Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						tvtttuwbiMp
STOFNAÐ 1913
141. TBL. 87. ARG.
LAUGARDAGUR 26. JUNI1999
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Mikið mann-
fall í óeirð-
um í Kosovo
Pristina, Genf, Brussel. Reuters.
AÐ MINNSTA kosti fjórtán íbúar
Pristina, höfuðstaðar Kosovo, biðu
bana í gær og fyrradag í mestu
óeirðum sem blossað hafa upp í hér-
aðinu frá því hersveitir NATO fóru
þangað fyrir hálfum mánuði.
Wesley Clark, yfirhershöfðingi
NATO, sagði að senda þyrfti alþjóð-
legar lögreglusveitir til héraðsins
sem fyrst til að koma á lögum og
reglu.
A meðal Kosovo-búanna sem féllu
voru að minnsta kosti þrír Serbar
sem fundust látnir í háskólanum í
Pristina í fyrradag. Tveir dóu á
sjúkrahúsi, annar af skotsárum en
hinn var drepinn þar. Hjúkrunar-
kona særðist einnig á sjúkrahúsinu.
Lík fundust víðar í borginni en
talsmaður NATO vildi ekki skýra
frá þjóðerni fórnarlambanna þar
sem bandalagið óttast að slíkar upp-
lýsingar geti magnað spennuna
milli serbneskra og albanskra íbúa
héraðsins. „Þeir voru allir Kosovo-
búar," sagði hann.
ítalskur hermaður dó einnig á
sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir
skoti þegar hleypt var af byssu fyrir
slysni.
Ofbeldið kom ekki á óvart þar
sem æ fleiri albanskir flóttamenn
hafa snúið aftur til héraðsins og
fyllst reiði vegna aðkomunriar, eyði-
lagðra húsa, eitraðra vatnsbóla og
hættulegra jarðsprengjusvæða, auk
þess sem margir þeirra misstu ætt-
ingja í þjóðernishreinsunum Serba.
Bandaríkin
Hagvöxtur
meiri en
spáð var
Washington. Reuters.
HAGVÖXTURINN í Bandarfkjun-
um var meiri á fyrsta fjórðungi árs-
ins en spáð hafði verið og hagnaður
fyrirtækja jókst um 6,2%, sem er
mesta hækkun í fjögur ár, sam-
kvæmt hagtölum sem bandaríska
viðskiptaráðuneytið birti í gær.
Hagvöxturinn mældist 4,3% mið-
að við heilt ár á fyrstu þremur mán-
uðunum, en búist hafði verið við að
hann yrði 4,1%.
Þótt hagvöxturinn hafi minnkað
frá síðasta fjórðungi liðins árs, þeg-
ar hann var um 6%, er hann enn
verulega yfir þeim mörkum sem
bandaríski seðlabankinn telur að
hagkerfið þoli til lengri tíma litið án
þess að hann valdi verðbólguþrýst-
ingi. Verðlagið hélst stöðugt á
fyrsta ársfjórðungnum en búist er
við að seðlabankinn tilkynni á
næstu dögum að vextir verði hækk-
aðir til að koma í veg fyrir verð-
bólgu.
Yfirvofandi vaxtahækkanir hafa
orðið til þess að gengi bandarískra
hlutabréfa hefur lækkað verulega
síðustu daga, en það tók að hækka
aftur í gær.
Bill Clinton Bandaríkjaforseti lét
þau orð falla í gærkvöldi að Serbar
ættu ekki að fá neitt fé til endur-
uppbyggingar Serbíu nema þeir
sýndu iðrun vegna grimmdarverk-
anna í Kosovo.
Kveikt í húsuni Serba
Jan Joosten, talsmaður NATO,
sagði að hersveitirnar hefðu lagt
hald á „þúsundir vopna" á þeim
hálfa mánuði sem þær hafa verið í
Kosovo.
Hermenn NATO handtóku fimm
manns sem höfðu brotist inn í mat-
vöruverslun í eigu serbneskrar
konu í Pristina í fyrrakvöld. Her-
sveitunum hafa borist 23 kvartanir
vegna gripdeilda í borginni.
Astandið var einnig slæmt á
nokkrum öðrum stöðum í Kosovo
vegna árása Albana á Serba. Nán-
ast allir serbneskir íbúar þorpsins
Zegra í suðausturhluta héraðsins
hafa flúið þaðan vegna árása alb-
anskra þorpsbúa, sem hafa rænt
eigum þeirra og kveikt í nokkrum
húsum.
Um 50.000 Kosovo-búar fóru aft-
ur til héraðsins frá nágrannalönd-
unum í fyrradag og var það mesti
straumur flóttamanna í héraðið á
einum degi til þessa. Alls hafa
300.000 manns snúið aftur til hér-
aðsins og um hálf milljón Kosovo-
búa er enn í nágrannaríkjunum eða
á vergangi í héraðinu. Um 90.000
flóttamenn til viðbótar hafa fengið
hæli til bráðabirgða í 29 löndum.
Ahtisaari falið að
srjórna Kosovo?
Meðan hermenn NATO reyna að
stilla til friðar í Kosovo sækjast þrír
evrópskir stjórnmálamenn eftir því
að stjórna uppbyggingunni í hérað-
inu, en þeir eru Emma Bonino, sem
hefur átt sæti í framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins,     Bernard
Kouchner,     heilbrigðisráðherra
Frakklands, og Paddy Ashdown,
leiðtogi Frjálslynda demókrata-
flokksins í Bretlandi.
Stjórnarerindrekar segja að svo
kunni að fara að Kofi Annan, fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna,
velji engan þessara stjórnmála-
manna og reyni að fá Martti Ahtisa-
ari Finnlandsforseta til að taka
þetta verkefni að sér.
Reuters
BANDARISKUR hermaður gengur framhjá brennandi húsi serbneskra íbúa þorpsins Urosevac í Kosovo.
Kosovo-Albanar hafa kveikt í mörgum húsum Serba til að hefna grimmdarverka serbneskra öryggissveita.
Israelar hefna árásar Hizbollah með lofthernaði
Senda skriðdreka
í átt að Líbanon
Beinit, Jenisalcm. Reuters, AFP.
ÍSRAELAR sendu skriðdreka í átt að landamærunum að Líbanon í gær
eftir að hafa gert harðar loftárásir á landið til að hefna flugskeytaárásar ísl-
ömsku hreyfingarinnar Hizbqllah á norðurhluta ísraels í fyrrakvöld. Moshe
Arens, varnarmálaráðherra ísraels, sagði mjög líklegt að Hizbollah gerði
fleiri árásir og heimilaði hernum að grípa til „sérstakra aðgerða" til að
vernda íbúa bæja í norðurhlutanum.
Reuters
LÍBANSKIR slökkviliðsmenn
halda á líkkistum tveggja
slökkviliðsmanna sem biðu
bana í loftárásum ísraela á
Líbanon í fyrrakvöld.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
og stjórnvöld í Bandaríkjunum og
Frakklandi hvöttu til þess að árásun-
um yrði hætt og friðarviðræður yrðu
hafnar sem fyrst. Benjamin Net-
anyahu, fráfarandi forsætisráðherra
ísraels, og leiðtogi Hizbollah hótuðu
hins vegar báðir að halda árásunum
áfram.
Netanyahu fyrirskipaði loftárásir
á orkuver og mikilvægar brýr í Líb-
anon í fyrrakvöld eftir flugskeyta-
árásina, sem kostaði tvo ísraela lífið
auk þess sem tugir særðust. Átta
Líbanar, þeirra á meðal fimm
slökkviliðsmenn, biðu bana og rúm-
lega 60 særðust í loftárásum Israela,
hinum mannskæðustu í þrjú ár.
„Hizbollah skjátlast ef hreyfingin
heldur  að  hún  geti  notfært  sér
Leggja SÞ til herlið
BRETAR og Frakkar urðu í gær-
kvöldi fyrstir þjóðanna sem eiga
fast sæti í öryggisráði Sameinuðu
¦þjóðanna til að undirrita samning
við samtökin um að hafa ávallt
5-8.000 hermenn til reiðu vegna
hugsanlegra friðargæslustarfa á
vegum Sameinuðu þjóðanna.
Sir Jeremy Greenstock, sendi-
herra Bretlands hjá SÞ, og Alain
Dejammet, sendiherra Frakklands,
undirrituðu samningana í New
York. Áður höfðu 22 ríki, sem eiga
ekki fast sæti í öryggisráðinu, und-
irritað svipaða samninga.
Talið er að samningar Breta og
Frakka séu einkennandi fyrir
breytta tíma og breyttar áherslur í
hernaði sem endurspeglist af auk-
inni þörf fyrir heri stórveldanna til
að sinna friðargæslu fjarri heima-
högum í stað ofuröfiugra varna í
heimalandinu.
Robin Cook, utanrikisráðherra
Bretlands, sagði í samtali við The
Independent að Bretar myndu með
þessum fyrirætlunum ekki fyrir-
gera rétti sínum til að neita SÞ um
hermennina ef hagsmunir Bret-
lands væru í húfi. Þá lagði hann
áherslu á að ekki væri um vísi að
fastaher SÞ að ræða.
Hins vegar hefur verið bent á að
geta SÞ til að taka betur á málum
hafi nú stóraukist. „Ef slíkt fyrir-
komulag hefði verið við lýði áður,
hefði vel verið hægt að koma í veg
fyrir þjóðarmorðið í Rúanda," sagði
Cook.
stjórnarskiptin í ísrael," sagði Net-
anyahu. „Stjórn ísraels ber ábyrgð á
öryggi íbúa norðurhlutans. ísraelar
hefna sín ef reynt verður aftur að
skaða borgara okkar."
Leiðtogi Hizbollah, Hassan
Nasrallah, sagði að árásum hreyfing-
arinnar yrði haldið áfram þar til
ísraelar hættu að ráðast á saklausa
borgara í Líbanon.
Hafði ekki samráð við Barak
Netanyahu hafði ekki samráð við
Ehud Barak, nýkjörinn forsætisráð-
herra ísraels, áður en hann fyrir-
skipaði loftárásirnar. Haft var eftir
Barak að hann hefði „efasemdir" um
þær.
Sýrlendingar sökuðu Netanyahu
um að hafa fyrirskipað hernaðinn til
að torvelda Barak að hefja friðarvið-
ræður við araba eftir að hann tekur
við völdum. „Svo virðist sem Net-
anyahu sé staðráðinn í að ljúka
stjórnmálaferlinum með miklum og
heimskulegum aðgerðum," sagði í
fréttaskýringu ríkisútvarpsins í Sýr-
landi. Útvarpið tók þó fram að Sýr-
lendingar vildu ekki að árásirnar
yrðu til þess að friðarviðræðunum
yrði frestað.
Selim al-Hoss, forsætisráðherra
Líbanons, sagði árásirnar valda
efnahag landsins miklu tjóni og
kvað ekki rétt að kenna aðeins Net-
anyahu um árásirnar, því Barak
bæri einnig ábyrgð á þeim. „Ef
þetta er aðferð Israela við að greiða
fyrir friðarviðræðum þá er ég ekki
bjartsýnn."
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68