Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						**ttttMHjWÍfr
STOFNAÐ 1913
174. TBL. 87. ARG.
FOSTUDAGUR 6. AGUST 1999
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Spá falli Milosev-
ies innan skamms
Belgrad, Podgorica. Reuters, The Daily Telegraph.
ZORAN Djindjic, einn af leiðtogum
stjórnarandstöðunnar í Júgóslavíu,
spáði því í gær að Slobodan Milos-
evic, forseti Júgóslavíu, rnyndi senn
hrökklast frá völdum, jafnvel strax í
nóvember. „Um miðjan september
munu mótmælaaðgerðir í Serbíu
vera orðnar svo umfangsmiklar að
Milosevic mun sennilega boða kosn-
ingar i nóvember," sagði Djindjic.
Hann taldi engan vafa á að þar
myndi Milosevic bíða ósigur.
Fregnir herma að staða Milosevics
versni nú dag frá degi og að klofn-
ingur sé yfirvofandi í flokki hans.
Eru nokkrir meðlimir Sósíalista-
flokks Milosevics sagðir reiðubúnir
að vinna að því með stjórnarandstöð-
unni í Serbíu að koma honum frá
völdum, neiti hann að fara af fúsum
og frjálsum vilja.
Greindi VTP, áhrifamikið blað sem
kemur út á ensku í Belgrad, frá því
að skorist hefði í odda með Milosevic
og nánum samstarfsmönnum hans á
leynifundi í síðustu viku. Eru hinir
síðarnefndu sagðir meðvitaðir um að
á meðan Milosevic er við völd muni
Júgóslavíu ekki verða veitt sú fjár-
hagsaðstoð sem er bráðnauðsynleg,
eigi að reisa landið úr rústunum sem
ellefu vikna sprengjuherferð Atl-
antshafsbandalagsins (NATO) olli.
Tveir menn, annar Serbi og hinn
Albani, féllu þegar til skotbardaga
kom í gær í bænum Dobrcane í Suð-
austur-Kosovo eftir að Albanar
höfðu gert aðsúg að Serbum sem bú-
settir eru á þessum slóðum. Sam-
skipti Serba og Albana hafa verið
þrungin spennu í þessum hluta
Kosovo og liðsmenn KFOR-friðar-
gæslusveitanna hafa mátt hafa sig
alla við að halda friðinn.
Hvatti Natasa Kandic, serbnesk
baráttukona fyrir mannréttindum, í
gær til þess að efnt yrði til opinberr-
ar umræðu um meint ódæðisverk
serbneskra hersveita í Kosovo en
hún sagði tíma til kominn að lands-
menn horfðust í augu við það sem
fram fór í Kosovo-stríðinu. Hún fór
jafnframt fram á að Albanar efndu
til sömu umræðu í ljósi ofsókna gegn
Kosovo-Serbum undanfarnar vikur.
Svartfellingar leggja til um-
fangsmiklar breytíngar
Stjórnvöld í Svartfjallalandi lögðu
í gær fram áætlun sem breyta myndi
í grundvallaratriðum tengslum
Svartfjallalands og Serbíu, sem sam-
an skipa sambandslýðveldið Júgó-
slavíu. Er í áætluninni lagt til að
Svartfjallaland hafi eigið varnar-
málaráðuneyti, sjálfstæða stefnu í
utanríkismálum og eigin gjaldmiðil.
Er ennfremur lagt til að nafni sam-
bandslýðveldisins verði breytt í
Samveldi Svartfjallalands og Serbíu.
Svartfellingar hafa verið hliðhollir
Vesturveldunum og studdu ekki
stefnu Slobodans Milosevics sem
leiddi til hernaðar NATO í Kosovo.
LÖGREGLA ræðir við starfsmenn fyrir utan skrifstofur annars fyrir-
tækisins þar sem morðin voru framin.
Byssumaður myrðir
þrjá í Alabama
Hleypur á snærið hjá
Rússlandsstjórn
Ovæntur
afgangur
Moskvu. Reuters.
YFIR eins milljarðs rúblna tekju-
afgangur, andvirði 3,6 milljarða
króna, varð af rekstri rússneska
ríkissjóðsins í júlímánuði, ef marka
má bráðabirgðatölur þar að lút-
andi sem birtar voru í gær. Mun
ástæða þessarar óvæntu búbótar
vera að skattar skiluðu sér betur
en gert hafði verið ráð fyrir.
Þessi frétt kom rússneskum
ráðamönnum þægilega á óvart, en
rússneskum skattheimtuyfirvöld-
um hefur gengið mjög illajað inn-
heimta lögbundna skatta. Á heild-
ina litið er efnahagsástandið í
Rússlandi enn bágborið en vís-
bendingar eru um að það sé aftur
að lagast eftir mikið hrun fyrir ári.
Tekjuafgangurinn er að stærst-
um hluta tilkominn af því að skatt-
ar skiluðu sér 25% betur í kassann
en reiknað hafði verið með. Önnur
jákvæð tíðindi fyrir rússnesk ríkis-
fjármál voru þau í gær að seðla-
banki landsins tilkynnti að gjald-
eyrisforðinn hefði í síðustu viku
júlí aukist úr 11 milljörðum banda-
ríkjadala í 11,9 milljarða.
Gjaldeyrisforði Rússlands hefur
verið að rýrna á síðustu tveimur
árum og rfkisstjórnin hefur ekki
staðið við að greiða nokkrar af-
borganir af erlendum lánum.
Heldur hefur þó byrðin sem rúss-
neska ríkið ber vegna erlendra
skulda létzt að undanförnu. Al-
þjóðagjaldeyrissjóðurinn tilkynnti
í síðustu viku að hann myndi veita
Rússum 4,5 milljarða dollara við-
bótarlán á þessu ári og því næsta,
og „Parísarklúbbur" vestrænna
lánardrottna féllst á að skuld-
breyta 8 milljörðum dollara sem
fengnir voru að láni á Sovéttíman-
um.
Pelham i' Alabama, Atlanta. AP, Reuters.
ÞRÍR voru skotnir til bana á skrif-
stofum tveggja fyrirtækja í útborg
Birmingham í Alabama-ríki í Banda-
ríkjunum í gær. Maður, sem starfaði
hjá öðru fyrirtækinu og hafði áður
starfað hjá hinu, var handtekinn,
grunaður um verknaðinn.
Að sögn Alans Wades, lögreglu-
stjóra í útborginni Pelham, verður
hinn grunaði, sem er 34 ára, ákærð-
ur fyrir morð. Hann var handtekinn
eftir að lögregla hafði elt hann á
miklum hraða eftir nærliggjandi
hraðbraut. Atburðurinn átti sér stað
um klukkan sjö í gærmorgun að
staðartíma, eða um hádegisbil að ís-
lenskum tíma.
Sky-sjónvarpsstöðin greindi frá
því að einn hinna myrtu hafi verið yf-
irmaður byssumannsins, og að tveir
hafi særst í skotárásunum. Ekki hafa
borist fregnir af því hvers vegna
byssumaðurinn framdi þessi voða-
verk.
Aðeins er vika liðin síðan rúmlega
fertugur maður fór vopnaður
skammbyssum inn á skrifstofur verð-
bréfafyrirtækja í Atlanta í Banda-
rfkjunum og skaut níu til bana. Hann
hafði áður myrt konu sína og börn.
Blaðið Atlanta Constitution
greindi frá því í gær, að maðurinn,
Mark Barton, kunni að hafa tapað
allt að 450 þúsund dollurum, eða sem
svarar tæpum 33 milljónum ís-
lenskra króna, í verðbréfaviðskiptum
á Netinu.
Sprengingar-
innar í Hiro-
shima minnst
JAPÖNSK skólabörn, sem heim-
sdttu í gær friðarminjasafnið í
Hiroshima, skoða líkan í fullri
stærð af atómsprengjunni sem
varpað var úr bandarísku B-29
sprengjuflugvélinni Enola Gay á
Hiroshima í Japan fyrir nákvæm-
lega fimmtíu og fjórum árum. í
dag verður haldin árleg minning-
arathöfn þar í borg um kjarnorku-
sprenginguna sem nánast þurrkaðí
Hiroshima út og varð tugum þús-
unda manna að bana, auk þess sem
hún markaði upphafíð að kjarn-
orkuvopnakapphlaupinu.
Ottast ebola-smit í Evrópu
Berlín. Reutem, AP.
MIKILL viðbúnaður er í Þýskalandi
vegna karlmanns, sem kom til Berlín-
ar frá Fflabeinsströndinni, en talið er,
að hann kunni að hafa sýkst af ebola-
veikinni. Blæddi honum úr augum og
eyrum en það eru ein einkenni sjúk-
dómsins. Ebola-veiran er banvæn og
verður um 80% þeirra, sem sýkjast,
að bana. Sjúkdómurinn er nánast
óþekktur á Vesturlöndum.
Sjúklingurinn, 39 ára gamall maður
að nafni Olaf Ullman, kom aftur til
Þýskalands sl. sunnudag eftir að hafa
verið við kvikmyndatökur á Ffla-
beinsströndinni í tvær vikur. Hann
ferðaðist  með  Swissair-flugfélaginu
til Berlínar í gegnum Ziirich og reyna
þýsk yfirvöld nú að hafa uppi á far-
þegum sem á einhvern hátt kunna að
hafa haft samskipti við hann. Með
sjúklingnum í för var eiginkona hans
og þýskt vinapar sem nú er undir sér-
stöku eftirliti. Hefur vinur Ullmans
einnig verið settur í sóttkví en að
sögn lækna hefur hann ekki fundið til
krankleika.
Allur vari hafður á
Að sögn eiginkonu Ullmans,
Kordula, fann hann til lasleika eftir
heimkomuna og var fluttur með þyrlu
á spítala í Berlín á þriðjudag, eftir að
líðan hans hafði versnað, en þar er
hann í sóttkví.
Miklar varúðarráðstafanir hafa
verið gerðar við Virchow-spítalann
og hafa tveggja metra háir veggir
verið reistir umhverfis deildina sem
Ullman liggur á auk þess sem örygg-
isverðir gæta hennar. Þá hafa lækn-
ar og hjúkrunarfræðingar allan vara
á við stórf sín og klæðast lofttæmd-
um öryggisbúningum og bera grín>
ur fyrir öndunarfærum sínum. I
gærkvöldi höfðu ekki enn borist
fregnir af niðurstöðum rannsóknar á
því hvort Ullman væri sýktur af
ebolu, eða skyldum sjúkdómi.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64