Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						^tgunVUAíb
STOFNAÐ 1913
137. TBL. 87. ARG.
ÞRIÐJUDAGUR 22. JUNI1999
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Bill Clinton útilokar að Serbar fái efnahagsaðstoð á meðan Milosevic er þar við völd
NATO veitir Júgóslavíu
rafmagn, matvæli og lyf
Tveir breskir friðargæsluliðar létust í
sprengingu í Kosovo
Bonn, Búdapest. Reuters.
TVEIR friðargæsluliðar úr sérsveitum Gurkha í breska hernum, auk
tveggja óbreyttra borgara, fórust í sprengingu er þeir voru að fjarlægja
hergögn úr skólahúsi í bænum Orlate í Kosovo í gær. Peir voru fyrstu
liðsmenn friðargæslusveita NATO sem láta lífið í aðgerðum í héraðinu.
Á fundi Bandaríkjamanna og Evrópusambandsins um aðstoð við upp-
byggingu í Kosovo, sem haldinn var í Bonn í gær, var fyrst og fremst
rætt um skiptingu kostnaðar og hve langt ætti að gahga í að aðstoða
Serba við að byggja upp land sitt eftir loftárásir NATO.
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
sagði á fréttamannafundi með Ger-
hard Schröder, kanslara Þýska-
lands, og Jacques Santer, forseta
framkvæmdastjórnar ESB, að
mannúðaraðstoð við Júgóslavíu
gæti falið í sér veitingu rafmagns
til að halda sjúkrahúsum gangandi
og gera almenningi í landinu kleift
að hita hús sín í vetur. En Clinton
útilokaði að NATO myndi aðstoða
Serba við að endurbyggja brýr sem
eyðilögðust í loftárásum banda-
lagsins. Sagði hann að það væri
hluti af efnahagsuppbyggingu en
ekki mannúðarstarfi, og á meðan
Slobodan Milosevic væri við völd í
Júgóslavíu kæmi slíkt ekki til
greina.
Ráðstefna um uppbyggíngu
haldin í júlí
Schröder sagði á fréttamanna-
fundinum að í neyðarhjálp við
Serba myndi felast að NATO veitti
þeim matvæli og lyf, því ekki væri
hægt að láta fólk svelta vegna þess
að það hefði rangan forseta. Hins
vegar fengju Serbar enga efnahags-
aðstoð fyrr en lýðræði yrði þar í
heiðri haft. Sagði Sehröder að ráð-
gert væri að halda ráðstefnu um
uppbyggingu Balkanlanda í júlí, og
myndi hún fara fram í Sarajevo,
höfuðborg Bosníu.
Clinton hringdi í gær í Hashim
Thaci, foringja Frelsishers Kosovo
(UCK), til að lýsa yfir ánægju sinni
með að hreyfingin samþykkti í fyrri-
nótt að  leggja  niður vopn.   Eftir
fundinn í Bonn í gær hélt Clinton til
Slóveníu, þar sem hann ræddi við
forseta landsins. Við komuna hvatti
hann Serba til að binda enda á
„blóðuga valdatíð" Milosevic. Clint-
on mun í dag heimsækja flótta-
mannabúðir Kosovo-Albana í Mak-
edóníu.
Blair hvetur Serba til að
steypa Milosevic af stóli
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, hvatti í gær serbnesku
þjóðina til að steypa Slobodan
Milosevic af stóli, og sagði að Serb-
ar gætu ekM lengur horft framhjá
grimmdarverkum sínum í Kosovo.
Blair sagði ennfremur að Serbía
gæti ekki endurheimt sess sinn
meðal siðmenntaðra þjóða á meðan
ákærður stríðsglæpamaður væri
þar við völd.
Javier Solana, framkvæmdastjóri
NATO, tók í sama streng í gær á
ráðstefnu bandalagsins í Búdapest.
Sagði hann að Milosevic myndi
aldrei eiga samleið með ríkjum Evr-
ópu og að Júgóslavía yrði í auka-
hlutverki í álfunni uns hann léti af
völdum.
Um 300 bandarískar herflugvélar
sem tóku þátt í árásum á Júgóslavíu
voru í gær kallaðar heim, til stað-
festingar á formlegri tilkynningu
NATÓ á sunnudag um að loftárás-
um væri lokið, eftir að Serbar höfðu
lokið brottflutningi herliðs síns úr
Kosovo.
¦ Erfitt verður/26
Reuters
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra heilsar Elisabeth Rehn,
sendimanni Sameinuðu þjóðanna
í Bosníu, í Sarajevo í gær.
Sendinefnd
Evrópuráðsins til
Bosníu-Hersegóvínu
Miklar
framfarir
í landinu
Sarajevo. Morgunblaðið.
„BOSNÍA-Hersegóvína á heima í
Evrópu," sagði Daniel Tarschys, að-
alframkvæmdastjóri Evrópuráðsins,
á blaðamannafundi í Sarajevo í gær
eftir fund sendinefndar ráðsins, und-
ir forystu Halldórs Ásgrímssonar ut-
anríkisráðherra með forsetum Bosn-
íu-Hersegóvínu.
Markmið ferðarinnar var að
leggja inngöngu landsins í Evrópu-
ráðið lið, en aðildarumsóknin verður
á næstunni lögð fyrir þing ráðsins. Á
morgun mun utanríkisráðherra
segja þinginu frá meginniðurstöðu
ferðar sendinefndarinnar. Kvaðst
Halldór í samtali við Morgunblaðið í
gær hafa séð miklar framfarir í land-
inu á undanförnum þremur árum og
sagði að vonir stæðu til að innan
skamms tíma verði það aðildarríki
Evrópuráðsins.
¦ Klafar fortíðar/24
Keizo Obuchi, forsætisráðherra Japans, á fslandi
Merki um aukin sam-
skipti þjóðanna
Morgunblaðið/Kristinn
KEIZO Obuchi, forsætisráðherra Japans, og Chizuko Obuchi, eigin-
kona hans, við komuna til Keflavíkur í gærkvöldi.
KEIZO Obuchi, forsætisráðherra
Japans, og Chizuko Obuchi, eigin-
kona hans, komu ásamt fjölmennu
fylgdarliði til íslands í gærkvöldi.
Boeing 747-400 þota japanska ríkisins
lenti á Keflavíkurflugvelli á áttunda
timanum í gærkvöldi. Arni M.
Mathiesen sjávarútvegsráðherra tók
á móti japönsku forsætisráðherra-
hjónunum fyrir hönd íslenska ríkis-
ins.
Sadaaki Numata, yfirmaður fjöl-
miðla- og almannatengsla japanska
utanríkisráðuneytisins, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið í gærkvöldi að
unnið yrði að því að efla samskipti
Japans og íslands með ýmsu móti.
„Við ætlum að stofna japanska upp-
lýsingaskrifstofu hér í Reykjavík á
þessu ári. Ég vona að hún verði mik-
ilvægur grundvöllur fyrir miðlun
hvers kyns upplýsinga um Japan hér
á landi. Við teljum að þessi nýmæli
og heimsókn Obuchis séu leiðir til að
efla samskiptin enn frekar og við
fógnum ennfremur stofnun íslensks
sendiráðs í Tókýó. AUt eru þetta já-
kvæðir atburðir og merki um aukin
samskipti þjóðanna tveggja," sagði
hann.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
mun eiga fund með Keizo Obuchi í
Höfða kl. 9 í dag. Davíð sagði í gær
að hann myndi einkum ræða við
Obuchi um viðskipti landanna og
gagnkvæm sendiherraskipti en
stefnt er að því að opnað verði ís-
lenskt sendiráð í Japan árið 2001.
Önnur breiðþota til vara
A annað hundrað embættismenn
og háttsettir menn úr japönsku
þjóðlífi, auk um 40 japanskra fjöl-
miðlamanna, komu einnig með þotu
japanska forsætisráðherrans í gær.
Alls fylgja um 220 manns Keizo
Obuchi hingað til lands en fyrir
nokkru komu fjórir tugir japanskra
starfsmanna til íslands vegna heim-
sóknarinnar.
Mikill viðbúnaður var í kringum
komu        forsætisráðherrahjónanna
sem héldu strax að lokinni móttöku-
athöfn á Keflavíkurflugvelli að Hótel
Loftleiðum. Þar sátu þau kvöldverð
með japönsku fjölmiðlafólki. I gær-
kvöldi kom svo önnur Boeing 747-
400 þota til Keflavíkur á vegum jap-
anska ríkisins en hún er höfð til vara
fyrir japönsku forsætisráðherra-
hjónin.
Ræðir við forsætisráðherra
Norðurlandanna
I framhaldi af fundi Obuchis og
Davíðs í dag mun japanski forsætis-
ráðherrann eiga fund með forsætis-
ráðherrum Norðurlandanna, sem
staddir eru hér á landi. Að því búnu
verður efnt til fréttamannafundar.
Japönsku forsætisráðherrahjónin,
forsætisráðherrar Norðurlandanna
og eiginkonur þeirra munu svo
snæða hádegisverð á Bessastöðum í
boði Ólafs Ragnars Grímssonar, for-
seta íslands.
¦ Lítum á Norðurlönd/34/35
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68