Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						tcgmdiI*Mfe
STOFNAÐ 1913
156. TBL. 87. ARG.
MIÐVIKUDAGUR 14. JULI1999
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Hörð átök milli námsmanna og öryggissveita á götum Teheran
Khatami segir deirðirnar
ógna öryggi þjóðarinnar
Teheran. Reuters, AFP, AP.
ÞÚSUNDIR námsmanna gengu
berserksgang um götur Teheran í
gær eftir að óeirðalögreglan hafði
beitt táragasi til að kveða niður mót-
mæli þeirra gegn írönsku klerka-
stjórninni. Þetta eru mestu götu-
óeirðir sem blossað hafa upp í íran
frá því klerkastjórnin komst til valda
í íslömsku byltingunni fyrir tuttugu
árum. Hundruð sjálfboðaliða úr röð-
um íslamskra heittrúarmanna komu
lögreglunni til hjálpar og gengu um
miðborgina til að koma í veg fyrir að
óeirðirnar breiddust út. Mohammad
Khatami, forseti landsins, sem hefur
lofað lýðræðisumbótum, fordæmdi
óeirðirnar í gærkvöldi og sagði þær
ógna öryggishagsmunum landsins og
umbótastefnu sinni.
„Ég er viss um að þessir menn
hafa illt í hyggju. Markmið þeirra er
að kynda undir ofbeldi í samfélaginu
og við ætlum að stöðva þá," sagði
Khatami um námsmennina í sjón-
varpsávarpi.
Fyrr um daginn höfðu lögreglu-
menn beitt táragasi til að dreifa hópi
rúmlega 10.000 námsmanna sem
söfnuðust saman við háskólann í
Teheran til að krefjast lýðræðisum-
bóta þótt stjórnvöld hefðu bannað
slíkar mótmælaaðgerðir. Sjónarvott-
ar sögðu að útsendarar írönsku
leyniþjónustunnar hefðu hleypt af
byssum upp í loftið.
Tugir námsmanna
handteknir
Oryggissveitunum tókst að dreifa
mannfjöldanum með hjálp íslamskra
sjálfboðaliða, sem gengu í skrokk á
námsmönnunum með kylfum. Náms-
mennirnir söfnuðust aftur saman ná-
lægt háskólanum, kveiktu í strætis-
vögnum, brutu rúður í verslunum og
reyndu að kveikja í byggingu dag-
blaðs, sem styður klerkastjórnina,
áður en lógreglan stöðvaði þá.
Fregnir hermdu að tugir náms-
manna hefðu verið handteknir.
íslömsku sjálfboðaliðarnir voru á
verði við mikilvæg gatnamót í mið-
borginni til að koma í veg fyrir frek-
ari mótmæli.
Áður höfðu hundruð námsmanna
Reuters
IRÖNSK öryggissveit stöðvar göngu námsmanna við háskólann í Teheran. Lögreglan beitti táragasi til að
kveða niður mótmæli rúmlega 10.000 námsmanna í grennd við háskólann í gær.
reynt að ryðjast inn í innanríkisráðu-
neytið, sem stjórnar lögreglunni.
Stærsta útimarkaði borgarinnar var
lokað vegna átakanna og sjónarvott-
ar sögðu að algjör ringulreið hefði
verið í miðborginni.
Reiði mótmælendanna beindist
einkum að Ali Khamenei erkiklerki,
æðsta trúarleiðtoga írana, sem hefur
hingað til verið álitinn hafinn yfir
alla gagnrýni. Námsmennirnir hróp-
uðu vígorð gegn Khamenei og kröfð-
ust þess að hann segði af sér. Nokkr-
ir borgarbúar gengu til liðs við
námsmennina og hrópuðu með þeim:
„Við viljum ekki ofbeldisstjórn."
Utifundur til stuðnings
klerkrisljórniutii
Khamenei erkiklerkur flutti
ávarp, sem var endurtekið hvað eftir
annað  í útvarpi  og  sjónvarpi,  og
kenndi „óvinum íslams", einkum
Bandaríkjunum, um óeirðirnar. Áður
hafði Bandaríkjastjórn hvatt stjórn-
völd í íran til að virða mannréttindi,
meðal annars tjáningar- og funda-
frelsið.
Eitt af helstu málgögnum klerka-
stjórnarinnar sakaði námsmennina
um að reyna að kollvarpa íslamska
stjórnkerfinu. Nokkrar íslamskar
stofnanir hvöttu landsmenn til að
fjölmenna á útifund sem ráðgerður
er við háskólann í Teheran í dag til
að fordæma námsmennina.
Mótmælin gegn klerkastjórninni
hafa staðið í sex daga og kostað að
minnsta kosti tvo lífið, auk þess sem
tugir hafa særst. Mótmælin hafa
breiðst út til að minnsta kosti átta
annarra borga í íran.
¦ Síðustu forvöð/20
20 farast í
flóðum og
aurskriðum
FLÓÐ og aurskriður hafa orðið
rúmlega 20 manns að bana í Rúm-
eníu og Ungverjalandi síðustu
daga.
Að minnsta kosti 15 manns fór-
ust þegar aurskriða féll á hús
verkamanna og fjölskyldna þeirra
við stíflu í Retezat-fjöllum í vestur-
hluta Rúmeníu í fyrradag. 22 slös-
uðust og nokkurra annarra er enn
saknað.
Um 1.250 lnis hafa skemmst eða
eyðilagst vegna flðða í Rúmeníu
síðustu tvær vikur og hartnær 500
manns hafa misst heimili sín. 130
brýr hafa einnig eyðilagst.
Reuters
Þá hafa sex manns látið lífið og
1.600 þurft að flýja heimili sín af
völdum flóða í Ungverjalandi.
Ungverskir hermenn aðstoða hér
fjölskyldu við að flytjn búslóð sína
úr húsi sem eyðilagðist í þorpinu
Hevesvezekeny í miðhluta Ung-
verjalands.
Tóbaksfyrirtæki
gagnrýnd
Notkun
aukaefna
„hneyksli"
London. Reuters.
TÓBAKSFYRIRTÆKI hafa
sett aukaefni í sígarettur til að
auka ávanabindandi áhrif
þeirra, að því er fram kemur í
skýrslu sem gefin var út í gær.
Breskur krabbameinsrann-
sóknarsjóður (ICRF), baráttu-
samtök gegn reykingum (ASH)
og yfirvöld í Massachusetts í
Bandaríkjunum unnu skýrsl-
una í sameiningu.
Greint er frá rúmlega 60
skjölum úr fórum tóbaksverk-
enda þar sem fjallað er um
aukaefni í sígarettum. „Mér
finnst þetta vera hneyksli - að
verið sé að gera sígarettur
meira ávanabindandi um leið og
því er haldið fram opinberlega
að nikótín sé alls ekki ávana-
bindandi," sagði framkvæmda-
stjóri ASH.
Skjölin voru gerð opinber í
tengslum við nýgengin dóms-
mál í Bandaríkjunum. Fram
kemur að flest þeirra 600 auka-
efna sem notuð eru í sígarettur
i Evrópusambandsríkjum séu
ekki nauðsynleg og fæst þeirra
hafi verið notuð fyrir 1971.
Aukaefnin séu m.a. notuð til
þess að auka bragð af tóbaks-
reyk, draga úr lykt af reyknum
og auka áhrifin af nikótíninu.
Deila Kínverja og
Taívana magnast
Peking, Taipei. Reuters.
RÁÐAMENN í Kína hafa brugðist
ókvæða við ummælum forseta Taív-
ans þess efnis að kínversk og taív-
önsk stjórnvöld ættu að falla frá
þeirri afstöðu að aðeins væri til „eitt
Kína". Kínverska fréttastofan Xin-
hua sagði í gær að með þessum um-
mælum hefðu „Taívanar kallað yfir
sig mikla ógæfu".
Lee Teng-hui, forseti Taívans,
sagði í samtali við þýska útvarpið
Deutsche Welle um helgina að Kína
og Taívan ættu að líta á sig sem tvö
aðskilin ríki og Kínverjar þyrftu því
að falla frá þeirri afstöðu að Taívan
væri hluti af Kína og undir stjórn
þess.
Ráðamenn á Taívan ítrekuðu af-
stöðu sína þrátt fyrir mótmæli Kín-
verja og hvöttu stjórnvöld í Kína til
að setjast að samningaborði og leysa
deiluefni með viðræðum en ekki
vopnum.
,Að leysa deiluefni okkar með stríði
samræmist í engu hegðun ríkja eftir
kalda stríðið. Viðræður eru eina rétta
leiðin," sagði Lin Chong-pin, háttsett-
ur taívanskur embættismaður.
Yiðræðum um bætt sam-
skipti stefnt í hættu
Ráðamenn á Taívan gengu þó ekki
svo langt að lýsa yfir sjálfstæði en
kröfðust þess að viðræður um bætt
samskipti rfkjanna, sem ráðgerðar
eru í október, færu fram á þeim
grundvelli að um tvö ríki væri að
ræða. Óttast fréttaskýrendur að
deilan stefni viðræðunum í hættu.
Fjölmiðlar í Kína sögðu ummæli
Taívana ögrun við kínversk stjórn-
völd þar sem þau léðu ekki máls á að
breyta þeirri afstöðu sinni að Taívan
væri aðeins hérað í Kína.
Viðbrögðin á Taívan voru einnig
hörð en þar sökuðu fjölmiðlar og
stjórnmálaskýrendur forsetann um
að stefna viðkvæmum samskiptum
Taívans við meginlandið í hættu.
Varð vitni að
morði á fjöl-
skyldu sinni
Atlanta. Keuters.
ELLEFU ára drengur í Atl-
anta í Bandaríkjunum varð
vitni að morði á fjölskyldu sinni
í fyrradag en komst sjálfur lífs
af þar sem morðmgjanum tókst
ekki að hleypa af byssu sinni.
Morðinginn, 39 ára karlmað-
ur, hélt drengnum meðan hann
myrti móður hans, fjögur
systkiniog frænku. Drengurinn
slapp og faldi sig í fataskáp en
morðinginn fann hann. Maður-
inn miðaði byssu að höfði
drengsins og reyndi að hleypa
af, en tókst það ekki af ein-
hverjum ástæðum.
Morðinginn svipti sig síðan
lífí. Móðir drengsins hafði sagt
manninum að hún vildi binda
enda á samband þeirra.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56