Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						STOFNAÐ 1913
161. TBL. 87. ARG.
ÞRIÐJUDAGUR 20. JULI1999
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Reuters
Karl hælir
bresku
nautakjöti
KARL Bretaprins gæddi sér á
nau1.as1.eik í gær og lýsti því um
leið yfir að breskt nautakjöt væri
það besta sem hægt væri að fá.
Karl heimsótti sveitabýli í Staf-
fordskíri í Mið-Englandi og var
þar boðið upp á úrval kjötrétta en
ekki eru nema örfáir dagar síðan
framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins létti banni af útflutningi
bresks nautakjöts, næstum þremur
og hálfu ári eftir að það var sett á
vegna ótta um að fólk gæti veikst
af hættulegum heilarýrnunarsjúk-
dómi við neyslu þess. Munu bresk-
ir nautabændur vonast til þess að
stuðningsyfirlýsing verðandi kon-
ungs hjálpi þeim að öðlast traust
neytenda á ný.
John F. Kennedy yngri, eiginkona hans og mágkona talin af eftir flugslys
Clinton minnist Kennedys
sem „einstaks góðmennis"
Otis i Massachusetts, Washington. Reuters, AFP.
BJÖRGUNARMENN höfðu í gær
gefið upp alla von um að finna John
F. Kennedy yngri, eiginkonu hans
og mágkonu á lífi en flugvél þeirra
fórst skammt frá eyjunni Martha's
Vineyard, undan ströndum
Massachusetts-ríkis í Bandaríkjun-
um aðfaranótt laugardags að ísl.
tíma. Leit að flaki vélarinnar var þó
haldið áfram í gær enda er það talið
geta gefið mikilvægar vísbendingar
um orsök slyssins. Þótt ekki væri bú-
ið að finna lík þremenninganna
höfðu þegar borist samúðarkveðjur
frá ýmsum fyrirmennum beggja
vegna Atlantsála. Notaði Bill Clinton
Bandaríkjaforseti tækifærið í gær og
sagði Kennedy hafa verið „einstakt
góðmenni" og að hann hefði reynst
sér, konu sinni og dóttur afar vel.
Leitarsvæðið hafði verið þrengt
nokkuð í gær og voru kafarar m.a.
sendir niður á tilteknum svæðum á
haffletinum í leit að braki úr sex sæta,
eins hreyfils Piper Saratoga-flugvél
Kennedys sem hvarf undan vestur-
enda Martha's Vineyard. Talið er full-
víst að Kennedy hafi sjálfur flogið vél-
inni en auk hans eru eiginkona hans,
Carolyn Bessette Kennedy, og systir
hennar, Lauren Bessette, taldar af.
Gaf Kennedy-fjölskyldan frá sér yf-
irlýsingu seint í gær þar sem hún við-
urkenndi að Kennedy væri að öllum
líkindum látinn. Það sama höfðu að-
standendur Bessette-systra gert fyrr
Deilur Kínverja og Taívana magnast enn
Kínverjar úti-
loka ekki beit-
ingu hervalds
Vín, Peking. Reuters.
KOFI Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, kvaðst í gær
afar áhyggjufullur vegna vaxandi
spennu í samskiptum Kína og Taí-
vans og hvatti hann leiðtoga land-
anna tveggja til að hefja aftur leit að
friðsamlegri lausn deilunnar um
stöðu Taívans. Jiang Zemin, forseti
Kína, sagði Bill Clinton Bandaríkja-
forseta í símasamtali sem þeir áttu á
sunnudag að kínversk stjórnvöld
teldu sig hugsanlega ekki eiga annan
kost en beita hervaldi eftir yfirlýs-
ingar Lee Teng-hui, forseta Taívans,
um að Taívanar gerðu ráð fyrir því
að haga samskiptum sínum við Kín-
verja eins og um tvö sjálfstæð ríki
væri að ræða.
„Þetta er áhyggjuefni," sagði Ann-
an í gær, „en ég vona að þessi deila
magnist ekki um of." Lét hann þau
orð falla að ummæli forseta Taívans
hefðu greinilega komið stjórnvöldum
í Peking í opna skjöldu.
Yfirlýsingar Lees virtust benda til
að Taívanar hygðust henda fyrir
róða samkomulagi við Kínastjórn
sem komið hefur í veg fyrir stríð
milli landanna tveggja eftir að kín-
verskir kommúnistar höfðu betur í
borgarastríði árið 1949 og þjóðernis-
sinnar, sem látið höfðu í minni pok-
ann, flúðu til Taívan og tóku þar
völdin.
Kínverjar líta svo á að Taívan til-
heyri Kína og hafa tekið illa tilraun-
um taívanskra stjórnvalda til að
halda úti eigin stjórnarstefnu, ekki
síst í utanríkismálum. Taívanar hafa
hins vegar undanfarin ár haft áhuga
á að brjótast úr spennitreyju þeirri,
sem Kínverjar halda þeim í. Sagði
Jiang Zemin við Clinton Bandaríkja-
forseta á sunnudag að Taívanar
hefðu stigið „afar hættuleg skref' en
ástæðan væri öllum ljós, ákveðin öfl í
Taívan og annars staðar i heiminum
vildu skilja Taívan frá Kína.
Clinton mun hins vegar hafa ít-
rekað þá afstöðu stjórnvalda í
Washington að þau líti á Kína og
Taívan sem eitt ríki og sagðist for-
setinn jafnframt vona að Kínverjar
og Taívanar legðu allt kapp á að
leysa deilu sína á friðsamlegan hátt.
Clinton hefur áður varað Kínverja
við að Bandaríkjamenn myndu líta
það „afar alvarlegum augum" ef þeir
reyndu að þvinga Taívana til hlýðni
með vopnavaldi.
um kvöldið. Sér-
fræðingar banda-
rísku landhelgis-
gæslunnar sögðu
enda útilokað að
nokkur maður
myndi lifa af
meira en átján
klukkustundir     í
sjónum nærri
Martha's Vine-
yard án björgun-
John F
Kennedy
arbáts eða björgunarvestis, en hvor-
ugt var til staðar í flugvélinni. Þegar
hefur farangur og brak úr flugvélinni
rekið upp á land eða fundist í sjónum
í nágrenni eyjunnar.
Fyrir framan íbúð Kennedys og
Carolyn, eiginkonu hans, í New York
höfðu velunnarar komið fyrir blóm-
um og handskrifuðum skilaboðum til
hinna látnu, kertum og teikningum.
Kennedy-fjölskyldan hélt sig hins
vegar til hlés í húsakynnum sínum í
Hyannisport á Cape Cod og beið
fregna af leitinni að líkamsleifum
þremenninganna. Systir Kenn-
edys, Caroline Kennedy Schloss-
berg, var þó sögð dvelja hjá eigin-
manni sínum og þremur börnum
þeirra á Long Island í New York.
Eins og kunnugt er var John F.
Kennedy eldri Bandaríkjaforseti
myrtur í Dallas í nóvember 1963 og
bróðir hans, Robert F. Kennedy, lík-
legur forsetaframbjóðandi, hlaut
sömu örlög í júní 1968 í Kaliforníu.
Fleiri meðlimir fjölskyldunnar, sem
mikið hefur borist á í bandarískum
stjórnmálum og samkvæmislífi und-
anfarin 50 ár, hafa einnig hlotið
voveifleg örlög og þykir harmsaga
fjölskyldunnar með eindæmum.
¦ Sjá umfjöllun á bls. 24-26
¦
Reuters
MEÐAL þess sem velunnarar skildu eftir / gær við heimili .1 olms F. Kennedys yngri í New York var sögufræg
mynd þar sem hann heilsar að hermannasið líkkistu Johns F. Kennedys Bandaríkjaforseta í nóvember 1963.
Viðskiptadeila Baiidaríkjamaima og ESB
Refsitollar á
evrópskar vörur
Washington. AFP.
BANDARÍSK stjórnvöld tilkynntu
í gær, að þau myndu leggja 100%
toll á fjöldann allan af evrópskum
vörum, til að svara fyrir innflutn-
ingsbann          Evrópusambandsins
(ESB) á bandarískt hormónakjöt.
Roquefort-ostur og gæsalifrar-
kæfa eru meðal þeirra vara sem
tollurinn leggst á, en ársvelta þessa
vöruútflutnings til Bandaríkjanna
nemur nú um 8,4 milJjörðum króna.
Er talið að Danir, Frakkar og Þjóð-
verjar muni finna mest fyrir
ákvörðun Bandaríkjastjórnar en
hún markar nýtt hámark ' í *#ið-
skiptastríði sem staðið hefur yfir í
alllangan tíma milli ESB og Banda-
ríkjanna. .
Fulltrúar ESB og Bandaríkjanna
hafa reynt að semja um lausn
ágreiningsefna sinna - fyrst um
banana og nú um kjöt af nautgrip-
um sem aldir eru á hormónum - á
vettvangi Heimsviðskiptastofnunar-
innar, WTO, en ekki tekizt. Hinn 13.
maí sl. rann út frestur sem WTO
hafði gefið ESB til að aflétta inn-
flutningsbanni á bandarískt og
kanadískt hormónakjöt, og í kjölfar
þess veitti stofnunin Bandaríkja-
mönnum heimild til að leggja á
refsitolla, þó minni en þeir höfðu
farið fram á.
Refsitollarnir taka gildi frá og
með 29. þessa mánaðar, og bætast
við sambærilega refsitolla sem búið
var að leggja á aðrar evrópskar vör-
ur vegna þess tekjutaps sem
Bandaríkjamenn halda fram að
bandarísk fyrirtæki sem hafa hags-
muna að gæta í útflutningi banana
frá Mið-Ameríkuríkjum verði fyrir
vegna meintrar mismununar í inn-
flutningsreglum ESB.
Afengi sem
eldsneyti
EMBÆTTISMENN í Litháen,
langþreyttir á því að hella nið-
ur ólöglegu áfengi eftir að það
hefur verið gert upptækt,
íhuga nú að nýta frekar mjöð-
inn til að knýja ökutæki.
„Það er skoðun okkar að við
ættum að láta af því, eins fljótt
og auðið er, að hella áfenginu
niður og nýta hagkvæmari leið-
ir þess í stað," sagði Eugenijus
Maldeikis efnahagsmálaráð-
herra í Vilnius í gær. Sagði
Maldeikis að ein hugmyndin
beindist að því að nota áfengið
til að bæta eldsneyti bifreiða og
að nefnd embættismanna
myndi taka málið til umfjöllun-
ar á næstunni.
Á fundinum kom fram að
stjórnvöld í Litháen hafa hellt
um 400.000 tonnum af áfengi
niður á síðasta ári. Telja emb-
ættismenn að ef eldsneytishug-
myndin verði ekki að veruleika
megi endurvinna áfengið og
nýta það til lyfjaframleiðslu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64