Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						STOFNAÐ 1913
132. TBL. 87. ARG.
ÞRIÐJUDAGUR 15. JUNI1999
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Finna ummerki
um fjöldagrafir
Pristina, Washington, Belgrad, Moskvu, Kacanik. Reuters, AFP, AP.
KFOR-FRIÐAEGÆSLULIÐAR undir stjórn Atlantshafsbandalags-
ins (NATO) fundu í gær að talið er þrjár fjöldagrafir 91 Kosovo-Al-
bana í nágrenni Kacanik í suðurhluta Kosovo. Að sögn íbúanna gengu
serbneskir hermenn berserksgang um þrjú þorp í nágrenni Kacanik,
Rumjeva, Kothimce og Stagov, 8. og 9. apríl síðastliðinn. Sögðu íbú-
arnir að hermennirnir hefðu drepið alla þá sem á vegi þeirra urðu, þar
á meðal þriggja mánaða gamalt stúlkubarn, eftir að hafa lotið í lægra
haldi í bardaga við liðsmenn Frelsishers Kosovo (UCK).
Reynist frasagnir íbúanna réttar
eru þetta fyrstu fjöldagrafir sem
friðargæsluliðar NATO finna í
Kosovo og óttast menn að þær
kunni að vera mun fleiri.
Serbneskir hermenn og óbreytt-
ir borgarar héldu þúsundum sam-
an leið sína frá Kosovo á móti
straumi KFOR-friðargæsluliða,
sem sl. daga hafa aukið umfang
friðargæslunnar í héraðinu.
Spenna skapaðist víða í Kosovo er
serbneskir íbúar hlóðu óttaslegnir
farartæki sín og rútur áður en þeir
yfirgáfu héraðið, en þeir hræðast
margir hverjir endurkomu Albana
í hefndarhug.
Alþjóðlegi Rauði krossinn áætlar
að yfir 11.000 Serbar hafi yfirgefið
Kosovo frá því að friðarsamkomu-
lag var undirritað í síðustu viku.
Segja samvinnu við Rússa
vera Iykilatriði
Eftir óvænta atburði helgarinn-
ar, er um 200 rússneskir hermenn
skutu NATO ref fyrir rass og
héldu inn í Pristina, héraðshöfuð-
borg Kosovo, og hertóku flugvöll-
inn þar, héldu ráðamenn í Rúss-
landi og Bandaríkjunúm áfram að
ræða hlutverk Rússa í KFOR-frið-
argæsluliðinu.
Að loknu símasamtali Bill Clint-
ons, forseta Bandaríkjanna, við
Borís Jeltsín, forseta Rússlands,
var ráðgert að William Cohen,
varnarmálaráðherra Bandaríkj-
anna, og ígor Sergeyev, varnar-
málaráðherra Rússlands, funduðu í
Helsinki í vikunni til að leggja
lokadrög að samkomulagi um hlut-
verk Rússa í KFOR. Eru vonir
bundnar við að sáttir um máhð ná-
ist fyrir helgi.
„Við höfum náð verulegum ár-
angri í dag," sagði Madeleine Al-
bright, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, er hún tilkynnti fund
þeirra,^ en hún mun einnig funda
með Igor ívanov, utanríkisráð-
herra Rússlands, í Finnlandi. Joe
Lockhart, upplýsingafulltrúi Hvíta
hússins, sagði það lykilatriði að
Rússar ynnu með NATO að friðar-
gæslu í héraðinu og að allar her-
sveitir Rússa yrðu undir sama hatt
settar.
¦ Arásir, eyðiIegging/30-31
Reuters
BRESKUR friðargæsluliði krýpur þar sem talin er vera
fjöldagröf 91 Kosovo-Albana í Kacanik í suðurhluta Kosovo.
Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu, ávarpar landa sína
Boðar
tíma
endur-
reisnar
Belgrad. Reuters.
SLOBODAN Milosevic, forseti Jú-
góslavíu, sagði löndum sínum í gær
að hið versta væri nú yfirstaðið
fyrir Júgóslavíu og „nú er friði
hefði verið komið á á ný, væri tími
uppbyggingar runninn upp." Þetta
er í fyrsta skipti sem forsetinn
kemur opinberlega fram frá því
hann tilkynnti þjóð sinni friðar-
samkomulagið um Kosovo í sjón-
varpi sl. fimrntudag.
Á sama tíma tílkynnti öfgaþjóð-
ernissinninn og aðstoðarforsætis-
ráðherra Serbíu, Vojislav Seselj, að
hann, ásamt fimmtán ráðherrum úr
Róttæka flokknum (SRS), myndi
ganga úr ruasstjórninni. Astæðan
er andstaða flokksmanna við þann
hluta friðarsamkomulagsins sem
felur í sér að hermenn NATO stígi
fæti á „júgóslavneska jörð" eins og
Seselj komst sjálfur að orði.
„Okkur hefur ekki einungis tek-
ist að verja móðurland okkar á
hetjulegan hátt, heldur einnig að
fá tryggingu Sameinuðu þjóðanna
(SÞ) fyrir sjálfstæði okkar og
óskertu landsvæði Júgóslavíu,"
sagði Milosevic í ræðu sem hann
hélt við athöfn sem markaði upp-
haf endurgerðar á brúnni yfir
Dóná í Beska, þorpi í um 20 km
Reuters
SLOBODAN Milosevic, forseti Júgóslavíu, heilsar íbúuni
Beska sem fögnuðu komu hans í gær.
fjarlægð frá Novi Sad, héraðshöf-
uðstað Vojvodina í Serbíu. Er brú-
in eitt af mörgum mannvirkjum
sem eyðilögðust í loftárásum Atl-
antshafsbandalagsins á Jú-
góslavíu.
I kjölfar friðarsamkomulagsins
hafa margir haldið því fram að tími
Milosevic sé brátt á enda, ekki síst
þar sem Vesturlönd hafa lýst því
yfir að engu fjármagni muni varið
til uppbyggingar í Serbíu svo lengi
sem Milosevic er við völd.
Fjarar undan Milosevic
Nú er SRS, einn af þremur stjórn-
araflokkum Serbíu, hefur hætt í rík-
isstjórn þykir halla enn frekar und-
an fæti fyrir forsetanum þar sem
hann hefur sótt stóran hluta stuðn-
ings síns í þinginu til SRS.
I  grein  eftir  John  Simpson,
fréttastjóra erlendra frétta BBC er
birtist í The Daify Telegraph, segir
hins vegar að margt bendi til að
Milosevic sé ekki á förum.
Hefur Simpson til að mynda eftir
samstarfsmanni Milosevic að hann
hafi áunnið sér traust meðal margra
fyrir að ætla sér ekki að flýja þá að-
stöðu sem hann er kominn í, ekki
síst vegna ákæru stríðsglæpadóm-
stóls SÞ fyrir glæpi gegn mannkyni.
Ennfremur segir heimildarmaður
hans Milosevic vera hæfastan til að
stjórna landinu.
Segir Simpson sannleikskorn að
finna í þeim ummælum. Til að
mynda hefur stjórnarandstaðan í
Serbíu sjaldan verið klofnari en nú
og þeir sem líklegastir hafa verið
taldir tíl að taka við af Milosevic
hafa einnig verið ákærðir fyrir
stríðsglæpi.
Sljórnir Belgíu og Lúxemborgar féllu í
þingkosningum um helgina
Díoxín-hneykslið
felldi Dehaene
Brussel, Lúxemborg. Reuters.
STJÓRNIN í Belgíu féll í þingkosn-
ingum sem fram fóru f landinu á
sunnudag og afhenti Jean Luc-
Dehaene, forsætisráðherra Belgíu,
Alberti konungi afsagnarbeiðni sína
í gær. Sagði Dehaene líklegt að
hann hætti alfarið afskiptum af
stjórnmálum í kjölfar ósigurs
Kristilega     demókrataflokksins
(CVP) í kosningunum. Stjórnin í
Lúxemborg féll einnig í þingkosn-
ingum á sunnudag, en kosningarnar
í Belgíu og Lúxemborg voru haldn-
ar samhliða kosningum til Evrópu-
þingsins, sem fram fóru í öllum
fimmtán aðildarlöndum Evrópu-
sambandsins.
„Ég mun taka sæti á næsta þingi
en á þessari stundu veit ég ekki
hvort ég muni sitja þar kjörtímabil-
ið á enda," sagði Dehaene, sem er
58 ára gamall og hefur verið forsast-
isráðherra Belgíu frá 1992. „Ég
fæddist ekki inn í stjórnmálin og ég
ætla sannarlega ekki að verða elli-
dauður í þeim."
Dehaene kvaðst taka fulla ábyrgð
á kosningaósigri CVP, sem talinn er
eiga rætur að rekja til díoxín-meng-
unarhneykslisins sem kom upp í
Belgíu aðeins þremur vikum fyrir
kosningarnar, og að hann myndi
hætta formennsku í flokknum. Allir
fjórir stjórnarflokkarnir töpuðu
reyndar fylgi en frjálslyndir og
græningjar, sem voru í stjórnarand-
stöðu, bættu hins vegar við sig.
Eftir að rannsóknir leiddu í Ijós
að finna mátti díoxín-eiturefni í
belgískum kjötvörum og eggjum
hafa flest lönd í heiminum sett bann
við innflutningi belgískra matvæla,
og átti Dehaene von á því að
belgískur efnahagur myndi fara í
gegnum miklar þrengingar vegna
málsins og að nauðsynlegt væri að
ný stjórn tæki við sem allra fyrst
svo bregðast mætti við vandanum.
Fjöldi flokka er í Belgíu og er
gert ráð fyrir að það muni reynast
erfítt að mynda nýja ríkisstjórn í
landinu. Dreifðust atkvæði með
þeim hættí í kosningunum nú að
næsta stjórn mun þurfa að verða
fjölflokkastjórn, með þrjá tíl fjóra
stjórnmálaflokka innanborðs.
Einnig stjórnarskipti
í Lúxemborg
Stjórnin í Lúxemborg féll einnig í
þingkosningum á sunnudag eftir að
sósíalistar, sem stýrt hafa landinu
ásamt kristilegum demókrötum
(CSV) um fimmtán ára skeið, hlutu
slæma útreið. Líklegt þóttí að Jean-
Claude Juncker, forsætisráðherra
og leiðtogi CSV, myndi þegar hefja
stjórnarmyndunarviðræður við
frjálslynda (DP).
Niðurstöður þingkosninganna í
Belgíu og Lúxemborg voru talsvert
aðrar en niðurstöður Evrópukosn-
inganna, en lokið var við talningu
vegna þeirra í gær. Meginniðurstöð-
ur kosninganna voru þær að vinstri
flokkar og jafnaðarmenn fengu víða
ráðningu, en mið- og hægriflokkar
styrktu stöðu sína.
¦ VinstrifIokkum/29
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76