Brottvikn-
ingin dregur úr líkunum á því að
Slobodan Milosevic, forseti Júgó-
slavíu, fallist á málamiðlun í Kosovo-
deilunni á næstunni og talsmenn Atl-
antshafsbandalagsins sögðu hana til
marks um að samstaða ráðamann-
anna í Belgrad væri að bresta.
Draskovic lýsti því yfir í fyrradag
að Rússar og leiðtogar Vesturlanda
þyrftu að semja um að alþjóðlegt her-
lið undir stjórn Sameinuðu þjóðanría
yrði sent til Kosovo. Hann skoraði
einnig á stjórnvöld í Belgrad að fall-
ast á málamiðlun í deilunni um
Kosovo og sakaði ríkisfjölmiðlana í
Júgóslavíu um að hafa gefið
serbnesku þjóðinni ranga mynd af
Kosovo-deilunni og afleiðingum henn-
ar.
Draskovic var einn af helstu leið-
togum stjórnarandstöðunnar í Serbíu
þar til hann gekk í júgóslavnesku
stjórnina í janúar. Hann skýrði frá
því að þrír flokksbræður sínir - Milan
Komnenic upplýsingamálaráðherra,
Slobodan Nenadovic, sem fór með
innanríkisviðskipti, og Milan Bozic,
ráðherra án ráðuneytis - hefðu allir
sagt sig úr stjórn Júgóslavíu eftir
brottvikninguna. Sérfræðingar í
júgóslavneskum stjórnmálum sögðu
að afsögn ráðherranna þriggja myndi
ekki hafa mikil áhrif þar sem valdið
væri að mestu leyti í höndum Milos-
evic ög rfkisstjórnar Serbíu en ekki
stjórnar júgóslavneska sambandsrfk-
isins.
Draskovic sagði á blaðamannafundi
eftir brottvikninguna að hann hefði
talið ummæli sín í fyrradag í sam-
ræmi við afstöðu júgóslavnesku
stjórnarinnar.
Bratislav Grubacic, ritstjóri óháða
fréttabréfsins VIP í Belgrad, sagði að
viðhorf Draskovic ættu sterkan
hljómgrunn hjá serbneskum almenn-
ingi, sem hefði fengið nóg af árásum
NATO. „Margir venjulegir Serbar
töldu að Milosevic væri að nota Dra-
skovic til að senda NATO skilaboð.
Brottvikning hans hefur gert þær
vonir að engu."
Merki um klofning
Rudolf Scharping, varnarmálaráð-
herra Þýskalands, sagði brottvikn-
ingu Draskovic benda til klofnings
meðal ráðamanna Júgóslavíu og sýna
að Milosevic hygðist reyna að halda
völdunum eins lengi og kostur væri.
„Það er ljóst að Milosevic hefur
einangrast, jafnvel innan eigin stjórn-
ar," sagði David Leavy, talsmaður
Þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna.
„Ljóst er að jafnvel æðstu embættis-
menn hans telja að hann eigi að hætta
kúguninni, hætta blekkingum sínum,
hætta að misnota fjölmiðlana og
verða við kröfum alþjóðasamfélags-
ins."
„Þetta sýnir að ekkert andóf er lið-
ið  [í Júgóslavíu]," sagði embættis-
Reuters
VUK Draskovic á blaðamannafundi í Belgrad eftir að honum var vikið
úr embætti aðstoðarforsætisráðherra í gær.
maður hjá NATO í Brussel um brott-
vikninguna. „Þetta er enn ein vís-
bendingin um að samstaða pólitísku
leiðtoganna sé að bresta eins og við
höfum sagt."
Ekkert bendir til þess
að Milosevic gefi eftir
Brottvikning Draskovic bendir til
þess að Milosevic hyggist ekki hvika
frá andstöðu sinni við friðarskilmála
NATO og dregur úr lfkunum á því að
Rússum og NATO-ríkjunum takist að
finna pólitíska lausn á Kosovo-deil-
unni á næstunni.
Goran Matic, einn af forystumönn-
um Sameinaða vinstriflokksins,
flokks eiginkonu Milosevic, sagði í
viðtali við The New York Times í gær
að hann teldi að samkomulag gæti
náðst síðar í vikunni um meginatriði
hugsanlegs friðarsamnings.
Strobe Talbott, aðstoðarutanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, sagði þó
ekkert benda til þess að Milosevic
myndi gefa eftir og fallast á skilmála
NATO fyrir friðarsamningi.
Gerhard Schröder, kanslari Þýska-
lands, og Kofi Annan, framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna, tóku í
sama streng eftir viðræður þeirra í
Berlín í gær og sögðu ekkert benda til
þess að deilan yrði leyst á næstunni.
Annan fór tii Moskvu í gærkvöldi
og ræðir í dag við Borís Jeltsín for-
seta, Jevgení Prímakov forsætisráð-
herra og Viktor Tsjernomyrdín, sér-
legan sendimann rússnesku stjórnar-
innar í Kosovo-deilunni. Gert er ráð
fyrir því að Tsjernomyrdín fari til
Þýskalands, ítalíu og Júgóslavíu eftir
fundinn með Annan.
¦ ÁrásirNATO/26
PLO frest-
ar því að
stofna ríki
Gaza. Reuters.
ÞING Frelsissamtaka Palestínu-
manna (PLO) ákvað í gær að lýsa
ekki yfir stofnun sjálfstæðs Palest-
ínurfkis í næstu viku, eins og hótað
hafði verið, og fresta því fram yfir
kosningarnar í ísrael.
Palestínski embættismaðurinn Na-
bil Amr, sem á sæti á þingi PLO,
sagði að ákveðið hefði verið að fram-
lengja umræðu um stofnun Palestínu-
ríkis fram yfir kosningarnar 17. maí.
Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu-
manna, hafði hótað að stofna Palest>
ínurfki 4. maí, þegar friðarviðræðum
ísraela og Palestínumanna á að Ijúka
samkvæmt bráðabirgðasamningum
þeirra. Arafat flutti ræðu á þinginu í
fyrradag þar sem hann mæltist til
þess að stofnun rfkisins yrði frestað
eftir að Bandaríkjaforseti hvatti ísra-
ela og Palestínumenn til að reyna að
ná varanlegu friðarsamkomulagi inn-
anárs.
Þing PLO hafði einnig verið varað
við því að stofnun Palestínurfkis gæti
aukið sigurlfkur Benjamins Netanya-
hus, forsætisráðherra ísraels, í kosn-
ingunum.
-----------?-?-?--------
Mikil spreng-
ing í Sofíu
Sofíu. Reuters.
ÖPLUG sprenging varð í gærkvöldi í
tveggja hæða íbúðarhúsi í einu af út-
hverfum Sofíu, höfuðborgar Búlgaríu,
og forseti landsins og innanrfkisráð-
herrann flýttu sér á staðinn.
Yfirvöld í Búlgaríu greindu ekki frá
orsök sprengingarinnar en margir
íbúar hverfisins sögðust óttast að eitt
af fiugskeytum NATO í árásunum á
Júgóslavíu hefði lent á húsinu, en Sof-
ía er um 60 km frá Júgóslavíu. Tals-
maður NATO kvaðst ekki vita til þess
að sprengingin tengdist árásum
bandalagsins.
Ekki var vitað til þess að spreng-
ingin hefði valdið manntjóni.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72