Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						tqgiMiHjriiifr
STOFNAÐ 1913
99. TBL. 87. ARG.
MIÐVIKUDAGUR 5. MAI1999
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
45 farast í náttúruhamförum í Qklahoma og Kansas í Baiidaríkjunum
Skýstrókar jafna heilu
borgarhverfín við jörðu
Oklahoma. Reuters.
AÐ minnsta kosti fjörutíu og fimni
manns fórust þegar öflugir ský-
strókar gengu yfir ríHn Oklahoma
og Kansas í Bandaríkjunum í gær.
Hundraða var saknað eða höfðu
orðið fyrir meiðslum af völdum
náttúruhamfaranna og var óttast að
fleiri fyndust látnir eftir því sem
björgunarstarfi yrði fram haldið.
Verst var ástandið í Oklahoma-
borg og voru heil hverfi þar jöfnuð
við jörðu. Gátu björgunarstarfs-
menn sér þess til að næstum tvö
þúsund heimili hefðu orðið veðrinu
að bráð. Sjónarvottar sögðu að út-
hverfið Moore líktist helst vígvelli,
vegna þeirrar gífurlegu eyðilegg-
ingar sem orðið hafði á húsum og
byggingum. Fjörutíu munu hafa lát-
ist í Oklahoma-ríki og fimm í
Wichita og Haysville í Kansas.
Skýstrókarnir gengu yfir Okla-
homa og Kansas á 30-45 mínútum
og sagði Ben Frizzell, hjálparstarfs-
maður í Oklahoma, að sumir ský-
strókanna hefðu verið svo öflugir,
og hefðu skollið á svo snögglega, að
fólk hefði ekki haft nokkurt tæki-
færi til að koma sér í öruggt skjól.
Að sögn Franks Keatings, ríkis-
stjóra Oklahoma, var ekki vitað um
afdrif fjölda fólks.
Engan Islending sakaði
Keating ríkisstjóri lét þess getið
að engar líkur væru á því að hægt
yrði að hefja uppbyggingu í Okla-
homa-borg að nýju án þess að um-
talsverð aðstoð bærist. Bill Clinton
Bandaríkjaforseti svaraði kalli
Keatings og lýsti yfir neyðarástandi
í Kansas og Oklahoma. Kvaðst for-
Heppin
en van-
þakklát
Amsterdam. Reuters.
TVÆR ætimyndir eftir hinn
fræga listmálara Rembrandt,
sem keyptar voru nýlega á
hollenskum flóamarkaði fyrir
86 íslenskar krónur, hafa ver-
ið seldar þýskum málverka-
safnara fyrir hálfa fjórðu
milljón króna.
Hollenska blaðið Algemeen
Dagblad sagði frá þessu í gær
en það er langt í frá, að seij-
andinn, kona nokkur í
Utrecht, sé ánægð með af-
raksturinn. Hún hafði gert sér
vonir um að fá rúmlega fimm
milij. kr. fyrir myndirnar.
„Þegar ég fór fram á um-
boðslaunin, þrjú prósentin,
varð fjölskylda hennar brjál-
uð og hótaði mér misþyrm-
ingum," sagði listaverkasal-
inn, sem hafði milligöngu um
sðluna. „Ég hef ákveðið að
gleyma þessum peningum, ég
kæri mig ekki um neinar bar-
smíðar."
Reuters
BIFREID björgunarmanna keyrir :' gegnum Moore, sem var eitt úthverfa Oklahoma-borgar, en var nánast
jafnað við jSrðu í náttúruhamförunum í gær. Við hlið bílsius má sjá tré sem veðrið hafði leikið grátt.
setinn finna innilega til með fórnar-
lömbum skýstrókanna og lofaði því
að stjórnvöld í Washington myndu
veita alla hugsanlega aðstoð.
Frekari náttúruhamfara gæti
hins vegar verið að vænta því veð-
urfræðingar  spáðu  áfram  slæmu
veðri á þessum slóðum.
Um 200 f slendingar eru búsettir í
borginni Tulsa í Oklahoma og
nokkrir einnig í Oklahoma-borg og í
Kansas. Að því er Morgunblaðið
komst næst sakaði engan þeirra í
ofsaveðrinu. Geirþrúður Jónsdóttir,
sem býr í Tulsa, sagði í samtali við
Morgunblaðið að sem betur fer
hefðu engin slys eða skemmdir orð-
ið þar í borg en gat þess að viðbún-
aður hefði verið afar mikill.
¦ Talið að/30
Indónesía
Hermenn
fella 28
mótmæl-
endur
Jakarta. Reuters.
HUNDRUÐ hermanna héldu í gær
uppi eftirliti á götum iðnaðarbæjar-
ins Krueng Geukueh í Indónesíu
þar sem hermenn skutu að minnsta
kosti 28 mótmælendur til bana í
fyrradag.
Bærinn er í Aceh-héraði, sem er
nyrst á eyjunni Súmötru og að
mestu leyti byggt múslimum. I hér-
aðinu hefur lengi verið mikil and-
staða við yfirráð Indónesíustjórnar.
Indónesíska fréttastofan Antara
hafði eftir formanni nefndar, sem
rannsakar blóðsúthellingarnar í
bænum, að 28 manns hefðu fallið.
Her Indónesíu hélt því hins vegar
fram að 18 hefðu beðið bana og 80
særst.
Wiranto hershöfðingi, yfirmaður
Indónesíuhers, kvaðst harma at-
burðinn og sagði að hermenn hefðu
skotið á mótmælendurna í sjálfs-
vörn. Herinn sagði að hermennirn-
ir hefðu hafið skothríðina eftir að
nokkrir mótmælendanna hefðu
skotið á þá. Nokkrir sjónarvottar
sögðu hins vegar að skothrfðin
hefði hafist eftir að nokkrir mót-
mælendur hefðu grýtt hersveitirn-
ar til að hefna sín á hermanni, sem
kastaði grjóti á þá.
Aceh hefur í reynd verið undir
stjórn hersins mestan hluta áratug-
arins vegna aðgerða hans gegn að-
skilnaðarsinnum, sem hafa látið að
sér kveða í héraðinu. Aðgerðum
hersins lauk í fyrra en íbúar hér-
aðsins hafa risið upp á síðustu mán-
uðum og mótmælt grimmdarverk-
um hersins á valdaskeiði hans.
Tony Blair um stríðið í Júgóslavíu
Lofar að binda
enda á þjóðar-
morð Milosevics
Búkarest, Brussel, Washington. Reuters.
TONY Blair, forsætisráðherra Bret-
lands, lofaði því í gær að Atlants-
hafsbandalagið (NATO) myndi binda
enda á hið „hræðilega þjóðarmorð"
sem Slobodan Milosevic, forseti
Júgóslavíu, hefði staðið fyrir í
Kosovo. Á sama tíma viðurkenndi
Klaus Naumann hershöfðingi, sem
nú hefur látið af störfum sem forseti
herráðs NATO, að bandalagið hefði
ekki ígrundað hernaðaráætlanir sín-
ar í Júgóslavíu nægilega í upphafi.
NATO hefði ekki beitt nægilegum
herstyrk strax í byrjun og hefði ekki
gert sér far um að grípa til hernað-
araðgerða sem komið hefðu Serbum
í opna skjöldu og valdið uppnámi hjá
stjórnvöldum í Belgrad.
Dagblaðið The Financial Times
hefur í dag, miðvikudag, eftir hátt-
settum fulltrúum innan Júgóslavíu-
stjórnar að Milosevic hugleiði nú að
heimila fámennum gæslusveitum á
vegum Sameinuðu þjóðanna að koma
til Kosovo. Pótt ólíklegt sé að NATO
telji Milosevic með þessu ganga
nægilega langt er engu að síður um
nokkra stefnubreytingu að ræða. Bill
Clinton forseti Bandaríkjanna hafði
aukinheldur sagst reiðubúinn að
hugleiða allar tilraunir til að leysa
deiluna áður en hann hélt af stað í
tveggja sólarhringa Evrópuför í
gærkvöldi.
Umræðan um landhernað skaut
aftur upp kollinum í gær en Nau-
mann hershöfðingi sagðist ekki sjá
ástæðu til þess að efna til landhern-
aðar í Júgóslavíu á þessu stigi. Á
sama tíma felldi Bandaríkjaþing
lagafrumvarp sem hefði veitt Bill
Clinton Bandaríkjaforseta rétt til
„allrar nauðsynlegrar valdbeiting-
ar", þ.m.t. landhernaðar. Hvíta húsið
KOSOVO-Albani hvflir lúin bein í Cegane-flóttamannabúðunum í Mak-
edóníu f gær en þar beið fólkið í biðröð eftir ýmsum hlifðarflíkum.
hafði lýst sig andsnúið frumvarpinu.
Engar vísbendingar voru um að
árangur hefði náðst i viðræðum Vikt-
ors Tsjernómýrdins, sendimanns
rússneskra stjórnvalda í deilunni um
Kosovo, við bandaríska ráðamenn í
gær og fyrradag. Þreifingar héldu
þó áfram og þýsk stjórnvöld til-
kynntu að utanríkisráðherrar
Tengslahópsins svokallaða, sam-
starfsnefnd sjö helstu iðnríkja heims
og Rússa, myndu hittast í Bonn á
morgun til skrafs og ráðagerða.
í Brussel neituðu fulltrúar NATO
hins vegar staðhæfingum Serba um
að herþotur bandalagsins hefðu ráð-
ist á fólksflutningabifreið í Vestur-
Kosovo á mánudag með þeim afleið-
ingum að sautján létust. Gáfu tals-
menn NATO í skyn að liðsmenn
Frelsishers Kosovo (UCK) hefðu
staðið fyrir árásinni en talsmenn
UCK sögðu að rútan hefði verið
mannlaus, þar hefði enginn fallið og
að um blekkingar serbnesku lögregl-
unnar hefði verið að ræða.
¦ Sjá iimfjölhm á bls. 31-32.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88
Blašsķša 89
Blašsķša 89
Blašsķša 90
Blašsķša 90
Blašsķša 91
Blašsķša 91
Blašsķša 92
Blašsķša 92