Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.07.1999, Blaðsíða 1
B L A Ð A L L R A LANDSMANNA 1999 ■ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ BLAÐ Davids líklega til Man. Utd. HOLLENSKI landsliðsmaðurinn í knattspyrnu og einn helsti burðarás Juventus á miðjunni, Edgar Davids, leikur að öllum líkindum með Manchester United í vetur. Búist er við að enska iiðið greiði um tíu milljónir sterlingspunda fyrir Davids, sem Alex Ferguson, knattspyrnustjóri félagsins, hreifst af þegar hann lék leikmenn hans grátt í fyrri leik lið- anna í uhdanúrslitum Evrópukeppninnar í vor. Ef af sölunni verður, er víst að miðja United-liðs- ins verður óárennileg, en þar er frinn Roy Keane fyrir, sem á þó eftir að skrifa undir nýjan samning. Ferguson er sagður hafa gert sér ljóst að Davids væri „til sölu“ þegar rætt var um að honum yrði skipt út hjá Juventus, sem var að reyna að krækja í Christian Vieri frá Lazio á Italíu. Vieri ákvað þó að fara til Internazionale í Mflanó, en lfldegt þykir að Davids hafi efast um framtíð sína hjá Juventus eftir vangavelturnar. Morgunblaðið/Jim Smart KNATTSPYRNA Leiftur vill leika og sýna beint frá Akureyri KNATTSPYRNULIÐ Leift- urs frá Ólafsfirði hefur farið þess á leit að síðari leikur þess við belgíska félagið Anderlecht í Evrópukeppni félagsliða hinn 26. ágúst verði háður á Akureyri. Auk þess hefur félagið gengið frá samningi við þýska sjón- varpsfyrirtækið UFA varð- andi beina útsendingu frá leiknum. Ekki er mögulegt að leika gegn Anderlecht í Ólafsfirði, því hæpið er að völlurinn þar fái samþykki knattspyrnu- sambands Evrópu. Þorsteinn Þorvaldsson, formaður knatt- spyrnudeildar Leifturs, bend- ir á að Anderlecht sé mjög þekkt lið í evrópskri knatt- spyrnu og leikurinn sé því mikill fengnr fyrir félagið, stuðningsmenn þess og áhugafólk í nágrenninu. „Með þessum hætti viljum við koma til móts við stuðnings- menn okkar og Norðlend- inga,“ segir hann. Leiftur leikur fyrst við Anderlecht ytra hinn 12. ágúst. HANDKNATTLEIKUR / HM 20 ÁRA LANDSLIÐA KVENNA Kínaferð kostar um 6,5 milljónir króna Stemmn- ingslið í hattinum ÞAÐ var Ijóst í gærkvöldi að þrjú af bestu knattspyrnuliðum landsins um þessar mundir - stemmnings- liðin ÍBV, ÍA og KR - verða í hatt- inum þegar dregið verður í undan- úrslit í Bikarkeppni KSI, ásamt „spútnikliðinu" Breiðabliki úr Kópavogi. Spurningin er nú hvort saga þriggja síðustu ára endurtaki sig - fá Eyjamenn KR-inga í heim- sókn? IBV hefur þrjú síðustu ár slegið KR-inga út úr bikarkeppn- inni í Eyjum. KR-ingar lögðu Stjömuna að velli 3:1 í Garðabæ í gærkvöldi og Breiðablik lagði Val í Kópavogi, 2:0. Það var ekkert sumarverður er leik- imir fóra fram, eins og sést hér á vel dúðuðum áhorfendum í Garðabæ. Kostnaðaráætlun vegna þátt- töku 20 ára landsliðs kvenna í handknattleik á HM í Kína, sem fram fer í ágúst, hljóðar upp á 6,5 milljónir króna. Tekist hefur að fjármagna um helming af þeim kostnaði sem felst í þátttöku liðs- ins, en tæpar þrjár vikur eru þar til landsliðshópurinn heldur af landi brott. 20 ára landsliðið tryggði sér þátttökurétt á HM er liðið lenti í 2. sæti í undanriðli keppninnar, sem leikinn vai- hér á landi í apríl. Að sögn Arnar Magnússonar, framkvæmdastjóra HSÍ, er ástæð- an fyrir miklum ferðakostnaði sú að liðið þarf sjálft að greiða allan kostnað við uppihald, eða um eina og hálfa milljón króna. Þá sé ferðalagið til Kína langt, eða um sólarhringur, og kosti rúmar þrjár milljónir króna. Landsliðshópur- inn heldur frá Keflavík 27. júlí og millilendir í Kaupmannahöfn. Það- an er haldið til Peking og dvalið í tvo daga. Að því liðnu er haldið til Kanton, þar sem keppnin fer fram. Unnið hefur verið að fjármögnun ferðarinnar undanfarna mánuði og sagði Örn að leikmenn liðsins hefðu lagt á sig mikla vinnu til þess að safna farareyri. Þá hafi Iþrótta- samband íslands, íþróttabandalag Reykjavíkur, sveitarfélög og stofn- anir lagt sambandinu lið. „Okkur hefur hins vegar ekki gengið sem skyldi að fá fyrirtæki í lið með okkur og því er ekki að neita að við eram orðin áhyggju- full, enda skammt í að hópurinn haldi af stað. Við ætlum að gera átak í að safna þessa síðustu daga fyrir brottför liðsins, meðal annars að senda gíróseðla til velunnara sambandsins. Ef ekki safnast mikið meira mun HSI fjármagna það sem á vantar á einhvern hátt.“ Örn sagði að rekstur HSÍ hefði gengið ágætlega að undanförnu og sambandið væri komið yfir erfið- asta skuldahjallann, en það mætti ekki við óvæntum uppákomum og stórar upphæðir gætu sett allt úr skorðum. „Það stendur hins vegar ekki til að hætta við þátttöku liðs- ins, enda lítur HSÍ á þátttöku þess sem mikla lyftistöng fyrir íslensk- an kvennahandknattleik." JÓN ARNAR AÐ HEFJA LOKAUNDIRBÚNING FYRIR HM í SEVILLA / B4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.