Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						!H*cgmiHiifeifr
167. TBL. 87. ARG.
STOFNAÐ 1913
ÞRIÐJUDAGUR 27. JULI1999
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
KFOR eyk-
ur viðbún-
að í Kosovo
Milosevic krefst þess að serbnesk-
ar hersveitir fari á ný til héraðsins
Gracko, Pristína, Belgrad. Reuters, AFP, AP, The
KFOR, friðargæslusveitir undir
stjórn          Atlantshafsbandalagsins
(NATO), hafa aukið viðbúnað í þeim
þorpum í Kosovo, þar sem Serbar eru
í meirihluta, í kjöliar grimmdarverka
helgarinnar en þá voru fjórtán Serb-
ar drepnir í þorpinu Graeko, um 15
km frá Pristína, héraðshöfuðborg
Kosovo. Fleiri eftirlitsstöðvum hefur
verið komið upp í Kosovo til viðbótar
þeim sem fyrir voru, en að sögn Mike
Jackons, yfirmanns KFOR, leggja
friðargæsluliðar nú áherslu á að sefa
reiði Serba, sem óttast nú mjög um
öryggi sitt, og að taka á vaxandi þjóð-
ernisdeilum í héraðinu.
Ráðgert hafði verið að útför karl-
mannanna sem myrtir voru sl. föstu-
dagskvöld færi fram í gær en henni
var frestað þar sem krufningu var
ekki lokið. Miklar öryggisráðstafanir
hafa verið gerðar fyrir útförina, sem
fara mun fram eftir örfáa daga, en
ráðgert er að um fjögur hundruð
friðargæsluliðum ásamt brynvörðum
bílum og þyrlum verði beitt til að
tryggja að jarðarförin fari friðsam-
lega fram.
Aukinn viðbúnaður er við Gracko
og þrátt fyrir að talsmenn NATO og
Sameinuðu þjóðanna (SÞ) hafi heitið
því að finna morðingjana og koma
yfír þá lögum, hafa a.m.k. 20 Serbar
Daily Telegraph.
óskað eftir að fá fylgd friðargæslu-
liða burt frá Kosovo.
Segjast þeir óttast um öryggi sitt
og telja friðargæslusveitir ekki sinna
starfi sínu sem skyldi við að tryggja
öryggi þeirra fyrir ágangi Kosovo-
Albana. Þá sögðust serbneskir harð-
línumenn í Pojje í Kosovo myndu
hefja gagnárásir á Albana ef KFOR
herti ekki öryggisgæslu í héraðinu.
Leiðtogar Frelsishers Kosovo (KLA)
hafa fordæmt morðin og vísað á bug
ásökunum Serba um að liðsmenn
KLA beri ábyrgð á þeún. Frétta-
skýrendur óttast nú að ný alda átaka
breiðist út í Kosovo vegna vaxandi
spennu milli Serba og Albana.
Segir NATO og SÞ bera ábyrgð
Slobodan Milosevic, forseti Júgó-
slavíu, sagði ábyrgð á grimmdarverk-
inu „hvfla alfarið á NATO og SÞ," en
serbneskir íbúar Gracko höfðu fyrir
rúmri viku beðið breska friðargæslu-
liða um að efla öryggisgæslu í þorp-
inu af ótta við árásir Albana. Þá hefur
Milosevic krafist þess að serbneska
hernum verði leyft að halda aftur til
Kosovo til að tryggja öryggi Serba í
héraðinu. Hefur sendiherra Júgó-
slavíu hjá SÞ óskað eftir því að boðað
verði tÚ neyðarfundar hjá Öryggis-
ráðinu vegna þessa.
Reuters
HÓPUR serbneskra hermanna hóf í gær hungurverkfall við aðalstöðvar hersins í Nis. Þeir krefjast þess að
fá greidd laun fyrir herþjdnustu á meðan á loftárásum Atlantshafsbandalagsins stdð.
Níu liðsmenn Júgóslavíuhers
hófu hungurverkfall í gær við höf-
uðstöðvar hersins í Nis í suðurhluta
Serbíu. Þeir krefjast þess að fá
greidd laun fyrir herþjónustu sína á
tímum loftárása NATO á Júgó-
slavíu. Nebojsa Pavkovic, yfirmaður
hersins í Kosovo, skipaði mönnun-
um að hætta hungurverkfallinu hið
fyrsta. „Þið þykist vera föðurlands-
vinir og nú biðjið þið um peninga,"
sagði Pavkovic.
Víðar var mótmælt og í Sabac
söfnuðust a.m.k. 3.000 manns saman í
gær og kröfðust afsagnar Milosevics.
Um 25.000 manns söfnuðust saman í
Nis í sama tilgangi auk þess sem
fimm þúsund manns í Sombor kröfð-
ust þess að herinn hætti stuðningi
sínum við stjórnina.
Pavkovic hefur varað stjórnarand-
stöðuna við því að halda áfram að
skipuleggja mótmæli gegn forsetan-
um og sagði hann að svo gæti farið
að herinn hæfi íhlutun sem kynni að
enda í blóðbaði. Samtók um breyt-
ingar, sem eru regnhlífasamtök
stjórnarandstöðuflokka, virtu um-
mæli Pavkovic hins vegar að vettugi
er þau gáfu út þá yfirlýsingu í gær
að þau hygðust boða til almenns
verkfalls í byrjun september, í því
augnamiði að þrýsta á Milosevic að
fara frá völdum.
Otti við uppreisn
„ástæðulaus"
Teheran. Reuters.
ÓTTI bæði heimafyrir og erlendis
um yfirvofandi uppreisn gegn Mo-
hammad Khatami, forseta írans, er
ástæðulaus, en víðtækar tilraunir til
að grafa undan pólitískum og félags-
legum umbótum hans eru enn alvar-
leg ógnun, að því er bróðir forsetans
sagði í gær.
Reza Khatami sagði gótuóeirðirn-
WTO fellst
á innflutn-
ingsbann
Genf. Reuters.
HEIMSVIÐSKIPTASTOFNUNIN
(WTO) samþykkti í gær innflutn-
ingsbann Bandaríkjanna og Kanada
á völdum sælkeravörum frá aðildar-
ríkjum Evrópusambandsins (ESB).
Er bannið rakið til deilna Bandarfkj-
anna og ESB um innflutning á
nautakjöti og er talið að það muni
leiða til tekjutaps ESB-ríkja sem
nemi um níu miHjörðum ísl. króna.
Á fundi WTO í gær lýstu fulltrúar
Bandaríkjanna því yfir að innflutn-
ingsbannið kæmi til framkvæmda
29. júlí nk.
ar í íran að undanförnu hluta af
skipulögðum tilraunum íhaldsafla í
landinu til að hrekja forsetann frá
völdum. Hefði þetta verið reynt allar
götur síðan hann vann stórsigur í
kosningunum 1997 og yrði haldið
áfram uns kosningar fara fram í
landinu í febrúar næstkomandi.
Óeirðirnar fylgdu í kjölfar mót-
mæla stúdenta við banni sérstaks
dómstóls á útgáfu dagblaðsins
Saiam, sem fylgdi Khatami að mál-
um. Utgefandi blaðsins var í gær
dæmdur sekur um að hafa birt meint
leyniskjöl og borið út óhróður um
embættismenn og þingmenn. Rit-
stjórar íranskra dagblaða, sem
hlynntir eru umbótastefnu Khatam-
is, fordæmdu sakfellinguna.
Þrír helstu leiðtogar lítils flokks
þjóðernissinna, íranska þjóðar-
flokksins, hafa verið hnepptir í varð-
hald, að því er leyniþjónustan
greindi frá í gær. Voru þeir hand-
teknir þegar götuóeirðir brutust út í
Teheran um miðjan mánuðinn.
Er þremenningunum gefið að sök
að hafa æst upp óeirðaseggi og haft í
frammi blekkjandi slagorð gegn
heilögum gildum. Þeir hefðu einnig
veitt viðtöl við erlenda fjölmiðla og
farið rangt með staðreyndir.
Leitað að
flugvél á
Grænlandi
LEIT hófst í gær að flugvél
sem lagði af stað frá Reykjavík-
urflugvelli til Grænlands um kl.
10 í gærmorgun. Tveir erlendir
menn eru um borð í vélinni.
Flugvélin, sem er lítil tveggja
hreyfla vél af gerðinni BE58, er
á bresku skráningarnúmeri. Um
borð í henni eru Bandaríkjamað-
ur, sem var að kaupa hana í Evr-
ópu, og sölumaðurinn. Aætluðu
þeir að lenda vélinni í Nuuk á
vesturströnd Grænlands en
vegna ísingar í lofti og slæms
veðurs sneru þeir við um kl. 14
er þeir voru yfir miðjum Græn-
landsjökli. Þá tóku þeir stefnuna
á Kulusuk en síðast heyrðist til
þeirra um kl. 15 er þeir áttu
skammt ófarið þangað.
Grænlenskar leitarsveitir og
þyrla leituðu vélarinnar í gær
en vegna veðurs urðu þær frá
að hverfa um kl. 20. Var leitinni
frestað þangað til í dag.
HASSAN
Marokkókon-
ungur borinn
til grafar
ÚTFÖR Hassans II, konungs
Marokkó, fór fram á sunnudag-
inn að viðstöddum mörgum
stjórnmálaleiðtogum hvaðanæva
úr heiminum. Á myndinni sést
fjöldi fólks, er var viðstaddur
jarðarförina, við Hassan-turninn
í Rabat, höfuðborg Marokkó.
Þúsundir manna gengu um gðtur
borgarinnar til að minnast kon-
ungs síns, sem verið hafði við
völd í 38 ár.
¦ Hann var/24
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68