Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						tfgmdilatoifcí
STOFNAÐ 1913
140. TBL. 87. ARG.
FOSTUDAGUR 25. JUNI1999
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Fétil
höfuðs
Milosevic
Washington, London, Belgrad. AP, Reuters.
BANDARÍSK stjórnvöld hétu í gær
allt að fímm milljón dollara verðlaun-
um hverjum þeim sem gæti" veitt
upplýsingar er leiddu til handtöku
meintra stríðsglæpamanna í Jú-
góslavíu, þeirra á meðal Slobodan
Milosevic forseta. Glæpadómstóll
Sameinuðu þjóðanna hefur þegar
birt ákæru um stríðsglæpi á hendur
fimm mönnum.
Sagði talsmaður bandaríska utan-
ríkisráðuneytisins, James Rubin, að
verðlaunin, sem svara til rúmlega 360
milljóna íslenskra króna, verði veitt
fyrir upplýsingar er leiði til þess að
glæpadómstóllinn komi höndum yfir
mennina, eða að þeir verði sakfelldir
„í hvaða landi sem er". Þetta eigi
einnig við um þá sem kunni að verða
ákærðir af glæpadómstólnum fyrir
stríðsglæpi í Júgóslavíu.
Hæfðu aðeins 13 skriðdreka
Þrátt fyrir þúsundir árásarferða
og beitingu fullkomnustu vopna þá
79 daga sem hernaðaraðgerðir Atl-
antshafsbandalagsins (NATO) gegn
Júgóslavíu stóðu tókst bandalaginu
einungis að eyðileggja þrettán af
þrjú hundruð skriðdrekum júgóslav-
neska hersins. Breska blaðið The
Times greindi frá þessu í gær.
Blaðamaður The Times í Kosovo
segir að friðargæsluliðarnir, sem nú
eru komnir til héraðsins, hafi ein-
ungis fundið þrjá ónýta, júgóslav-
neska skriðdreka. Bandaríska varn-
armálaráðuneytið sagði hins vegar
fyrir rúmri viku að alls hefðu rúm-
lega 120 skriðdrekar verið eyðilagðir
og yfir 220 brynvagnar.
Júgóslavneska þingið samþykkti í
gær að aflýsa stríðsástandi, sem lýst
var yfir þegar NATO hóf árásir sín-
ar 24. mars, en samþykkti um leið
aðrar ráðstafanir sem gera yfirvöld-
um kleift að hafa hemil á andófs-
mönnum.
Meðal þeirra ráðstafana sem þing-
ið felldi úr gildi í gær voru takmark-
anir á starfsemi fjölmiðla, bann við
að menn á herskyldualdri fari úr
landi og bann við opinberum sam-
komum.
Reuters
Solana fagnað
JAVIER Solana, framkvæmda-
sljóri Atlantshafsbandalagsins,
fékk hlýlegar mdttökur hjá
Kosovo-Albönum er hann kom til
Pristína, höfuðborgar Kosovo, í
gær, ásamt Wesley Clark, yfir-
manni herafla bandalagsins, og
Jamie Shea, talsmanni þess.
Sterk undiralda á N-Irlandi í aðdraganda Drumcree-göngunnar
Svartsýni á að lausn
finnist í tæka tíð
London, Belfast. Reuters, AFP.
TONY Blair, forsætisráðherra
Bretlands, og Bertie Ahern, forsæt-
isráðherra írlands, fara til Belfast á
Norður-írlandi í dag í því skyni að
eiga viðræður við leiðtoga stríðandi
fylkinga um lausn deilna sem ógna
framtíð friðarumleitana í héraðinu.
MikO svartsýni ríkir á N-írlandi um
að takist að leysa deilurnar farsæl-
lega og við bætist að nú styttist óð-
um í hápunkt „göngutíðar" Óraníu-
reglunnar.
Tony Blair hitti David Trimble í
gær í London, en Trimble er leið-
togi stærsta flokks sambandssinna
(UUP) og tilvonandi forsætisráð-
herra takist að setja heimastjórn á
laggirnar. Blair mun á fundinum
hafa þrýst á Trimble að taka skfef í
samkomulagsátt en sambandssinn-
ar neita að setjast í heimastjórn
með fulltrúum Sinn Féin, stjórn-
málaarms írska lýðveldishersins
(IRA), nema IRA byrji afvopnun
fyrst. Engin teikn voru hins vegar á
lofti í gær um að Blair hefði tekist
að sannfæra Trimble að taka áhætt-
una, og samþykkja að heimastjórn-
in verði mynduð fyrir miðvikudag,
en þá rennur út „endanlegur" frest-
ur sem Blair hefur sett.
Því er nú spáð að John de
Chastelain, sem situr í forsæti
nefndar sem farið hefur ofan í kjöl-
inn á vopnamálum öfgahópa, muni
leika lykilhlutverk í neyðarviðræð-
um, sem efnt verður til strax eftir
helgi í því skyni að finna lausn á ell-
MÓTMÆLENDUR hófu í gær kröfugöngu í borginni Derry á Norður-Irlandi sem gert er ráð fyrir að taki tiu
daga og gera göngumenn ráð fyrir að koma til Portadown kvöldið fyrir hina árlegu Drumcree-göngu þar í
bæ. Hún hefur orðið tilefni harðra átaka undanfarin sumur.
eftu stundu. Hafa bresk stjórnvöld
beðið de Chastelain að leggja fram
skýrslu á mánudag þar sem mat
verður lagt á hvort öfgahópar eins
og IRA hyggist í raun og veru af-
vopnast að fullu fyrir maí á næsta
ári, eins og ákvæði friðarsamkomu-
lagsins frá því í fyrra kveða á um.
Gæti skýrsla de Chastelains skor-
ið úr um hvort líkur séu á að Blair
og Ahern takist að fá Trimble og
Gerry Adams, leiðtoga Sinn Féin,
til að taka skrefið fram á við í sam-
stiga stökki - en vonir eru helst
bundnar við að Trimble samþykki
stofnun heimastjórnarinnar án þess
að IRA hafi í raun byrjað afvopnun,
gegn loforði um að IRA byrji þegar
afvopnun að því loknu.
Banna
fósturein-
ræktun
London. AP.
BRESK stjórnvóld virtu í gær að
vettugi ráð sérfræðinga og bönnuðu
alla einræktun fóstra, eða fóstur-
vísa, í rannsóknarskyni, á þeim for-
sendum að meiri tíma þyrfti til að
kanna hugsanlegar afleiðingar slíkr-
ar einræktunar.
Samkvæmt ákvörðun stjórnarinn-
ar er ekki lengur heimilt að ein-
rækta fóstur til að nota við rann-
sóknir á meðferð við sjúkdómum.
Fulltrúar Roslin-stofnunarinnar í
Skotlandi, þar sem kindin Dolly var
einræktuð, sögðu að ákvörðun
þingsins yrði til þess að Bretar
drægjust aftur úr á mikilvægu sviði.
„Þessar [rannsóknir] gætu leitt til
algerlega nýrra meðferða við fjölda
sjúkdóma sem engin lækning er til
við núna."
¦ Ræða þarf hættuna/25
Óttast auknar
hamfarir
Genl, Nýju-Delhí. AP, Reuters.
RAUÐI krossinn sagði í gær að þær
náttúruhamfarir, sem á íbúum ver-
aldarinnar dundu á síðasta ári, væru
þær verstu sem sögu fara af. Spáðu
talsmenn samtakanna því jafnframt,
að þegar áhrifa loftslagsbreytinga
taki að gæta í æ ríkari mæli megi bú-
ast við að náttúruhamförum fjölgi og
að þær muni valda sífellt meiri skaða.
I skýrslu um náttúruhamfarir í
heiminum, sem Rauði krossinn og
Rauði hálfmáninn gáfu út í gær,
kemur m.a. fram, að á síðasta ári
varð fellibylurinn Mitch tíu þúsund
manns að bana í Mið-Ameríku; í
Indónesíu urðu verstu þurrkar í
hálfa öld og 180 milljónir urðu fyrir
skakkaföllum af völdum flóða í Kína.
Einnig er bent á í skýrslunni að
um einn milljarður manna búi í
óskipulögðum   örbirgðarhýsum,   og
að 40 af þeim 50 borgum sem séu í
örustum vexti séu á jarðskjálfta-
svæðum. Níutíu og sex af hundraði
allra dauðsfalla af völdum náttúru-
hamfara verða í þróunarlöndum.
„Framlagsþreyta"
I viðtali við fulltrúa Rauða kross-
ins kom fram að svonefnd „framlags-
þreyta" sé einnig orðin áhyggjuefni.
Svo lengi sem alþjóðlegir fjölmiðlar
sýni myndir af og fjalli um fórnar-
lömb náttúruhamfara streymi fjár-
framlög til samtakanna, en þegar
dragi úr umfjöllun dragi að sama
skapi úr framlögum.
„Vandinn er, að þegar vika eða
mánuður er liðinn, og [fórnarlömbin]
eru enn heimilislaus og enn að reyna
að komast á réttan kjöl, þá hefur eng-
inn áhuga lengur," sagði fulltrúinn.
Vilja barnsfeður með
karlmannlegt andlit
Lundúnum. The Daily Telegraph.
KONUR hneigjast yfirleitt í átt að
körlum með „kvenlega ásjónu,"
eins og Leonardo DiCaprio, þegar
þær hafa langtíma samband í
huga. Hins vegar virðast þær al-
mennt hallast að mönnum með
„grófari andlitsdrætti" á borð við
Clint Eastwood til að feðra börn
sín.
Þetta er meðal niðurstaðna ný-
legrar rannsóknar sem birt var í
fræðiritinu Nature í gær. í niður-
stöðunum segir að svo virðjst sem
kvenforfeður okkar hafi aðhyllst
þessa „blönduðu getnaðaraðferð".
Nútímakonan hrífist einnig meira
af grófgerðum karlmönnum er hún
er hvað frjósömust, en kjósi heldur
að eyða lífinu með karlmönnum
sem hafa kvenlegri andlitsdrætti.
Með  þessari   „getnaðaraðferð"
hafa konur í gegnum söguna eign-
ast börn með „góð gen", sterk og
hraust, en á sama tíma hafa þær
notið langtíma samvista við
snoppufríða karla. í Ijósi þessarar
líffræðilegu þróunar gæti það ver-
ið konum eðlislægt að halda fram-
hjá mökum sínum með óðrum
körlum til að auka líkurnar á því
að þær eignist sterk og heilsu-
hraust börn.
Tony Little, prófessor við St.
Andrews-háskólann, framkvæmdi
rannsóknina ásamt Ian Penton-
Voak, David Perrett og öðrum
samstarfsbræðrum í Lundúnum
og Japan. Draga þeir ekki úr því
að niðurstöðurnar kunni að þykja
óviðeigandi. „Það er eiginlega ekki
hægt að setja þetta fram á snyrti-
legan  hátt,"  segir  Little.   Hann
segir að engin tilraun hafi verið
gerð til að leggja siðferðilegan
mælikvarða á niðurstöðurnar og
ljóst sé að þótt þróunarsagan
kunni að hafa þróað ákveðnar
hvatir geti félagslegur þrýstingur
auðveldlega orðið þeim yfirsterk-
ari.
í rannsókninni voru konur m.a.
beðnar um að benda á þá karl-
menn af myndum sem þær vildu
helst eiga í skammvinnu ástarsam-
bandi við. I ljós kom að konur
höfðu meiri áhuga á körlum með
gróft og karlmannlegt andlit er
þær voru í miðjum tíðahring og
mestu líkurnar voru á að þær
gætu orðið barnshafandi. Hins
vegar sögðust þær sem höfðu á
klæðum hallast meir að snoppu-
fríðu körlunum á myndunum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64