Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						STOFNAÐ 1913
184. TBL. 87. ARG.
MIÐVIKUDAGUR 18. AGUST 1999
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Rússlandsforseti
Pútín fái
meira at-
hafnafrelsi
Moskvu. AP, APP.
BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti
fagnaði í gær skjótri staðfestingu
dúmunnar, neðri deildar rússneska
þingsins, á tilnefningu Vladímírs
Pútíns í stöðu forsætisráðherra
landsins, og hét því að veita honum
aukið sjálfstæði við stjórn á öryggis-
og efnahagsmálum Rússlands.
Jeltsín varaði Pútín þó einnig óbeint
við er hann sagði að fyrri forsætis-
ráðherrar hefðu komið sér í vand-
ræði er þeir hefðu vikið frá stefnu
þeirri sem mörkuð hefði verið af for-
setanum.
„Við skulum ekki greina forseta-
embættið og ríkisstjórnina að," sagði
Jeltsín við Pútín í gær. „Er þessar
tvær einingar hafa verið skildar að
hefur það ekki leitt til neins góðs,"
sagði Jeltsín og bætti við að forsæt-
isráðherra yrði ávallt undir ef bar-
átta kæmi upp á milli forsetans og
ríkisstjórnarinnar, það lægi í hlutar-
ins eðli.
f sjónvarpsávarpi bar Jeltsín lof á
mannkosti Pútíns og sagði að hann
myndi veita nýja forsætísráðherran-
um meira sjálfstæði til athafna en
hann hefði veitt fyrirrennurum hans
í starfi. Jeltsín féllst í gær á að
helstu ráðherrar fyrri ríkisstjórnar
héldu störfum sínum í nýrri stjórn
Pútíns, þeirra á meðal ígor ívanov
utanríkisráðherra og ígor Sergejev
varnarmálaráðherra.
Jevgení Prímakov, einn fyrrver-
andi forsætisráðherra Rússlands, til-
kynnti í gær að hann myndi veita
kosningabandalagi Júrís Lúzhkovs,
hins vinsæla borgarstjóra Moskvu,
og fleiri áhrifamikilla héraðsstjóra
forystu í næstu kosningum og er nú
talið að kosningabandalagið sé sigur-
stranglegt.
Hernum gefinn vikufrestur
Pútín sagði í gær að herinn hefði
nú eina viku til að brjóta uppreisn
skæruliða í Kákasuslýðveldinu Dag-
estan á bak aftur. Haft var eftir hon-
um að hann hefði gefið hernum
tveggja vikna frest til að stemma
stigu við aðgerðum skæruliða og nú
væru aðeins sjö dagar til stefnu.
Bardagar hersins og skæruliða eru
hinir mestu í Rússlandi síðan í Tsjet-
sjníu-stríðinu á árunum 1994-96. Um
600 skæruliðar eru taldir hafa fallið
til þessa í átökunum í Dagestan, sam-
kvæmt heimildum frá Moskvu.
¦ Nýir tímar/21
Ibúar bæjarins Izmit, sem er um 90 km suðaustur af Istanbúl, leita fólks í rústum húsa sem hrundu í jarðskjálftanum í fyrrinótt.
Reuters
Gríðarlegt tjón varð í jarðskjálfta 1 Norðvestur-Tyrklandi f gær
A þriðja þúsund látinna
fundnir í húsarústum
Izmit, Istanbúl. Reuters, AP.
STERKUR jarðskjálfti skók norð-
vesturhluta Tyrklands í fyrrinótt,
eitt þéttbýlasta svæði landsins, með
þeim afleiðingum að á þriðja þúsund
manns létu lífið og vel yfir tíu þús-
und slösuðust er íbúðarhús hrundu
og íbúarnir, sem flestir voru í fasta-
svefni er ósköpin dundu yfir, krömd-
ust undir.
Skelfingu lostnir íbúar, sem
komust lífs af úr hamförunum, höm-
uðust við að reyna að losa ástvini og
skyldmenni úr rústunum og tyrk-
nesk stjórnvöld fóru þess á leit við
Fannst eftir fjögurra
mánaða skóggöngu
Specchio. Reuters.
ÍTALSKUR maður, sem þjáist af
minnisleysi, ráfaði villtur um
fjallaskóga í nágrenni við heimili
sitt í fjóra mánuði, að því er lög-
regla í heimahéraði mannsins
greindi frá í gær.
Maðurinn, hinn 42 ára gamli
Paolo Bagatti, var staddur aðeins
fáeina kflómetra frá heimili sínu í
þorpinu Solignano í Emilia
Romagna-héraðinu á norðan-
verðri ítalíu þegar lögreglan fann
hann á mánudag, en fjólskylda
Bagattis hafði tilkynnt hvarf hans
í apríl sl. íbúar á staðnum þar
sem hann fannst höfðu tilkynnt
lögreglunni að útigangsmaður
lægi sofandi við veginn. I ljós
kom að Bagatti, sem áður hafði
fengið minnisleysisköst, hafði ráf-
að um skógi vaxið nágrenni heim-
ilis síns allan þennan tíma og
neytt aðeins róta, berja og annars
þess sem til féll ætilegt í skógin-
um. Læknar sögðu hann hafa
létzt, en vera í furðu góðu líkam-
legu ásigkomulagi eftir þessa
löngu skóggöngu.
alþjóðasamfélagið að send yrði að-
stoð í formi leitarsveita með sérþjálf-
aða þefhunda og búnað til að grafa
fólk út úr húsarústum.
Jarðskjálftinn reið yfir þegar
klukkan var tvær mínútur yfir þrjú
að staðartíma og stóð í 45 sekúndur.
Samkvæmt mælingum tyrkneskra
jarðvísindamanna var styrkleiki
hans 6,7 á Richterskvarðanum, en
sums staðar mældist hann sterkari.
Skjálftinn svipti tugþúsundir manna
heimilum sínum, þar sem mörg
þeirra húsa sem stóðu skjálftann af
sér skemmdust og þykja ekki íbúð-
arhæf. Tyrkneski herinn og Rauði
hálfmáninn unnu að því að koma upp
tjaldbúðum fyrir allt þetta fólk.
„Það lítur út fyrir að mjög margir
hafi farizt. En, með hjálp Guðs, mun
ástandið ekki vera eins slæmt í raun
og við óttumst," sagði forsætisráð-
herrann Bulent Ecevit. Flest benti
þó til þess í gær, að manntjónið væri
gríðarlegt.
Tyrkneska fréttastofan Anatolia
sagði í gærkvöldi - með vísan í upp-
lýsingar frá stjórnstöð almanna-
varna sem heyrir undir forsætis-
ráðuneytið - að staðfest tala látinna
væri komin í 2.033 og slasaðir væru
að minnsta kosti ellefu þúsund.
Þúsunda saknað
I hafnarbænum Golcuk og ná-
grenni hans, á suðurströnd Izmit-
flóa í Marmarahafi, eru að sögn bæj-
JARÐSKJALFTI
í TYRKLANDI
Sterkur jarðskjálfti skók norð-
vesturhluta Tyrklands rétt eftir
kl. 3 í fyrrinótt að staðartíma
400 km
GRIKKLWje-
arstjórans allt að því tíu þúsund
manns taldir geta verið grafnir undir
húsarústum. Golcuk er um 130 km
suðaustur af Istanbúl, en skjálfta-
miðjan var þar nærri.
I Istanbúl, þar sem íbúar eru um
tólf milljónir, og víðar var þúsunda
manna saknað. I iðnaðarbænum
Izmit, nærri Golcuk, voru sjúkrahús
yfirfull og hjúkrunarfólk braut rúður
í apótekum til að komast tafarlaust
að lyfjum og sárabindum.
Mjög heitt er í veðri á þessum
slóðum þessa dagana, sem eykur á
súrefnisskort þess fólks, sem kann
enn að vera á lífi í húsarústunum, og
þvi þykja lífslíkur þess ekki vera
miklar.
„Tjónið er gríðarlegt," sagði for-
sætisráðherrann eftir að hafa heim-
sótt mestu hamfarasvæðin. „Það er
ekkert vatn, enginn matur, ekkert
rafmagn - og svo margt fólk grafið
undir rústunum," sagði hann áður en
ríkisstjórnin settist niður til neyðar-
fundar.
Eftir að 140 manns fórust í fyrra í
jarðskjálfta í Suður-Tyrklandi, sem
mældist 6,3 á Richter, gagnrýndu
tyrknesk stjórnvöld byggingarverk-
taka fyrir að bregðast þeirri skyldu
sinni að gæta öryggis fólks með því
að virða reglugerðir um byggingu
íbúðarhúsa á jarðskjálftasvæðum.
Hjálp berst víða að
Ríkisstjórnir fjölda landa buðu
strax fram aðstoð. Þjóðverjar voru
fyrstir til að bjóðast til að senda leit-
arflokka og -búnað, en það gerðu
einnig Bandaríkjamenn, Bretar,
Svisslendingar, íranar og jafnvel
Grikkir. Rauði kross Islands ákvað
að senda tvær milljónir króna til
styrktar hjálparstarfi á jarðskjálfta-
svæðunum.
„Við getum aðeins reynt að
ímynda okkur erfiðleikana [á ham-
farasvæðunum] og við munum gera
það sem í okkar valdi stendur til að
hjálpa," sagði Bill Clinton Banda-
ríkjaforseti í Washington.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56