Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						}H*«0miH*feifr
147. TBL. 87. ARG.
STOFNAÐ 1913
LAUGARDAGUR 3. JULI1999
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Blair og Ahern með tillögur um heimastjórn og afvopnun á N-Irlandi
Fagnað sem söguleg-
um áfanga að friði
Belfast. AFP, Reuters.
EFTIR fimm daga maraþonviðræð-
ur í Belfast lögðu forsætisráðherrar
Bretlands og írlands í gær fram
áætlun um hvernig hægt væri að
hrinda í framkvæmd þeim ákvæð-
um friðarsamkomulagsins frá því í
fyrra sem kveða á um myndun
heimastjórnar í héraðinu og afvopn-
un írska lýðveldishersins (IRA) og
annarra öfgahópa. Leiðtogar stríð-
andi fylkinga höfðu ekki veitt tillög-
unum formlega blessun sína og Ijóst
var að sambandssinnar voru alls
ekki fyllilega sáttir við þær. Þeir
munu hins vegar, eins og lýðveldis-
sinnar, ræða þær sín á milli á næstu
dögum og taka afstöðu til þess
hvort þeir samþykkja þær.
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, sagði í ávarpi sem hann
flutti úti fyrir Stormont-kastala að
tillögurnar væru besta tækifæri til
friðar sem á fjörur íbúa N-írlands
hefði rekið um margra ára skeið.
„Um leið og búið er að samþykkja
þessar tillögur og þeim hefur verið
hrint í framkvæmd gefa þær, eftir
áratugalöng átök og deilur og
ósætti, tækifæri til friðar og lýðræð-
is og jafnréttis handa öllum," sagði
Reuters
TONY Blair, forsætisráðherra
Bretlands, ræðir við fréttamenn
í gær. Að baki honum standa
frammámenn Sinn Féin, Gerry
Adams og Martin McGuinness.
Blair. í sama streng tók Bertie
Ahern, forsætisráðherra Irlands, og
í Bandarfkjunum fagnaði Bill Clint-
on Bandarfkjaforseti þessu skrefi í
friðarumleitunum á N-írlandi.
Gerry Adams, leiðtogi Sinn Féin,
fagnaði einnig tillögunum. „Það
anda margir léttar á þessari eyju í
kvöld og reyndar víðar um heim. Ég
tel að allir ættu að gleðjast yfir
þessari niðurstöðu ... ég tel að okk-
ur hafi tekist ætlunarverk okkar,"
sagði Adams.
Trimble mun reynast erfitt að
sannfæra félaga sína
David Trimble, leiðtogi stærsta
flokks sambandssinna, UUP, var
hins vegar ekki eins ánægður með
tillögurnar. Sagði hann að þær fælu
ekki í sér skýra skuldbindingu um
að IRA myndi láta vopn sín af
hendi. „Fullvissan um það er ekki
fyrir hendi," sagði Trimble og bætti
við að tryggingar þar að lútandi
væru „veikar". Hann hét því á hinn
bóginn að halda áfram að berjast
fyrir friði á N-írlandi og tók sér-
staklega fram að hann vildi gjarnan
hefja samstarf við Sinn Féin um
stjórnun N-Irlands - en fyrst yrðu
lýðveldissinnar að ganga lýðræðinu
fyllilega á hönd.
Sjálfur mun Trimble á endanum
hafa lagt blessun sína yfir tillögur
Blairs og Aherns en tókst þó ekki
að sannfæra aðra í samninganefnd
UUP og þykir það vísbending um
að Trimble muni ekki reynast létt
verk að telja átta hundruð manna
miðstjórn UUP á að taka tillögurn-
ar upp á sína arma.
Tillögurnar fela í sér að á næstu
tveimur vikum eiga stjórnmála-
flokkarnir, sem rétt eiga á sæti í
heimastjórn, áð tilnefna ráðherra
sína. Hinn sextánda júlí munu bresk
stjórnvöld framselja völd sín á
N-írlandi í hendur heimastjórninni
og „fáeinum dögum" síðar á afvopn-
un öfgahópanna að hefjast. Henni á
að vera að fullu lokið fyrir maflok á
næsta ári. Mun Blair að kröfu sam-
bandssinna setja lög sem tryggja að
bregðist einhver aðili skyldum sín-
um hvað þetta varðar muni völd aft-
ur tekin af heimastjórninni og þess-
ar tillögur í raun úr gildi falla.
¦ Trimble var/23
Nýstárleg
refsing
í Dublin
MAÐUR sem létti á sér utan í
hraðbanka á O'Connell-stræti
í Dublin hefur verið dæmdur
til að standa við bankann í
kvöld og bera skilti sem á
stendur: Eg biðst afsökunar.
The Irish Times greindi frá
þessu í gær.
Þetta er í annað sinn sem
Willam Early, dómari í Dublin,
kveður upp nýstárlegan úr-
skurð í ákærumáli vegna lög-
brots á helstu götu borgarinn-
ar. I janúar dæmdi hann mann,
sem hafði sparkað í flösku á
O'Connell-stræti, til að hreinsa
rusl af götunni sem maðurinn
bjó sjálfur við. Maðurinn bar
því við, að hann hefði einungis
verið að færa flöskuna.
Kevin McCrossan, 19 ára,
kvaðst sekur af þeirri ákæru
að hafa kastað af sér vatni við
hraðbankann           aðfaranótt
sunnudagsins 31. maí sl., á
meðan vinur hans tók út pen-
inga. Nokkur biðröð fólks
hafði myndast við bankann, og
var ung stúlka fyrir aftan
McCrossan í röðinni. Lögregla
handtók hann á staðnum.
Þetta var fyrsta afbrot
McCrossans og tók Early
dómari tillit til þess í úrskurði
sínum.
Júgóslavíustjórn sendir liðsauka
til Svartfjallalands
Kouchner stýrir
starfí SÞ í Kosovo
Kouchner
Sameinuðu þjóðunum, Sarajevo. AFP.
KOFI Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, skipaði í gær
Bernard Kouchner, heilbrigðisráð-
herra Frakklands og einn stofnenda
alþjóðlegu          hjálparsamtakanna
Læknar án landamæra, í stöðu yfir-
manns Samein-
uðu þjóðanna í
Kosovo og mun
hann stjórna
hjálpar- og upp-
byggingarstarfi
SÞ í héraðinu. Þá
skipaði Annan
James Covey,
bandarískan er-
indreka, sem
næstráðanda SÞ í
Kosovo en Covey hefur farið með
málefni Balkanskaga í Hvíta húsinu
og innan SÞ.
Legið hafði í loftinu að staða yfír-
manns SÞ í Kosovo félli í hendur
Evrópubúa þar eð Evrópusamband-
ið (ESB) mun standa straum af
kostnaði við hið margbrotna upp-
byggingarstarf sem nú fer í hönd í
héraðinu. Samkvæmt friðarsam-
komulagi stríðandi aðila í Júgóslavíu
er SÞ gefið fullt vald til að stjórna
borgaralegum aðgerðum í Kosovo og
nær verksvið SÞ því til endurskipu-
lagningar á stgórnarstofnunum og
uppbyggingar laga- og dómskerfis.
SÞ hefur varað við því að í Ijósi
aukinnar spennu meðal Serba og
fólks af albönskum ættum í Kosovo
séu hinu alþjóðlega friðargæsluliði í
héraðinu takmörk sett.
NATO mun ekki líða áhrif
Milosevics í Svartfjallalandi
Javier Solana, framkvæmdastjóri
Atlantshafsbandalagsins (NATO),
sagði í gær að bandalagið myndi
ekki líða það að stjórn Slobodans
Milosevics létí tíl sín taka í Svart-
fjallalandi, sem ásamt Serbíu mynd-
ar sambandslýðveldið Júgóslavíu.
Lét Solana þessi orð falla í kjölfar
fregna um að júgóslavnesk yfirvöld
hefðu sent hersveitum sínum í
Svartfjallalandi liðsauka.
Yfirmaður herafla NATO, Wesley
Clark, greindi frá því í gær að
Milosevic hefði falið dyggum stuðn-
ingsmönnum Serba lykilstöður.
Telja ráðamenn NATO að Milosevic
kunni að vera að undirbúa valdabar-
áttu við svartfellsk stjórnvöld, sem
eru hlynnt Vesturlöndum.
Hvorki Clark né William Cohen,
varnarmálaráðherra Bandaríkjanna,
vildu segja hver viðbrögð NATO eða
Bandaríkjanna yrðu ef Milosevic létí
til skarar skríða í Svartfjallalandi.
Clark sagði að undanfarnar vikur
hefði komið Ijós að verið væri að
reyna að koma mönnum af
serbneskum uppruna og andstæð-
ingum Milos Djukanovics, forseta
Svartfjallalands, í lykilstöður í land-
inu. Væri litið á þetta sem undirbún-
ingsaðgerðir.
CNRT á A-Tímor vill deila völdum
Dili, Jakarta. AFP.
AÐSKELNAÐARSINNAÐIR
Falantilskæruliðar stóðu vörð á
meðan foringi þeirra ræddi við
indónesíska embættismenn
skammt fyrir utan Dili, höfiið-
stað Austur-Tímor, í gær. Þetta
var fyrsti fundur uppreisnarfor-
ingja með iudóiiesískum yfirvöld-
um til þess að ræða friðarumleit-
anir fyrir atkvæðagreiðslu um
sjálfstæði héraðsins, sem Samein-
uðu þjóðirnar munu standa fyrir
í næsta mánuði.
Leiðtogar sjálfstæðissinna
sögðu á fréttamannafmidi í gær,
að ef þeir fengju meirihluta at-
kvæða myndu þeir vilja deila
völdum með andstæðingum sín-
um, þeim sem hlynntir eru
áframhaldandi yifirráðum
Indónesa f héraðinu. Jose Ramos
Horta, varaformaður Andspyrnu-
hreyfingarráðs A-Tímor (CNRT)
og friðarverðlaunahafi Nðbels,
tilkynnti þetta á fundinum, sem
var haldinn í Jakarta, þar sem
formaður CNRT, Xanana Gus-
mao, er í stofufangelsi. Fyrstu
heimsókn Ramos Horta til
A-Tímor í 24 ár er lokið og er
honum meinað að fara aftur til
héraðsins.
Um 400 skæruliðar Falantil,
sem er hernaðararmur CNRT,
skrifuðu í gær undir friðarsam-
komulag við indónesíska her-
menn sem hafa haldið bænum
Suai, skammt frá Dili, fyrir milli-
göngu prestsins í bænum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68