Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						*f0ttttH*fettjí
STOFNAÐ 1913
179. TBL. 87. ARG.
FIMMTUDAGUR 12. AGUST 1999
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Stríðsherra frá Tsjetsjníu stjórnar uppreisninni í Dagestan
Ætlar að hrekja Rússa
frá Kákasushéruðunum
Rakhata, Moskvu. Reuters.
SHAMIL Basajev, einn af helstu skæruliðaleið-
togum Tsjetsjníu, kvaðst í gær stjórna uppreisn
íslamskra aðskOnaðarsinna í nágrannahéraðinu
Dagestan og sagðist stefna að því að hrekja alla
rússneska hermenn úr Norður-Kákasushéruð-
unum.
Blaðamenn í Tsjetsjníu fengu að fara til
fjallaþorps í Dagestan til að ræða við Basajev,
sem staðfesti að hann stæði á bak við uppreisn-
ina og sagði að henni yrði haldið áfram þar til
„vantrúaðir" Rússar yrðu hraktir af öllum land-
svæðum Norður-Kákasushéraðanna.
„Ef Rússar fara af sjálfsdáðum frá Kákasus
látum við þá í friði," sagði hann. „Ef þeir gera
það ekki neyðum við þá til þess."
Skæruliðaleiðtoginn bætti við að uppreisnar-
mennirnir hefðu umkringt rússnesku hersveit-
irnar á átakasvæðinu.
Álitinn stríðshetja
Basajev er ef til vill þekktasti skæruliðaleið-
toginn í Tsjetsjníu og stjórnaði blóðugri gísla-
töku á sjúkrahúsi í rússneska bænum Búd-
jonnovsk í Tsjetsjníu-stríðinu 1994-96 sem lauk
með auðmýkjandi ósigri Rússa. Hann fór einnig
fyrir skæruliðum sem vörðu Grosní, höfuðstað
héraðsins, og margir Tsjetsjenar líta á hann
sem stríðshetju.
Skæruliðarnir hafa fengið sérstaka þjálfun í
fjallahernaði og staðist loftárásir og umsátur
rússneskra hersveita frá því þeir náðu nokkrum
þorpum í Dagestan á sitt vald um helgina. Þeir
hafa lýst yfir stofnun sjálfstæðs ríkis og
„heilögu" frelsisstríði á hendur Rússum.
Hóta skæruliðum öllu illu
Vladímír Kolesníkov, aðstoðarinnanríkisráð-
herra Rússlands, sagði í gær að tíu rússneskir
hermenn hefðu fallið og 27 særst í átökunum
síðasta hálfa mánuðinn. Uppreisnarmennirnir
hefðu orðið fyrir mun meira mannfalli.
Vladímír Rúshaílo, innanríkisráðherra Rúss-
lands, sagði að hersveitirnar hefðu umkringt
skæruliðana og komið í veg fyrir að Tsjetsjenar
gætu sent Uðsauka til Dagestans. „Við stefnum
að því að gjöreyða þeim."
Fulltrúar stofnunar í Dagestan, sem nefnd er
íslamska ráðið, sögðust í gær hafa beðið Basa-
jev um að stjórna uppreisninni. Yfirvöld í Dag-
estan, sem eru á bandi Rússa, hafa brugðist
ókvæða við yfirlýsingum ráðsins og búa sig nú
undir að sækja leiðtoga þess til saka.
Tsjernomyrdín styður Pútín
Vladímír Pútín, sem Borís Jeltsín forseti hef-
ur tilnefnt forsætisráðherra, ræddi átökin í
Dagestan við yfirmenn hersins og héraðsleið-
toga í Sambandsráðinu, efri deild þingsins.
Pútín kveðst vona að hægt verði að kveða upp-
reisnina niður innan hálfs mánaðar.
Viktor Tsjernomyrdín, fyrrverandi forsætis-
i;áðherra, lýsti því yfir í gær að flokkur sinn,
Heimili okkar er Rússland, myndi styðja Pútín í
atkvæðagreiðslunni um tilnefninguna í
dúmunni, neðri deild þingsins, á mánudaginn
kemur.
Bandaríkin
Hvirfilbyl-
ur í Salt
Lake City
Salt Lake City. AP, Reuters.
HVIRFILBYLUR reið yfir Salt
Lake City, ríkishöfuðborg Utah-
fylkis í Bandaríkjunum, rétt fyrir
klukkan eitt eftir hádegi að staðar-
tíma í gær með þeim afleiðingum
að a.m.k. einn lést og um fjörutíu
manns særðust.
Tré og hjólhýsi tókust á loft og
þakið á Delta-miðstöðinni, heima-
velli Utah Jazz-körfuboltaliðsins,
eyðilagðist auk þess sem gluggar á
hótelum og heimilum fólks sprungu
er skýstrókurinn gekk yfir á um
180 km hraða á klst. Rafmagn fór
víðsvegar af í borginni, símalínur
lágu niðri og fjölmargir fólksbílar
og vörubílar lágu á hlið eða klesstir
hver við annan á götunum.
Haglél á stærð við marmarakúl-
ur fylgdu hvirfilbylnum. Að sögn
slökkviliðs á staðnum slösuðust yf-
ir hundrað manns af völdum ský-
stróksins og að a.m.k. sjö voru
fluttir þungt haldnir á spítala.
RABBINI í Jerúsalem
Reuters
Israel horfði á sólmyrkvann í gegnum sérstök varnargleraugu í gær. Þar huldi
tunglið 80 prósent sólar er myrkvinn var mestur.
Síðasti sólmyrkvi
20. aldarinnar liðinn hjá
Isfahan. Reuters, AFP.
MILLJÓNIR manna fylgdust með
síðasta sólmyrkva 20. aldarinnar
víðsvegar um heim í gær. Á
mörgum stöðum var himinninn
þó skýjaður sem gerði að verkum
að fjölmargir, sem beðið höfðu
fullir eftirvæntingar eftir atburð-
inum, misstu af myrkvanum.
Sólmyrkvinn hófst við sólar-
upprás klukkan eina mínútu yfir
hálftíu að íslenskum tíma undan
ströndum Nova Scotia í Suðaust-
ur-Kanada. Á 2.400 km hraða á
klst. lagðist skuggi tunglsins yfir
Atlantshafið, Bretland, Frakk-
land, Þýskaland, Mið-Evrópu,
Júgóslavíu, Rúmeníu og alla leið
yfir Tyrkland, Irak, Iran, Pakist-
an og Indland áður en hann
hvarf yfir Bengalflóa. AIls hafði
myrkvinn ferðast um 13.000 km
á rúmlega þremur klukkustund-
um, en almyrkvi varð á 110 km
breiðu belti.
I Lundúnum, Brussel, París,
Stuttgart, Frankfurt, Búkarest
og Ankara var um 95 prósent
myrkur, en í Rimnicu Vilcea í
Rúmeníu, þar sem almyrkvi stóð
hvað lengst, huldist hann manns-
auganu af völdum skýja.
Heiðskírt var víðast hvar í
Miðausturlöndum og í Teheran
lögðust þúsundir á fjöldabæn,
líkt og í' Egyptalandi og Líbanon.
I Sýrlandi og Jórdaníu var opin-
ber frídagur í tilefni dagsins og
fjölmargir fóru að fyrirmælum
yfirvalda og héldu sig innandyra
en horfðu á sólmyrkvann í sjón-
varpi.
Monsúnrigning skyggði á sól-
myrkvann á flestum stöðum í
Suður-Asíu en skammt frá Nýju-
Delhí böðuðu 400.000 manns sig í
heilögum vötnum Sannihet og
Brahm, meðan á sdlmyrkvanum
stdð, í þeirri von að endurfæðast
inn í æðstu stétt hindúa, Brahma.
¦ Að séðum/26
Mikil spenna í samskiptum
Indverja og Pakistana
Asakanir á víxl
Islamabad, Njgu-Delhf. Reuters, AFP.
PAKISTANAR skutu í
gær á indverskar her-
þotur við landamæri
ríkjanna við Arabíuhaf
en neituðu alfarið að
hafa skotið að þyrlum,
sem höfðu að geyma
blaðamenn sem unnu að
fréttum er tengdust
pakistönsku eftirlitsflug-
vélinni sem Indverjar
grönduðu á þriðjudag. Á
sama tíma greindu ind-
versk stjórnvöld frá því
að fimm pakistanskir
hermenn hefðu fallið í
átökum við Siachen-
jökulinn, í grennd við
fjaUalandamæri ríkjanna, eftir að
þeir höfðu reynt að ná indverskri
varðstöð á sitt vald.
Pakistanar segja að sextán
manna áhöfn eftirlitsflugvélarinnar
hafi farist í „fyrirvaralausri" árás
Indverja á þriðjudag. Deilur
standa um hvort Indverjar skutu
vélina niður í lofthelgi sinni eða
Pakistans og varð atburðurinn til
að magna mjög á nýjan leik spennu
í samskiptum landanna tveggja, en
í síðasta mánuði mátti minnstu
muna að stríð brytist út vegna
Kasmír-deilunnar.
Lengi deilt um landamærin
á þessum slóðum
Mushahid Hussain, upplýsinga-
ráðherra Pakistans, sagði að pak-
istönsk yfirvöld væru tilbúin til við-
ræðna „en ef þeir [Indverjar] vilja
stríð þá munum við svara í sömu
mynt." Indversk stjórnvöld sögðu
það hins vegar vera Pakistana sem
vildu æsa til stríðs.
Sartaj   Aziz,   utanríkisráðherra
Reuters
ATAL Behari Vajpayee, forsætisráðherra
Indlands, skoðaði flak pakistönsku flugvél-
arinnar, sem Indverjar skutu niður í vik-
unni, á skrifstofu sinni í Delhí í gær.
Pakistans, hafði fyrr í gær skipað
her landsins í viðbragðsstöðu
vegna atburðarins, sem hann hafði
á þriðjudag kallað „hreint og klárt
morð". Helsti yfirmaður indverska
flughersins, A.Y. Tipnis, kvaðst
hins vegar ekki eiga von á því að
Pakistanar svöruðu árásinni.
Lengi hefur verið deilt um
landamærin á þessum slóðum en
Indverjar viðurkenndu þó í gær að
meginhluti braks eftirlitsvélarinn-
ar hefði lent í Pakistan. Halda þeir
því engu að síður fram að vélin hafi
rofið flughelgi Indlands á þriðju-
dag og engu sinnt viðvörunum ind-
verska flughersins. Því hefði ekki
verið um aðra kosti að ræða en
granda vélinni.
Þessu neitaði Rashid Qureshi,
foringi í pakistanska hernum, hins
vegar harðlega í gær. „Við erum nú
staddir á pakistönsku landsvæði,"
sagði Qureshi við fréttamenn á
staðnum þar sem flugvélin kom
niður. „Ef þetta væri Indland þá
væru indverskar hersveitir hérna."
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76