Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						STOFNAÐ 1913
105. TBL. 87. AEG.
MIÐVIKUDAGUR 12. MAI1999
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Engin merki um fækkun
í herliði Serba í Kosovo
Svönum og
sumri fagnað
í BOSTON í Bandaríkjunum er
sumarið endanlega komið þegar
svönunum hefur verið sleppt á
vatnið í helsta almenningsgarðin-
um í borginni. Er því fagnað með
söng og dansi og blómum stráð á
leið svananna niður að vatninu.
Stríðsátökin
í Afríku
Hættu-
legir
sjúkdóm-
ar í sókn
Jóhannesarborg. Reuters.
STRÍÐSÁTÖK eru á a.m.k. 12
stöðum í Afríku og þau eru
ekki einu plágumar, sem herja
á hina svörtu álfu. Þar sækja
líka fram alls kyns hættulegir
sjúkdómar.
Á síðustu vikum hefur
svartidauði skotið upp kollin-
um í Namibíu; í Kongó geisar
Marburg-sótt, sem líkist ebola-
veikinni; í Angóla er lömunar-
veikifaraldur og í Mósambík
herjar malarían sem aldrei
fyrr. Dr. Neil Cameron, yfir-
maður smitsjúkdómavarna í
Suður-Afríku, segir að þessir
sjúkdómar séu ekki nýir af nál-
inni en stríðsátökin hafi kynt
undir þeim. „Við skulum minn-
ast þess, að í fyrri heimsstyrj-
öldinni féllu fleiri úr taugaveiki
og sjúkdómum, sem lýsnar
báru með sér, en fyrir byssu-
kúlum," segir hann. „Lömun-
arveikifaraldurinn stafar af
stríðinu í Angóla."
Hundruð falla fyrir
heilahimnubólgu
Auk áðurnefndra sjúkdóma
hefur heilahimnubólga drepið
hundruð manna í Súdan og
Mið-Afríkulýðveldinu og í
Sómalíu geisar kólerufaraldur.
Pá er holdsveikin, sem hefur
verið útrýmt víðast hvar, enn
mikill ógnvaldur í Nígeríu,
Mósambík, Eþíópíu, Kongó og
Níger.
Kínverjar hóta að
beita neitunarvaldi
í öryggisráðinu
nema loftárásum á
Serbíu ljúki fyrst
Washington, Belgrad, Haag. Reuters.
STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum
vísuðu í gær á bug tilmælum Rússa
og Kínverja um að loftárásum á Júg-
óslavíu yrði hætt en kínverska
stjórnin hefur gefið í skyn, að hún
muni ella koma í veg fyrir tilraunir
vestrænna ríkja til að finna lausn á
Kosovo-málinu á vettvangi Samein-
uðu þjóðanna. Talsmenn NATO
sögðu í gær, að þess sæjust engin
merki, að Serbar væru að fækka í
herliði sínu í Kosovo eins og þeir
sögðust ætla að gera. Þvert á móti
hefðu þeir hert hernaðinn gegn
skæruliðum Kosovo-Albana.
Víktor Tsjernomyrdín, milligöngu-
maður Rússa í Balkandeilunni, sagði
í gær að loknum viðræðum við Jiang
Zemin, forseta Kína, í Peking, að
miMlvægast væri að stöðva loftárás-
irnar. Tsjernomyrdín kvaðst hins
vegar vera með nýjar tillögur, sem
hann hygðist kynna Bandaríkja-
stjórn. ígor ívanov, utanríkisrað-
herra Rússlands, sakaði NATO-ríkin
um lítinn samningsvilja með því að
hafa hafnað yfirlýsingu Júgóslavíu-
stjórnar um takmarkaðan brottflutn-
ing hersins frá Kosovo.
Qin Huasun, sendiherra Kína hjá
SÞ, sagði seint í fyrrakvöld, að póli-
tísk lausn fyndist ekki fyrr en loft-
árásirnar yrðu stöðvaðar. Ef það
yrði ekki gert, væri til einskis að
ræða málið í öryggisráðinu. Með því
virtist hann vera að gefa í skyn, að
Kínverjar aetluðu sér að koma í veg
fyrir umræður um þau megindrög,
sem G7-ríkin og Rússland urðu ásátt
um 6. maí. Jiang Zemin, forseti Kína,
BÖRN frá Kosovo eru farin að stunda skóla í flóttamannabúðum í Albaníu og skðlatöskurnar
hafa þær fengið frá Barnahjálparsjóði Sameinuðu þjóðanna.
Reuters
lét svipuð ummæli falla í gær í viðtali
við Xinhua-fréttastofuna.
Joe Lockhart, talsmaður Hvíta
hússins, sagði í gær, að loftárásum
yrði haldið áfram þar til Slobodan
Milosevic, forseti Júgóslavíu, féllist á
meginkröfur NATO og Jamie Shea,
talsmaður NATO, sagði, að ekkert
benti til, að Serbar væru að fækka í
herliðinu í Kosovo. Þeir hefðu sagst
ætla að gera það vegna þess, að þeir
væru búnir að sigra skæruliða en
síðustu daga hefðu þeir verið að
herða hernaðinn gegn þeim, einkum
í Vestur-Kosovo.
Segja kæruna „fáránlega"
Alþjóðadómstóllinn í Haag fjallaði
í gær um kæru Júgóslavíustjórnar
en þar er því haldið fram, að árásir
NATO-ríkjanna á landið jaðri við
þjóðarmorð og hafi verið gerðar í
trássi við alþjóðalög. Lögfræðilegur
ráðgjafi þýsku stjórnarinnar vísaði
kærunni á bug sem fáránlegri og
skoraði á dómstólinn að hafna henni.
Það sama gerði ráðgjafi Bandaríkja-
stjórnar, sem sagði kæruna heims-
met í hræsni og yfirdrepsskap.
Miklar loftárásir voru gerðar á
Júgóslavíu í gær og þar á meðal á
Belgrad. Var ráðist á olíugeyma,
verksmiðjur og samgöngumannvirki.
Er almenningur farinn að finna
verulega fyrir árásunum og eru ýms-
ar nauðsynjavörur að verða ófáan-
legar, t.d. sápa og þvottaduft.
¦ Kynt undir/22
Minnihlutastj órn
mynduð í Wales
London. Morgunblaðið.
ALUN Michael, forystumaður
Verkamannafiokksins í Wales, til-
kynnti í gær, að hann ætlaði að
mynda minnihlutastjórn í Wales en í
heimastjórnarkosningunum fékk
flokkurinn 28 af 60 þingsætum.
Michael hefur tryggt stuðning Plaid
Cymru, welska þjóðernisflokksins,
og frjálsra demókrata við minni-
hlutastjórnina. I Skotlandi halda við-
ræður Verkamannaflokks og frjálsra
demókrata áfram og er vonast til, að
samið verði á fimmtudag í síðasta
lagi en þá kýs þingið heimastjórninni
forystumann, sem víst er talið, að
verði Donald Dewar, leiðtogi Verka-
mannaflokksins.
Stjórnarmyndunarviðræður í Wa-
les leystust upp i fyrrakvöld og leið-
togi Verkamannaflokksins, Alun
Michael, sagði í gær, að hann hefði
ákveðið að fara minnihlutastjórnar-
Blair gagnrýndur
fyrir afskipti í
Skotlandi
leiðina í anda nýja heimastjórnar-
þingsins, sem átti að ávinna sér
traust almennings og skapa traust
milli stjórnmálamanna. Samsteypu-
stjórn hefði orðið til þess að draga
of skarpar línur milli flokka og
manna og virka útilokandi fyrir
suma. Welskir þingmenn undirrit-
uðu eiðstafi sína í gær og í dag kem-
ur þingið saman og velur Alun
Michael fyrsta ráðherra Wales.
Stjórnarmyndunarviðræður
Verkamannaflokks og frjálslyndra
demókrata í Skotlandi héldu áfram í
gær. Nokkur óánægja er í herbúð-
um beggja. Talið var,  að Verka-
mannaflokkurinn myndi fallast á
kröfur frjálsra demókrata um hlut-
fallskosningar í næstu sveitar-
stjórnakosningum og að frjálsir
demókratar féllu frá kröfunni um
afnám háskólagjalda.
Talsvert hefur verið gert úr af-
skiptum ráðherra Verkamanna-
flokksins af stjórnmálunum í
Skotlandi. Tony Blair forsætisráð-
herra er í stöðugu sambandi við
Dewar og hefur það leitt til ásakana
þjóðernissinna um að forsætisráð-
herrann í London ráði ferðinni í
stjórnarmyndunarviðræðunum.
Brezk blöð hafa tekið forsætisráð-
herrann á beinið fyrir afskipti hans
og sagt, að nú þegar þessum áfanga,
sem hann barðist fyrir, sé náð eigi
hann að vita, að tilskipanir úr Down-
ingstræti 10 gildi ekki lengur alls
staðar á Bretlandi.
Fjárhagn-
um bjarg-
að með
fangelsi
Moskvu. AP.
RÁÐAMENN í borginni
Slavgorod í Síberíu eru að
velta fyrir sér nýjum aðferð-
um við að hressa upp á bágan
fjárhaginn. Lagt hefur verið
til, að borgin komi upp fang-
elsi fyrir afbrotamenn, sem
hafa efni á því að láta sér líða
vel á bak við lás og slá.
Sá, sem á hugmyndina að
þessu, heitir Alexander Jeger,
virðingarverður borgari nú en
var í eina tíð einn af kunningj-
um lögreglunnar. Jeger hefur
lagt til, að borgin kaupi gjald-
þrota klæðaverksmiðju og
breyti henni í fyrirmyndar-
fangelsi. I því yrðu allir klefar
með sjónvarpstæki, ísskáp og
baði.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72