Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						STOFNAÐ 1913
143. TBL. 87. ARG.
ÞRIÐJUDAGUR 29. JUNI1999
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Reuters
Mótmæli í Kasmír
KASMIRBÚAR sem andvígir eru
íhlutun Indverja í Kasmír-héraði
brenndu brúðu af Atal Behari
Vajpayee, forsætisráðherra Ind-
lands, í Rawalpindi í gær. Að-
gerðir mótmælendanna fóru
fram fyrir utan skrifstofur Sam-
einuðu þjóðanna f héraðinu og
kröfðust þeir frjálsra kosninga
þar sem framtíð héraðsins yrði
ákveðin. Átök indverska og
pakistanska hersins í Kasmír
hafa haldið áfram og í gær sök-
uðu Pakistanar indverska herinn
um að senda orrustuvélar inn
fyrir lofthelgi sína í héraðinu.
SÞ hefia flutninga
flóttafólks til Kosovo
Pristina, Djakovica, Kosovo Pojje, Vucitrn. Reuters. AP.
SAMEINUÐU þjóðirnar hófu í gær fyrstu skipulögðu heimkomu flóttafólks
af albönskum ættum tU Kosovo-héraðs. Fyigdu gæsluh'ðar Sameinuðu þjóð-
anna um 300 flóttamönnum til þorpa og bæja sem oftar en ekki höfðu verið
brennd til grunna af vopnuðum sveitum Serba á leið þeirra út úr héraðinu.
Þá afhentu liðsmenn Frelsishers Kosovo (UCK) friðargæsluUðum Atlants-
hafsbandalagsins (NATO) vopn sín í gær en tímamörk sem sett voru í friðar-
samkomulagi stríðandi aðila í Kosovo kváðu á um að afvopnun UCK yrði að
hafa farið fram fyrir hinn 29. júní. Er afvopnun UCK hefur farið fram geta
liðsmenn UCK aðeins borið vopn sín á tilteknum svæðum innan héraðsins.
U.þ.b. helmingur þeirra 860.000
manna er flúðu Kosovo til ná-
grannaríkjanna hefur þegar snúið
til baka til héraðsins þvert á aðvar-
anir stofnana Sameinuðu þjóðanna.
Hafa margir þeirra ennfremur
hunsað tilmæli NATO um að ekki sé
öruggt að fara um mörg svæði hér-
aðsins vegna jarðsprengna og
sprengjugildra. „Við teljum að um
400.000 manns hafi snúið til síns
heima á eigin vegum," sagði Ron
Redmond, talsmaður Flóttamanna-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna,
sem hefur yfirstjórn með heimkomu
flóttamanna til Kosovo. Sagði Red-
mond að þeir flóttamenn sem enn
séu í búðum í Albaníu og Makedón-
íu ættu ekki að huga að heimferð
fyrr en tryggt væri að þeir hefðu
vistir til að sjá sér og sínum fyrir
nauðsynjum.
Heimkoman gerir NATO
erfiðara um vik
Skipulögð endurkoma flóttafólks-
ins hófst mun fyrr en alþjóðlegar
hjálparstofnanir hefðu kosið, sér-
staklega með hliðsjón af upplausn-
arástandi því sem víða virðist ríkja í
Kosovo. Undanfarnir dagar hafa
einkennst af því að Kosovo-Albanar
hafa rænt og kveikt í eigum Serba
sem nú hafa flúið héraðið. Þá hefur
BILL Clinton og Robert Rubin.
Skuldirnar
greiddar
fyrir 2015
Wa&hington. AP.
í YFIRLÝSINGU Bills Clintons
Bandaríkjaforseta og Roberts Ru-
bins, fjármálaráðherra Bandaríkj-
anna, í gær kom fram að tekjuaf-
gangur fjárlaga á næstu fimmtán ár-
um verði þúsund milljörðum banda-
ríkjadala hærri en áður hefur verið
talið. Lýsti Bandaríkjastjórn yfir
vilja sínum til að nota tekjuafgang-
inn til að greiða niður allar skuldir
ríkisins fyrir árið 2015.
Ríkisfjármálin í Bandaríkjunum
hafa tekið mikinn kipp á undanforn-
um misserum vegna uppsveiflu í
bandarísku efnahagslífi en hagvöxtur
þar hefur aukist jafnt og þétt undan-
farin níu ár. Fyrirhugar Bandaríkja-
stjórn að nota hluta tekjuafgangsins
til úrbóta í félagslega kerfinu og að
efla aðstoð við eldri borgara.
Urskurðað um göngu Oraníumanna
Meinað að fara um
hverfi kaþólskra
Belfast. Reuters.
SÉRSTÖK nefnd, sem starfar á
vegum breskra yfirvalda, úrskurð-
aði í gær að sambandssinnar í Óran-
íureglunni á Norður-írlandi fengju
ekki að ganga fylktu liði í gegnum
hverfi kaþólikka í bænum Porta-
down á sunnudag, en þá fer fram
árleg „Drumeree-ganga" Óraníu-
reglunnar. Alistair Graham, for-
maður nefndarinnar, tilkynnti þetta
á fréttamannafundi í Belfast eftir að
viðræður milli fulltrúa Óraníuregl-
unnar og kaþólskra íbúa Garvaghy-
götunnar fóru út um þúfur.
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, og Bertie Ahern, forsæt-
isráðherra írlands, reyndu í gær að
leggja sín lóð á vogarskálarnar með
því að hitta deilendur að máli, en
allt kom fyrir ekki og óttast menn
nú að til átaka komi við Drumcree
eins og þrjú undanfarin sumur.
Forsætisráðherrarnir eyddu meg-
inhluta dagsins í stjórnarbyggingum
við Stormont-kastala í Belfast þar
sem neyðarviðræður um „afvopnun-
ardeiluna" svokölluðu fóru fram.
Fréttaskýrendur segja að þetta
geti orðið örlagarík vika í sögu N-
Irlands en mistakist Blair og Bertie
Ahern, forsætisráðherra írlands, að
fá sambandssinna og Sinn Féin,
stjórnmálaarm írska lýðveldishers-
ins (IRA), til að leysa deilur sínar
um myndun heimastjórnar og af-
vopnun IRA er talin hætta á að frið-
arsamkomulagið frá því í fyrra
renni út í sandinn. Jafnframt gætu
átök við Drumcree um næstu helgi
haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir
friðarumleitanir í héraðinu.
í viðtali sem breska sjónvarpið
BBC átti við Bill Clinton Banda-
ríkjaforseta í gær bað forsetinn
sambandssinna á N-írlandi • að
treysta skuldbindingum Sinn Féin
hvað afvopnun varðar. Hvatti hann
sambandssinna til að taka áhættu og
leggja þannig grunn að nýrri fram-
tíð N-írlands. Sagðist Clinton munu
gera allt sem í hans valdi stæði til að
hjálpa til við úrlausn mála.
¦ Gæti haft áhrif/27
streymi fólks til héraðsins gert frið-
argæslusveitum NATO erfiðara um
vik enda telur flóttafólkið sig eiga
harma að hefna eftir þjóðernis-
hreinsanir Serba í héraðinu.
Talsmenn Sameinuðu þjóðanna
telja að allt að því 100.000 Serbar,
eða 30.000 fleiri en áður var talið,
hafi flúið Kosovo undanfarna daga
og vikur og að meðal þeirra ríki
mikil örvænting og vonleysi. „Aðal-
atriðið er ekki að þá skorti vistir
[...], heldur hitt, að þeim finnst eng-
inn gefa sér gaum. Þeim finnst að
þeir séu fórnarlömb stríðsins er upp
er staðið," sagði Paula Biocca, tals-
maður Matvælastofnunar Samein-
uðu þjóðanna, í gær.
Slobodan Milosevic Júgóslavíu-
forseti sætir nú harðri gagnrýni
trúarleiðtoga í Serbíu fyrir að hafa
stuðlað, með stefnu sinni, að eyði-
leggingunni sem NATO olli í stríð-
inu. Pavle patríarki, æðsti maður
serbnesku rétttrúnaðarkirkjunnar,
sagði við athöfn í bænum Kosovo
Polje í gær að forseti Júgóslavíu
bæri mesta ábyrgð á því hvernig
komið væri í Kosovo. Bað hann Sa-
meinuðu þjóðirnar jafnframt um að
tryggja öryggi þeirra Serba er flýja
nú héraðið unnvörpum. Artemije
biskup viðurkenndi við sama tæki-
færi að Kosovo-Albanar hefðu verið
ofsóttir af Serbum. Sagði hann að
hinir seku hefðu þegar flúið héraðið
og að þeir sem saklausir væru ættu
ekki að gjalda fyrir syndir hinna.
Clinton-hjönin í
öldungadeildina?
Washington. AFP.
GAMLIR vinir Bills Clintons
Bandaríkjaforseta hafa undan-
farið, að sögn tímaritsins New
Yorker Magazine, lagt að forset-
anum að bjóða sig fram til setu í
öldungadeild Bandaríkjaþings
árið 2002 fyrir Arkansas-ríki. I
fréttinni segir að forsetinn hafi
enn ekki tekið ákvörðun um mál-
ið en að hann sé áhugasamur.
Sem kunnugt er eru taldar líkur
á að Hillary forsetafrú bjóði sig
fram til öldungadeildarþing-
mennsku fyrir New York-ríki og
leiða menn nú líkum að því að
Clinton-hjónin muni láta til sín
taka á nýjum vettvangi er fram
líða stundir.
Er talið að „sögulegur áhugi"
gæti orðið einn af drifkröftum
framboðsins en enginn fyrrver-
andi forseta Bandaríkjanna hef-
ur átt sæti í öldungadeild þings-
ins utan Andrew Jackson, sem
átti þar skamma setu áður en
hann lést árið 1875. Þá er
Jackson eini forseti landsins sem
hefur  verið   vikið   úr   embætti
vegna afglapa í starfi og minnast
menn því Lewinsky-málsins á
síðasta ári sem kaldhæðni örlag-
anna.
Hvíta húsið vísar hug-
myndunum á bug
Hefur verið bent á að ef Clint-
on býður sig fram til öldunga-
deildarinnar sem fulltrúi
Arkansas-ríkis muni hann að öll-
um líkindum etja kappi við
repúblikanana Tim eða Asa
Hutchinson, sem voru ákafir
gagnrýnendur forsetans í mála-
ferlunum gegn honum vegna
Lewinsky-málsins.
í yfiriýsingu Hvíta hússins í
gær kemur fram að forsetinn
hafni þessum sögusögnum alger-
lega. Sagði Joe Lockhart, tals-
maður forsetans, að Clinton teldi
hugmyndina um öldungadeildar-
þingmennskuna fáránlega og að
hann vissi ekki hvaðan hún væri
sprottin. Forsetinn hafi alls ekki
í hyggju að bjóða sig fram til
setu í öldungadeildinni.
Fyrsti ráð-
herrann til
Berlínar
FRANZ Muntefering, sam-
göngumálaráðherra
Þýskalands, stillti sér upp
fyrir framan myndavél-
arnar í gær þar sem hann
hélt á kassa með skjölum
er fara eiga á nýju ráð-
herraskrifstofuna í Berlín.
Muntefering er fyrsti ráð-
herrann í ríkisst jórn Ger-
hards Schrðders sem flyt-
ur skrifstofur sínar til
Berlínar.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60