Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						*fttmiH*Mfe
STOFNAÐ 1913
162. TBL. 87. ARG.
MIÐVIKUDAGUR 21. JULI1999
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Leitin að flaki flugvélar Kennedy-hjónanna stendur enn
Tveir
staðir
kannað-
ir nánar
Aquínnah íBandarfigunum. AP.
KAFARAR héldu í gær áfram leit
að flaki flugvélar Johns F. Kenn-
edys yngri úti fyrir strönd eyjar-
innar Martha's Vineyard, og voru
nokkrir staðir tilgreindir þar sem
ratsjármyndir bentu til að flak vél-
arinnar gæti verið niðurkomið.
Á fréttamannafundi í gærkvöldi
sagði talsmaður strandgæslunnar
að tveir staðir á hafsbotninum yrðu
rannsakaðir sérstaklega, þar sem
allstórir hlutir hefðu sést í ratsjá.
Auk Kennedys fórust eiginkona
hans, Carolyn Bessette, og mág-
kona, Laurene, með vélinni, sem
Kennedy flaug sjálfur. Slysið varð
aðfaranótt laugardags að íslensk-
um tíma.
Brak úr vélinni hefur rekið á
land á eynni og meðal þess eru
skráningarskjöl vélarinnar. Að því
er fram kemur hjá CNN telja
björgunarmenn hugsanlegt að
enga stóra hluta sé að finna úr vél-
inni. Ratsjárupplýsingar benda til
þess að vélin hafi lækkað flugið tíu
sinnum hraðar en eðlilegt er talið
rétt áður en hún hvarf af ratsjá.
¦ Sagt að honum/23
Kynlíf
eykur
gáfur
Bonn. Reuters.
KYNLÍFSIÐKUN gerir mann
ekki einungis heilbrigðari,
hamingjusamari og gáfaðri,
heldur getur einnig forðað
manni frá höfuðverk, að því
er þýska tímaritið Freundin
hefur eftir vísindamönnum.
I grein um „höfuðverksaf-
sökunina" segir að vísinda-
menn hafi komist að því að
regluleg kynlifsiðkan hvetji
myndun hormóna á borð við
adrenalm og kortisól, sem
auka heilastarfsemi og vinna
gegn mígreni.
Skapandi hugsun
„Kynlíf eykur getu til ein-
beitingar, heldur athyglisgáf-
unni við og örvar skapandi
hugsun og hugmyndaflug. í
fáum orðum sagt, það gerir
mann gáfaðri," er haft eftir
Werner Habermehl, prófess-
or við Kynlífsfræðastofhun-
ina í Hamborg. „Fólk sem
iðkar kynlíf reglulega þjálfar
sig líkamlega og andlega til
að vera í toppformi. Við sam-
farir framleiðir líkami manns
öfluga hormónablöndu sem
hefur gífurlega jákvæð
áhrif."
Reuters
STYTTA úr stáli, gerð eftir sögufrægri ljósni ynd af John F. Kennedy
yngri, er meðal þess sem velunnarar hafa sett við heimili Kennedys og
eiginkonu hans í Tirbeca-hverfinu í New York.
Arafat hafnar
áætlun Baraks
Gaza-borg, Washington. Reuters.
YASSER Arafat, leiðtogi Palestínu-
manna, sagði í gær „óviðunandi" þá
áætlun Ehuds Baraks, forsætisráð-
herra ísraels, að gefa sér fimmtán
mánuði til að ná friðarsamkomulagi
við Palestínumenn, Sýrlendinga og
Líbana. Krafðist Arafat þess að
ísraelsmenn stæðu einfaldlega við
gerða samninga.
Barak hefur lýst því yfir að hann
vifji tengja Wye River-friðarsamn-
ingana sem náðust með milligöngu
Bandaríkjamanna í október, en sem
fóru upp í loft tveimur mánuðum síð-
ar, viðræðum um endanlegar sættir
við Palestínumenn.
Á fundum með Bill Clinton Banda-
ríkjaforseta um síðustu helgi tókst
Barak að tryggja sér stuðning
Bandaríkjamanna   við   hugmyndir
sínar um að móta fimmtán mánaða
tímaáætlun um hvernig best væri að
mjaka friðarumleitunum áfram.
„Við unum þessu ekki," sagði
Arafat hins vegar í gær eftir að hafa
hitt Hosni Mubarak, forseta Egypta-
lands. „Við glötuðum nógu miidum
tíma vegna [Benjamins] Netanyahus
[fyrrverandi forsætásráðherra ísra-
els] og sjáum ekkert vit í því að sóa
meiri tíma með þessari nýju ríkis-
stjórn [í ísrael]," sagði Arafat.
Barak kvaðst í gær ekki sjá neina
ástæðu til að bíða í fimmtán mánuði
með að fara að samningum um
landaafsal og öryggisráðstafanir.
Sagðist Barak vera fyllilega sam-
mála Arafat um að ekki ætti að bíða.
¦ PaIestínumenn/22
Áætlun um niðurskurð í Þýskalandi
Dregið úr
ríkisstuðningi
Bonn. Reuters.
RÍKISSTJÓRN jafnaðarmanna og
græningja í Þýskalandi kynnti í gær
áætlun um verulegan niðurskurð í
velferðarkerfinu. Kom það fram hjá
efnahagsmálaráðherra stjórnarinn-
ar, að miklar kröfur um ríkisstuðn-
ing á flestum sviðum stæðu einka-
framtakinu fyrir þrifum og raunar
öllu efnahagslífinu.
Werner Miiller, óflokksbundinn
efnahagsmálaráðherra í ríkisstjórn
Gerhards Schröders, segir í skýrsl-
unni, að stefnt sé að því að lækka
skatta og niðurgreiðslur ásamt því
að örva frjálsan sparnað, t.d. lífeyr-
issparnað. Með þessari áætlun hef-
ur Schröder kanslari stigið enn eitt
skref í þá átt að færa þýska Jafnað-
armannaflokkinn SPD inn á líkar
brautir og Tony Blair, forsætisráð-
herra Bretlands, hefur fært breska
Verkamannaflokkinn. Hann má
hins vegar búast við hörðum slag
við marga flokksbræður sína.
„Þýskt efnahagslíf gengur æ
meira á hlut komandi kynslóða,"
sagði Miiller er hann kynnti áætlun-
ina og bætti því við, að fyrrverandi
stjórn hægrimanna, sem var. við
völd í 16 ár, hefði safnað óbærileg-
um skuldum í því skyni m.a. að
standa undir mjög háum og hækk-
andi lífeyrisskuldbindingum. Þetta
hefði verið gert með því að hækka
skatta, sem væru að sliga jafnt fólk
sem fyrirtæki.
„Velferðarkerfíð einkennist af æ
minni velferð eins og best sést á
skattaáþjáninni og miklu atvinnu-
leysi," sagði Muller en hann stefnir
að því að lækka hlut ríkisins í þjóð-
arútgjöldunum úr 50% í 40%.
Svíar óttast neikvæðar afleiðingar hnattvæðingar og aukins Evrópusamstarfs
Kaupraannahöfn. Morgunblaðið.
SÆNSKAN er á undanhaldi á
mörgum sviðum og því er eðlilegt
að sett verði lög til að slá því föstu
að sænska sé hið ríkjandi tungumál
í Svíþjóð, sem alls staðar gildi.
Þetta er niðurstaða tveggja
sænskra málverndarmanna, pró-
fessoranna Ulf Teleman, fyrrum
formanns sænsku málnefndarinnar,
og Margaretu Westman, skrifstofu-
stjóra málnefndarinnar í grein, sem
þau birtu í Svenska Dagbladet í vik-
unni. I umræðuþætti í sænska út-
varpinu sagði Thomas Hagdahl,
deildarstjóri hjá samtökum iðnaðar-
ins, hins vegar að málnefndin væri
líkgrafari tungunnar.
I grein sinni benda þau Teleman
og Westman á að hingað til hafi lög
um forgang sænsku í Svíþjóð verið
óþörf, sökum sjálfsagðrar stöðu
hennar. Svo sé ekki lengur í kjölfar
hnattvæðingar, evrópskrar sam-
vinnu, upplýsingatækni og erlendr-
ar fjölmiðlunar.
Vilja lögvernda
sænskuna
Teleman og Westman benda á að
víða á menntaskólastigi sé kennt á
ensku í alþjóðabekkjum, oft af
sænskum kennurum, sem séu ekki
mjög góðir í ensku. Slík kennsla
geti vissulega átt rétt á sér, en
spurningin sé hvort æskilegt sé að
sænskir skólakrakkar geti ekki
rætt sérfræðileg efni á sænsku.
Er málnefndin likgrafari
málsins?
Á háskólastigi sé enska víða ríkj-
andi mál í náttúru- og lífvísindum,
en vart sé æskilegt að sérfræðingar
einangrist og geti ekki tekið þátt í
sænskri þjóðfélagsumræðu um eig-
in svið. Sama sé að gerast í við-
skiptalífinu.
I umræðuþætti í útvarpinu
hnykkti Westman á að það væri
eklci lengur spurning um að einstök
ensk orð herjuðu á sænskuna, held-
ur færi umræðan um heilu efnin að
mestu fram á ensku. Þessu þyrfti að
spyrna við. En þessi skoðun á sér
andmælendur.
Thomas Hagdahl sagði að þó
hann gæti verið sammála ýmsu af
því sem tvímenningarnir bentu á,
væri lagasetningu ekki réttu við-
brögðin. Betra væri að leggja niður
málnefndina, sem væri líkgrafari
málsins og setja upp nefnd um út-
breiðslu málfræðinnar. Leiðin til að
styrkja sænskuna væri efld mál-
fræðikennsla í skólum. Westman
tók undir að aukin málfræðikennsla
væri af hinu góða, en væri alls ekki
nóg svörun við ríkjandi ástandi.
Ef marka má viðbrögð fjölmiðla
er áhuginn á móðurmálinu ekki
dottinn upp fyrir, því grein tví-
menninganna hefur orðið fjölmiðl-
um mikið umfjöllunarefni undan-
farna sumardaga. Tekið hefur verið
undir það sjónarmið að vernda beri
sænskuna með lagasetningu um
forgang hennar. Ýmsir embættis-
menn hafa blandað sér í umræðuna
og tekið undir hve málfar á gögnum
Evrópusambandsins, ESB, sé mikið
hrognamál, þó Bretar hafi á sínum
formennskutíma skorið upp herör
gegn þokumælgi ESB undir slag-
orðinu „Fight the Fog", „berjumst
gegn þokunni".
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56