Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						|M*rgmiH*Mfe
116. TBL. 87. ARG.
STOFNAÐ 1913
FIMMTUDAGUR 27. MAI1999
Bágtgengi
evrunnar veld-
ur áhyggjum
Lundúnum, París. AFP.
EVRAN, hin sameiginlega mynt að-
ildarríkja Evrópusambandsins, féll í
gær gagnvart bandarískum dal, úr
1,0604 á þriðjudag í 1,04575 um
miðjan dag í gaar, og hefur gengi
evrunnar aldrei verið jafnlágt. Er
það rakið til viðbragða markaðarins
við slæmum horfum í efnahagsbú-
skap Evrópuríkja.
Þrengingar evrunnar undan-
farna daga eru að megninu til tald-
ar tilkomnar vegna opinberra birt-
inga á afar óhagstæðum hagtölum
aðildarríkja ESB. Síðustu óheilla-
tíðindin komu frá ítalíu, en þar
hafa ráðamenn varað við því að
erfitt kunni að reynast að ná fram
tilsettum viðmiðum um leyfilegan
fjárlagahalla ríkisbúskaparins, sem
má ekki fara yfir 2% af vergri þjóð-
arframleiðslu. Er ástæðan sú að
sýnt þykir að verg þjóðarfram-
leiðsla verði lægri á árinu en spáð
hafði verið. Tilkynning ríkisstjórn-
ar ítalíu kemur í kjölfar hagtalna
frá Þýskalandi sem benda til þess
að þýskt efnahagslíf hafi brugðist
illa við í aprfl sl. er sýnt þótti að
þýska stjórnin myndi fresta fyrir-
huguðum breytingum á skattalög-
gjöfinni.
Wim
Duisenberg
Bandarískt
efnahagslíf held-
ur hins vegar
góðri siglingu
fram á við og
þykjast menn sjá
greinileg merki
þess að fjárfest-
ar kjósi banda-
ríkjadal umfram
evruna. Wim
Duisenberg,
bankastjóri Seðlabanka Evrópu,
segir í viðtali við vikuritið
Wirtschaftswoche, sem birtist í dag,
að nokkur ár geti liðið uns evran nái
traustri fótfestu á fjármálamörkuð-
um heims. „Evran er þegar orðin
trúverðugur gjaldmiðill, en vissu-
lega gæti trúverðugleiki hennar
verið meiri. Þetta er tímafrekt ferli
sem tekur mánuði, ef ekki ár," sagði
Duisenberg.
í gær var haft eftir Yves-Thibault
de Silguy, sem fer með viðskiptamál
í framkvæmdastjórn ESB, að síð-
ustu fregnir um bágt gengi evrunn-
ar yllu ekki áhyggjum. „Húsið
brennur ekki en við verðum að vera
á varðbergi á komandi vikum og
mánuðum," sagði de Silguy.
Hermt að ákæra á hendur Milosevic verði gefín út af Stríðsglæpadómnum
Júgóslavíuforseti verði
ákærður fyrir stríðsglæpi
Brussel, Moskvu, Stokkhtíimi. Reuters, AP.
HAFT var eftir ónefndum heimild-
armanni, sem starfar hjá stríðs-
glæpadómstól Sameinuðu þjóðanna
í Haag, í gær að Slobodan Milosevic,
Júgóslavíuforseti, hafi verið ákærð-
ur fyrir stríðsglæpi og að ákæru-
sMpun hafi þegar verið undirrituð af
fulltrúum dómstólsins. Talið er að
ákæran hljóði upp á stríðsglæpi þá
sem Serbar hafa framið í Kosovo-
héraði, þar sem yfir milljón Kosovo-
Albanar hafa verið hraktir frá heim-
ilum sínum, hundruð þúsunda flúið
til nágrannaríkja og ótilgreindur
fjöldi myrtur af vopnuðum sveitum
Serba. Jim Landale, talsmaður
stríðsglæpadómstólsins, vildi ekki
tjá sig um málið í gær en sagði að
Louise Arbour, aðalsaksóknari dóm-
stólsins, myndi opinbera afar mikil-
væga tilkynningu um hádegisbil í
dag. Madeleine Albright, utanrflás-
ráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær
að of snemmt væri að tjá sig um
fréttirnar. Tók Jamie Shea, tals-
maður Atlantshafsbandalagsins
(NATO), í sama streng og sagðist
ekki hafa heyrt neina opinbera yfir-
lýsingu þessa efnis.
Fréttaskýrendur telja að ákæran
kunni að styrkja málstað Atlants-
hafsbandalagsins (NATO), sem
hafnað hefur alfarið öllum mála-
miðlunum í stríðinu á
Balkanskaga. Var haft
eftir vestrænum erind-
rekum í gær að ákær-
an kynni að breyta þró-
un      mála      á
Balkanskaga. Þó slá
menn ýmsa varnagla í
ljósi þess að sáttaum-
leitanir í Kosovo-deil-
unni kunna að verða
flóknari fyrir vildð. En
. eitt skilyrða Milosevies
fyrir endalokum stríðs-
ins er að honum verði
veitt friðhelgi gagnvart
stríðsglæpadómstóln-
um í Haag.
Þá er talið að ákæran
muni auka þrýsting á þá aðila - líkt
og Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands - sem helst hafa viljað sjá
landhersveitir ráðast til inngöngu í
Kosovo-hérað í stað þess að frið-
mælast við Milosevic, yfirlýstan
stríðsglæpamann. „Ég get ekki séð
að nokkur fulltrúi vestrænna ríkja
geti samið við Milosevic nú, nema þá
til að fallast á uppgjöf hans," sagði
evrópskur erindreki í höfuðstöðvum
NATO í gær. Ef af kærunni verður,
þá þýðir það að Milosevic getur ekki
yfirgefið Júgóslavíu nema að eiga á
Louise Arbour
hættu að verða hneppt-
ur í varðhald og færður
til Haag.
Fréttastofa CNN,
sem fyrst greindi frá
fréttunum, sagði í gær
að líkur væru á að kær-
ur á hendur fleirum en
Milosevic fylgdu í kjöl-
farið. Þá var enn óljóst
hvort kæran myndi
hljóða upp á glæpi gegn
mannkyninu, þjóðar-
morð eða stríðsglæpi
með tilvísan í aðra al-
þjóðlega sáttmála.
Sáttatilraunum
fram haldið
Á meðan loftárásum NATO var
haldið áfram á hernaðarlega mikil-
væg skotmörk í Júgóslavíu í gær sat
Strobe Talbott, aðstoðarutanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, stífa fundi í
Moskvu þar sem hann leitaðist við að
minnka áherslumun NATO og Rúss-
lands varðandi lausn átakanna á
Balkanskaga. Talbott og Martthi
Ahtisaari, forseti Finnlands og sér-
legur erindreki Evrópusambandsins
í málefnum Kosovo, funduðu með
Viktor Tsjérnómýrdín og sagði Tal-
bott fyrir fundinn að NATO myndi
standa fast á meginkröfum sínum
um að Serbar hverfi með allt herlið
sitt frá Kosovo og að alþjóðlegt frið-
argæslulið í héraðinu muni saman-
standa af hermönnum NATO-ríkja.
Þá lagði hann áherslu á að Kosovo-
héraði yrði ekki skipt upp.
Igor ívanov, utanríkisráðherra
Rússlands, var í Svíþjóð í gær og
fundaði þar með Kofi Annan, aðal-
ritara Sameinuðu þjóðanna. Eftir
fundinn sögðu þeir Annan og
ívanov að allir hlutaðeigandi aðilar
væru að leggjast á eitt um að ná
fram friðsamlegri lausn á átökunum
í Kosovo. Sagði ívanov þó að nokk-
uð bæri enn í milli áherslna Vestur-
landa og Rússlands.
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Manchester
United Evr-
ópumeistari
ENSKA knattspyrnuliðið
Manchester United varð í gær
Evrópumeistari í knattspyrnu eftir
2:l-sigur á þýska liðinu Bayern
MUnchen í úrslitaleik Meistara-
deildarinnar á Camp Nou-leik-
vanginum í Barcelona.
Mikil fagnaðarlæti brutust út á
Englandi, ekki síst í nágrenni
Manchester-borgar, og sagði m.a. í
yfirlýsingu frá Tony Blair, forsæt-
isráðherra Breta, að leikmenn liðs-
ins hefðu unnið stórkostlegt
íþróttaafrek.
Danski landsliðsmarkvörðurinn
Peter Schmeichel lyftir hér Evr-
ópubikarnum á loft í félagi við
knattspyrnustjórann Alex Fergu-
son. Þar með er þriðji titill
Manchester-liðsins í höfn á leiktíð-
inni, því það varð einnig enskur
deildar- og bikarmeistari.
¦ Tvölið/B2
Finnar and-
snúnir sam-
einingu ESB
ogVES
Helsinki. Reuters.
AÐ SÖGN Jan-Erik Enestam, varn-
armálaráðherra Finnlands, eru þau
aðildarríki     Evrópusambandsins
(ESB) sem standa utan Vestur-Evr-
ópusambandsins (VES) og NATO
andsnúin tillögum Þjóðverja um að
setja VES undir ESB með formlegum
hætti. Enestam sagðist í viðtali við
Reuters í gær þess fulMss að ríki sem
sótt hafa það fast að af sameiningu
stofnananna yrði, muni fallast á laus-
leg tengsl þeirra
„Það er einkanlega erfitt fyrir hlut-
lausu ríkin að fallast á fulla samein-
ingu VES og ESB," sagði Enestam og
benti á stefnu Finnlands, Svíþjóðar,
írlands og Austurríkis, máli sínu til
stuðnings. „Finnland eitt gæti hindr-
að fyrirhugaða sameiningu," sagði
Enestam.
Að undanförnu hefur gætt aukins
vflja meðal ráðamanna nokkurra
ESB-ríkja til að samþætta VES innan
ESB. Hafa ráðherrar VES-ríkja sam-
þykkt að hefja slfkt undirbúningsstarf
á leiðtogafundi Evrópusambandsins í
Köln 3.-4. júní nk., að frumkvæði
þýsku stjórnarinnar.
Ein meginstoð VES, sem kveður á
um sameiginlegar varnir, gengur hins
vegar í berhögg við hlutleysisstefnu
þeirra Evrópuríkja sem standa utan
varnarbandalaga. Sagði Enestam að
möguleg málamiðlun gæti verið að
fjarlægja þær lagagreinar sem kveði
á um að aðildarríki skuldbindi sig til
sameiginlegra varna.
Reuters
The Sun biðst afsökunar
Lundúnum. Morgunblaðið.
BRESKA æsifréttablaðið The
Sun baðst í gærkvöldi opinber-
lega afsökunar á að hafa birt tíu
ára gamla mynd af Sophie Rhys-
Jones, unnustu Játvarðs prins,
þar sem annað brjóst hennar
sást. Dagblaðið hafði keypt
myndir af Rhys-Jones af vin-
konu hennar og var ætlun blaðs-
ins að birta þær í þremur tölu-
blöðum. Vakti fyrirhuguð mynd-
birting mikla andstöðu og reiði,
meðal annars frá konungsfjöl-
skyldunni. Sérstök siðanefnd
mun fjalla um myndbirtingu The
Sun á næstunni.
¦ Leyniþjónusta/28
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76