Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						*fttmiH*toife
STOFNAÐ 1913
177. TBL. 87. ARG.
ÞRIÐJUDAGUR 10. AGUST 1999
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Borís Jeltsín rekur stjórnina og tilnefnir nýjan forsætisráðherra
Hyggst styðja Pútín í
forsetakosninffunum
'lilers.                                                                                                 ^^m^J
Moskvu, Reuters.
BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti gerði jafnt stuðningsmenn sína sem
andstæðinga agndofa í gær með því að reka alla ríkisstjórnina og til-
nefna Vladímír Pútín, fyrrverandi njósnara KGB, næsta forsætisráð-
herra og forsetaefni sitt í kosningunum á næsta ári.
Þetta er í fyrsta sinn sem Jeltsín
lýsir því afdráttarlaust yfir hvern
hann hyggist styðja í forsetakosn-
ingunum og í fímmta sinn á 17 mán-
uðum sem hann tilnefnir nýjan for-
sætisráðherra.
Forsetinn tilkynnti einnig í sjón-
varpsávarpi nokkrum klukkustund-
um eftir að hann rak stjórn Sergejs
Stepasjíns, sem hafði aðeins starfað í
þrjá mánuði, að kosningarnar til
dúmunnar, neðri deildar þingsins,
ættu að fara fram 19. desember.
„Kosningamaraþonið er hér með
hafið," sagði Jeltsín.
Gengi rúblunnar lækkaði um þrjú
prósent gagnvart dollarnum eftir
brottvikningu stjórnarinnar þrátt
fyrir íhlutun seðlabankans. Gengi
rússneskra hlutabréfa lækkaði um
10,67%.
Vill vernda „Fjölskylduna"
Stjórnmálaskýrendur sögðu að
Jeltsín væri mjög umhugað um að
tryggja að næsti forseti Rússlands
veitti honum og „Fjölskyldunni",
eins og helstu bandamenn hans hafa
verið kallaðir, friðhelgi frá ákæru.
Pútín stundaði njósnir í Þýska-
landi fyrir sovésku öryggislögregl-
una KGB og starfaði síðar í borgar-
stjórn Sankti Pétursborgar. Hann er
náinn samstarfsmaður Anatolís
Tsjúbajs, sem skipulagði umdeilda
einkavæðingu rússnesku stjórnar-
innar og er talinn vera í nánum
tengslum við „Fjölskylduna".
Fréttastofan Interfax hafði eftir
Pútín að hann hygðist ekki gera
miklar breytingar á stjórninni. Dúm-
an fær nú viku tii að greiða atkvæði
um tilnefninguna og talið er að at-
kvæðagreiðslan verði á föstudag.
Ekki var ijóst í gær hversu miklar
líkur væru á því að tilnefningin yrði
samþykkt. Nokkrir fréttaskýrendur
sögðu ólíklegt að hún yrði samþykkt
í fyrstu atrennu en fiestir telja að
dúman leggi blessun sína yfir Pútín í
JELTSIN við lestur sjdnvarps-
ávarpsúis í gær, þar sem hann
tilkynnti ráðherraskiptin.
annarri eða þriðju atkvæðagreiðsl-
unni.
Hafni dúman tilnefhingu forsetans
þrisvar sinnum hefur hann vald til að
leysa hana upp. Yfírkjörstjórn Rúss-
lands sagði þó í gær að kosningunum
yrði ekki flýtt ef Pútín yrði hafnað.
„Algjört brjálæði"
Orðrómur hafði verið á kreiki í
Moskvu síðustu daga um að Jeltsín
hefði séð ofsjónum yfir þeim hlýju
móttökum sem Stepasjín hefur feng-
ið á ferðum sínum erlendis og væri
óánægður með störf hans fyrir þing-
kosningarnar í desember.
Ekki var ljóst hvort átökin í Da-
gestan um helgina höfðu áhrif á
ákvörðun Jeltsíns. Líklegra þótti að
forsetinn hefði ákveðið forsætisráð-
herraskiptin nokkru áður en átökin
blossuðu upp.
Kommúnistar í dúmunni lýstu
brottvikningu stjórnarinnar sem
brjálæði og jafnvel stuðningsmenn
Jeltsíns tóku í sama streng. „Þetta
er algjört brjálæði," sagði Borís
Nemtsov, fyrrverandi aðstoðarfor-
sætisráðherra Rússlands sem var
áður talinn líklegur til að bjóða sig
fram í forsetakosningunum með
stuðningi Jeltsíns.
¦ Talinn vilja vernda/28
Flösku-
skeyti
skilar sér
eftir 42 ár
Brussel. Reuters,
FLÖSKUSKEYTI,      sem
belgískur hermaður stílaði á
kanadíska vinkonu sína og
varpaði í sjóinn úti á miðju
Atlantshafi fyrir 42 árum,
barst aldrei til Kanada. En
það hefur nú skilað sér í hend-
ur höfundarins, eftir að ís-
lenzk stúika fann fiöskuna.
Flaskan fannst á íslenzkri
strönd í fyrra, og skilaboðin í
henni voru enn læsileg. Þar
stóð nafn og þáverandi heimil-
isfang höfundarins, Pierre
Latinis, sem skrifaði flösku-
póstinn 4. júní 1957 er hann
var við herþjónustu um borð í
flugvélamóðurskipi. Fyrir
milhgöngu íslenzku og
belgísku utanríkisþjónustunn-
ar tókst að hafa uppi á Latinis
þar sem hann býr í Belgíu.
„Mér finnst þetta alveg
ótrúlegt," sagði Latinis er
honum var færður flöskupóst-
urinn. Hann viðurkenndi, að
hafa misst sjónar á hinni
kanadísku vinkonu sinni fyrir
margt löngu.
Sólmyrkv-
ans beðið
SÓLMYRKVI verður sjáanlegur í
fjölmörgum löndum á morgun,
og hafa yfirvöld varað þá sem
hyggjast fylgjast með honum að
horfa beint í sóiina, þar sem var-
anlegur augnskaði getur hlotist
af því. Verslunareigendur og
vöruframleiðendur víða um lönd
hafa auglýst sérstök gleraugu
sem gera eiga mönnum kleift að
horfa í átt að sólu og verða vitni
að myrkvanum án þess að hljóla,
af því skaða. Þessir fjórmenning-
ar í hafnarborginni Sídon í Suð-
ur-Líbanon hafa þó greinilega
ekki látið sli'kar auglýsingar hafa
áhrif á sig, heldur bjuggu sig í
gær undir sólmyrkvann með því
að máta þessa logsuðuhjálma af
gömlu gerðinni.
¦ Mikill áhugi/30
Rússneski herinn 1 átökum við skæruliða
Hætta sögð á
tapi Dagestans
Moskvu, Makatsjkala. AF, Reuters.
SERGEI Stepasjín, fráfarandi for-
sætisráðherra Rússlands, varaði við
því í gær að hætta væri á því að
Rússland missti Kákasus-héraðið
Dagestan úr sambandsríkinu. Her-
menn rússneska hersins og öryggis-
sveita rússneska innanríkisráðuneyt-
isins áttu í gær í vopnuðum átökum
við skæruliða róttækra múslíma í
Dagestan, þriðja daginn í röð.
Ekki fréttist af hörðum bardögum
í gær, en spenna er mikil. Er
ástandinu lýst þannig að rússnesk
yfirvöld hafi ekki staðið frammi fyr-
ir erfiðari viðureign frá því upp-
reisnarmenn í Tsjetsjníu, sem er
vestan við Dagestan, brutust undan
áhrifum Moskvuvaldsins í stríði sem
stóð með hléum á árunum
1994-1996.
Talsmaður héraðsstjórnarinnar í
Dagestan sagði rússneska herinn
saka skæruliða um að hafa skotið að
rússneskum þyrlum í Dagestan í
gær, þar á meðal einni sem Anatolí
Kvasnín, yfirmaður rússneska her-
aflans, var farþegi í. Stór flokkur
vopnaðra manna fór á laugardag yf-
ir landamærin frá Tsjetsjníu til Da-
gestan og hertók nokkur þorp þar í
fjöllunum. Stepasjín forsætisráð-
herra skipaði hernum á vettvang, en
honum hefur ekki tekizt að flæma
skæruliðana á brott.
Hvað fyrir innrásarliðinu vakir er
að miklu leyti ójjóst, en fregnir
herma að liðsmenn þess séu félagar
í Wahhabi-hreyfingu róttækra
múslíma, sem vilja koma á íslamskri
stjórn í öllum Kákasus-lýðveldum
Rússlands og sameina Dagestan
Tsjetsjníu.
Staðið við skipanir
Stepasjíns
„Astandið í Dagestan í dag er
mjög alvarlegt," sagði Sergei Stepa-
sjín á síðasta ríkisstjórnarfundinum
undir hans stjórn í Kreml. „Ég held
að svo gæti farið að við töpuðum Da-
gestan." Arftaki hans í embætti,
Vladimír Pútín, hét því að staðið
yrði við framkvæmd allra þeirra
skipana um aðgerðir í Kákasus, sem
Stepasjín hefði undirritað.
UNGIR Kosovo-Albanar hrópa slagorð að frönskum liðsmönnum
KFOR í bænum Kosovska Mitrovica, en þar kom til átaka milli friðar-
gæzluliða og æstra Kosovo-Albana þriðja daginn í röð í gær.
Reynt að hemja hefndarþorsta Kosovo-Albana
Enn slegizt við
friðargæzluliða
Belgrad, Kosovska Mitrovica. Reuters, AFP, AP.
ÁTÖK brutust út á ný í gær milli
franskra friðargæzluliða og Kosovo-
Albana í bænum Kosovska
Mitrovica, á brú sem aðskilur hverfi
albanskra og serbneskra íbúa bæjar-
ins, en gærdagurinn var sá þriðji í
röð sem til slíkra átaka kom.
Albanskir íbúar Kosovska
Mitrovica vildu fylkja liði í
serbneska hluta bæjarins til að fá
þar útrás fyrir hefndarþorsta vegna
þeirra þjáninga og eyðiieggingar
sem þeir þurftu að þola frá hendi
Serba í stríðinu sem lauk fyrir tæp-
um tveimur mánuðum.
I bænum Zitinje stóðu í gær síð-
ustu húsin sem byggð voru Serbum í
ijósum logum. Þrátt fyrir ítrekaðar
áskoranir  alþjóðasamfélagsins  og
viðleitni friðargæzluliða KFOR um
að Kosovo-Albanir hafi hemil á
hefndarfýsn sinni fyrir það sem þeir
þurftu að þola í herför Serba gegn
þeim, hefur illa gengið að hindra
hefndarárásir sem eru langt komnar
með að flæma alla Kosovo-Serba úr
héraðinu. Flestir hinna 200.000
Serba sem bjuggu í Kosovo hafa haft
sig á brott á síðustu vikum.
Hashim Thaci, leiðtogi Frelsishers
Kosovo (KLA), vísaði því á bug í gær
að samtökin hefðu staðið á bak við
átökin í Kosovska Mitrovica. Sagði
hann „hroka" frönsku friðargæzlu-
liðanna um að kenna. Einn Frakkinn
særðist illa í átökunum, en að undan-
förnu hafa árásir á friðargæzluliða
færzt í aukana.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72