Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						STOFNAÐ 1913
172. TBL. 87. ARG.
MIÐVIKUDAGUR 4. AGUST 1999
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Járnbrautamálaráðherra Indlands segir af sér vegna lestarslyssins
Minnst 258 manns létu lífið
Gaisal, Guwabati, Nyju Delhí. Reuters, AFF, The Daily Telegraph,
NITISH Kumar, járnbrautamálaráð-
herra Indlands, sagði af sér embætti í
gær. Hann segist bera siðferðilega
ábyrgð á lestarslysinu sem varð að-
faranótt mánudags skammt frá lest-
arstöðinni í Gaisal, um 500 km frá
Kalkútta í Vestur-Bengal. Að
minnsta kosti 258 létust í slysinu en
óttast er að fórnarlömbin séu mun
fleiri, eða yfir fjögur hundruð talsins.
„Eg hef afhent forsætisráðherra
(Atal Behari Vajpayee) afsagnar-
beiðni mína þar sem ég tel mig bera
siðferðilega ábyrgð á slysinu," sagði
Kumar. Ennfremur sagði hann
„glæpsamlega vanrækslu" af hálfu
starfsfólks hafa orsakað slysið.
,Allt sem ég sá við athugun mína á
slysstað gefur til kynna að sökina sé
að finna hjá járnbrautastarfsfólki.
Það kemur ekki til greina að ég dragi
uppsögn mína til baka," sagði Kumar.
Björgunarstarfsmenn unnu að því í
gær að fjarlægja lík úr járnbrauta-
vögnum en um borð í hvorri lest voru
yfir eitt þúsund farþegar og voru
flestir í fasta svefni er slysið varð.
Um þrjú hundruð slösuðust alvarlega
er lestarnar rákust saman á um 90
km hraða á klukkustund.
Enn átti eftir að leita í þremur
vögnum í gær en þá var unnið að því
að taka þá í sundur með krana þar
sem þeir lágu í einni kös. Óttast er að
tvö hundruð lík til viðbótar sé að
finna í þeim.
Fjögurra starfsmanna leitað
Að sögn lögreglu hafa yfir 100.000
manns safnast saman á slysstað og
hefur það hamlað nokkúð framvindu
björgunarstarfsins. Rannsókn á til-
drögum slyssins fer nú fram en lög-
regla leitaði fjögurra járnbrautar-
starfsmanna sem taldir eru hafa sent
röng skilaboð til Avadh-Assam-hrað-
Reuters
LESTARNAR tvær, sem skullu saman aðfaranótt mánudags, voru á um 90 km hraða og um borð í þeim voru
rúmlega tvö þúsund farþegar.
lestarinnar sem var á leið frá Nýju
Delhí. Afleiðingarnar urðu þær að
henni var skipt yfir á rangt brautar-
spor, að því er talið er, og rakst á lest
sem var að koma frá Guwahati.
Jóhannes Páll páfi vottaði aðstand-
endum fórnarlambanna samúð sína í
yfirlýsingu og fullvissaði þá um að
„Guð almáttugur væri hjá þeim á
þessari sorgarstundu". Bill Clinton
og Hillary eiginkona hans vottuðu
einnig samúð sína auk Kofi Annans,
framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóð-
anna.
Slysið er eitt það mannskæðasta á
Indlandi en í landinu er stærsta lesta-
kerfi í heimi sem flytur um þrettán
miUjónir farþega daglega.
Þeir sem björguðust úr slysinu
voru fluttir í gær með sérstakri lest á
brautarstöðina í Guwahati og biðu
hennar hundruð örvæntingarfullra
ættingja og vina í von um að ástvinir
þeirra væru um borð.
Bresk
gæludýr fá
vegabréf
London. Reuters.
BRESK stjórnvöld kynntu í
gær áform um að gefa út vega-
bréf fyrir gæludýr, sem gera
eigendum þeirra kleift að ferð-
ast með þau milli landa án þess
að dýrin þurfi að dvelja í sótt-
kví í sex mánuði eftir heim-
komu.
Nýju reglurnar gera ráð fyr-
ir að ferðast megi með gæludýr
til Evrópusambandsríkjanna,
íslands, Noregs og Sviss, en
þær taka gildi í apríl á næsta
ári. Verður þetta fyrirkomulag
fyrst um sinn haft til reynslu,
en reynist það vel munu regl-
urnar verða framlengdar. Áður
en lagt er upp í ferðalag verður
að taka blóðprufu úr dýrunum
og bólusetja þau gegn hunda-
æði og öðrum sjúkdómum, auk
þess sem örflögu með upplýs-
ingum um dýrin verður komið
fyrir undir feldi þeirra. Að
sögn Hayman barónessu, að-
stoðarráðherra í breska land-
búnaðarráðuneytinu,         ættu
Bretar ekki að þurfa að óttast
útbreiðslu hundaæðis þrátt
fyrir hinar nýju reglur.
Ströng lög um innflutning
dýra voru sett í Bretlandi árið
1901. Fyrsta gæludýrið sem
sloppið hefur við vist í sóttkví
síðan kom til Bretlands í byrj-
un þessa mánaðar, en það var
hundurinn Cassis, sem var
fluttur frá Frakklandi eftir að
eigandi hans, 15 ára krabba-
meinssjúkur drengur, ritaði
forsætisráðherranum, Tony
Blair, bréf og óskaði eftir und-
anþágu.
Sókn Talebana í
Afganistan
250.000
manns á flótta
Kabúl. Reuters. The Ðaily Telegraph.
UM 250.000 manns hafa flúið harða
bardaga milli Talebana og andstæð-
inga þeirra í Afganistan síðustu
daga, en Talebanar hafa hafið mikla
sókn til að ná á sitt vald þeim tíunda
hluta landsins sem verið hefur undir
stjórn uppreisnarmanna.
Haft er eftir foringjum uppreisn-
armanna að helsti leiðtogi þeirra,
Ahmad Shah Masood, hafi hörfað
með lið sitt inn í Panjshir-dal, norð-
ur af Kabúl, og að menn hans hafi
sprengt upp kletta til að tálma leið
Talebana inn í dalinn. Talebanar
hertóku á mánudag stærstu borgina
á sléttunum milli Kabúl og Panjshir,
Charikar, og náðu einnig á sitt vald
mikilvægri bækistöð uppreisnar-
manna í Gulbahar. Starfsmenn
hjálparsamtaka í Kabúl segja að
þúsundir manna hafi lagt á flótta
undan sókninni. Talsmaður Ahmad
Shah Mashoods sagði í gær að allt
að 250 þúsund manns hefðu leitað
skjóls í Panjshir, og hvatti hann ríki
heims til að veita þeim neyðarað-
stoð. Talið er að um 1.500 hermenn
hafi látið lífið eða særst í átökunum
síðustu fimm daga, flestir úr liði Ta-
lebana.
Reuters
Allt á floti í SA-Asíu
ÞESSI filippseyski verkamaður
skýlir sér hér með regnhlíf fyrir
monsúnrigningunni, vaðandi elg-
inn upp fyrir mitti á götu í
Manila, höfuðborg Filippseyja, í
gær.
Gífurlegt úrhelli hefur dunið
yfir nokkur lönd Suðaustur-Asíu
undanfarna daga og valdið flóð-
um sem tugir manna hafa týnt
lífi í og eyðilagt mannvirki og
ræktarland í stórum stíl.
Fellibylurinn Olga gekk yfir
Kóreuskagann í gær með tilheyr-
andi steypiregni og ofsavindi,
sem felldi hús og reif upp tré og
símastaura. Að minnsta kosti 54
Suður-Kóreubúar höfðu í gær
farizt eða var saknað vegna veð-
urofsans.
¦ Mannskætt úrhelli/30
Næsti framkvæmdastjóri NATO
Robertson væntan-
lega skipaður í dag
Brussel. Reuters.
GEORGE Robertson, varnarmála-
ráðherra Bretlands, verður að öllum
líkindum formlega útnefndur næsti
framkvæmdastj óri
Atlantshafsbanda-
lagsins í dag, mið-
vikudag,          sam-
kvæmt heimildum
Reuters innan höf-
uðstöðva NATO í
Brussel í gær.
Nokkur töf varð á
því að þetta yrði
staðfest, þar sem
þrjú aðildarríki
- Holland, Belgía og
höfðu ekki verið alls
Robcrtson
bandalagsins
Lúxemborg -
kostar sátt við hvernig staðið var að
útnefningu Robertsons.
Tony Blair, forsætisráðherra Bret-
lands, tilnefndi Robertson í embættið
sl. föstudag og búist hafði verið við
því að hann hlyti strax blessun sendi-
herra aðildarríkjanna 19 á fundi
þeirra í Brussel á mánudag. Þá
reyndust sendiherrar „Benelux"-
ríkjanna þriggja vilja áskilja sér
meiri tíma til að hafa ráðrúm til frek-
ari ráðfærslu við ríkisstjórnir sínar.
„Robertson er sá eini sem tilnefnd-
ur hefur verið í embættið. Banda-
mennirnir þrír sem báðu um lengri
umþóttunartíma voru með því aðeins
að gefa til kynna óánægju sína með
að „stóru strákarnir" völtuðu yfir
þá," sagði ónafngreindur embættis-
maður NATO í samtali við Reuters.
Talsmaður Hollandsstjórnar vísaði
í gær á bug fréttum þess efnis, að
löndin þrjú hafi tekið sig saman um
að reyna að hindra skipun Robert-
sons. Frasagnir stjórnarerindreka í
höfuðstöðvum NATO herma, að
Belgar hafi hvað mest verið hvumsa
yfir skyndilegri tilnefningu Robert-
sons í embættið, þar sem þeir höfðu
áður reynt að afla stuðnings við til-
nefningu Jean-Lucs Dehaenes, fyrr-
verandi forsætisráðherra Belgíu.
Ráðamenn í Hollandi og Lúxem-
borg munu hafa verið ósáttir við
þann mikla hraða sem átti að af-
greiða málið á, og vinnubrögð stóru
aðildarríkjanna, en Bandaríkin, Bret-
land, Þýskaland og Frakkland virt-
ust hafa ákveðið þetta sín í milli og
síðan ætlað að keyra málið í gegn í
hvelli.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76