Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 145. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						STOFNAÐ 1913
145. TBL. 87. ARG.
FIMMTUDAGUR 1. JULI1999
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Viðræður héldu áfram þótt frestur til að leysa deilur á N-Irlandi rynni út
Reynt til þrautar að
ryðja hindrunum úr vegi
Hclfnst. AFP, Reuters.
VIÐRÆÐUR leiptoga stríðandi
fylkinga á Norður-írlandi um mynd-
un heimastjórnar og afvopnun öfga-
hópa í héraðinu héldu áfram fram á
nótt í stjórnarbyggingum við Stor-
mont-kastala í Belfast þrátt fyrir að
breski forsætisráðherrann Tony
Blair hefði sett miðnætti sem „end-
anlegan" frest fyrir deilendur að
finna lausn á deilumálum sínum. Var
tilkynnt að Blair myndi dvelja áfram
við samningaborðið a.m.k. til hádeg-
is í dag, ef nauðsyn krefði.
Þegar Morgunblaðið fór í prentun
þótti góð von til að leiðtogar Sinn
Féin, stjórnmálaarms írska lýðveld-
ishersins (IRA), og stærsta flokks
sambandssinna (UUP) ryddu öllum
hindrunum úr vegi og styrktu stoðir
friðarsamkomulagsins frá því í fyrra
með því að semja um deilumál sín,
sem reynst hafa svo erfið úrlausnar.
Adams bauðst til að ávarpa
samninganefnd UUP
Loft hafði verið lævi blandið fyrr
um kvöldið og þótti allsendis óvíst
að árangur næðist áður en frestur-
inn rynni út. Rétt fyrir klukkan tíu í
gærkvóldi að íslenskum tíma héldu
bæði Gerry Adams, leiðtogi Sinn
Féin, og David Trimble, leiðtogi
UUP, stutta fréttamannafundi þar
sem þeir lýstu því hvað enn bæri í
milli. Virtist sem viðræður hefðu í
raun lítið þokast áfram, sambands-
sinnar þrjóskuðust enn við að láta af
krófum um að IRA hefji afvopnun
áður en heimastjórn er mynduð með
aðild Sinn Féin, á meðan leiðtogar
Sinn Féin sátu fast við sinn keip og
sögðu útilokað að þeir gætu sann-
fært IRA um að ganga að þessu.
			Pv-I	& ^iH			
							
						jrf^^ft	
							
		W •"  r^K					
		ná^^H					
		m, * M	^É^*T H				
		wSgt  -"^H^fl					
	,1						
¦					HK- ¦.'%		
AP                                                                     Reuters
DAVID Trimble, leiðtogi sambandssinna, og Gerry Adams, leiðtogi Sinn Féin, komu út með stuttu millibili í
gærkvöldi og ræddu við fréttamenn fyrir framan Stormont-kastala í Belfast.
Sú staðreynd að Adams og
Trimble héldu þegar aftur inn til
viðræðna þótti hins vegar benda til
að þeir hygðust reyna til þrautar, og
að von væri til þess að þeim tækist
að brúa bilið og taka skrefið fram á
við í sameiningu.
Var fullyrt að Adams og Trimble
sætu á fundi með Blair og Bertie
Ahern, forsætisráðherra írlands,
einmitt þegar fresturinn rann út á
miðnætti og mun Adams m.a. hafa
boðist til að stíga hið sögulega skref
að ávarpa liðsmenn samninganefnd-
ar UUP þar sem hann hugðist reyna
að fullvissa þá um að þeir gætu
treyst lýðveldissinnum, og að af-
vopnun myndi sannarlega eiga sér
stað samþykktu sambandssinnar að
setja heimastjórnina á laggirnar.
Clinton reiðubúinn
að grípa inn í
Loks mun Kanadamaðurinn John
de Chastelain, formaður þriggja
manna nefndar sem falið var að gefa
ráðleggingar um fyrirkomulag af-
vopnunar öfgahópanna, hafa birt
skýrslu snemma í nótt þar sem er að
finna mat hans á því hvort IRA
hyggist í raun afvopnast fyrir maí-
lok á næsta ári, eins og ákvæði frið-
arsamkomulagsins kveða á um. Var
vonast til að innihald skýrslunnar
myndi staðfesta þetta, og að þar
með myndi Trimble telja sér óhætt
að ganga að samkomulagi. Slíkt
samkomulag myndi annars vegar
fela í sér nákvæmlega tímasetta
áætlun um það hvenær og hvernig
IRA afvopnast og hins vegar mynd-
un heimastjórnarinnar með Sinn
Féin innanborðs.
Tony Blair ræddi við Bill Clinton
Bandaríkjaforseta í síma í gær-
kvöldi og kynnti fyrir honum stöð-
una í viðræðunum í Stormont. Voru
uppi getgátur þá að Clinton kynni
að ræða við leiðtoga Sinn Féin eða
UUP, í því skyni að reyna að þrýsta
málum áfram, líkt og Clinton gerði
með góðum árangri í fyrra þegar
friðarsamkomulagið, sem kennt er
við föstudaginn langa, náðist.
.Stuðningsmenn
Öcalans mótmæla
Ikveikjur í
Þýskalandi
Ankara, Istanbúl, Berlfn. Reuters, AFP.
STUÐNINGSMENN     Abdullah
Öcalans, leiðtoga skæruliðahreyfing-
ar Verkamannafiokks Kúrda (PKK),
kveiktu í gær í ellefu byggingum
sem eru í eigu Tyrkja búsettra í
Þýskalandi. Voru íkveikjurnar liður í
mótmælaaðgerðum Kúrda vegna
dauðadómsins sem kveðinn var upp
yfir Öcalan á þriðjudag. Búast þýsk
stjórnvöld við mótmælaöldu meðal
Kúrda í Þýskalandi en þar í landi
búa um tvær milljónir innflytjenda
frá Tyrklandi og er um fjórðungur
þeirra Kúrdar.
Tyrknesk stjórnvöld lýstu því yfir
í gær að tólf skæruliðar PKK hefðu
verið felldir í suðausturhluta Tyrk-
lands í kjölfar átaka við hersveitir
Tyrkja. Hafa tyrknesk hermálayfir-
völd mikinn viðbúnað vegna hugsan-
legra átaka við PKK.
íkveikjutilræðin í Þýskalandi í
gær voru fyrstu ofbeldisverkin sem
koma í kjölfar dómsins umdeilda. í
Stuttgart og Bremen var eldsprengj-
um varpað inn á veitingastaði og
ferðaskrifstofur í eigu Tyrkja en
ekkert mannfall varð í tilræðunum.
Þá söfnuðust hundruð mótmælenda
saman 1 fjölmörgum borgum í
Þýskalandi í gær og mótmæltu m.a.
200 manns fyrir utan bandaríska
sendiráðið í Berlín. Hrópaði fólkið að
starfsmönnum sendiráðsins og ásök-
uðu Bandaríkin um að hafa lagt á
ráðin um handtöku Öcalans.
Verjendur Öcalans hófu í gær
undirbúning áfrýjunar dauðadóms-
ins. „Við erum að leita leiða til að fá
eðlilega niðurstöðu í málinu fyrir
eðlilegum dómi, sem tekur ákvörðun
án íhlutunar stjórnvalda," sagði Niy-
azi Bulgan, einn verjenda Öcalans, í
gær. Sagði hann að málinu yrði
áfrýjað til Mannréttindadómstóls
Evrópu sem og áfrýjunardómstóls
Tyrklands. Sögðu lögmenn Öcalans í
yfirlýsingu sinni að í réttarhöldunum
hafi margt orkað tvímælis.
Barak með
starfhæfan
meirihluta
Jerúsalem. AFP.
LEIÐTOGAR ísraelska Shas-flokks-
ins samþykktu í gær að taka þátt í
samsteypustjórn undir forsæti Ehuds
Baraks, leiðtoga Verkamannaflokks-
ins, og mun ákvörðun Shas-flokksins
leiða til mikils þingmeirihluta kom-
andi ríkisstjórnar á ísraelska þinginu.
Stuttu eftir að Barak fékk samþykki
Shas-flokksins í gær lýsti hann því yf-
ir á ísraelska þinginu að hann hefði
nú starfhæfan meirihluta á þingi og
að hann myndi tilkynna þinginu um
ríkisstjórnina á mánudag.
Shas-flokkurinn sem er flokkur
strangtrúaðra gyðinga samþykkti
stjórnarsetuna eftir að honum höfðu
verið boðin sæti í ríkisstjórn lands-
ins, þ.á.m. ráðuneyti trúmála.
Þátttaka flokksins í ríkisstjórninni
er talin munu auðvelda eftirleikinn
að stjórnarmyndun Baraks meðal
sjö flokka á ísraelska þinginu. Hefur
Barak nú tryggt sér stuðning 69
þingmanna af 120 og eru taldar líkur
á að ellefu þingmenn til viðbótar
muni styðja ríkisstjórnina.
Reuters
BRESKIR ferðamenn hraða sér í fríhafnarverzlunina um borð í
Manet, ferju sem siglir milli Calais í Frakklandi og Dover í Bretlandi.
Frfliafnarverzlun hætt
TOLLFRJÁLSRI verzlun var hætt
innan Evrópusambandsins (ESB) á
miðnætti sem þýðir að þeir sem ferð-
ast milli ESB-landa munu ekki leng-
ur geta keypt virðisaukaskatts- og
tollfrjálsan varning í flughöfnum eða
ferjum á þessum leiðum.
I ferjum yfir Ermarsundið vaií
handagangur í öskjunni í gær, þegarr
ferðamenn, nýttu sér síðasta tæki-
færið til að gera hagstæð kaup. Á
ferjuleiðinni milli Svíþjóðar og Finn-
lands var öllu rólegra, þar sem frí-
hafnarverzlun á þeirri leið heldur
áfram, þar eð Álandseyjar, viðkomu-
staður ferjanna, njóta undanþágu frá
ýmsum sameiginlegum skattaregl-
um ESB.
¦ Álandseyingar/33
Hugsanleg upp-
stokkun á ríkis-
stjórn Júgóslavíu
Bclgrad. Reuters.
MOMIR Bulatovic, forsætisráðherra
Júgóslavíu, boðaði í gær til fundar
allra stjórnarflokkanna á þingi Sam-
bandsríkis Júgóslavíu, sem fara á
fram í dag, og þykir til marks um að
stjórnvöld í Belgrad hyggi á upp-
stokkun ríkisstjórnarinnar. Nú eru
þrjár vikur frá því loftárásum Atl-
antshafsbandalagsins (NATO) á Jú-
góslavíu lauk og síðan hafa verið uppi
háværar raddir um að Slobodan
Milosevic forseti stígi úr valdastóli og
að uppstokkun verði á ríkisstjórninni.
Tanjug-fréttastofan greindi frá því
í gær að allir flokkar sem fulltrúa
ættu á Júgóslavíuþingi hefðu verið
boðaðir til fundarins í dag en ekki
væri vænst þátttöku allra. „Tilgang-
ur fundarins er að sjá hve langt er
hægt að komast í samvinnu allra
stjórnmálaaflanna á þingi um að ná
fram markmiðum stjórnarinnar,"
sagði í frétt Tanjug í gær.
Með markmiðum stjórnarinnar er
átt við nauðsyn þess að styrkja ein-
ingu innan landsins um endurupp-
byggingu þess og eflingu viðskipta-
tengsla þess við önnur ríki.
Draskovie í stjórn á ný?
Harðlínumenn í flokki róttækra
þjóðernissinna, undir stjórn Voj-
islavs Sesljs hafa verið nefndir sem
hugsanlegir aðilar að nýrri ríkis-
stjórn Júgóslavíu, sem og Vuk Dra-
skovic, fyrrverandi aðstoðarforsætis-
ráðherra landsins.
Þrátt fyrir að þingmenn úr Jafn-
aðarmannaflokki Svartfjallalands,
flokki Milos Djukanovics, forseta
Svartfjallalands, hafi verið boðaðir
til fundarins í dag er talið ólíklegt að
þeir mæti. Þá hefur ekki verið til-
greint hvort flokkar skipaðir áköf-
ustu gagnrýnendum Milosevics hafi
verið boðaðir á fundinn.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
40-41
40-41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80