Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						$r0ittt$>Mi^
STOFNAÐ 1913
151. TBL. 87. ARG.
FIMMTUDAGUR 8. JULI1999
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
ÍHIiIar^ f®
Reuters
HILLARY  Clinton  forsetafrú
ásamt stuðningsfólki sínu.
Hillary
Clinton
ætlar fram
West Davenport. AP.
HILLARY Clinton forsetafrú
Bandaríkjanna tilkynnti í gær í
fyrsta sinn að hún ætlaði að
bjóða sig fram til setu í öldunga-
deild Bandaríkjanna fyrir New
York-ríki í næstu þingkosning-
um. Hét Hillary Clinton því að
verða „sterkur og áhrifaríkur
fulltrúi íbúa ríkisins," í ræðu er
hún hélt á búgarði Patricks
Moynihan, núverandi öldunga-
deildarþingmanns Ðemókrata-
flokksins í New York.
Sagði forsetafrúin að málefni
New York-ríkis stæðu sér afar
nærri og að hún hefði að undan-
förnu verið að kynna sér hvað
þar ber hæst. Sagðist hún í ræðu
sinni ætla að einbeita sér að því
að skapa fleiri atvinnutækifæri
um gervallt ríkið, koma á öflugu
heilbrigðiskerfi og efna til átaks
í menntamálum. Mun forsetafrú-
in eyða næstu dögum í New
York-rfld og hlusta á íbúa þess
og það sem þeir hafa fram að
færa.
Líklegt er talið að Rudolph Gi-
uliani, borgarsfgóri New York,
verði andstæðingur Hillary Clint-
on í kosningaslagnum og sýna
nýjar skoðanakannanir að þau
hafi svipað fylgi meðal kjósenda.
Almenningur
krefst afsagn-
ar Milosevics
Belgrad, Leskovac. Reuters, AFP, AP.
MIKILL mannfjöldi safnaðist sam-
an í borginni Leskovac í suðurhluta
Serbíu í gærkvöld og krafðist af-
sagnar Slobodans Milosevic Júgó-
slavíuforseta. Aðgerðirnar í gær
mörkuðu þriðja dag mótmæla í
borginni, sem og víðar um landið,
og hafa stjórnarandstæðingar boð-
að áframhald á aðgerðum sínum.
Virðist sem tekið hafi að halla mikið
undan fæti hjá Milosevic síðustu
daga.
Þá ritaði fjöldi borgarbúa í Nis í
gær nafn sitt á undirskriftarlista
sem kvað á um að Slobodan Milos-
evic Júgóslavíuforseti hyrfi úr
valdastóli hið alira fyrsta. Að mati
Zoran Zivkovic, borgarstjóra í Nis,
skrifuðu um þrjú þúsund manns
undir listann í gær, fyrsta dag und-
irskriftarsöfnunarinnar sem skipu-
lögð var af Breytingabandalaginu,
regnhlífasamtökum leiðandi stjórn-
málaafla er vilja breytingar á ríkis-
stjórn Milosevics. Alls er talið að um
100.000 manns, víðs vegar um Ser-
bíu, hafi ritað nöfn sín á listann.
Serbneska þjdðin
stígur skrefið til fulls
Goran Svilanovic, leiðtogi stjórn-
arandstöðuflokksins Borgarabanda-
lagsins, sagði í gær að Serbar hefðu
nú loks „stigið skrefið" og væru
óhræddir við að mótmæla Milosevic
allt uns hann stigi úr valdastóli.
„Mikil reiði hefur safnast upp í
fólki, brostnar vonir og erfitt líf,"
sagði Svöanovic. Zoran Djindjic,
annar stjórnarandstæðingur, sagð-
ist í viðtali við CNN í gær halda að
nú mun brátt stundin renna upp
þegar Serbar ættu að leggja niður
störf í nokkrar vikur í mótmæla-
skyni við stjórnvöld.
Talsmaður Bandarikjastjórnar
sagði í gær að dagar Milosevics
væru senn taldir og líkti mótmæla-
aðgerðum almennings í Serbíu við
fjöldahreyfingarnar er knúðu
Ferdinand Marcos, forseta Filipps-
eyja, til að láta af völdum og komu á
almennum borgararéttindum í
Bandaríkjunum. „Dagar Milosevics
eru taldir. Það er ómögulegt að
segja til um hve margir dagar eru í
þeirri tölu," sagði James Foley,
talsmaður bandaríska utanríkis-
ráðuneytisins í gær.
Rannsókn á loftárásunum
William Cohen, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, fyrirskipaði í
gær umfangsmikla rannsókn á loft-
árásum Atlantshafsbandalagsins
(NATO) í Júgóslavíu með það að
markmiði að reynsla stríðsins gæti
nýst til frambúðar, að því er kom
fram í bandaríska dagblaðinu Was-
hington Times í gær. Taldi blaðið að
rannsóknin myndi að mestu beinast
að þeim herfræðilegu mistökum er
gerð voru, í stað vopnabúnaðarins
sjálfs.
¦ Kröfur um afsögn/26
			
jfv ___		..... ¦  ' ' ¦¦ ¦  '	
		\  1  m _, _ -,;  --  ^	__
. .. .^^1   ^^H 1 -.     8 |H			
$mm		¦	
¦' H	* 4		'"
Reuters
SERBAR í borginni Nis í suðurhluta Serbíu rituðu í gær nafn sitt á
undirskriftarlista þar sem farið er fram á afsögn Slobodans Milosevics .
Friðarsamkomulag í Sierra Leone
Atta ára borg-
arastríði lokið
IxSme ÍTógó. AP.
STRÍÐANDI fylkingar í Vestur-Afríkuríkinu Sierra Leone komust í gær
að samkomulagi sem bindur enda á átta ára borgarastríð í landinu. Náð-
ust samningar eftir að hreyfing uppreisnarmanna gaf eftir helstu kröfur
sínar, að sögn talsmanna hreyfingarinnar og Sameinuðu þjóðanna.
Samkomulagið var undirritað af
forseta landsins, Ahmed Tejan
Kabbah, og leiðtoga Sameinuðu bylt-
ingarfylkingarinnar, Foday Sankoh.
Fór undirritunin fram á ráðstefnu
leiðtoga Vestur-Afríkuríkja í Lóme,
höfuðborg Tógö. Styrjöldin í Sierra
Leone hefur verið eitthvert blóðug-
asta stríð sem háð hefur verið í
heiminum. Samkvæmt samkomulag-
inu fá uppreisnarmenn að deila völd-
um með stjórn Kabbahs, og fá í sinn
hlut fjögur ráðherraembætti. Þeir
höfðu krafist þess að fá sex til átta
ráðherrastóla, en alþjóðlegir sátta-
fulltrúar og bandamenn uppreisnar-
fylkingarinnar, þ.á m. Charles Tay-
lor, forseti Líberíu, fengu þá til að
falla frá þeirri kröfu.
I friðarsamkomulaginu er ákvæði
um að þeir byltingarliðar, sem sekir
hafa gerst um stríðsglæpi, verði ekki
sóttir til saka. Þá er ákvæði um að
gæsluliðar undir forystu Nígeríu-
manna verði áfram í landinu, en liðið
átti þátt í að binda enda á borgara-
stríðið í Líberíu fyrir þremur árum.
Líffæragjöf „til hvítra" veldur deilum í Bretlandi
Kynþáttafordómar inn-
an heilbrigðisstofnana
London. The Daily Telegraph.
BRESKI heilbrigðisráðherrann
Frank Dobson sagði í gær að ekki
væri hægt að líða kynþáttafordóma
í heilbrigðisstofnunum og hét því að
efna til rannsóknar á hvers vegna
sjúkrahús í Sheffield samþykkti ný-
lega að taka við líffæragjöf sem háð
var því skilyrði að líffærin yrðu ekki
flutt í þeldökkt fólk.
Það var í júlí á síðasta ári sem
nokkur líffæri voru numin á brott
úr einstaklingi sem setti það skil-
yrði að viðtakandi líffæranna yrði
hvítur maður. Ekki er ljóst hver
samþykkti líffæragjöfina með þess-
um skUyrðum, sjúkrahúsið sjálft
eða sérstök stofnun sem hefur milli-
göngu um líffæragjafir.
„Eg var yfir mig hneykslaður
þegar ég heyrði í dag um þetta
mál," sagði Dobson. „Ég skipaði að-
stoðarmanni mínum þegar að efna
til rannsóknar á því hvernig þetta
gerðist svo koma mætti í veg fyrir
að það gerðist aftur." Kvaðst hann
ekki hafa verið andstæðingur að-
skilnaðarstefnu hvítra manna í S-
Afríku allt sitt líf til þess eins að sjá
hana svo birtast í nýrri mynd í
bresku heilbrigðiskerfi.
I yfirlýsingu heilbrigðisráðuneyt-
isins kom fram að ráðuneytið væri
„algerlega mótfallið" því að nokkur
skilyrði væru samþykkt þegar líf-
færi eru gefin, og fjöldi lækna lýsti
einnig undrun sinni á þessu máli en
það mun vera viðtekin venja að
samþykkja ekki skilmála um það
hver njóti góðs af líffæragjöfum.
Reuters
Hitabylgjan
í rénum
MIKILLI hitabylgju á austur-
strönd Bandaríkjanna slotaði síð-
degis í gær. Hafði þá frést af
a.m.k. 44 dauðsföllum sem rekja
mátti til hitans. Var svo komið að
fólki var ráðlagt að halda sig inn-
andyra í loftkældu umhverfi sem
oft á tíðum reyndist örðugt þar
eð rafmagnið fór af í þéttbýlis-
kjörnum, t.a.m. New York, vegna
mikils álags. Þeir sem hættu sér
út undir bert loft leituðu skjóls í
loftkældum matvöruverslunum
eða kældu sig með vatni úr
brunahönum Iflrt og þessi dreng-
ur gerði í Washington. Veður-
fræðingar höfðu spáð því að hita-
bylgjunni myndi senn slota með
köldu lofti sem bærist frá norður-
ríkjum Bandaríkjanna.
? ??
Bæjarstjóri
myrtur
Bogota. Reuters.
LIÐSMENN úr röðum skæruliða-
samtaka marxista í Kólumbíu eru
taldir hafa myrt bæjarstjóra Canas-
gordas, smábæjar í norðausturhluta
landsins, í gær. Er hann sjöundi
bæjarstjórinn í Kólumbíu er fellur
fyrir hendi skæruliða það sem af er
þessu ári og er atburðurinn talinn
undirstrika vantrú almennings á
sáttaumleitunum Pastranos forseta
við skæruliðahópa.
I gær átti að hefjast næsta lota í
friðarferli því sem Pastrano hleypti
af stokkunum í janúar sl., en henni
var frestað á síðustu stundu þar til
20. júlí nk. Er ástæðan sögð vera að
leyfa eigi alþjóðlegum eftirlitsaðilum
að kanna aðstæður og leiðtogum
skæruliðahópa að safnast saman.
¦ Ný bylgja mannrána/29
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68