Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						STOFNAÐ 1913
173. TBL. 87. ARG.
FIMMTUDAGUR 5. AGUST 1999
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Vel fagnað
á afmælis-
deginum
ELÍSABET drottningarmóðir í
Bretlandi hélt upp á níutíu og níu
ára afmæli sitt með pomp og
pragt í gær og þykja hátíðahöldin
staðfesta enn á ný að hún nýtur
langmestra vinsælda meðlima
konungsfjölskyldunnar hjá al-
menningi í Bretlandi. Heillaóska-
skeytum, blómum og blöðrum
rigndi yfir drottningarmóður á
afmælisdeginum og fyrir utan bú-
stað hennar í London lék lúðra-
sveit hermanna frá Wales afmæl-
issönginn fyrir hana. Tók drottn-
ingarmóðir sér síðan stutta
göngu til að þakka þeim, sem
komið höfðu til að hylla hana.
Reuters
Mikið manntjón í náttúruhamförum í Austur-Asíu
Tuga manna leitað í
húsarústum í Manila
Manila, Genf. Reuters, AFP.
UM 300 fílippseyskir hermenn
reyndu í gær að bjarga tugum manna
úr rústum íbúðarhúsa sem eyðilögð-
ust í jarðvegshruni í Manila í fyrra-
kvöld af völdum margra daga úrhell-
is. Stormar ollu einnig mikilli eyði-
leggingu á Kóreuskaga og stefndu til
Kína þar sem hundruð manna hafa
farist af völdum flóða og 1,8 milljónir
manna hafa misst heimili sín.
Tugir manna hafa farist af völdum
flóðanna í Asíuríkjunum síðustu daga
og ekki er talið að veðrið batni á
næstunni. Spáð er meira úrhelli á
Filippseyjum og talið er að 60 millj-
ónir manna séu í hættu vegna vatna-
vaxta í Kína.
Að minnsta kosti 48 manns hafa
látið lífið á Filippseyjum, flestir af
völdum flóða og jarðvegshruns.
Mesta manntjónið varð þegar tugir
íbúðarhúsa, sem reist höfðu verið í
brekku í Manila, eyðilögðust í jarð-
vegshruni. Tólf lík höfðu fundist í
gær og talið var að 47 manns væru
enn í rústunum. Björgunarsveitirnar
töldu ólíklegt að fólkið væri enn á lífi,
sögðust hafa heyrt raddir úr rústun-
Lúzhkov í
bandalag
með héraðs-
leiðtogum
Moskvu. Reuters.
LEIÐTOGAE helstu héraða Rúss-
lands mynduðu í gær bandalag
með Júrí Lúzhkov, borgarstjóra
Moskvu, og sögðust vongóðir um
að það yrði nógu öflugt til að valda
straumhvörfum í rússneskum
stjórnmálum.
Lúzhkov undirritaði samkomu-
lag um bandalag milli flokks síns,
Föðurlandsflokksins, og Alls Rúss-
lands, hreyfingar áhrifamikilla
leiðtoga í rússnesku héruðunum,
m.a. forseta Tatarstans, Mintimers
Shajmíjevs.
„Það er kominn tími til að við
tryggjum pólitískan stöðugleika til
að koma á umbótum, vegna þess að
óvissuástandið má ekki vara leng-
ur," sagði Shajmíjev.
Tíð forsætisráðherraskipti og
togstreita milli Borís Jeltsíns
Rússlandsforseta og kommúnista í
dúmunni, neðri deild þingsins, hafa
valdið pólitískri óvissu sem hefur
tafið efnahagsumbætur í landinu.
„Við erum staðráðnir í að ná upp-
byggilegum meirihluta í dúmunni
sem verði síðar til þess að forsetinn
geti myndað stjórn með þingmeiri-
hluta á bak við sig," sagði
Shajmíjev. „Þetta er eina leiðin til
að uppræta helstu orsakir átaka
milli forsetans og þingsins."
Vttja Prímakov í bandalagið
Lúzhkov sagði að reynt yrði að fá
Jevgení Prímakov, fyrrverandi for-
sætisráðherra, til að ganga í nýja
bandalagið. Föðurlandsflokkurinn
væri hlynntur því að Prímakov yrði
efstur á landslista bandalagsins í
þingkosningunum í desember.
Talið er að Lúzhkov stefni að því
að verða næsti forseti Rússlands
en ekki er ljóst hvort hann, Príma-
kov, eða einhver annar verður for-
setaefni nýja bandalagsins. Nokkr-
ir rússeskir stjórnmálaskýrendur
segja líklegt að Prímakov verði í
framboði í forsetakosningunum á
næsta ári og Lúzhkov verði forsæt-
isráðherraefni bandalagsins. Þeir
telja að bandalag Lúzhkovs,
Prímakovs og héraðsleiðtoganna
kunni að reynast nær ósigrandi.
Reuters
IBÚAR, húsa, sem hrundu í einu úthverfa Manila í fyrrakvöld, leita að verðmætum í húsarústunum.
um í fyrrinótt en ekkert hefði heyrst
til fólksins eftir dögun.
Almannavarnayfirvöld á Filipps-
eyjum sögðu að rúmlega 80.000
manns hefðu þurft að flýja heimili sín
vegna flóðanna. Stífla, sem sér
Manila fyrir rafmagni, yfirfylltist af
vatni og ár flæddu yfir bakka sína.
Rúmlega 2.000 hús eyðilögðust og
rafmagnslaust varð á nokkrum svæð-
um.
Rúmlega 400 Kínverjar
hafa farist
Rauði krossinn sagði í gær að 60
milljónir manna væru í hættu af
völdum flóða í Yangtze-fljóti í Kína.
Flóðin hafa kostað rúmlega 400
manns lífið síðustu vikur og 1,8 millj-
ónir hafa misst heimili sín.
Alþjóðasamband Rauða krossins
og Rauða hálfmánans kvaðst ætla að
senda út alþjóðlega áskorun um
neyðaraðstoð vegna flóðanna í Kína
og taldi hættu á að þau versnuðu.
Hitabeltisstormurinn Olga færðist
einnig í átt að Kína í gær eftir að
hafa valdið miklu tjóni á Kóreu-
skaga. Óttast er að a.m.k. 63 hafi
farist í Suður-Kóreu eftir fjögurra
daga óveður og 42 létu lífið í Norður-
Kóreu, að sögn Rauða krossins.
Opinbera fréttastofan í Norður-
Kóreu sagði að vatn hefði flætt yfir
40.000 hektara ræktarlands og eyði-
lagt mörg hús og opinberar bygging-
ar.
Að minnsta kosti 24.000 manns
urðu að flýja heimili sín í Suður-
Kóreu og 36.000 hektarar ræktar-
lands hafa orðið flóðunum að bráð.
Yfirvöld í víetnamska héraðinu
Binh Thuan hafa óskað eftir mat-
vælasendingum til 22.000 Víetnama
sem hafa misst heimili sín á síðustu
dögum. 17 manns týndu lífi í hérað-
inu og tólf er enn saknað.
George Robertson skipaður nýr framkvæmdastjóri NATO
Segir mörg verkefni
bíða bandalagsins
Brussel, London, Washington. Reuters.
GEORGE Robertson, nýr fram-
kvæmdastjóri  Atlantshafsbanda-
lagsins (NATO), sagði í gær að
bandalagsins biðu
mörg    mikilvæg
verkefni í upphafi
nýs   árþúsunds,
m.a. að auka sjálf-
stæði  Evrópu  í
varnarmálum  og
bæta samskipti sín
við Rússa. Robert-
son var formlega
skipaður í starfið í
gær en hann tekur við því í október
þegar Javier Solana gerist æðsti
talsmaður  Evrópusambandsins  í
utanríkis- og öryggismálum. Mun
Robertson  gegna  áfram  stöðu
varnarmálaráðherra í bresku ríkis-
stjórninni þangað til.
Robertson
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, sagðist í gær afar
ánægður með skipun Robertsons.
„George Robertson býr yfir öllum
þeim eiginleikum sem þarf til að
gegna þessu mikilvæga starfi vel.
NATO gæti ekki verið í betri hönd-
um nú þegar bandalagið horfir til
nýs árþúsunds," sagði Blair.
Nauðsynlegt að draga lærdóm
af Kosovo-stríðinu
Javier Solana, fráfarandi fram-
kvæmdastjóri NATO, lýsti Robert-
son einnig sem afar hæfum manni
og Bill Clinton Bandaríkjaforseti
fagnaði skipun hans og sagði Rob-
ertson hafa sýnt og sannað, m.a. í
Kosovo-stríðinu, að hann væri hæf-
ur leiðtogi.
Á fundi með  fréttamönnum í
London í gær sagðist Robertson
taka við framkvæmdastjórastöð-
unni hjá NATO á miklum umbreyt-
ingatímum. „Við verðum að læra af
reynslu okkar í Kosovo-stríðinu en
einnig átta okkur á þeim skilaboð-
um sem það hefur fært okkur, sem
sé þeim að Evrópa verður að beita
sér meira í eigin öryggismálum,"
sagði Robertson.
Hann hét því þó að tryggja að
aukið sjálfstæði Evrópuríkjanna í
varnarmálum kæmi ekki niður á
farsælu samstarfi við Bandarfkin.
Sagði hann einnig að NATO myndi
rétta út vinarhönd til Rússa, Úkra-
ínumanna og annarra nágranna
sinna „í leit að betra öryggi í álf-
unni".
¦ Segir öryggi/27
Æska Clint-
ons „enginn
dans á rósum"
Washington. Reuters.
BILL Clinton Bandaríkjaforseti
sagði í gær að æska sín hefði ekki
verið neinn dans á rósum. Hann
sagði hins vegar
að hvorki hann né
eiginkona hans,
Hillary, hygðust
með tilvísunum í
erfiða æsku reyna
að afsaka fram-
hjáhald hans.
„Æska múi var
enginn dans á rds-
um," sagði Clinton
er hann Ijáði sig í fyrsta skipti um
þau ummæli Hillary í viðtali við
túnaritið Talk að sálrænt ofbeldi,
sem forsetinn mátti þola í æsku,
gæti verið orsök kvensemi hans.
„En ég held ekki að hægt sé að
lesa þetta viðtal og halda því fram
að þar hafi Hillary verið að afsaka
gjörðir mínar," sagði Clinton. „Ég
hef ekki reynt að afsaka gjörðir
sem sannarlega voru óafsakanleg-
ar og það hefur hún ekki heldur
gert, trúið mér."
Clinton
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68