Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						STOFNAÐ 1913
131. TBL. 87. ARG.
SUNNUDAGUR 13. JUNI1999
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Hersveitir NATO
halda inn í Kosovo
Ekkert fararsnið á rússneskum
hersveitum í Pristina og Jeltsín
hækkar foringja þeirra í tign
Blace, Pristina, Brussei, Lundúnum, Washington.
FRIÐARGÆSLUSVEITIR Atlants-
hafsbandalagsins (NATO) streymdu
loft- og landleiðina inn í Kosovo-hérað
frá Makedóníu í dagrenningu á laug-
ardag aðeins örfáum klukkustundum
eftir óvænta atburði næturinnar er
um 200 manna rússnesk hersveit fór
inn í héraðið úr Serbíu í norðri og tók
sér stöðu við fiugvöllinn í Pristina,
héraðshöfuðstað Kosovo. Síðdegis á
laugardag lokaði rússneska sveitin
fiugvellinum og meinaði blaðamönn-
um aðgang. Klukkan þrjú að staðar-
tíma komu fyrstu sveitir breska hers-
ins til Pristina þar sem höfuðstöðvar
friðargæslusveitanna verða. Vænst
var komu Sir Michaels Jacksons,
hershöfðingja og yfirmanns KFOR-
friðargæslusveitanna, flugleiðis síðar
um daginn.
Þrátt fyrir yfirlýsingu ígors
ívanovs, utanríkisráðherra Rúss-
lands, aðfaranótt laugardags um að
innreið rússnesku hersveitarinnar í
Kosovo hafi verið „óheppileg" og að
foringjum hennar hafi verið fyrirskip-
að að hverfa frá héraðinu og bíða
frekari fyrirmæla halda Rússar enn
kyrru fyrir í Pristina. Síðdegis í gær
var tilkynnt að meira en eitt hundrað
rússneskir hermenn úr friðargæslu-
sveitum Rússa í Bosníu væru á leið
þaðan til Kosovo og að ekki væri
óhugsandi að fleiri yrðu sendir. Inn-
reið rússnesku hersveitarinnar að-
faranótt laugardags kom leiðtogum
NATO í opna skjöldu og var í mót-
sögn við yfirlýsingar stjórnvalda í
Moskvu á föstudag þess efnis að
Rússar myndu ekki halda inn í
Kosovo fyrr en samþykki NATO lægi
fyrir.
í fararbroddi innreiðar KFOR,
friðargæslusveita NATO í Kosovo,
voru bandarískar Apache-árásarþyrl-
ur og breskar Chinook-herþyrlur.
Landleiðina hófu vagnar breska stór-
skotaliðsins sókn sína inn í héraðið
auk fyrstu hersveita KFOR, sem taka
mun stjórnina í Kosovo. Ferð her-
sveitanna um fjallaskörðin frá landa-
mærum Makedóníu tilPristina sóttist
þó fremur seint og er aðgerðin hafði
staðið í um fjórar stundir höfðu sveit-
ir Breta og Frakka aðeins lagt um 25
km að baki. Voru tafirnar raktar til
Reuters, AFP, AP.
þess að sérsveitir NATO urðu að
gera jarðsprengjur og sprengjugildr-
ur er á leið þeirra urðu óvirkar. Gert
var ráð fyrir því í undirbúningi að-
gerða að tafir gætu orðið en vitað var
að í Kacanik-fjallaskarðinu væri mik-
ið um sprengjugildrur sem Serbar
höfðu skilið eftir.
Um 1.500 breskir hermenn og
1.200 franskir voru í fyrsta hópnum
er hélt inn í Kosovo. Fyrirhugað var
að senda af stað ítalska hersveit, um
2.000 hermenn, síðdegis á laugardag
og áttu um 8.500 þýskir hermenn að
halda inn í héraðið frá Albaníu á
sunnudag. Þá verða bandarískar her-
sveitir landgönguliða sem gengu á
land í Grikklandi á fóstudag sendar
inn hið fyrsta.
Lftið gert úr ágreiningi
Talsmenn NATO sögðu á laugardag
að innreið friðargæsluliðs bandalags-
ins gengi vel fyrir sig. „Brottflutning-
ur hersveita Serba er að aukast.
Landhersveitir Serba hafa fram að
þessu farið eftir fyrirmælum um
brottflutninginn," sagði Jamie Shea,
talsmaður NATO, í Brussel í gær. Þá
gerðu embættismenn lítið úr ágrein-
ingi NATO og Rússlands vegna inn-
reiðar rússnesku hersveitarinnar að-
faranótt laugardags. „Við tökum
fregnunum með rrúMli ró," sagði
embættismaður NATO við Reuters í
gær. Jamie Shea sagði að atburður-
inn væri ekki alvarlegur og sagðist
hann vera í góðu sambandi við stjórn-
völd í Moskvu. Embættismenn
bandaríska varnarmálaráðuneytisins
sögðu að á þetta atvik bæri að líta
sem „kynningarbrellu" rússneskra
stjórnvalda. Þá sagði George Robert-
son, varnarmálaráðherra Bretlands, í
viðtali við BBC í Lundúnum í gær að
innreið rússnesku herdeildarinnar
væri einangrað tilfelli og að hermenn-
irnir hefðu látið heragann víkja fyrir
ákefð sinni.
Ekki er ljóst hver gaf fyrirskipun-
ina til rússnesku herdeildarinnar sem
hélt inn í Kosovo aðfaranótt laugar-
dags og segja rússneskar fréttastofur
að atburðurinn hafi jafnvel komið
háttsettum embættismönnum þar í
landi  á óvart.  Borís Jeltsín  Rúss-
Reuters
BRESKAR hersveitir sem komu með Chinook-herþyrlum breska flughersins til Kosovo taka sér stöðu við út-
jaðar borgarinnar Kacanic í suðurhluta héraðsins á laugardagsmorgun.
landsforseti fundaði með þeim ígor
Sergejev varnarmálaráðherra og
ígor ívanov utanríkisráðherra í
Kreml á laugardagsmorgun þar sem
farið var yfir þróun mála. Ekkert hef-
ur verið upplýst um fundinn en tals-
maður forsetans sagði að honum
loknum að Jeltsín hefði gefið fyrir-
skipanir um að „hrinda alþjóðlegum
aðgerðum í Kosovo í framkvæmd".
Þykja viðbrögð stjórnvalda í Moskvu
afar misvísandi í h'ósi fyrrnefndra
ummæla ívanovs á sjónvarpsstöðinni
CNN aðfaranótt laugardags. Eftir
fund ráðherranna og forsetans sagði
embættismaður í Kreml í viðtali við
AFP að Jeltsín hefði lagt blessun sína
yfir innreið rússnesku hersveitarinn-
ar. Þá bárust fréttir af því að síðdegis
hefði forsetinn fyrirvaralaust hækkað
Viktor Zavarsin, hershöfðingja og
foringja rússnesku hersveitarinnar í
Pristina, í tign. Rússneska Interfax-
fréttastofan sagðist í gær hafa heim-
ildir fyrir því að rússnesk stjórnvöld
hefðu ákveðið að fjölga fljótlega her-
mönnum sínum í Kosovo.
Strobe Talbott, aðstoðarutanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, sem stadd-
ur er í Moskvu, fundaði í gær með
embættismönnum rússneska utanrík-
isráðuneytisins um hlutverk Rússa í
KFOR-friðargæsluliðinu. Þá er talið
að vera rússnesku hersveitarinnar í
Pristina hafi verið rædd og Banda-
ríkjamenn hafi farið fram á skýringar
frá Rússum. í yfirlýsingu Hvíta húss-
ins í gær kom fram að Clinton Banda-
ríkjaforseti og Jeltsín myndu ræðast
við um stöðuna í dag, sunnudag.
¦ Þúsundir NATO-hermanna/6
¦ **t£ Hl___—^rtÉ^Bk	
•:	1
Flutti messu
þrátt fyrir
óhapp
GREINA mátti sáraumbúðir á
höfði Jóhannesar Páls páfa í gær
er hann flutti messu í bænum
Sandomierz í Póllandi. Greindu
talsmenn páfagarðs frá því að
páfi hefði hrasað á föstudag og
meitt sig lítillega, með þeim af-
leiðingfum að sauma þurfti þrjú
spor. Þrátt fyrir óhappið lét páfi
engan bilbug á sér finna og engar
breytingar voru gerðar á dagskrá
Póllandsheimsóknar hans.
Yfirlýsing um vilja
eðn stjórnarskrá?
41    W%
„VIÐTÆKARI SATT
ER MARKMIÐIÐ"
ÞETTA BJARGAST
B

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
32-33
32-33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64